Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2013, Blaðsíða 61

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2013, Blaðsíða 61
Fólk 61Helgarblað 14.–18. júní 2013 „Móses var 120 ára þegar hann dó“ É g er að ryksuga, segir Brynhildur Guðjónsdóttir við blaðamann stuttu fyrir uppskeruhátíð sviðs- listanna, Grímuna, sem haldin var í Þjóðleikhúsinu á miðvikudags- kvöld. „Ég er ekkert að fara að vinna þetta, Halldóra tekur þetta,“ sagði Brynhildur spurð hvort hún ætlaði ekki að mæta.“ Ætlar þú þá bara að vera heima að ryksuga?“ spyr blaða- maður. „Já, einhver verður að gera þetta,“ svaraði hún þá létt í bragði og blaðamaður heyrir hana takast á við ryksuguna með látum. Brynhildur var reyndar ekki upptekin við krefjandi heimilisstörf allt kvöldið. Hún þurfti að sýna í Gullregni svo að dóttir Bryn- hildar tók á móti verðlaunum hennar fyrir bestan leik í aukahlutverki í Gullregni og Hilmar Guðjónsson vann sem leikari ársins í aukahlut- verki í leikritinu Rautt. Einar Már tók við verðlaununum Mikið var um dýrðir í Þjóðleikhús- inu á Grímunni. Englar alheimsins var valið leikrit ársins. Leikgerðina gerðu Þorleifur Örn Arnarsson og Símon Birgisson eftir skáldsögu Einars Más Guðmundssonar og tók hann við verðlaununum fyrir þeirra hönd. Sýning ársins var síðan Macbeth eftir William Shakespeare í leikstjórn Benedict Andrews. Kristbjörg Kjeld hlaut Grímuna sem besta leikkonan í aðalhlutverki fyrir leik sinn í Jónsmessunótt, sem sýnd var í Þjóðleikhúsinu og var fagnað af áhorfendum. Verðlauna- veitingin kom henni á óvart. Leikari ársins í aðalhlutverki var valinn Ólafur Darri Ólafsson, fyrir leik sinn í Músum og mönnum eftir John Steinbeck, en verkið var sýnt í Borgar- leikhúsinu. Leikarinn viðkunnanlegi smellti koss á kærustu sína, Lovísu, áður en hann hélt upp á svið. Vildi vera íkorni en varð aflitaður skógarbjörn Margrét Vilhjálmsdóttir leikkona vakti aðdáun og athygli í fallegum fölgulum kjól. Hún ætlaði sér þó alls ekki að vera glæsileg til fara. „Ég vildi vera eins og íkorni og leitaði mikið að íkornabúningi. Hann fannst ekki svo ég fór í þetta og sagðist vera aflitaður skógarbjörn, segir hún í samtali við blaðamann og hlær. Gamanið vísar að sjálfsögðu í víðfræga íkornaræðu Óttars Proppé þingmanns. Gestir risu úr sætum Ragnar Bragason var valinn leikstjóri ársins fyrir verkið Gullregn, sem sýnt var í Borgarleikhúsinu. Gunnari Eyjólfssyni voru veitt heiðursverðlaun Leiklistarsambands Íslands fyrir framlag sitt til íslenskr- ar leiklistar, en Gunnar hefur staðið á leiksviði í 68 ár. Gestir risu úr sætum honum til heiðurs þegar hann tók við verðlaununum. Söngvari ársins var valin Alina Dubik fyrir söng sinn í óperunni Il Trovatore í Íslensku óperunni og dansari ársins Aðalheiður Hall- dórsdóttir fyrir dans í dansverkinu Walking Mad sem íslenski dansflokk- urinn setti upp. Sprota ársins hlaut Kristján Ingimarsson. n kristjana@dv.is Glæsileg Grímuhátíð n Brynhildur upptekin við heimilisstörf n Margrét Vilhjálmsdóttir vildi vera í íkornabúningi n Snorri í Betel gagnrýnir frétt af elsta manni heims F réttir af andláti Jiroemon Ki- mura, elsta manns í heimi, fóru í taugarnar á Snorra í Betel í vikunni. „Þetta er nú ofsagt að 116 ára maður sé elsti karl allra tíma. Móses var 120 ára þegar hann dó,“ segir Snorri á bloggi sínu. Samkvæmt Snorra var Metúsala þó elstur en hann á að hafa náð 969 ára aldri. Næstur á eftir Metúsala var svo frummaðurinn Adam en samkvæmt Snorra varð hann 930 ára. Það er því ljóst að enginn sam- tímamaður nær með tærnar þar sem Biblíupersónur hafa hælana. Snorri telur af og frá að útskýra megi svo háan aldur með öðru- vísi tímatali þá. „Líklega var árið mælt samkvæmt gangi tunglsins. Gyðingar gera þetta enn og ekki eru þeir neitt ruglaðir í tíma eða hátíðum til dæmis hefur Hannúkka ekki færst fram á sumarið,“ seg- ir Snorri um þá útskýringu. Snorri segir ástæðuna fyrir styttra lífi í dag fyrst og fremst vera refsing Guðs fyrir illsku mannsins. „Þessir menn voru uppi þegar lífaldur gat verið gríðarlega hár og á þeim tíma voru eðlurnar uppi sem við gjarnan köllum risaeðlur,“ segir Snorri sem telur menn hafa gengið hlið við hlið