Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 2013næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    30123456
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2013, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2013, Blaðsíða 28
Sandkorn V eiðigjöldin sem FISK Seafood, útgerðarfélag Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki, mun greiða til ríkisins lækka um meira en 660 milljón- ir króna á yfirstandandi fiskveiðiári vegna breytinganna sem ríkisstjórnin ætlar að gera á lögum um veiðigjöld. Veiðigjöldin munu lækka úr rösklega 904 milljónum króna og niður í um 242 milljónir. Fyrri talan, 904 milljón- ir króna, byggir á útreikningi á ætluð- um veiðigjöldum útgerðarinnar miðað við veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna, á meðan seinni talan, 242 milljónir, byggir á útreikningi á ætluðu veiði- gjaldi út frá lagabreytingu ríkisstjórn- ar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar. Sundurliðun á veiðigjald FISK Seafood sýnir að almenna veiðigjaldið sem fé- lagið greiðir er 126 milljónir á meðan sérstaka veiðigjaldið lækkar úr tæpum 780 milljónum og niður í 116. 660 milljónir króna er umtalsverð fjárhæð, meira að segja fyrir firna- sterkt útgerðarfyrirtæki eins og FISK Seafood, fjórða stærsta kvótaeiganda á Íslandi sem ræður rúmum 4,5 pró- sentum heildaraflans. „Stjórnend- ur kaupfélagsins skála örugglega í kampavíni út af þessum breytingum,“ segir einn af viðmælendum DV. FISK hagnaðist um rúmlega 1.800 milljón- ir króna árið 2011 og var eiginfjárstaða félagsins – eignir á móti skuldum - nærri þrettán milljarðar króna. Þá greiddi félagið út ríflega 211 milljóna króna arð til hluthafa síns, Kaupfélags Skagfirðinga; arð sem er næstum því jafn mikill og áætluð veiðigjöld fyrir- tækisins á þessu fiskveiðiári eftir laga- breytinguna. Breytingarnar á lögum um veiði- gjöld koma sér sérstaklega vel fyrir FISK Seafood og Kaupfélag Skagfirð- inga þar sem útgerðarfélagið ræður eingöngu yfir botnfiskafla en engum uppsjávarafla. Með frumvarpinu er álagning veiðigjalda á botnfisksafla lækkuð umtalsvert, úr 23,20 krónum á kílóið og niður í 7,38 krónur. Þetta er meðal annars gert til að endurspegla lækkun á verði á þorski á heimsmörk- uðum, líkt og segir í frumvarpinu. Að sama skapi hefur álagning á uppsjáv- arafla verið aukin til að endurspegla hækkað verð á uppsjávarfiski á mörk- uðum. Í tilfelli Kaupfélags Skagfirðinga lækkar sérstaka veiðigjaldið sem fé- lagið greiðir úr tæplega 780 milljónum króna og niður í um 116 með veiði- gjaldafrumvarpinu og þeirri lækkun á álagningunni á botnfisk sem í því felst. Afslátturinn sem FISK Seafood fær með breyttri veiðigjaldtöku er hluti af samtals 9,6 milljarða tekjulækkun sem íslenska ríkið verður af á næstu tveim- ur árum með lagabreytingunni. FISK Seafood er hins vegar gott dæmi um íslenskt útgerðarfyrirtæki sem getur hæglega borgað veiðigjaldið sem rík- isstjórn Sjálfstæðisflokksins og Fram- sóknarflokksins hefur nú ákveðið að lækka umtalsvert. Skagfirska útgerðin á eignir upp á nærri sextán milljarða króna en skuldar einungis rúmlega þrjá. Þá liggur fyrir að FISK Seafood, líkt og önnur útgerðarfélög hér á landi, mun fá verulega kvótaaukn- ingu í haust; kvótaaukningu sem gæti farið langt með að vega upp á móti lækkandi markaðsverði á þorski sem er grundvöllur lækkaðs veiðigjalds á botnfiskinn. FISK Seafood er með öðr- um orðum borgunarmaður fyrir veiði- gjaldinu eins og það kemur fyrir í gild- andi lögum og þarf ekki á þeim afslætti að halda sem felst í frumvarpinu. Sömu sögu má segja um margar af þeim íslensku útgerðum sem koma einna best út úr lagabreytingunni, til dæmis Þorbjörn í Grindavík, Brim, Ramma á Siglufirði og Stálskip. Veiði- gjöld allra þessara fyrirtækja, sem eiga nánast bara botnsfiskkvóta, lækka um nokkur hundruð milljónir króna á árs- grundvelli með lagabreytingunni. Þá felur frumvarp ríkisstjórnarinn- ar einnig í sér að skuldsettar útgerð- ir geta áfram fengið afslátt af sérstaka veiðigjaldinu þrátt fyrir að verið sé að lækka gjaldið umtalsvert. Þessi af- sláttur mun meðal annars væntanlega nýtast þessum skuldsettu útgerðum, eins og til dæmis