Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2013, Blaðsíða 52
52 Lífsstíll 14.–18. júní 2013 Helgarblað
n Smakkaðu á hörpuskel og ígulkerahrognum
Rannsóknir sýna að notkun sykurlauss Extra eykur munnvatnsframleiðslu,
jafnar sýrustig, heldur tönnunum hreinum og stöðvar sýklaárásir á þær.
Extra minnkar upptöku hitaeininga og dregur það úr streitu í amstri
hversdagsins.
Þ
essa dagana stendur yfir
undir búningur vegna göng
unnar á Mont Blanc eða
hvíta fjallið eins og það út
leggst á íslensku. Planið er
að fara á fjallið hvíta dagana eftir
15. september. Alls verða það vænt
anlega sjö manns að mér meðtöld
um sem leggja til atlögu við þenn
an hæsta tind Evrópusambandsins
sem er um 4.800 metra hár.
Fyrir mig verður það toppurinn
á tilverunni að ná þeim áfanga lífs
míns að hafa staðið við það fyrir
heit sem ég gaf sjálfum mér í von
lítilli stöðu fyrir tveimur og hálfu ári.
Þegar ég ákvað að fara á Mont Blanc
var það einfaldlega vegna þess að
því fjalli skaut upp í hugann. Þá
skemmdi ekki fyrir að góður félagi
minn hafði klifið fjallið og sagði mér
tröllasögur af för sinni þangað upp.
Fjöldi manns leggur leið sína
þarna upp á hverju ári og Íslend
ingarnir sem þangað hafa komið
eru margir. Ég mun því ekki marka
nein sérstök spor í söguna með ferð
minni. En persónulega er ég að
stefna að stærri sigri en ég hef áður
unnið á sviði íþrótta eða annars sem
snýst um hreyfigetu. Ég man ennþá
svipinn á þeim sem fyrstir fengu að
heyra að ég stefndi á þennan tind.
Ég var þá þekktur fyrir matarást,
reyk inga fíkn og hreyfifælni. Af því
að það voru góðir vinir og ættingjar
sem hlýddu á áform mín, sýndu þeir
þá tillitsemi að ljóstra ekki upp um
efasemdir sínar um að ég væri ekki
með fullum sönsum. Þetta góða fólk
er nú hætt að efast.
Ég hef aflað mér upplýsinga um
fjallið sem gnæfir yfir franska bæ
inn Chamonix í Alpafjöllum. Niður
staðan er sú að ég hef í dag fulla lík
amlega burði til þess að fara þangað
upp. Spurningin er hins vegar sú
hvernig ég bregst við þunna loft
inu í hartnær 5.000 metra hæð. Mér
er þó sagt að sem fyrrverandi reyk
ingamaður eigi ég góða möguleika
á því að komast vel af þarna uppi.
Eitrið gerði það að verkum að ég er
vanur að nota lítið súrefni. Það eru
frekar íþróttamennirnir sem eiga í
erfiðleikum í þunna loftinu. Það er
sem sagt í þessum skilningi gott að
hafa reykt! Ég hef reynslu af því að
hafa tvisvar farið í 3.800 metra hæð
á eldfjallið Teide á Tenerife. Hæðinni
fylgdi svimi og vottur af ógleði í fyrri
ferðinni. Þegar ég fór aftur nokkrum
dögum seinna voru einkennin miklu
vægari. Áður en ég og félagar mínir
leggja til atlögu við tindinn munum
við fara upp á nokkra lægri tinda til
að aðlagast þunna loftinu.
Kenningin er sú að þeir sem ganga
á Hvannadalshnúk án mikilla erfið
ismuna geta farið á Mont Blanc. Ég á
að baki þrjár ferðir að og á Hnúkinn
og get sagt að síðustu ferðina fór ég
sæmilega létt. Annar hluti af undir
búningnum er að ganga reglulega á
Esjuna og byggja upp þol. Á þessu
ári hef ég aukinheldur farið á Snæ
fellsjökul og Eyjafjallajökul og stefni
um komandi helgi á sjálfan Eiríks
jökul. Allt þetta er í því skyni að vera
sem best undir það búinn að klífa
Hvíta fjallið í haust.
