Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2013, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2013, Blaðsíða 38
barn því þá kemstu að því hvað það kostaði að gera þig að manneskju.“ Í stjórnlausri neyslu Það kom að því að Þorleifur þurfti að glíma við sína djöfla. Það gerði hann seint á unglingsárunum. Sársauk­ inn rak hann á harðan flótta undan sjálfum sér. Hann taldi sér trú um að hann væri bara að djamma. Eins og hinir. Ekkert mikið verri. En stað­ reyndin var sú að hann var í stjórn­ lausri neyslu og notaði bæði áfengi og dóp til að deyfa sig. „Þessi ár á milli 17 og tvítugs er ég í MH og vinn á börum með námi. Þetta voru að mörgu leyti erfiðustu ár lífs míns. Þá var ég í stjórnlausu bulli. Það var algjörlega hægt að fela neysluna með því að telja sér trú um að allir aðrir væru í sama pakka. En ég var verri. Ég var að mæta dauðadrukkinn á skólasetn­ ingu í MH og gerði fleiri skandala. Þetta er allt öðruvísi í dag. Það þyk­ ir ekkert eðlilegt að fyrsta ár í gaggó sé á blindafylleríi. Ég hélt áfram og áfram í neyslu og keyrslan var rosaleg. Ég var á sturluðum flótta frá sjálfum mér. Þetta vafði upp á sig og varð verra og verra . Ég seldi mér að ég væri bara að djamma og að ég væri ekk­ ert mikið hræðilegri en aðrir. En ég áttaði mig bara á því að ef ég ætlaði að gera eitthvað, uppfylla eitthvað af af þeim hæfileikum sem mér voru gefnir eða ég ætlaði einhvern tímann að vera maðurinn sem vissi innst inni að ég ætti að vera, þá yrði ég að stoppa. Ég vaknaði einn daginn og ákvað að hætta í neyslu. Það var fjórða október 1998 og ég var tvítugur. Bat­ inn sem ég fékk liggur til grundvall­ ar allri minni listsköpun í dag. Ég bara sá fram á að ef ég ætlaði að gera eitthvað í lífinu þá yrði ég að hætta. Þá er ég ekki að tala um að verða leikstjóri eða leikari eða eitthvað álíka. Ég varð að hætta ef ég vildi bara gera eitthvað. Ann­ að hvort myndi ég gera þetta ein­ göngu eða vera fær um að gera eitt­ hvað annað. Sársaukinn var alltaf til staðar Þegar Þorleifur hættir að drekka er hann að hefja nám sitt í leiklist. Þar var hann enn í miklum bardaga við sjálfan sig sem endaði í líkamlegu og andlegu niðurbroti. „Sársaukinn var til staðar, burtséð frá drykkjunni og dópinu. Neyslan var flótti frá sársaukanum. Þegar hann er tekin úr jöfnunni þá stend ég bara eins og ég er og get ekki flúið sjálfan mig. Það er þar sem djúp­ stæða uppgjörið við mig hófst. Ég held að eini maðurinn sem kom á óvart að ég þyrfti að hætta að drekka hafi verið ég sjálfur,“ seg­ ir hann spurður um stuðning fjöl­ skyldunnar og segist hafa feng­ ið ríkulegan stuðning. „Við tölum bara um þetta, maður á ekki að fela svona fyrir börnum sínum.“ Flóki kinkar kolli, þolinmóður en ekkert sérlega spenntur fyrir þessum um­ ræðum. „Eftir að ég hætti að drekka fór ég svo að taka til. Það var gríðarlegt átak. Leiklistarskólinn er ofboðslega harð­ ur staður. Þar er mikil nálægð og erfitt að setja mörk. Fyrri helming náms­ ins var ég enn í miklum bardaga og þá sérstaklega við að vera ég sjálfur. Ég var ennþá brotinn þegar ég kom í Leiklistarskólann, þeim mun brotnari sem maður er, því meira reynir maður að varpa öðrum veruleika frá sér. Í nándinni í skólan­ um varð erfitt að halda blekkingar­ boltunum á lofti. Maður verður að muna hvernig maður var að sýn­ ast fyrir hverjum, á öðru ári í Leik­ listarskólanum kemur annað svona niðurbrot. Þá gat ég ekki meira og brotnaði niður líkamlega og andlega og sótti mér þá hjálp sem ég þurfti. Ég barðist fyrir hugmyndum mín­ um og minni sýn á heiminn þrátt fyr­ ir að það væri öllum nema mér ljóst að hún gengi ekki upp. Ég barðist fyr­ ir minni sjálfsblekkingu eins lengi og ég mögulega gat. Það var ekki fyrr en ég var tilbúinn að gefast upp og sagði, ég get ekki meira. Ég veit ekki meira. Þá var ég tilbúinn að horfa djúpt inná við.