Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2013, Page 43

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2013, Page 43
Menning 43Helgarblað 14.–18. júní 2013 Þetta er okkar besta plata erfið barátta líka og það virðist vera nóg fyrir fólk að breyta einni nótu til þess að hægt sé að komast upp með slíkt. Platan er hraðari og inniheld- ur fleiri augljósa slagara en áður, er það ekki? Jú, platan er aðgangsharðari, skýr ari og hraðari en áður. Þetta er raunverulega bara rokk. Þetta eru einfaldar lagasmíðar. Ekki þó einfaldari endilega en gamla efnið okkur, því tónlistin okkar hefur aldrei verið neitt sérstaklega flókin. Það voru gjarnan útsetningarnar okkar sem voru flóknar og kannski gerðu það að verkum að lögin virt­ ust flókin. Eruð þið þá ekki bara venjuleg popphljómsveit? Jú, við erum það. Þegar ég er spurður þá segi ég gjarnan að við spilum rokk og ról. Auðvitað vilja einhverjir stimpla mann í bak og fyrir, en svona er þetta. Einhvers staðar vorum við sagðir spila eitt­ hvað sem kallað var „dreampop“. Í sjálfu sér bara popp, er það ekki? n Georg Hólm bassaleikari í Sigur Rós Segist sjaldan hafa verið jafn spenntur fyrir nýrri plötu og nú. mynd SiGtRyGGuR aRi Sigur Rós Frægðarsól þeirra rís nú hátt. M argar sögur hafa gengið um komu Nick Cave til Ís­ lands árið 1986. Hann á að hafa sett mann í að stela morfíni úr sjúkraskápum skipa í höfninni, kýlt niður stúlku sem reyndi að styðja við hann þegar hann staulaðist af sviðinu og rústað hótelherbergi. Ein sú þekktasta seg­ ir frá því að Friðrik Þór (sumir segja Hrafn Gunnlaugsson) hafi verið að taka viðtal við hann fyrir Ríkissjón­ varpið og hafi hann í miðjum klíð­ um brett upp skyrtuermina og gert sig líklegan til að fá sér í æð. Þegar honum var bent á að myndatöku­ vélarnar væru í gangi á hann að hafa sagt „Hey, I‘m in fucking Iceland“ og stungið nálinni á kaf. Myndskeið þetta hefur því miður aldrei verið sýnt opinberlega. „Svooo ljótur“ Á þessum tíma var Cave þekktur sem gotnesk heróínvampíra með búsetu í Berlín og var sagt að hann orti texta sína á blað með blóðugri sprautunál. Næst þegar Cave kom til „fokking Ís­ lands“ var árið 2002 og margt hafði breyst. Hann var orðinn poppstjarna, þökk sé samstarfi við landa sinn frá Ástralíu, Kylie Minogue, og var hættur á heróíni. Þess í stað keðjureykti hann bak við flygilinn á Hótel Íslandi og gutlaði úr einhverju rauðleitu í glasi. Hann hafði jafnframt gifst fyrirsæt­ unni Suzie Bick og eignast tvíbura. Í millitíðinni hafði tónlist hans orðið rólegri, þó hún fjallaði sem fyrr um ástina, almættið og dauðann. Cave hefur lýst því svo að hann hafi fært sig úr Gamla testamentinu og yfir í það nýja. Árið 1997 átti hann í ástar­ sambandi við söngkonuna PJ Harvey sem endaði illa og gerði hann í kjöl­ farið hina stórgóðu plötu The Boat­ man‘s Call. Ég var svo heppinn að sjá hann spila þá, fyrst á Hróarskeldu og nokkrum dögum síðar á Kalvöya há­ tíðinni í Noregi. „Hann er svooo ljót­ ur,“ sögðu norsku stelpurnar hug­ fangnar fyrir framan sviðið. Bestu tónleikar seinni tíma Á þeim áratug tókst mér að sjá sumar af helstu hljómsveitum heims á sín­ um bestu tímabilum, U2 með sitt Zoo TV, Radiohead með OK Computer á Hróarskeldu (tónleikar sem ég man því miður ekki eftir) og ótal aðra sem þá voru teknir að dala, svo sem Rolling Stones og Pink Floyd. En ég hef aldrei séð tónleika sem jafnast á við þá sem Nick Cave hélt á Hótel Íslandi rétt fyr­ ir jólin 2002. Cave hefur lýst því yfir að hann kannist ekkert við fyrstu Íslandsheim­ sókn sína, og í þeirri næstu virtist hann ekki almennilega átta sig á hvernig hann ætti að bera sig að. Hróður hans hafði aukist, en Ísland var ekki leng­ ur útkjálki heldur þekkt sem heima­ land Bjarkar, Sigurrósar og (stundum) Damon Albarn. Í fyrri heimsókn sinni spilaði hann ásamt hljómsveitinni Bad Seeds sem hann