Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 2013næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    30123456
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2013, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2013, Blaðsíða 16
Þ egar Haukur Már Helgason, rithöfundur, játaði opinber- lega á sig kynferðisofbeldi árið 2012 – ofbeldi sem hafði ekki verið kært til lögreglu að því er virtist – vakti það mikla athygli. Haukur Már kvaðst vilja bera ábyrgð á gjörðum sínum, en að hann hefði ekki gert sér grein fyrir því að hann væri að beita ofbeldi. Nú hefur hann hins vegar stigið fram og gagnrýnt það ferli sem hann gekk í gegnum í tengslum við ábyrgðarferli, sem má skilja sem nokkurs konar uppgjör á ofbeldinu. Það leiddi til þess að konan sem varð fyrir ofbeldinu hefur sjálf greint frá upplifun sinni af því og ábyrgðarferl- inu (sjá nánar hér til hliðar) sem hún og Haukur gengu í gegnum. „Án þess að ætla það“ Lesendur DV.is hafa orðið varir við umfjöllunina, en hún hófst, sem áður sagði, þegar Haukur steig fram í maí 2011 og skrifaði umdeilda grein þar sem hann játaði að hafa beitt konu kynferðisofbeldi. Margir furðuðu sig á þessari opinberun enda sjaldgæft að mál séu gerð upp með þessum hætti; það er að sá sem segist hafa beitt ofbeldi játi það í pistli. Hauk- ur vildi ekki tjá sig frekar um málið og nánari útskýringar fengust ekki á því hvernig ofbeldinu var háttað eða hvaða konu um ræddi. „Ég hef beitt kynferðisofbeldi. Ég hef beitt aðra manneskju ofbeldi án þess að gera mér grein fyrir því. Án þess að ætla það. Án þess að sjá það. Þessi blinda var liður í ofbeldinu,“ skrifaði hann meðal annars. Haukur sagði að tæpt ár væri liðið frá því að vinir hans hefðu látið hann sæta ábyrgð vegna málsins, en nokk- ur ár voru þá liðin frá því að Haukur og konan slitu samvistum. Þá sagði Haukur að þessi aðferðarfræði hefði vakið öðrum vinum hans áhyggjum. Að auki hefðu þeir sem stæðu hon- um næst efast um að kynferðisof- beldi væri rétta orðið. Það gerði hann sjálfur líka, en vildi beita orðum sem sýndu fram á alvarleika málsins. Tekið saman Ef frásagnir Hauks og konunnar eru lagðar saman sést að milliliðir á hennar vegum komu á fund Hauks árið 2011. Þeir færðu honum bréf þar sem konan greindi frá ofbeldinu og þeim afleiðingum af því sem hún hafði upplifað og lýsti þeim kröf- um sem hún lagði fram vegna máls- ins. Þær voru meðal annars þær að hann viki ef þau væru á sama stað, þau ræddu þetta ekki eða að hann hefði samband. Þá var hann hvattur til þess að leita sér sálfræðiaðstoðar og taka ábyrgð á málinu í gegnum millilið. Eins var hann hvattur til að gera upp hegðun sína ef hann hygð- ist starfa fyrir mannréttindasamtök og gangast við því sem hann hefði gert. Honum var sagt að hann gæti annað hvort tekið ábyrgð eða ekki, sagt já eða nei. Hann óskaði eft- ir þriggja daga fresti og að loknum honum gekk hann að kröfum kon- unnar. Hann fékk þær upplýsingar að frávikskrafa konunnar væri ætluð til mánaða, en ekki ára. Hún þyrfti tíma til að jafna sig. Eftir því sem DV kemst næst voru engar kvaðir settar á Hauk í ábyrgðarferlinu sem útheimtu það að hann opinberaði sig með þessum hætti í pistlum. Konan segist sjálf ekki hafa viljað það og vill ekki láta nafns síns getið í tengslum við um- fjöllun. Pistill hennar, sem DV hef- ur fengið staðfest að er skrifaður af henni, er nafnlaus. Vildi nota ábyrgðarferlið „Ég notaðist við ábyrgðarferli til að ná fram réttlæti fyrir sjálfa mig eftir að hafa verið beitt ofbeldi,“ segir kon- an í pistli sem hún birti sem nokkurs- konar andsvar við skrifum Hauks. Ábyrgðarferli er nánar lýst hér til hliðar. Það byggir helst á því að auka öryggistilfinningu þolanda ofbeld- is og færa ábyrgð af þolanda og yfir á geranda, án þess þó að skrímslavæða þann síðarnefnda. Konan segist hafa kynnt sér ferl- ið vel, rætt við fólk sem hafði tekið þátt í því áður og sagði það hafa mis- tekist. „Reynslan sem ég las um var bæði neikvæð og jákvæð. Í öllum til- vikum hafði hún skapað miklar um- ræður og mjög oft mikið ósætti og jafnvel klofning innan vinahópa. Ég lít reyndar ekki svo á að aðferðin hafi klofið hópinn heldur ofbeldið sem var beitt,“ segir hún. Hún segist skilja það vel að fólk sem standi Hauki nær vilji ekki trúa sér, það sé reitt og vilji standa við bakið á Hauki. „Það verður samt ekki gert með því að þagga nið- ur í mér eða þeim sem mig studdu, eða með því að gera lítið úr því sem hann gerði mér,“ segir hún en seg- ir að þau Haukur hafi ekki bara átt í slæmum samskiptum og að hann eigi sér góðar hliðar. „Ofbeldið sem ég varð fyrir er hvorki vafamál né utan almennra eða viðurkenndra skilgreininga á ofbeldi þó ég hafi notað óviðurkennda aðferð til að takast á við það,“ segir hún og lýs- ir ofbeldinu í pistlinum á síðunni www.10jun2013.wordpress.com „Það sem um ræðir er mér mjög erfitt og hefur enn talsverð áhrif á líf mitt,“ segir hún. „Farið til fjandans“ Í seinni pistli Hauks kveður við ann- an tón. Þann sjötta júní 2013 skrifar hann pistilinn „Endurskilgreiningar.