Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2013, Blaðsíða 24
B
reski kennarinn sem grun
aður er um að hafa rænt
15 ára nemanda sínum
fletti upp í lagasafni hversu
langan fangelsisdóm hann
fengi fyrir að hafa samræði við
stúlkuna áður en þau sváfu saman
í fyrsta skiptið. Þetta er á meðal
þess sem fram kom í réttarhöldum
yfir manninum á miðvikudag. Mað
urinn er ákærður fyrir barnsrán en
neitar sök.
Mál Jeremy Forrest, þrítugs
kennara, vakti mikla athygli síðast
liðið haust þegar hann flúði til
Bordeaux í Frakklandi ásamt stúlk
unni, Megan Stammers. Þau voru að
sögn ástfangin og kennarinn heldur
því statt og stöðugt fram að hann hafi
aldrei unnið stúlkunni mein. Í átta
daga voru þau á flótta en þau stungu
af frá Bretlandi þann 27. september.
Þau voru handtekin eftir að bareig
andi, sem maðurinn hafði reynt að
fá vinnu hjá, bar kennsl á manninn.
Hann lagði fyrir hann gildru; boð
aði hann í starfsviðtal og gerði lög
reglunni viðvart.
Forrest var kvæntur þegar hann
stakk af með stúlkunni. „Jeremy
Forrest er ekki öfuguggi. Samband
þeirra er saga ástar og ástríðu,“ hef
ur lögmaður hans látið hafa eftir
sér um málið. „Að hans mati hef
ur hann ekki gert neitt annað af sér
en að falla fyrir fimmtán ára stúlku.
Hann hefur ekki beitt hana ofbeldi
eða misnotað hana.“
Fyrsti kossinn 14 ára
Fyrsti kossinn þeirra átti sér stað í
skólastofu, skömmu áður en stúlk
an varð fimmtán ára. Þau höfðu
skipst á skilaboðum á Twitter og átt
í SMS samskiptum áður en Forrest
gerði henni ljóst, þegar þau voru í
einrúmi í skólastofu að hann vildi
kyssa hana. Hún svaraði í sömu
mynt og ekki varð aftur snúið, að
því er fram hefur komið.
Við skýrslutöku, sem spiluð var
fyrir dóminn, greindi stúlkan frá
því að tveir mánuðir hafi liðið áður
en þau höfðu fyrst samræði. Hitt
ust þau nær daglega á þeim tíma og
stundum svaf hún heima hjá hon
um, þegar hún sagði móður sinni
að hún ætlaði að gista hjá vinkonu
sinni. Hann hafi eldað fyrir hana
mat, þau hafi horft á sjónvarpið
og sofið í sama rúmi, án þess að
stunda kynferðislegar athafnir.
Stúlkan bar að áður en þau
hafi haft samræði í fyrsta sinn hafi
Forrest, gert henni grein fyrir því að
hann gæti hlotið fangelsisdóm fyrir
athæfið. „Hann sagði mér að hann
vildi alls ekki nota mig. Það var
hann ekki að gera og ég sá ekkert því
til fyrirstöðu að stunda með honum
kynlíf. Það var það sem ég vildi, ég
var svo hrifin af honum.“ Hún hafi
þó verið stressuð og rætt þetta við
vini sína. Hún sagði enn fremur að
sú vitneskja að hann hefði þungar
áhyggjur af afleiðingunum hefði
róað hana. „Þetta var ekki gert í
flýti heldur var þetta yfirveguð
ákvörðun. Sennilega hvatti ég hann
til þess enda vildi ég fyrir alla muni
sofa hjá honum.“
Umhugað um líðan hennar
Hún sagði við yfirheyrsluna að henni
hafi liðið vel eftir að þau stunduðu
kynlíf. Hún hefði ekki upplifað nei
kvæðar tilfinningar eða fundist sem
eitthvað væri ekki eins og það ætti að
vera. Forrest hafi alltaf notað smokk og
að það hafi verið sjálfsagt mál. Hon
um hafi allt þeirra samband verið afar
umhugað um að henni liði vel og hafi
gengið úr skugga um það eftir að þau
sváfu saman í fyrsta sinn. Þau hafi
einfaldlega átt í mjög heilbrigðu og
afslöppuðu ástarsambandi. Hann hafi
hætt að ganga með giftingarhringinn
sem hann bar í fyrstu og sagt að þau
hjónin væru að skilja. Hún sagðist
við yfirheyrslu vita að kennara væri
óheimilt að sofa hjá nemanda sín
um auk þess sem aldur hennar væri
vandamál gagnvart yfirvöldum. En fyr
ir henni væri aldurinn ekki vandamál.
