Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2013, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2013, Blaðsíða 44
44 Menning 14.–18. júní 2013 Helgarblað Menningarhelgin F ormúlubókmenntir seljast vel. Það er ekkert nýtt í for­ múl unni og það á heldur ekki að vera neitt nýtt. Það er forsenda formúlunnar. For­ múlan hans Brown er engin undan­ tekning. Hún er bara því miður svo­ lítið kjánaleg. Táknfræðingur til bjargar Táknfræðingurinn Robert Langdon er einhvers konar akademískur Jack Bauer (úr spennuþáttunum 24), sem virðist hvorki borða né drekka, sef­ ur örsjaldan og á mjög erfitt með að mynda tilfinningaleg tengsl við aðr­ ar persónur, nema þá helst að þær persónur deili með honum áhuga á endurreisnarlist og táknfræði. Trekk í trekk stendur Langdon frammi fyrir ráðgátu sem hann leys­ ir í reynd mjög auðveldlega, en um leið birtast vondu karlarnir og Langdon neyðist til að flýja. Þá tek­ ur við eltingarleikur þar til Langdon stendur frammi fyrir nýrri ráðgátu og þannig koll af kolli uns tákn­ fræðingurinn kemur heiminum til bjargar. Minnislaus prófessor Vítiseldur (e. Inferno) er fjórða bók­ in um Langdon. Eins og fyrri bæk­ ur Brown, þar sem Langdon kemur við sögu, þá einkennist Vítiseldur af stuttum og snaggaralegum köflum, sem þeysa fléttunni áfram og eru troðfullir af fróðleik úr listasögunni, í bland við helstu framfarir morgun­ dagsins á sviði vísindanna. Stund­ um daðrar vísindafróðleikur Brown reyndar við vísindaskáldskap, en það truflar mann þó ekki. Það er nefnilega margt ótrúverðugra í bók­ um Brown en sjálfur vísindaskáld­ skapurinn. Í fyrsta lagi á maður sérlega bágt með að trúa því að miðaldra há­ skólakennarinn lendi enn einu sinni í nokkurra daga rússíbanareið þar sem sérfræðiþekking hans á táknum, listfræði og sagnfræði bjargar deg­ inum. Að sama skapi virðist Brown það fyrirmunað að skrifa trúverð­ ugar persónur. Flestar eru þær í raun einhliða og óspennandi erkitýpur sem gerir lesandanum nær ókleift að finna til samkenndar með þeim. En líkt og í fyrri bókum Brown, þá gefst lítill tími til að velta fyrir sér trú­ verðugleika fléttunnar. Atburðarásin er hröð og hún heldur lesandanum vissulega við efnið. Það er í raun ekki fyrr en bókinni lýkur að það rennur upp fyrir manni að formúlan hans Brown er farin að þynnast. Einföld formúla Bækur Brown hafa selst eins og heitar lummur frá því DaVinci lyk­ illinn sló í gegn fyrir tíu árum og hafa eflaust allmargir beðið nýjasta eltingaleiks Langdon með eftir­ væntingu. Afþreyingarbókmenntir þurfa ekki endilega að vera trúverð­ ugar eða frumlegar. Ef stjörnugjöf­ in tæki mið af því hversu einsleitar bækurnar hans Brown eru, þá fengi Vítiseldur fimm stjörnur. En sú er ekki raunin. n Formúlan er orðin þreytt Dan Brown Varð heimsfrægur fyrir DaVinci lykilinn. Hann Um helgina ætla ég að leggja parket, síldar­ beinamynstur. Það er mjög erfitt og krefjandi. Næst­ um 1.000 stafir sem ég þarf að leggja niður og líma. En útkoman er algjörlega þess virði. Síðan, þegar ég verð