“ Þar er hann mjög harðorður í garð ábyrgðarferlisins og þeirra sem tóku þátt í því. Hann tekur ábyrgð á því að hafa skaðað konuna og skamm- ast sín. Hann segist hafa beitt sér á niðurlægjandi hátt og að hegðun hans hafi borið sálrænar afleiðingar. Hann segist hafa verið ruddi, en ekki talið vera nógu djúpt tekið í árinni í lýsingum á því sem gerðist. Hann er gagnrýninn á sjálfan sig og segir að játning sín opinberlega hafi verið „mannorðssjálfsgereyðingarvopn.“ Hann segir að málinu sé ekki lokið og að því ljúki ekki. Hann segist ekki samþykkja að mál eigi sér aðeins eina hlið og má af því skilja að hann mótmæli því að aðeins hlið konunnar hafi verið höfð til hliðsjónar af þeim sem tóku þátt í ferlinu. Í pistli hans má lesa að sögur gengu um hann og konuna og hann hafi óttast félagslegar afleiðingar ferl- isins, bæði fyrir sig og eiginkonu sína. Hann segir að félagsleg virkni hafi orðið til á milli þeirra sem tóku þátt 16 Fréttir 14.–18. júní 2013 Helgarblað „Mannorðssjálfs- gereyðingarvopn“ Ósáttur „Hér koma máttlítil orð, síðbúin en einlæg, til ykkar sem gekk gott eitt til: Farið til fjandans,“ segir Haukur við þá sem stóðu að ábyrgðarferlinu. Erfitt að leiða til lykta Ábyrgðarferlið er umdeilt og árangur þess er misjafn. Ásta Sigrún Magnúsdóttir blaðamaður skrifar asta@dv.is n Haukur Már játaði á sig kynferðisofbeldi í pistli n Gagnrýnir ábyrgðarferli og þá sem að því stóðu Þeir sem DV hefur rætt við hafa ólíkar sögur að segja af reynslu sinni af slíku ábyrgðarferli. Einn þeirra sem DV ræddi við sagði erfitt að leiða slíkt til lykta. Hann var hluti af hópi sem tók þátt í ábyrgðarferli sem hófst vel og blés brotaþola byr undir báða vængi. Þegar líða fór á ferlið gekk það hinsvegar ekki upp og segir hann að undir lok þess hafi bæði gerandi og þolandi upplifað hálfgerða útskúfun þar sem vinahópurinn sem að ferlinu stóð klofnaði. Markmiðið með ábyrgðarferli er ekki að út- skúfa fólki heldur láta það sæta ábyrgð, hindra frekara ofbeldi og breyta hegðun. Samfélags- leg ábyrgð er tekin á ofbeldinu án þess að of- beldismanni sé útskúfað eða að þolandi þurfi að bera harm sinn í hljóði. Sá sem verður fyrir ofbeldinu stýrir ferlinu og mætir ofbeldismanninum á einhvern hátt enda markmiðið að færa þeim sem verður fyr- ir ofbeldi aftur vald yfir lífi sínu. Í raun er þetta nokkurs konar uppgjör, frekar en dómstóll. Vinir eða nákomnir einstaklingar taka þátt og eiga að mynda stuðningsnet um báða aðila. Ofbeldismanninum er gerð grein fyrir ofbeldinu, afleiðingunum og þess krafist að hann taki ábyrgð á því. Sá eða sú sem varð fyrir ofbeldinu setur í kjölfarið fram kröfur og eru þær til þess gerðar að brotaþoli upplifi öryggistilfinningu aftur sem skortir eftir kynferðisofbeldi. Þá er það tekið til greina að kynferðisofbeldi er ekki alltaf á þann veg að réttarkerfið geti tekið á því, ofbeldið geti verið alls konar og byggir á upplifun brotaþola. Ef ofbeldismaðurinn er tilbúinn til að taka ábyrgð og leita sér aðstoðar er hægt að fara í gegnum slíkt ferli. Stuðn- ingur ætti bæði að vera veittur geranda og þolanda, gerandi á ekki að vera „skrímslavæddur“ eða honum úthýst, heldur takast á við vandamálið og bera ábyrgð. n í ferlinu sem geti verið lífshættuleg og líkir þeim sem tóku þátt við trúarhóp. „Hér koma máttlítil orð, síðbúin en einlæg, til ykkar sem gekk gott eitt til: Farið til fjandans,“ segir Haukur við þá sem stóðu að ábyrgðarferlinu. Aðstandendur Hauks telja að hon um hafi í raun verið úthýst, en þeir sem standa konunni nær segi það vera fjarri lagi. Þess ber að geta að hvorki konan né Haukur Már vildu tjá sig um málið eða ábyrgðar- ferlið þegar eftir því var leitað. Hauk- ur er ekki búsettur á Íslandi um þess- ar mundir og heimildir DV herma að ástæður þess að hann er búsettur er- lendis megi rekja til ábyrgðarferlisins sem hann undirgekkst. n Umdeilt ábyrgðarferli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 66. tölublað (14.06.2013)
https://timarit.is/issue/383487

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

66. tölublað (14.06.2013)

Aðgerðir: