Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2013, Page 46

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2013, Page 46
46 Lífsstíll 14.–18. júní 2013 Helgarblað Ugla sat á kvisti n Fagurkerar fram í fingurgóma U gla sat á kvisti er nýleg blogg­ síða sem þær Jóhanna Klara Stefánsdóttir og Sigríður Erla Viðarsdóttir halda úti. Síð­ an er stútfull af skemmtilegum hug­ myndum tengdum tísku, hönnun og mat. Jóhanna er lögfræðing­ ur að mennt og er búsett í Hlíðun­ um í Reykjavík ásamt unnusta sín­ um og átta mánaða gömlum syni þeirra sem heitir Stefán Kári Stefáns­ son. Sigríður er viðskiptafræðingur og förðunarfræðingur að mennt, en hún er búsett í Danmörku ásamt eig­ inmanni sínum og tveggja ára göml­ um dreng þeirra hjóna. Fjarlægðin „Þrátt fyrir að vera búsettar hvor í sínu landinu þá tölum við saman oft í viku, jafnvel oft á dag og umræðu­ efnin snúast iðulega um ýmis legt tengt hönnun, matargerð og börn­ unum okkar. Við erum svo alltaf með fullt af hugmyndum sem okk­ ur langar að hrinda í framkvæmd og ein af þeim var þessi bloggsíða. Þetta er skemmtilegur vettvangur til að deila áhugamálum okkar hvor með annarri og öllum þeim sem vilja lesa. Svo fáum við líka mikið út úr því þegar aðrir deila sínum hugmynd­ um og skoðunum í athugasemda­ kerfinu enda margt sem við eigum eftir ólært,“ segir Jóhanna þegar hún er spurð hvernig samstarfið gangi hjá þeim stöllum þrátt fyrir fjarlægðina. Metnaður Sigríður skrifar einnig fyrir Nordic Style Magazine í Danmörku, en það er tímarit um lífsstíl og hönnun. En er alltaf veisla í kóngsins Köben mið­ að við matarbloggin sem hún skrifar? „Það væri gaman að geta svar­ að þessari spurningu játandi en það er auðvitað ekki raunin. Mér finnst mikilvægt að njóta hversdagsleikans og reyni að vanda mig við að hafa fall egt í kringum mig og njóta sam­ vista með fjölskyldu og vinum. Ég elska að borða góðan og metnaðar­ fullan mat sem gleður ekki síður aug­ að en bragðlaukana,“ segir Sigríður. Merkjavörur eru ekki „möst“ Þær stöllur heillast báðar af fall­ egri merkjavöru en eru þó báð­ ar sammála um það að oft megi gera góð kaup í ódýrari merkjum og blanda við hönnunarvörur. Jóhanna Klara: „Mér finnst gam­ an að fylgjast með flottum merkj­ um á borð við Stellu McCartney, Kate Spade, Hay, Tom Dixon og Vitra en auðvitað verslar maður ekki frá þeim dagsdaglega. Enda er hægt að finna allt sem maður þarf hjá ódýr­ ari merkjum eins og Zara, Top shop, Monki, Habitat og að sjálfsögðu IKEA sem er líklega að finna á öllum heimilum landsins.“ Sigríður Erla „Þar sem ég hef ver­ ið búsett í Skandinavíu síðastliðin ár þá er bæði fataskápurinn og heimil­ ið aðeins farið að bera þess merki. Ég er hrifin af Acne, Day Birger et Mikk­ elsen, Samsøe Samsøe, Maria Black skartgripahönnuði, Hay og Arne Jac­ obsen.“ n iris@dv.is K olla var aðeins 14 ára göm­ ul þegar hún var valin í sýningarhóp hjá Heiðari Ástvaldssyni, en hún var langyngst í hópnum. Þarna kynntist hún besta vini sínum, Sig­ mundi Sigurðssyni, sem er betur þekktur undir nafninu Simbi, en hann er hárgreiðslumeistari sem er eflaust mörgum kunnugur. Kolla var í sýningarhóp með glæsileg­ um konum, en þar má nefna tví­ burasysturnar Heiðdísi og Fanndísi Steinsdætur, sem gerðu það gott framan af í heimi tískunnar. Heið­ dís var til dæmis valin Elite­stúlka ársins 1983. Kolla hafði meiri áhuga á dansi en fyrirsætubransanum og hafði ekki áhuga á að taka þátt í keppnum af því tagi. „Það er af sem áður var, en margt hefur breyst í þessum bransa á síðustu 30 árum,“ segir Kolla. Toguð úr buxunum Kolla ber Simba vel söguna, en þau eru bestu vinir og hafa verið í fjölda ára. Hún segir þau vera mikla húmorista og það er stutt í hlátur­ inn þegar þau hittast. Þau kynnt­ ust í byrjun fyrirsætuferlis Kollu og hafa haldið góðu sambandi allar götur síðan. „Ég kynntist fullt af góðu fólki í gegnum