Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2013, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2013, Blaðsíða 26
grunur um stór- felld skattsvik 26 Sport PSG vill Bale Gareth Bale, miðvallarleikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Totten- ham, gæti verið á leið til franska stórliðsins Paris Saint-Germain. Félagið er sagt vera að undirbúa risatilboð í leikmanninn, sem hljóðar upp á 85 milljónir punda. Fleiri lið hafa augastað á leik- manninum sem var í sérflokki hjá Tottenham á síðustu leiktíð og skoraði hvorki fleiri né færri en 26 mörk. Real Madrid hefur einnig áhuga á að klófesta Bale, ef fréttir eru réttar. Úrslitaleikur hjá Patta Patrekur Jóhannesson er á fínu róli sem landsliðsþjálfari Austur- ríkis í handknattleik. Lærisveinar hans náðu þó ekki að landa sigri í Bosníu á fimmtudag, þegar liðið gerði jafntefli við heimamenn. Serbar, sem lögðu Rússa á mið- vikudag eru þess vegna komnir á EM á næsta ári en þeir hafa sjö stig fyrir lokaumferðina. Rússland og Austurríki eru með sex stig hvor þjóð, en liðin mætast í þýðingar- miklum leik í næsta leik sem að líkindum ræður úrslitum um hvor þjóðin kemst á EM. Í þeim leik dugir Rússum jafntefli. Hafa ber í huga að þriðja sætið í riðlinum gæti leitt af sér miða á EM því sú þjóð í þriðja sæti með besta árangurinn í öllum riðlun um kemst einnig á mótið. Umræddur riðill er sá jafnasti í keppninni. Jose Mourinho kaupir Þjóð- verja Jose Mourinho er byrjaður að láta til sína taka á leikmannamarkaðn- um, en kappinn tók að nýju við Chelsea fyrir um tveimur vikum. Fyrsti leikmaðurinn sem Mourinho kaupir er þýski landsliðsframherj- inn Andre Schurrle, leikmaður Bayern Leverkusen. Schurrle er 22 ára gamall og hefur viljað komast frá þýska liðinu um hríð. Leikmaðurinn skoraði 11 mörk í 34 leikjum í þýsku deildinni á nýlokinni leiktíð en hann hefur gert sjö landsliðsmörk á ferlinum. Kaupverðið er sagt 18 milljónir punda. Lokaleikur Ólafs Stefánssonar n Snillingurinn kvaddur í mikilvægum landsleik í Laugardalshöll á sunnudag Ó lafur Stefánsson mun ljúka glæsilegum landsliðsferli sín- um nú á sunnudag, í leik gegn Rúmenum. Mun það verða 330. leikur Ólafs með landsliðinu. Um er að ræða mjög mikilvægan leik, síðasta leikinn í riðlakeppni fyr- ir Evrópukeppni í handbolta. Til að Ísland verði örugglega efst í riðlinum er nauðsynlegt að okkar menn sigri leikinn. Ísland hefur þegar tryggt sér sæti í lokakeppni EM á næsta ári með því að vinna fyrstu fjóra leiki sína í riðlinum, en Íslendingar töpuðu gegn Slóvenum á miðvikudaginn. Hvít-Rússar geta því hoppað upp fyr- ir okkur ef þeir sigra Slóvena og Ís- land tapar gegn Rúmenum. Við það myndu Íslendingar falla í styrkleika. Rúmenar eru á botni riðilsins og telja veðbankar eins og William Hill yfir- gnæfandi líkur á að Íslendingar sigri. Hafa skal þó í huga Ísland leikur án fjölmargra lykilmanna. Ólafur hefur undanfarin ár ver- ið talinn með allra bestu handbolta- leikmönnum heims og á hann heims met fyrir flest mörk skoruð fyr- ir landslið. Hann hefur leikið með landsliðinu allt frá árinu 1992 og var fyrirliði landsliðsins þegar íslenska liðið vann silfrið á Ólympíuleikun- um í Kína árið 2008. Hann lék lengi á Spáni, með Ciudad Real og vann þar marga titla. Á árunum 2009 til 2011 lék hann með Rhein-Neckar Löwen í efstu deild í Þýskalandi. Þaðan fór hann til AG København sem vann efstu deildina í Danmörku með hann innanborðs. Hann var á dögunum valinn besti hægriskytta meistara- deildarinnar síðustu tveggja áratuga. Eftir leikinn á sunnudaginn mun Ólafur endanlega leggja skóna á hilluna en hann hefur verið ráð- inn þjálfari síns gamla félags, Vals. Á