Helsti vandinn við að komast
á tindinn liggur í veðrinu. Uppi í
4.800 metra hæð er allt annað veð
urkerfi en neðar í landslaginu. Það
þarf því að bíða eftir réttu stund
inni til að komast upp. Mörgum
hefur mistekist vegna þess að ekki
hefur viðrað til uppgöngunnar. Ég
hef ekki stórar áhyggjur af því að
komast á tindinn í haust. Hugsan
lega gengur það ekki en þá kem ég
bara aftur. Ég þurfti að gera þrjár
atrennur að Hvannadalshnúk áður
en toppnum var náð. Kannski
dugir ekki ein atrenna að Mont
Blanc. Það kemur í ljós. Ég kem
alltaf aftur. n
Reynir
Traustason
Baráttan
við holdið
Hvíta fjallið og ég
F
yrirtækið Sæferðir, sem stað
sett er í Stykkishólmi, býður
upp á fjölmargar skemmti
sigl ingar um Breiðafjörð fyr
ir alla fjölskylduna. Í boði er
að heimsækja Flatey til lengri eða
skemmri tíma, fara í veisluferðir fyr
ir stóra hópa eða ýmsar náttúru og
fuglaskoðunarferðir um fjörðinn.
Vinsælasta sigling Sæferða, hið
svokallaða VíkingaSushi, er í boði
níu mánuði ársins eða frá 15. janú
ar til 15. október. Þá er siglt um hinar
óteljandi eyjar Breiðafjarðar og ýmis
legt skoðað, svo sem fjölbreytilegar
bergmyndanir, sögulegar slóðir eyj
anna og sterkustu sjávarfallsstraum
ar við Íslandsstrendur. Yfir sumar
tím ann iðar svæðið af lífi og því gott
tækifæri til fuglaskoðunar. Ef heppn
in er með geta menn jafnvel komið
auga á haförninn, konung íslenskra
fugla. Í lok ferðarinnar er settur út
plógur og ýmis skeldýr af botni sjávar
dregin upp á bátinn. Siglingargestir
fá þá tækifæri til að skoða hinar ýmsu
furðuverur sjávarins og smakka sushi
að hætti víking anna; hráa hörpuskel
og ígulkerahrogn.
Siglingin tekur 2 klst. og 15 mín
útur og kostar 6.690 kr. fyrir fullorðna
og 5.350 fyrir eldri borgara auk þess
sem unglingar á aldrinum 15–20
ára fá helmingsafslátt og frítt er fyrir
börn á aldrinum 0–15 ára, séu þau í
fylgd með foreldrum. Nánari upplýs
ingar má nálgast á vefsíðu Sæferða:
www.saeferdir.is. n
Hörpuskel og hvítvín Sigl-
ingargestum býðst að gæða sér á
alvöru sushi að hætti víkinganna.
Ævintýraferð
um Breiðafjörð
Mikka maraþon
fyrir þau yngstu
Þann 17. júní verður Mikka
maraþonið haldið í annað sinn
í Laugardalnum. Hlaupið hefst
kl. 11 að morgni og eru tvær
hlaupaleiðir í boði; 4,2 km hlaup
annars vegar og 10 km hlaup hins
vegar. Hlaupið er á vegum Eddu
útgáfu hf. sem er útgefandi Dis
ney á Íslandi, en markmið þess
er að skapa skemmtilega fjöl
skyldustund og hvetja til aukinn
ar hreyfingar og útivistar. Kepp
endur eru hvattir til að mæta í
skemmtilegum Disneybúning
um en verðlaun verða veitt fyrir
frumlegustu og skemmtilegustu
búningana. Skráningar í hlaup
ið fara fram á www.mikkimus.is
og www.hlaup.is en einnig verður
hægt að skrá sig á staðnum.
Ungir hlauparar Um þúsund manns
tóku þátt í hlaupinu í fyrra.
Mount Blanc
Þarna er fjallið í
allri sinni dýrð.
Teide Með fjölskyldunni í 3.800 metra
hæð á eldfjalli.