þreyttur í hnjánum ætla ég mér að skoða sýn­ ingu í Hafnarborg um Hellisgerði – sem er dulin gafl­ araperla. Svo held ég að ég borði kjúklingavængi, fari í sund á Selfossi og horfi á UFC 161. Ekki hægt að vera bara menningarlegur yfir sumartímann. Hún Ég ætla að sjá Engla alheimsins, sem ég komst ekki á um síðustu helgi vegna veikinda og síðan langar mig óskaplega til að vera þjóðmenningarleg og láta aka mér vestur á Hrafnseyri við Arnarfjörð í þjóðhátíðarkaffi á mánudaginn. Það gerði ég í fyrra og skoðaði í leiðinni safnið um Jón Sigurðsson. Vona að ég hitti Sigmund Davíð á Hrafnseyri og Illuga. Kannski ég noti tækifærið og gangi í annan hvorn flokkinn þeirra, þá kemst ég kannski í útvarpsráð. Er þetta ekki þversnið af öllu menningar­ legu sem ein kona getur komist yfir á einni helgi, ha? Hlín Agnarsdóttir rithöfundur Halldór Halldórsson listfræðingur DY NA M O RE YK JA VÍ K„Minnir á metsölubókina um gamla manninn sem hvarf út um gluggann.” – Arbetarbladet ★★★★★ „Ég varð pirruð, ég skemmti mér konunglega og ég hágrét. … Bók sem er fyrir alla.“ – Kvällsposten Hjartnæm, sár o g sprenghlægileg ! „SJARMA SPRENGJA SUMARSINS“ – Aftenposten G unnar Eyjólfsson hlaut heiðurs verðlaun Leik listar­ sam bands Íslands árið 2013 fyrir ævistarf sitt í þágu sviðs­ listar á Íslandi. Verðlaunin voru af­ hent á Grímunni í Þjóðleikhús inu á miðvikudagskvöld. Risið úr sætum Áður en Gunnar tók við verðlaunun­ um flutti hann brot úr leikritinu Pétur Gautur eftir Henrik Ibsen og mátti heyra saumnál detta í saln­ um. Áður höfðu þrír leikarar, sem allir hafa glímt við titilhlutverkið í Pétri Gaut, flutt brot úr verkinu. En það var Gunnar sem átti salinn og áhorfendur risu oftar en einu sinni úr sætum sínum og heiðruðu hann. Gunnar lék sitt fyrsta hlutverk á sviði árið 1945 í uppsetningu Leik­ félags Reykjavíkur á Kaupmannin­ um í Feneyjum. Hann hefur leikið á annað hundrað hlutverk á 68 ára ferli. Takk fyrir „Það leitar til hjarta og huga á þessari stundu, í þessu húsi, hvað ég er þakk­ látur fyrir það fólk sem ég kynntist hér, vann með og lærði svo ótrúlega mikið af,“ sagði Gunnar í ræðu sinni en hann lék lengstan hluta ferilsins í Þjóðleikhúsinu. „Ég þakka ykkur fyrir þetta kvöld og að fá að finna hvað kærleikur ykk­ ar er mikill til mín. Takk fyrir.“ Sýning ársins Það var leikritið Macbeth sem hlaut verðlaun sem sýning ársins á Grímunni. Englar alheimsins var valið leikrit ársins og hlaut einnig verðlaun fyrir sviðsmynd og bún­ inga. Og Ragnar Bragason fékk verð­ laun sem leikstjóri ársins fyrir leik­ ritið Gullregn. Kristbjörg Kjeld var valin leikkona ársins fyrir leik sinn í verkinu Karma fyrir fugla og Ólafur Darri Ólafsson fyrir túlkun sína á Lenny í Músum og mönnum. n Gunnar Eyjólfsson heiðraður á Grímunni n Macbeth sýning ársins og Englar alheimsins leikrit ársins Gunnar Eyjólfsson Hlaut heiðursverðlaun Leiklistarsambands Íslands. Inferno Höfundur: Dan Brown. 480 bls. Bókarýni Hlynur Páll Pálsson skrifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.