risaeðla áður fyrir. Samkvæmt Snorra var aldur allra lífvera töluvert hærri á þess- um tíma en í dag. Þar á meðal voru eðlur en Snorri heldur því fram að risaeðlur hafi í raun verið nútíma- eðlur sem náðu svo mikilli stærð með háum aldri. „Af því að þær til- heyra „raptile“ eins og skjaldbök- ur þá stækka þær allan sinn aldur,“ segir hann um þessa kenningu. n hjalmar@dv.is Trúaður Snorri í Betel segir lífaldur fólks hafa verið hærri áður fyrr. „Ég vildi vera eins og íkorni og leitaði mikið að íkornabúningi. Aflitaður skógarbjörn Margrét Vilhjálmsdóttir vakti athygli sem kynnir í fallegum kjól. Hún ætlaði sér að finna íkornabún- ing í búningageymslu Þjóðleikhússins en fann engan. „Svo ég fór í þetta og sagðist vera aflitaður skógarbjörn.“ Myndir PrESSPHoToS Glæsilegir Felix og Baldur létu sig ekki vanta. Heima að ryksuga Brynhildur Guð- jónsdóttir var fjarri góðu gamni. Þegar blaðamaður hafði samband var hún að ryksuga og glamúrinn fjarri. Hún sýndi Gullregn þetta kvöld en dóttir hennar tók við verðlaunum fyrir hennar hönd. Tók við verðlaununum rithöfundurinn Einar Már tók við verðlaunum fyrir hönd þeirra Þorleifs og Símonar Birgissonar. Smellti kossi á Lovísu Ólafur darri var verðlaunaður fyrir leik sinn í Mús- um og mönnum og kyssti kærustuna áður en hann fór upp á svið. Sæt saman nilli og vinkona hans María Telma. María Birta Stórglæsileg í fylgd stjúpföður síns, Pálma. Hvað er að gerast? Dagskráin 17.júní Guðsþjónusta í Dómkirkjunni Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir predikar. Sr. Hjálmar Jónsson og sr. Sveinn Valgeirsson þjóna fyrir altari. dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar. Einsöngvari er Þórunn Vala Valdimarsdóttir. dómkirkjan 10.15 Athöfn á Austurvelli Hátíðardagskrá á vegum Alþingis og Forsætisráðuneytisins. n Vox feminae syngur yfir voru ættarlandi. n Forseti Íslands, Ólafur ragnar Grímsson, leggur blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar. n Vox feminae syngur þjóðsönginn. n Hátíðarræða forsætisráðherra. n Stúlknakór reykjavíkur syngur. n Ávarp fjallkonunnar. n Lúðrasveitin Svanur leikur. Austurvöllur 11.10 Skrúðganga frá Austurvelli í kirkjugarðinn við Suðurgötu Varaforseti borgarstjórnar, Björk Vilhelms- dóttir, leggur blómsveig frá reykvíkingum á leiði Jóns Sigurðssonar og ingibjargar Einarsdóttur. Lúðrasveitin Svanur leikur. Austurvöllur 11.50 Skrúðgöngur Skrúðganga frá Hlemmi niður Laugaveg. Lúðrasveitin Svanur og Lúðrasveit verka- lýðsins leika og Götuleikhúsið tekur þátt. Skrúðganga frá Hagatorgi í Hljómskála- garð. Lúðrasveit reykjavíkur leikur. Hlemmur, Hagatorg 13.00 Hljómskálagarður Skátaland verður með leiktæki, þrauta- brautir og fleira. Ókeypis er í leiktækin í garðinum. Hljómskálagarður 13.00–17.00 Barna- og fjölskyldu- skemmtun á Arnarhóli Söngur, loftfimleikar, leikhús fyrir börn, dans og sirkuslistir. Arnarhóll 13.30 Tónleikar á Austurvelli Meðal þeirra sem koma fram eru Gímaldin, The Bangoura Band og skuggamyndir frá Býsans. Þá er almenningi boðið að taka lagið í opnum hljóðnema frá 16:30-17:15. Austurvöllur 13.30–17.15 Sirkustorg á Ingólfstorgi Sirkus Íslands með götuleikhús og sirkus-skóla. Sirkussýningar kl. 14:15, 15:30 og 16:30. ingólfstorg 13.30–17.00 Brúðubíllinn í Hallargarði Sýningin Brúðutangó. Hallargarðurinn 13.30–14.30 Hátíð í Hörpu Í Hörpu koma fram breikdansarar, ingó Geirdal töframaður, Bolltwood dansarar og Lúðrasveit verkalýðsins. Harpa 13.30–16.30 Víkingar í Hallargarði Víkingafélagið Einherji frá reykjavík verður með víkingaleika í Hallargarðinum. Hallargarðurinn 14.00–18.00 17. júnímót í siglingum Siglingamót Brokeyjar á sundinu fyrir utan Sæbrautina. Við Sæbraut 15.00 Þjóðsöngur í Eldborg Stórsveit Samúels Jóns leikur. Komdu og syngdu þjóðsönginn með Garðari Cortes og Óperukórnum í reykjavík. Eldborg 14.00 og 16.00 Harmónikuball í Ráðhúsi Léttsveit Harmónikufélags reykjavíkur leikur fyrir dansi. ráðhúsið 16.00 Tónleikar á Arnarhóli Meðal þeirra sem koma fram eru dr. Gunni og vinir hans, Ojba rasta, retro Stefson og Samúel Jón Samúelsson Big Band. Arnarhóll 16:45 og fram eftir kvöldi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.