Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2013, Síða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2013, Síða 62
N ú? Þú segir mér fréttir, seg- ir Gestur, hlær létt og bæt- ir við: „Já, ég hef ekki heyrt þetta áður.“ Svona brást Gestur Valur Svansson við, þegar blaðamaður kvaðst hafa ör- uggar heimildir fyrir því að samning- ur hans við framleiðslufyrirtæki Adam Sandler, Happy Madison, væri ekki til nema í hugarfylgsni hans sjálfs. „Ég er búinn að skila af mér fyrsta upp- kastinu og er núna bara að bíða eftir „feedback-i“ frá þeim,“ sagði Gestur jafnframt – furðu lostinn á fyrirspurn- inni – og átti þar við nefnt framleiðslu- fyrirtæki. Spurður, hvort Happy Madison myndi staðfesta frásögn hans, ef til þeirra væri leitað sagði Gestur: „Þú getur prófað.“ Hrunin spilaborg Það er nákvæmlega það sem blaða- maður gerði – og spilaborgin hrundi. „We are not working with him,“ sagði Heather Parry, kvikmyndaframleið- andi hjá Happy Madison, spurð út í samstarfið við Gest Val. Svar- ið er í samræmi við frásagnir margra heimildamanna um að ævintýraleg saga Gests um væntanlegan frama í Hollywood, væri uppspuni nánast frá rótum. „Nánast“, vegna þess að Gestur hafði að vísu fengið fund með Sandler, en nær hafði hann ekki kom- ist. Enginn framhaldsfundur, engir samningar, ekkert samstarf. Það eina markverða sem fundurinn skildi eft- ir sig var minning Sandler um „ein- hvern skrítinn Íslending“, að sögn heimildamanna. Seldi lygina Í janúar síðastliðnum flutti Frétta- blaðið fréttir af því að Gestur hafi selt „sína fyrstu bíómynd í fullri lengd til Hollywood“. „Það má segja að ég byrji á toppnum enda er þetta draumur að rætast,“ sagði Gestur í samtali við Fréttablaðið, sem gleypti við sögunni. Í fréttinni kom fram að myndin bæri vinnuheitið „The Last Orgasm“ og að Adam Sandler hafi verið „yfir sig hrifinn“ af handriti Gests. Auk þess kvaðst Gestur vera með vinnuað- stöðu hjá danska grínistanum Casper Christiansen í Kaupmannahöfn. Það reyndist heldur ekki rétt. Í nýlegu við- tali við Vísi sagði Casper: „Hann hef- ur aldrei unnið hjá mér og hann er ekki með vinnuaðstöðu hjá mér,“ og bætti við að hann hefði aldrei séð téð handrit. Gestur hélt áfram að spinna lyga- vef sinn á upplýsingaveitunni spyr.is. Þar svaraði hann spurningum áhuga- samra og sagði meðal annars að Happy Madison hefði „tryggt sér réttindi til að kaupa fyrstu þrjú handritin sem ég mun skrifa fyrir Hollywood-markað“. Á síðunni sagðist Gestur jafnframt vera kominn með tærnar inn fyrir þröskuld Hollywood. Bregst illa við gagnrýni Gestur er reyndar ekki óvanur hand- ritshöfundur. Hann skrifaði, leikstýrði og framleiddi sjónvarpsþættina Tríó á sínum tíma, sem hlutu einróma last gagnrýnenda. Þættirnir voru sýndir á Ríkissjónvarpinu sumarið 2011. Gagn- rýnandi Morgunblaðsins sagði meðal annars um gæði þeirra: „Ég get stað- fest að allt það niðurrif sem hefur átt sér stað á vefnum og á götuhornum á rétt á sér og því miður nær þátturinn ekki einu sinni að fara hring inn. Hann er með öllu ófyndinn, myndatakan er viðvaningsleg og svo má lengi telja. Eftir að hafa horft, þá var maður eig- inlega orðlaus, skilningsvana gagn- vart því hvað væri verið að reyna að gera þarna.