Þorbirni og Vísi, sem fengið hafa afslátt af veiðigjaldinu eftir að því var komið á. Lækkun ákveðinna útgerða á veiðigjaldinu getur því ver- ið tvöföld: Bæði lækkun vegna frum- varpsins og eins lækkun vegna skuld- setningar. Sá veiðigjaldaafsláttur er sértækur og tekur mið af stöðu hvers útgerðarfyrirtækis fyrir sig á meðan álagning veiðigjalda samkvæmt nýja frumvarpinu tekur ekkert mið af því hversu vel staddar útgerðirnar eru. Erfitt er að sjá rökin fyrir þessari lagabreytingu í ljósi þess að flest stærstu útgerðarfyrirtæki landsins geta hæglega borgað núgildandi veiði- gjöld – þau tvö stærstu, HB Grandi og Samherji, fara til að mynda létt með það auk margra annarra. Í frumvarp- inu um lagabreytinguna er heldur ekki að finna haldbæran rökstuðning fyrir breytingunni: Vísað er til þess að kveðið hafi verið á um breytinguna í stefnuyfirlýsingu ríkistjórnarinnar. Lagabreytingin verður því vart skilin eða útskýrð nema með því að ríkisstjórnin sé með lækkun veiði- gjaldanna að ganga hagsmuna út- gerðarfyrirtækja landsins á kostn- að ríkissjóðs og skattgreiðenda. Frumvarpið er því rammpólitískt í eðli sínu: Ríkisstjórnin gengur hags- muna einkafyrirtækja en ekki lands- manna. Eins og er liggur heldur ekki fyrir hvernig stjórnin ætlar að vega upp á móti þeirri milljarða tekju- skerðingu sem felst í frumvarpinu. Landsmenn munu þó með einhverj- um hætti þurfa að standa straum af þessari minnkandi gjaldtöku hjá útgerðarfélögum sem í flestum til- fellum geta hæglega staðið undir henni. Flóttinn frá 365 n Lítið lát virðist vera á starfsmannaflóttanum frá 365 miðlum. Uppnám er á ritstjórn Fréttablaðsins eft- ir að Mikael Torfason tók þar við stjórninni. Nokkrir lykil- menn fríblaðsins hafa síðan látið af störfum. Nú er rætt um það að Ólafur Stephen- sen, undirritstjóri Mikaels, hugsi sér til hreyfings. Ólaf- ur hefur undanfarið komið fram sem þulur í sjónvarps- auglýsingum blaðsins. Erfitt hjá Ara n Fullyrt er að Ari Edwald forstjóri 365 sé orðinn þreyttur á því að vera undir- maður Jóns Ásgeirs Jóhann- essonar og leiti að vinnu. Ari og Þorsteinn Már Baldvinsson eru tengdir fjölskyldubönd- um og er hermt að hann hafi kannað möguleika þess að verða framkvæmdastjóri LÍÚ við brotthvarf Friðriks J. Arngrímssonar. Sú hugmynd mun ekki hafa fallið í frjóan jarðveg hjá útgerðarmönn- um. Ráðherrann og RÚV n Illugi Gunnarsson mennta- málaráðherra er maður athafna. Hann beinir nú sjónum sínum að Ríkisútvarp- inu og hefur þegar lagt fram frum- varp um að Alþingi skipi alla stjórnarmenn stofnunarinn- ar. Þar með afturkallar hann þær breytingar að starfs- menn eigi einn fulltrúa og ráðherra skipi formann. Það er nokkuð útbreidd skoðun innan Sjálfstæðisflokks- ins að yfirstjórn RÚV gangi erinda vinstri flokkanna. Þannig stýri Óðinn Jónsson fréttastjóri málum af mikilli hlutdrægni. Bjargvættur í Keflavík n Stærsti skandall síðustu viku var tónlistarhátíð- in Keflavík Music Festi- val þar sem hver tónlist- armaður- inn af öðr- um hætti við vegna meintra svika athafna- mannsins Ólafs Geirs Jóns- sonar og samstarfsmanna hans. Um tíma virtist hátíð- in vera í algjöru uppnámi. En síðan náðu forsvars- mennirnir að borga það sem þurfti til að halda áfram. Í Keflavík er hvíslað um að bjargvætturinn sé Stein- þór Jónsson hótelstjóri sem hefur markað spor sín eft- irminnilega í íslenska fjár- málasögu. Háskólanum til skammar Mér fannst ég hjálparvana Steinunn Ása vill að þroskahamlaðir fái að útskrifast eins og aðrir. – DV María Birta höfðaði mál vegna auglýsingar sem birtist á vefnum einkamál.is. – DV Kaupfélagið getur borgað„Stjórnendur kaupfé- lagsins skála örugg- lega í kampavíni út af þess- um breytingum E ftir því sem dögunum vindur fram skýrist myndin. Myndin af áformum ríkisstjórnarinnar nýju þar sem ungu mennirn- ir eru í forsvari, þar sem bjartar vonir vakna og allt átti að vera hægt. Þessir ungu menn lofuðu fyrir kosn- ingar, svo miklu að örugglega er um Íslandsmet að ræða. Allt átti að verða betra fyrir alla, meiri peningar fyrir skuldara, allt átti að vera auðvelt og allt átti að vera strax. Hrægömmun- um ljótu átti að mæta með sleggju og engri miskunn. Strax. Sjálfstæðismenn