Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2013, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2013, Blaðsíða 41
 41Helgarblað 14.–18. júní 2013 50 V erið þið velkomin,“ sagði hinn myrki Dr. Got við Varyu og Andrei, sextán og sautján ára, sem voru kom­ in til þess að vera viðstödd gleðskap við yfirgefið sveitasetur á bökkum Volgu í Rússlandi. „Þetta er kærastan mín, Karla,“ sagði Dr. Got og benti til hliðar á nakta stúlku sem stóð við hlið hans. „Ykkur er boðið að verða viðstödd vígslu hennar.“ Varyu Kuzmina og Andrei Sorokin var gefið áfengi. Sex aðrir djöfladýrk­ endur – allir á táningsaldri – voru staddir fyrir aftan Dr. Got og kærustu hans. Þau höfðu ekki hugmynd um hvað væri í bígerð. Það fór að renna á þau tvær grímur þegar einn djöfla­ dýrkandinn reiddi fram sekk, tók kött upp úr honum og skar hann á háls. Köttinn hengdu þau á öfugan kross sem stóð nærri þeim. Lýsingar á því sem á eftir koma eru ekki fyrir við- kvæma. „Ekki eins og þau sögðu“ Varya varð skelkuð, fór afsíðis og hringdi í vinkonu sína. „Þetta er allt frekar skrýtið,“ sagði hún í talh­ ólfsskilaboðum sem hún skildi eftir fyrir vinkonuna. „Þetta er ekki eins og þau sögðu.“ En skyndilega skip­ aði Dr. Got djöfladýrkendunum að binda þau. Áður en hún eða Andrei gátu rönd við reist höfðu djöfladýrk­ endurnir gripið þau og fest hendur þeirra fyrir aftan bak. Þá snéri forsprakkinn hnífnum, sem enn var þakinn blóði kattar­ ins, að parinu. Dr. Got talaði tung­ um og hnífurinn vofði yfir Andrei og Varyu. „Kölski, við bjóðum Körlu velkomna með því að gefa þér líf þessara tveggja,“ sagði hann svo rétt áður en hann stakk Andrei í bringuna. Í geðshræringu öskraði Varya þar sem djöfladýrkendurnir töldu stungurnar, frá einni og upp í 666. Djöfladýrkendurnir aflimuðu í kjölfarið Andrei, elduðu hann á varðeldi og átu. Á meðan djöfladýrkendurnir sátu í kringum varðeldinn í einhvers kon­ ar transi náði Varya að leysa sig. Hún hljóp út í myrkrið og reyndi í örvænt­ ingu sinni að komast undan morðingj­ unum. En þau náðu henni, skáru á háls og tóku myndir og myndbönd af dauðateygjum hennar á farsíma. Ekki einu fórnarlömbin Foreldrar Andrei og Varyu höfðu áhyggjur af þeim þegar þau skiluðu sér ekki heim. Í fyrstu héldu þau að þau hefðu farið á rokkhátíð sem haldin var í nágrenninu. En svo mundu þau að börn þeirra höfðu nýlega farið að umgangast skringilega krakka sem kölluðu sig „satanista“. Lögreglan rannsakaði málið og komst fljótt að því að þau höfðu nýlega verið mik­ ið í samskiptum við einhvern Nikolai Ogolobyak, sem var nítján ára. Lögreglan handsamaði fljótt djöfladýrkendurna og fann síðan líkamsleifar Andrei og Varyu nærri heimili Ogolobyak. Í ljós kom að Andrei og Varya voru ekki einu fórnarlömb þeirra. Tvær ungar stúlkur höfðu einnig verið drepn­ ar á sama máta, kvöldið áður en Andrei og Varya voru myrt. Morðin voru framin í júní árið 2008. Árið 2010 voru djöfla­ dýrkendurnir dæmdir; Nikolai Ogolobyak í 20 ára fangelsi og hin­ ir djöfladýrkendurnir í átta til tíu ára fangelsi hver. Dr. Got – sem heitir réttu nafni Anton Makovkin – var ósakhæfur og settur á geð­ sjúkrahús. n Langur dómur Nikolai Ogolobyak var dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir ódæðin. Látin Varya Kuzmina varð vitni að því þegar vinur hennar var myrtur. Fórnarlamb djöfladýrkenda Andrei Sorokin var stunginn 666 sinnum. n Rússneskir djöfladýrkendur fórnuðu grunlausum táningum SataníSk hrollvekja ára óskilorðsbundið fangelsi er krafa saksóknara í dómsmáli gegn lögfræðingnum Brett Seacat, sem var dæmdur sekur af kviðdómi í Kansas-borg í Bandaríkjunum. Hann myrti eigin- konu sína og kveikti í húsinu þeirra eftir beiðni hennar um skilnað. Við það stefndi hann lífi sínu og tveimur sonum þeirra hjóna í voða. Seacat starfaði sem löglærður fulltrúi hjá fógetaem bætt- inu í Kansas en hann slapp ómeiddur frá eldsvoðanum ásamt drengjunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.