“ Raðar fallegum hlutum í bakpokann Það var margt sem Þorleifur sá í upp­ gjöri sínu sem hann hefur nýtt sér óspart í leikhúsinu. Hann lærði að láta af stoltinu og egóinu og horfast í augu við sjálfan sig. Það er meira en að segja það og ljóst af samtalinu við Þorleif að uppgjörið kostaði hann mikla þjáningu. Reynsla sem þessi er líkleg til að efla samkenndina og auka á skilninginn. Nokkuð sem öllu hæfileikafólki í leikhúsi er nauðsyn. „Ég sá ansi margt. Ég sá að flest allt sem ég óttaðist var ekki satt. Flest sem ég hélt að mig vantaði hafði ég ekkert að gera við. Og lausnirnar sem ég hafði trúað á voru flóttaleiðir sem gerðu ástandið verra. Auðvitað voru brot í sálinni sem þurftu bara að fá tíma til að gróa. En ég fann líka til léttis eftir að hafa gengið í gegnum þessa lífsreynslu. Ég upplifði að ég hefði verið að bera bakpoka fullan af múrsteinum og allt í einu hefði ég uppgötvað að enginn hefði beðið mig um að bera hann. Af því maður lifir dag fyrir dag þá safn­ ar maður í bakpokann. Maður tekur varla eftir því að hann þyngist. Það er ekki fyrr en maður tekur hann af sér að maður kíkir ofan í hann og sér að hann er fullur af rusli. Eina birtingar­ myndin sem „meikar sens“ er mað­ ur sjálfur. Auðvitað er maður alltaf að tína eitthvað með sér. En að taka með sér rusl, er fásinna. Núna vanda ég mig við að raða fallegum hlutum í bakpokann og vera bara ég sjálfur. Það var þjáning sem leiddi mig í uppgjör við sjálfan mig. En þjáningin var líka það sem gerði mér mögulegt að ég var tilbúinn að láta af stoltinu og egóinu og horfast í augu við sjálf­ an mig. Sem varð svo kjarninn í allri þeirri fegurð sem ég á í lífinu í dag. Hliðið inn í lífið lá í gegnum þján­ inguna. Ég er svo hræddur um að við höfum ekki tíma til íhugunar. Það er svo mikið af skyndilausnum í boði. Við gleymum því að sársauki er hluti af lífinu og viðbrögð sem gefur til kynna að það sé ekki allt í lagi. Við erum öll að díla við eitthvað, við verðum bara sterkari. Þetta teng­ ist lífinu og ég tengi sársaukann list­ inni minni.“ Missti systur sína úr krabbameini Hann hefur notið góðs stuðnings frá fjölskyldu sinni í gegnum árin. Fjöl­ skyldu sem er samheldin og hávær að hans eigin sögn. „Fjölskylda mín er eins og fuglabjarg segir hann og hlær. Faðir minn er hjartað og móðir mín er hugurinn. Það er svolítið lýsandi finnst mér. Ég er alinn upp í fjögurra syst­ kina hópi og er næst yngstur. Elst var Guðrún Helga sem lést aðeins 39 ára gömul úr brjóstakrabbameini, næst elst er Sólveig sem togar mig í leikhús­ ið úti í Þýskalandi þar sem hún lærði, næstur í aldursröðinni er ég, þá er það Oddný sem er vísindamaðurinn í fjölskyldunni, hún er með meistara­ gráðu í alþjóðamannréttindum og svo er það Jón Magnús sem er skáldið í fjölskyldunni. Hann starfar í leikhús­ inu og kemur reyndar að sýningunni þar sem tæknimenn eru oft á sviðinu. Oddný er sú eina sem er ekki viðloð­ andi leikhús og hún er líklega hug­ rökkust að hafa stigið úr kassanum, segir hann og hlær. Styrkur að gefa af sér Andlát systur Þorleifs var fjölskyld unni mikill harmdauði. Hún var ung móð­ ir þegar hún var greind með brjósta­ krabbamein, aðeins 29 ára gömul og lést 39 ára gömul eftir að hafa háð harða baráttu. Margir minnast enn Guðrúnar Helgu því hún var öðrum fyrirmynd í því hvernig unnt var að takast á við erfiðleika af reisn og nýtti þá hæfileika til þess að leggja ásamt nokkrum félögum sínum grunninn að starfi fyrir ungt fólk sem veikist af krabbameini. Samtökin Kraft. Þorleif­ ur minnist þess þegar hann heimsótti hana á dánarbeð eftir útskriftarsýn­ ingu hans frá Leiklistarskólanum. „Það var nokkrum dögum áður en hún dó. Ég heimsótti systur mína eft­ ir útskriftarsýningu í Leiklistarskól­ anum. Í stað þess að fara í partíið sat ég uppi á deild hjá henni. Ég gat ekki sofnað og fór í reykingaherbergi seint um nótt. Þar hitti ég konu sem var sjúklingur á deildinni og ég sagði henni af hverju ég væri þarna stadd­ ur um miðja nótt. Konan þagnaði um stund og varð sorgmædd og sagðist hafa vonað að þetta væri ekki hún því hún hafi stutt svo rækilega við bakið á öðrum, það hefði alltaf verið hægt að hringja í hana og biðja um ráð. Ég rifjaði upp að það væri rétt. Ég átti svo margar minningar um systur mína við símann að gefa öðrum ráð. Ég hef tekið þetta upp eftir henni og passa að vera örlátur á að deila reynslu minni. Það er styrkur fólginn í því að geta gert það. Þótt ég verði aldrei jafn sterkur og hún, get ég þó reynt.“ n 38 Viðtal 14.–18. júní 2013 Helgarblað „Eftir að ég hætti að drekka fór ég svo að taka til Niðurbrot í skólagöngunni Þorleifur var rekinn úr skóla 10 ára gamall þegar hann kýldi skólastjórann í andlitið. Hann segist hafa verið í mótþróa og átt erfitt með að vera steyptur í mót. Flóki stjúpsonur hans var eitt sinn í svo ströngum skóla í Frakklandi að honum fannst lífið bara vera búið! Í dag er Flóki í skóla sem er rekinn eftir Hjallastefnunni og hugnast það vel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.