lofuðu skattalækkunum, meira svig- rúmi fyrir heimilin og allt átti að verða betra. Svo var kosið. Það var kosið um vonir og væntingar, um þrár og fram- tíðarsýn. Þeir vöktu vonina og kjós- endur trúðu. Sumir. Fyrrverandi ríkisstjórnarflokkar kusu að bjóða fram raunsæi og yfirvegun. Að segja að ekki væri allt hægt, að enn væri staða ríkissjóðs viðkvæm eftir efna- hagshrunið. Hrunið sem rekja má til óábyrgrar efnahagsstjórnar hægri flokkanna á Íslandi. Við Vinstri græn lögðum áherslu á að ef svigrúm skap- aðist á næstu árum vegna augljósra batamerkja ætti að nýta það svig- rúm í þágu heilbrigðis-, velferðar- og menntamála. Og í þágu þeirra sem keyptu eign í aðdraganda hrunsins og urðu fyrir mestu höggi af völdum þess. En ábyrgar raddir mega sín lítils þegar loddarar eru á sviði. Þegar allt er hægt og loforðin eins og draum- ur eða ævintýri. Um þetta var kosið. Fólk kaus að trúa. En hvað kemur svo á daginn? Ungu mennirnir tönnlast á því að staðan sé miklu verri en þeir áttu von á þrátt fyrir að hamrað hafi verið á því í kosningabaráttunni að staða ríkissjóðs og efnahagslífsins rúmaði ekki kosningaloforð þeirra. Vissulega væri árangurinn frá hruni merkilegur en áfram þyrfti að sýna aðhald og ráðdeild í efnahagslífinu til þess að landið færi ekki út af sporinu. Nú gætir mikils misræmis í orðum og athöfnum villtu sumarbústaða- drengjanna. Þrátt fyrir barlóminn er svigrúm til að falla frá breytingum á virðisaukaskatti í ferðaþjónustu sem minnkar tekjur ríkissjóðs um hálfan milljarð á þessu ári og einn og hálfan á ári eftir það. Á hverju ári frá hruni hef- ur verið slegið nýtt met í komu ferða- manna en greinin var ekki talinn þola 14 prósenta virðisaukasatt og er höfð í neðsta þrepi virðisaukaskattsins ásamt nauðsynjavörum fyrir almenning. Í veiðigjaldinu er svo breytingin enn rosalegri. Þrátt fyrir einhver bestu ár í sögu íslensks sjávarútvegs og met hagnaðar, á að lækka veiðigjald á útgerðir landsins um tugi millj- arða frá því sem áætlanir gerðu ráð fyrir. Líkt og kemur fram í kostnaðar- umsögn fjármálaráðuneytisins kostar breytingin ríkissjóð um 10 milljarða króna á tveimur árum en verður meiri til lengri tíma litið. Þessi breyting á veiðigjaldi kemur í kjölfarið á fréttum um stóraukinn kvóta til útgerða sem áætlað er að skili þeim 15–16 milljörð- um króna strax á næsta fiskveiðiári. Báðar þessar aðgerðir þýða að rík- isstjórnin er að hverfa frá þeim ár- angri sem náðst hefur í ríkisfjármál- um og hún er að nota svigrúm sem er ekki til staðar til að ívilna þeim hluta atvinnulífsins sem hefur komist best undan hruninu. Aukinn halla ríkis- sjóðs vegna þessa mun svo þurfa að bæta upp með því að bera annars staðar niður. Og þeim finnst í lagi í því sambandi að nefna niðurgreiðslu á barnatannlækningum. Hvað á að skera meira? Hvað á að skera til að unnt sé að standa vörð um heimili kvótakónga og þeirra sem mest hafa í samfélaginu? Athygli vekur að sérstök flýtimeð- ferð er á þessum frumvörpum ríkis- stjórnarinnar á sumarþingi. Flestir þingmenn gerðu ráð fyrir að sum- arþingið myndi snúast um aðgerð- ir handa skuldugum heimilum. Eina sem heyrist í þeim efnum er að for- sætisráðherra hefur flutt þingsálykt- unartillögu sem boðar stofnun átta nefnda sem eiga að skoða möguleika á því að ráðast í aðgerðir. Engar efndir strax. Nefndirnar eiga að skila í haust og þá á eftir að setja saman frumvörp og þingmál. Forgangsröðin er ekki í þágu almennings í landinu heldur í þágu forréttindahópa. Myndin er að skýrast. Langt til hægri. Fyrir þá ríku. Fyrir sérhags- muni. Og óábyrg stjórn á ríkisfjár- málunum. Eins og í aðdraganda hrunsins. Myndin skýrist – hægri stjórn Leiðari Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Fréttastjóri menningar: Símon Birgisson (simonb@dv.is) Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjónarmaður helgarblaðs og innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 28 14.–18. júní 2013 Helgarblað Kjallari Svandís Svavarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 66. tölublað (14.06.2013)
https://timarit.is/issue/383487

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

66. tölublað (14.06.2013)

Aðgerðir: