Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2013, Blaðsíða 25
Fréttir 25Helgarblað 14.–18. júní 2013
Berjast fyrir
Bróður sinn
N
ú eru rúm tvö ár liðin
frá því átökin í Sýrlandi
hófust. Á þeim tíma hafa
fleiri en 93 þúsund manns
látist, þar af að minnsta
kosti 6.500 börn, samkvæmt mann
réttindaskrifstofu Sameinuðu Þjóð
anna. Þessar tölur eru þó varlega
áætlaðar og mögulegt að raunveru
legur fjöldi látinna sé mun meiri.
Um 1,6 milljónir Sýrlendinga
hafa flúið land frá því að uppreisn
in hófst. Þar að auki eru nærri 4,3
milljónir á vergangi í heimalandinu.
Flóttamannastofnun Sam ein uðu
þjóðanna ræðir nú möguleikann
á því að stjórnvöld í Þýskalandi
taki við um 10.000 Sýrlendingum
sem flúðu og búa nú við afar við
kvæmar aðstæður. Eins er rætt við
fleiri Evrópuríki um móttöku flótta
manna.
Talið er að frá því í júlí í fyrra
hafi að jafnaði um fimm þúsund
manns látið lífið í landinu í hverj
um mánuði.
Þá eru dæmi um að heilu fjöl
skyldurnar séu teknar af lífi og að
börn séu hneppt í varðhald, pyntuð
eða drepin. Þúsundir barna og ung
menna í Sýrlandi eru einnig neydd
til þess að bera vopn og berjast með
stjórnar hernum og uppreisnar
sveitum. Þau eru jafnvel neydd í
sjálfs vígssprengjuárásir.
Hvergi búa börn við jafn slæm
skilyrði um þessar mundir og í
Sýr landi, þar sem fjórar milljónir
barna eru í bráðri hættu og brýnni
neyð. n
n Fimm þúsund látast í hverjum mánuði n Fjöldi barna neyddur í bardaga
Sefur í skjóli Meðlimur uppreisnarhópsins Píslavættir All-Abbas sefur í skjóli í
Aleppo. Hópurinn samanstendur meðal annars af fimm bræðrum sem starfa undir
merkjum Frelsishers Sýrlands en hópurinn var stofnaður í minningu bróður þeirra sem
lést í bardaga. Áður en stríðið hófst vann einn bróðirinn við innanhúshönnun, annar á
veitingastað og þrír þeirra voru enn í skóla.
Bróðirinn lést í bardaga
Meðlimur uppreisnarhópsins Píslavættir
All-Abbas heldur á farsíma og sýnir mynd af
bróður sínum, Abbas Sheik Yasine, en hann lést
í átökunum. Í kjölfarið ákváðu bræður hans að
berjast með uppreisnarmönnum. Myndir reuters
Bíða læknis Sýrlenskir flóttamenn
bíða eftir læknisaðstoð í Al Zaatri-flótta-
mannabúðunum í Jórdaníu. Æ erfiðara
verður að komast yfir landamærin. Óttast er
að landflótta Sýrlendingar verði allt að 3,5
milljónir í árslok en flestir vilja snúa aftur til
síns heima þegar átökunum linnir.
Bardagamenn hvílast
Meðlimir Frelsishers Sýrlands snæða mat
og hvílast skjóli í grennd við Kindi-spítal-
ann í Aleppo en þeir hafa barist við
stjórnarherinn um yfirráð á spítalanum.
Innikróuð Í Qusair héraði
hafa stjórnarherinn og liðsmenn
Hisbollah-samtakanna barist
gegn uppreisnarmönnum. Um 30
þúsund manns bjuggu í bænum
sem liggur við landamærin og nú
eru þúsundir innikróaðar.
Ganga yfir rústirnar Börn
ganga yfir rústir götunnar og rífa niður
vegg spjöld í Ragga-héraðinu í austurhluta
Sýrlands. Hundruð þúsund barna hafa flúið
yfir landamærin og dvelja nú í flóttamanna-
búðum þar sem reynt er að aðstoða þau við
að verða börn á ný.
Börn í neyð Drengur drekkur vatn úr sprunginni vatnslögn í Karm al-Jabal-hverf-
inu í Aleppo. Hjálparstofnanir telja að fjórar milljónir barna þurfi á neyðaraðstoð að
halda vegna vannæringar, sjúkdóma og sálrænna áfalla.
Í skólanum Í rafmagnsleysinu í al-Sha‘ar-hverfinu í Aleppo ber nemandi höfuðljós
til þess að sjá á kennaratöfluna í einni af síðustu kennslustundum annarinnar. Aðeins lítill
hluti barna sækir enn skóla. Kennari í Aleppo hvetur nemendur sína til þess að tjá sig með
myndum, sem flestar eru af sprengjum og skriðdrekum, byssum og blóðugu fólki, brennandi
húsum og grátandi börnum. Sum börnin teikna jafnvel fólk án höfuðs, fóta eða handa. Líf
þeirra snýst um stríðið og líðanin er eftir því, börnin glíma við kvíða og áfallastreituröskun.
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is