Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2013, Blaðsíða 8
8 Fréttir 14.–18. júní 2013 Helgarblað
Í
slensk ferðaþjónusta er í sögu
legri stórsókn. Aldrei nokkurn
tímann hefur ferðamanna
straumur til Íslands verið jafn
mikill og aldrei hafa hótel og far
fuglaheimili átt í meiri viðskiptum
við ferðamenn. Þetta sést glöggt í
skýrslum Hagstofunnar og Ferða
mannastofu og hefur því jafnvel ver
ið fleygt að hætta sé á bólumyndun í
greininni. Á síðasta ári skilaði ferða
þjónusta á Íslandi meiri gjaldeyr
istekjum en áliðnaðurinn og sam
kvæmt spám Seðlabankans má ætla
að ferðaþjónustan fari einnig fram
úr sjávar útveginum á þessu ári.
Ferðaþjónustan nýtur góðs af lágu
raungengi krónunnar og hefur hlut
deild hennar í vergri landsfram
leiðslu aukist hröðum skrefum. Nú
nemur hún um 5 prósentum en til
samanburðar má nefna að hjá öðr
um Norðurlandaþjóðum er hlutfall
ið helmingi lægra.
Gistináttaskatti breytt
Árið 2006 var virðisaukaskattur af
gistingu lækkaður úr 14 prósent
um í 7 prósent. Í fyrra viðraði ríkis
stjórnin hugmyndir um að færa
gistinætur yfir í efsta þrep virðis
aukaskattsins og innheimta 25,5
prósenta skatt af gistingu. Eftir að
þáverandi stjórnarandstaða og
aðilar ferðaþjónustunnar brugð
ust hart við þeim áformum var sú
ákvörðun tekin að fara milliveginn
og færa frekar gistináttaskattinn
yfir í miðþrepið. Að öllu óbreyttu
ætti hækkunin að koma til fram
kvæmda í haust og er talið að með
henni mætti afla ríkissjóði hálfum
milljarði á þessu ári og einum og
hálfum milljarði árið 2014.
Fyrsta mál stjórnarinnar
Eitt helsta forgangsmál ríkisstjórn
arinnar á sumarþingi er að koma í
veg fyrir að þessi hækkun taki gildi
og laut fyrsta stjórnarfrumvarp
sumarþingsins að því. Á þinginu
hafa hörð skoðanaskipti um mál
ið átt sér stað undanfarna daga og
þung orð verið látin falla. Gagn
rýnir stjórnar andstaðan frumvarp
ið meðal annars á þeim forsendum
að engin áætlun liggi fyrir um aðr
ar leiðir til að afla ríkissjóði þeirra
tekna sem stefnt var að með skatta
hækkuninni. „Það er eðlileg krafa
að forsætisráðherra komi með nýja
áætlun í ríkisfjármálum og segi okk
ur hvernig hann ætlar að ná fram
jöfnuði í ríkisfjármálum,“ sagði Árni
Páll Árnason, formaður Samfylk
ingarinnar, í umræðum um mál
ið og fullyrti að ekki væru ríkari
ástæður fyrir þessum skattbreyting
um ríkisstjórnarinnar en nokkrum
öðrum. Benti Oddný G. Harðar
dóttir, þingmaður sama flokks, á
að þjónusta sem er í neðsta þrepi
virðisaukaskattsins er þar iðulega
af sérstakri ástæðu. „Ástæða var
talin til að ívilna sérstaklega til að
hjálpa ferðaþjónustuaðilum, hótel
og gistiþjónustuaðilum, á meðan
greinin var að vaxa. Það finnst mér
mjög skynsamlegt. En greinin hefur
slitið barnsskónum,“ sagði hún.
„Jákvæð skilaboð“
til atvinnulífsins
Bjarni Benediktsson, fjármála og
efnahagsráðherra, lýsti því hins
vegar yfir í sömu umræðu að um
ræddar skattbreytingar þjónuðu
meðal annars þeim tilgangi að
senda atvinnulífinu jákvæð skila
boð. Með því að koma í veg fyrir
hækkunina mætti greiða fyrir fjár
festingu og losa um fjárfestingar
tækifæri í ferðaþjónustunni. Velti
hann því fyrir sér hvort ef til vill væri
orsakasamhengi milli góðs gengis
ferðaþjónustunnar og lágrar skatt
lagningar undanfarin ár.