“ Gestur brást við gagnrýni á þáttinn með blogg færslu, sem vakti mikla athygli. Í færslunni bar hann blak af sköpunarverki sínu og gagn- rýndi gagnrýnendur sína harkalega, auk þess sem hann kallaði starfs- mann Kvikmyndamiðstöðvar Íslands „þurrkuntu“. Hlunnfarinn knattspyrnukappi Meðal þeirra sem komu að fram- leiðslu þáttanna var knattspyrnukapp- inn Arnar Gunnlaugsson. „Þetta voru ömurlegir þættir,“ segir Arnar Gunn- laugsson, aðspurður um þættina. Heimildir DV herma að Arnar Gunn- laugsson hafi styrkt Gest nokkuð ríku- lega eftir Tríó-ævintýrið. Þetta stað- festi Gestur sjálfur í samtali við DV. Aðspurður hvort Arnar hafi styrkt hann vegna Sandler-ævintýrsins sagði Gestur: „Ekki þetta verkefni sem slíkt; hann styrkti mig aðeins til að byrja með. Hann styrkti mig með flugmiða og öðru slíku.“ Arnar var ekki eini athafnamaðurinn sem féll fyrir lyga- sögu Gests, en hann ku hafa sagt við mennina að hann myndi endurgreiða þeim um leið og fjármagn bærist að utan. Mennirnir íhuga nú að leita rétt- ar síns fyrir dómstólum. Hugmyndasmiðurinn Gestur Þetta er ekki í fyrsta skipti sem sögu- skýring Gests rímar ekki við raun- veruleikann, eins og hann horfir við öðru fólki. Gestur hefur alla tíð haldið því fram að hann sé raunveruleg- ur hugmyndasmiður Vakta-seríunn- ar. Þessu vísar Ragnar Bragason, leik- stjóri og handritshöfundur seríunnar, staðfastlega á bug. „Þetta er leiðinlegt mál. Það er satt og rétt hjá honum að upphaflega hafði hann samband við mig, með þá hugmynd að gera grín á bensínstöð og það verður ekki tek- ið frá honum. Hins vegar er handrit þáttanna að engu leyti byggt á hans hugmyndum um atriði, persónur eða „konsept“ þáttanna, ekki eitt einasta atriði, og því finnst mér með ólíkum að hann sé að eigna sér þetta,“ sagði Ragnar í samtali við DV árið 2007, eft- ir að Gestur hafði haldið hinu gagn- stæða fram í fjölmiðlum. „Út í hött“ Ekkert bendir til annars en að Gestur muni halda ótrauður áfram í leit sinni að frægð og frama. „Stundum verð- ur maður bara að ljúga sig á toppinn,“ sagði Gestur við heimildarmann, sem vill ekki láta nafns síns getið og eins og áður segir lét Gestur engan bilbug á sér finna þegar blaðamaður sagð- ist vita að sagan væri byggð á sandi. „Þetta er bara út í hött,“ sagði Gestur kokhraustur og hefur ekki látið ná í sig síðan. n 62 Fólk 14.–18. júní 2013 Helgarblað Saga Sandler- svindlarans n Næturvaktin, Tríó, hlunnfarinn knattspyrnumaður og Adam Sandler Reyndur Gestur skrifaði handrit Tríó- þáttanna og heldur því fram að hann sé hugmyndasmiður Vakta-seríunnar Enginn Sandler- samningur Það eina sem Gestur seldi var ævin- týraleg lygasaga. Kaup- endur voru fjölmiðlar. Baldur Eiríksson blaðamaður skrifar baldure@dv.is Hlunnfarinn Knattspyrnukapp- inn lenti í blekk- ingarvef Gests. „Ég er búinn að skila af mér fyrsta uppkastinu og er núna bara að bíða eftir „feed- back-i“ frá þeim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.