fyrirsætubransann, en það var einn maður sem stóð upp úr og fangaði hjarta mitt, það var hann Simbi. Hann er ekki bara hárgreiðslumeistari með meiru, heldur hefur hann magnaða dans­ hæfileika og er mikill húmoristi eins og ég. Ég man sérstaklega eft­ ir einu atviki sem gerðist á tísku­ sýningu. Ég var bakvið sviðið að skipta um föt og ég festist í buxun­ um, allt fór í „panik“ þar sem tím­ inn er stuttur á milli innkoma. Þá tekur Simbi á það ráð að reyna að toga mig úr buxunum með tilheyr­ andi látum og allskonar hljóðum sem gáfu til kynna að við værum að gera eitthvað meira og annað en að klæða mig úr buxunum. Auðvitað heyrðist allt fram í sal og þegar við komum fram á sviðið aftur vorum við litin hornauga af mörgum sem voru viðstaddir tískusýninguna. Við sýndum mikið í Eden í Hveragerði á þessum árum, en þar voru steypt­ ar götuhellur sem var ekki auðvelt að ganga á á háum pinnahælum. Það voru engar fréttir ef maður festi hælinn á milli hellanna og missti annan skóinn af, en þá kláraði maður bara á öðrum skónum haltr­ andi. Ég hlæ enn þann dag í dag af þessum atvikum.“ Þorðu að borða Kolla starfaði með Karon – samtök­ um sýningarfólks – frá 17 ára aldri. Hanna Frímannsdóttir, eiginkona Heiðars Ástvaldssonar, stýrði sam­ tökunum og urðu þær Kolla miklar og góðar vinkonur. „Hanna varð ein af mínum bestu vinkonum og minn lærimeist­ ari. Hún var merkileg og góð kona, magnaður karakter og ég sakna hennar mikið. Hún kenndi mér svo margt, ekki síst að ganga, bera mig rétt og bera höfuðið hátt. Það fylgir mér og ég mun ætíð bera höfuðið hátt alveg sama á hverju gengur í líf­ inu. Fyrirsætubransinn er allt annar heimur í dag en hann var þegar ég starfaði við hann. Við sem störfuð­ um í bransanum vorum heilbrigðar stelpur sem þorðum alveg að borða. Mér fannst fyrirsætur sem prýddu forsíður helstu tískurita hér á árum áður, mun hraustlegri í útliti en nú til dags. Nú er eins og allir séu veru­ lega lasnir sem er sorglegt. Aldrei varð ég vör við átröskun á þessum tíma alla vega ekki í mínum hópi, en þetta er allt annar heimur í dag og áherslurnar greinilega á veiklulegt útlit í mörgum tilfellum en þó alls ekki öllum.“ Einhleyp og eldhress Kolla er einhleyp og þolir ekki rolur sem þora ekki að ganga beint í verk­ ið og bjóða dömum út sem þeir hafa augastað á. „Ég er einhleyp og það er í góðu lagi að vera það. Það kemur fyrir með reglulegu millibili að mig langi í kærasta, en ég hef ekki fund­ ið hann, eða hann mig. Mér líður vel einni, alla vega núna og er ekk­ ert að flýta mér. Mér finnst að menn mættu taka sig saman í andlitinu og vera meiri herramenn, það vantar hjá íslenskum karlmönnum. Ég vil að maðurinn taki af skarið og geri eitthvað í málunum, ekki bara sitja þarna á rassinum og hugsa, „ætti ég eða ætti ég ekki að bjóða henni út.“ Ég meina það sko, úff, hvað þetta fer í taugarnar á mér, það vantar allt frumkvæði í suma menn. Djammið er rugl Þegar ég fer á djammið þá fer ég til þess að dansa, þetta er ekkert flók­ ið. Það vantar góðan stað þar sem hægt er að dansa. Bærinn er fullur af pöbbum en fáir staðir þar sem hægt er að dansa almennilega. Reyndar hefur djammið minnk­ að hjá mér nú í seinni tíð þar sem mér finnst tímasetningin á þessu djammi bara hreinasta rugl. Að Kolbrún Ólafsdóttir ræddi við blaðamann DV, um heim fyrirsætunnar, átröskun, lífið og hvernig það er að vera einhleyp kona á besta aldri. Kolla, eins og hún er kölluð, tekur á móti blaðamanni á heimili hennar sem er „kósí“ íbúð í miðbæ Reykjavíkur. Hún býður upp á heilsudjús sem rífur aðeins í, en Kolla hugsar vel um heilsuna eins og sjá má á henni. Við þorðum að borða Íris Björk Jónsdóttir iris@dv.is Viðtal Miklar vinkonur Jóhanna Klara og Sigríður Erla halda úti nýrri og skemmtilegri bloggsíðu þar sem finna má aragrúa skemmtilegra hugmynda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.