vefsíðunni takkoli.is sem Hand- knattleikssamband Íslands stend- ur fyrir, má þakka Ólafi fyrir framlag sitt og hafa um 25 þúsund manns þegar sent honum kveðju. n hjalmar@dv.is A rgentínski knattspyrnu- maðurinn Lionel Messi og faðir hans, Jorge Horacio, eru grunaðir um stórfelld skattsvik. Málið er nú rann- sakað en talið er að þeir hafi skilað inn röngu skattaframtali á árunum 2006–2009 og sparað sér rúmlega 4 milljónir evra í skatt, en það gera um 643,7 milljónir íslenskra króna. Verði þeir fundnir sekir þarf Messi, sem af mörgum er talinn besti knattspyrnu- maður heims, að leggja skóna á hill- una – að minnsta kosti í nokkur ár. Ferillinn á enda? Miðvikudaginn sl. var lögð kvörtun fyrir dómara í dómshúsinu í Gava, ríkulegu hverfi í Barcelona þar sem Messi býr, og var hún undirrituð af saksóknaranum Raquel Amado. Dómarar verða að samþykkja kvörtunina áður en hægt verður að ákæra en verði feðgarnir fundir sek- ir gætu þeir átt allt að sex ára fang- elsisdóm yfir höfði sér og þar að auki þurft að greiða háa fjársekt. Feðgarnir eru sakaðir um að hafa notað fyrirtæki utan við Spán, svo sem í Úrúgvæ, Belize, Bretlandi og Sviss, til að selja notkun á ímynd Messi, sem sjálfur býr og spilar á Spáni. Þannig hafi þeir sparað sér nokkrar milljónir evra í skatt enda hafi tekjur af auglýsingasölunni ver- ið gaumgæfilega huldar spænskum skattayfirvöldum. Segist saklaus Messi brást við strax á miðvikudag með því að setja yfirlýsingu á Face- book-síðu sína. Þar segir að þeir feðgar hafi fyrst heyrt af ásökunum spænskra skattayfirvalda í gegnum fjölmiðla og að þeir séu afar hissa enda hafi þeir aldrei framið lögbrot. Þeir hafi ávallt uppfyllt skattaskyld- ur sínar eftir ráðum skattaráðgjafa sem muni sjá um að skýra mál- ið fyrir þeirra hönd. Forsvarsmenn FC Barcelona hafa ekki tjáð sig um málið. Messi, sem er 25 ára gamall, hóf að spila með FC Barcelona árið 2000, þegar hann var aðeins 13 ára. Hann er fyrirliði argentínska lands- liðsins og hefur spilað 81 leik með aðalliðinu en var áður í U20 og U23 ára landsliðunum. Þessi mikli markaskorari hefur náð þeim eins- taka árangri að hljóta Gullknött- inn, eða Ballon d‘Or, fjögur ár í röð árin 2009–2012 auk þess sem hann var valinn besti leikmaður heims árið 2009 og besti leikmaður Evrópu árið 2011. Á síðasta tímabili skoraði Messi 91 mark á einu ári og sló þar með 40 ára gamalt heimsmet Þjóð- verjans Gert Müller, en þar að auki er hann yngsti leikmaður sögunnar til að skora 200 mörk í spænsku úr- valsdeildinni. Smápeningar miðað við tekjur Messi er, líkt og áður sagði, af mörg- um talinn besti knattspyrnumað- ur heims og jafnvel sögunnar auk þess sem hann er einn tekjuhæsti íþróttamaður í heimi. Samkvæmt bandaríska viðskipta- og fjármála- tímaritinu Forbes þénar Messi yfir 15 milljónir evra á ári, eða 2,4 milljarða íslenskra króna, ef einungis er reikn- að með launum og verðlaunafé. Séu tekjur af auglýsingum og fyrirtækja- styrkir reiknaðir með áætlar Forbes að tekjur leikmannsins nái yfir 31 milljón evra á ári, eða um 5 milljarða íslenskra króna. Því mætti ætla að 4 milljónir evra, eða 643,7 milljónir króna, skipti framherjann ekki ýkja miklu máli enda smápeningar mið- að við árlegar tekjur. n n Messi talinn skulda yfir 643,7 milljónir króna 14.–18. júní 2013 Helgarblað Hörn Heiðarsdóttir blaðamaður skrifar horn@dv.is Bestur Messi hlaut Gullknöttinn fjögur ár í röð. Ferillinn senn á enda? Sé eitthvað hæft í ásökun- um á hendur Lionel Messi gæti hann átt yfir höfði sér nokkurra ára fangelsisvist. Síðasti séns að sjá Óla Óla verð- ur sárt saknað úr handboltanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.