„Ég upplifði aldrei að það sem við
Jeremy vorum að gera væri rangt. Okk
ur leið báðum vel.“ Þau hafi vissulega
upplifað vandamál eins og í öðrum
samböndum. Það hafi stundum trufl
að hana að hann ætti eiginkonu auk
þess sem hann hafi fundið fyrir af
brýðisemi þegar hún talaði við stráka
á hennar aldri.
Íhugaði sjálf að flýja
Lögreglan fékk nafnlausa ábend ingu
um það sem var í gangi og heimsótti
stúlkuna ásamt starfsmanni félags
þjónustunnar. Stúlkan lýsir því að hún
hafi orðið skelkuð og hafi íhugað að
hlaupast á brott sjálf. Hún hafi ekki
viljað koma Forrest í vandræði. Þau
ræddu saman og ákváðu, að sögn að
hennar frumkvæði, að flýja saman til
Frakklands.
Réttarhöldunum er ekki lokið en
Forrest hefur lýst því yfir að hann sé
saklaus. Fráleitt sé að hann hafi rænt
stúlkunni. n
24 Fréttir 14.–18. júní 2013 Helgarblað
Rýndi í lögin fyrir
fyrstu samfarirnar
n Kennari flúði með 15 ára nemanda n Stúlkan lýsir einlægu ástarsambandi„Sennilega hvatti
ég hann til þess,
enda vildi ég fyrir alla
muni sofa hjá honum.
Baldur Guðmundsson
blaðamaður skrifar baldur@dv.is
Ákærður fyrir barnsrán Jeremy Forrest kyssti stúlkuna fyrst þegar hún var 14 ára.
Hvatti til kynlífs
Stúlkunni leið alltaf
vel í návist kennar-
ans, að sögn.
Drap barn
eftir fellibyl
Fimm ára gamall drengur lést á
sunnudag þegar hundur af kyn
inu Bullmastiff réðist á hann.
Fjölskylda drengsins hafði leit
að skjóls hjá nágrönnum sínum
í kjölfar fellibylsins sem reið yfir
Arkansas þann 20. maí síðast
liðinn. Stormurinn eyðilagði húsið
þeirra. Á heimilinu var hundur
inn, sem hafði að sögn aldrei sýnt
tilburði í þessa veru áður.
Drengurinn var í uppnámi
þegar hundurinn réðst á hann.
Hann var að reima á sig skó, í ná
vist konu sem reyndi að hugga
hann, og grét að því er fjölskyld
an hefur greint frá. Ef til vill hef
ur hundurinn litið á grátinn sem
ógnun. Hann kom hlaupandi úr
öðru herbergi og stökk á drenginn.
Þegar konan hafði náð hundinum
af drengnum hafði hann veitt hon
um banvæna áverka.
Gæti endað
í fangelsi
Nadya Suleman, móðirin sem eign
aðist áttbura fyrir fáeinum miss
erum, gæti átt yfir höfði sér ákæru
vegna fjársvika. Opinberir eftirlits
aðilar á velferðarsviði í Los Angeles
í Bandaríkjunum vinna nú að því
að fá heimild til að gera bankainni
stæður Suleman upptækar auk
þess sem heimild til húsleitar hefur
verið gefin út, að því er fréttamiðill
inn TMZ greinir frá.
Suleman er grunuð um að hafa
þegið þúsundir dala í opinbera að
stoð þrátt fyrir að hafa þénað langt
umfram það sem leyfilegt er að
gera til að njóta aðstoðar. Viðmið
ið er 119 þúsund dollarar í árstekj
ur en Suleman, sem hefur gripið til
þess örþrifaráðs að reyna fyrir sér í
klámmyndum til að framfleyta fjöl
skyldu sinni, var með ríflega 200
þúsund dali í tekjur í fyrra. Þriggja
ára fangelsisvist gæti beðið hennar,
ef allt fer á versta veg.
Þess vegna
rífast Bretar
Samskipti við ættingja er undir
liggjandi ástæða þriðja hvers
hjónaskilnaðar á Bretlandseyjum.
Þetta leiðir ný rannsókn í ljós. Í
henni kom fram að pör rífast ansi
oft um það hvenær hitta beri for
eldrana eða aðra ættingja. Ágrein
ingur vegna barnauppeldis er
undirliggjandi ástæða fjórða hvers
hjónaskilnaðar. Næst í röðinni
kemur hlutverkaskipan húsverka,
skiptar skoðanir um starfsframa og
ósætti vegna þess hvernig nota eigi
frídaga. Yfir öllu þessu rífast Bretar.
Rannsóknin var unnin á veg
um Cooperatvie Legal Services og
náði til 2.000 para; 1.200 giftra og
800 fráskilinna. Algengasta orsökin
reyndist sem fyrr framhjáhald og
sjálfselska.