stofnaði með þýska ofurpönkarann Blixa Bargeld. Í þetta sinn stóðu með honum á sviðinu fiðlu­ leikarinn Warren Ellis ásamt hljóm­ sveit sinni The Dirty Three. Gleyminn Cave heillar landann Cave byrjaði hálf feimnislega á einu af sínum þekktustu lögum, The Mercy Seat (síðar flutt af Johnny Cash) og virtist varla eiga von á að hinir nokkur hundruð áhorfendur í salnum könn­ uðust við tónlist sína. En þar varð fljótt breyting á, áhorfendur kölluðu eftir hinum ýmsu óskalögum bæði þekktum og óþekktum, og Cave, sem virtust koma viðbrögðin skemmtilega á óvart, tók sér tíma í að spjalla við fólk á milli laga og varð við óskum eft­ ir bestu getu, þó stundum hafi hann verið búinn að gleyma umbeðnum lögum og kenndi fyrra líferni um. Kvöldið eftir voru hörðustu Cave aðdáendur landsins aftur saman­ komnir og í þetta sinn vatt hann sér beint í lag af nýjustu plötunni og treysti því nú að fólk væri reiðubúið til að fylgjast með. Tónleikar þessir voru mögulega betri ef eitthvað var. Árið áður hafði Cave gefið út hina frábæru No More Shall We Part, en næstu plötur, Nocturama og Abbatoir Blues/ Lyre of Orpheus voru síðri en það sem á undan hafði komið. Blixa Bargeld yf­ irgaf hið sökkvandi skip og helsti sam­ starfsmaðurinn varð Warren Ellis. Hlé varð á plötuútgáfu en önnur verkefni biðu. Næst þegar sást til Cave hér­ lendis var það haustið 2005 á frum­ sýningu Vesturports á Woyzek sem þeir sömdu tónlistina við. Vonbrigði í Höllinni Cave var klappaður upp á svið í Borg­ arleikhúsinu en tók því miður ekki lagið. Ári síðar hélt hann þó tón­ leika í Höllinni með Bad Seeds og er ekki annað hægt að segja en að þeir hafi verið talsverð vonbrigði mið­ að við væntingar. Frést hafði af sig­ urgöngunni fjórum árum áður og nú vildu allir berja hann augum. En Cave, sem var farinn að spila á gítar, var ekki upp á sitt besta, hljóðið var lélegt og hin mikla nánd sem áður hafði myndast var víðsfjarri. Þvert á móti virtust margir áhorfenda eiga í erfiðleikum með að sitja kyrrir. Cave var nú búinn að koma sér fyrir í strandbænum Brighton í Bret­ landi ásamt fjölskyldu sinni og sat á skrifstofu og samdi kvikmyndahand­ rit, skáldsögu, kvikmyndatónlist og orti meira fyrir Vesturport. Hann kom fram með hljómsveitinni Grind­ erman í fyrsta sinn á All Tomorrow‘s Parties tónleikahátíðinni árið 2007 og sýndi á samnefndri plötu að hann gat enn rokkað feitt þegar svo bar undir. Risið upp frá dauðum Árið eftir átti Cave svo glæsta endur­ komu á plötunni Dig Lazarus Dig, eitt af hans bestu verkum til þessa. Ég var viðstaddur tónleika í Ósló sem voru mun betri en þeir í Höllinni en þó síðri en þeir á Hótel Íslandi. Í ár gáfu Nick Cave and the Bad Seeds svo út sína 15. plötu, Push the Sky Away, og þykir höfundaverk þeirra með þeim merkilegri í rokksögunni. Nick Cave gerir sig nú kláran fyr­ ir sína fimmtu tónleika á Íslandi og ásamt samstarfinu við Vesturport hlýtur þetta að gera hann að betri Íslandsvini en marga aðra sem hafa borið þann titil. Líklega hefðu ekki margir búist við því árið 1986 þegar honum fannst Ísland engu máli skipta að heimsókn sú yrði upphafið að næstum 30 ára ástarsambandi. Og nú er bara að sjá hvernig hann mun standa sig í útibúi All Tomorrow‘s Parties hátíðarinnar sem haldin verður í herstöðinni í Keflavík þann 29. júní. n Tónlist Valur Gunnarsson „Á þessum tíma var Cave þekktur sem gotnesk heróínvampíra með búsetu í Berlín nick Cave Kemur fram á tónleikum á Ís- landi í lok mánaðarins. the Bad Seeds Hljómsveit Nick Cave til margra ára. n Þriggja áratuga ástarsamband Nick Cave við Ísland n Spilar á tónleikum hér á landi í lok mánaðarins „Hey, I‘m in fucking Iceland“ Þungur sumarsmellur „Vantar timburmennina“ after Earth M. Night Shyamalan the Hangover Part iii „Star Wars í dulargervi“ Star trek into darkness

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.