Í skýrslu Hagfræðistofnunar um
virðisaukaskatt á ferðaþjónustu sem
gefin var út í fyrra kemur fram að
verð á gistingu hafi lítið lækkað eft
ir að gistináttaskatturinn var lækk
aður á sínum tíma. „Vegna þess að
gistihús virðast að mestu leyti hafa
haldið eftir virðisaukaskattslækkun
inni má með nokkrum sanni líta á
lækkunina sem niðurgreiðslur eða
styrk til atvinnugreinarinnar,“ segir
í skýrslunni. n
Jóhann Páll Jóhannsson
blaðamaður skrifar johannpall@dv.is
Ferðaþjónustan
í sögulegri sókn
n Fyrsta frumvarp ríkisstjórnarinnar afstýrir hækkun gistináttaskatts
„Má með nokkrum sanni
líta á lækkunina sem
niðurgreiðslur eða styrk til
atvinnugreinarinnar
Gistinætur
595
1142
850
2880
n Íslendingar n Útlendingar
2000
2012
2006
738
1719
Flutningsmaður Bjarni Benediktsson,
fjármála- og efnahagsráðherra, talar fyrir
stjórnarfrumvarpi þess efnis að hækkun
fyrrverandi ríkisstjórnar á gistináttaskattin-
um verði dregin til baka.
Mótfallinn breytingunni Árni Páll
Árnason, formaður Samfylkingarinnar,
gagnrýnir harðlega áform ríkisstjórnarinnar.
Sjónvarpað frá
útför Hemma
„Við fjölskylda Hemma og vinir vilj
um byrja á því að þakka þann auð
sýnda hlýhug og stuðning sem við
höfum fundið fyrir síðustu daga,“
segir í yfirlýsingu frá fjölskyldu og
vinum Hermanns Gunnarssonar,
sem lést eins og kunnugt er fyr
ir rúmri viku, eftir að hafa fengið
hjartaáfall.
Í ljósi þess að Hemmi átti stað í
hjörtum margra hafa aðstandend
ur ákveðið að deila með þjóðinni
hver næstu skref verða. Þau segja
að ferlið, þegar andlát ber að garði
svo fjarri heimahögum, sé nokkuð
flókið. Áætlað sé að útför verði í lok
júní í Hallgrímskirkju. Séra Pálmi
Matthías son muni jarðsyngja.
„Fyrirséð er að engin kirkja mun
rúma allan þann fjölda sem athöfn
ina myndi vilja sækja og munum við
því reyna að setja upp skjá og hljóð
kerfi fyrir utan Hallgrímskirkju þar
sem hægt verður að fylgjast með því
sem fram fer í kirkjunni.“
Fram kemur einnig að sjónvarps
upptökuvélar frá Ríkisútvarpinu
muni verða leyfðar í kirkjunni og að
jarðarförin verði send út í sérstakri
útsendingu eftir fréttir á útfarardegi.
„Að kvöldi útfarardags verður Ríkis
útvarpið með sérstakan minningar
þátt um mannvininn Hermann
Gunnarsson.“
Undir yfirlýsinguna skrifa börn
Hermanns Gunnarssonar.
Illugi vígir
leikskóla
Illugi Gunnarsson, mennta og
menningarmálaráðherra vígði
leikskólann Ársól í Reykjavík á
fimmtudaginn. Illugi hélt ræðu við
tilefnið. Leikskólinn sem er ætlað
ur börnum á aldrinum 9 mánaða
til 3ja ára á að vera heilsuskóli
með áherslu á næringu, hreyfingu
og listsköpun. Leikskólinn er í
eigu Skóla ehf. sem er dótturfyrir
tæki Íslenskra aðalverktaka ehf.
Fyrirtækið rekur fimm leikskóla
sem leggja áherslu á heilsuefl
andi skólastarf. Hugmyndafræði
fyrir tækisins er að ef börn fái holla
næringu og mikla hreyfingu veki
það þörf á listsköpun.