Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2013, Síða 4
Jafnrétti hrakar á
alþingi Íslendinga
4 Fréttir
Blaðberi fær ekki frí
n Sagt að hætta eftir tveggja ára starf
Þ
essi svör gerðu svo innilega
lítið úr okkar vinnuframlagi
fram að þessu – þetta var svo
lítilsvirðandi hreint út sagt,“
segir Ásta Dís Guðjónsdóttir, for-
maður Sjálfsbjargar – Landssam-
bands fatlaðra og móðir Ásthild-
ar Silvu Eggertsdóttur, sem í tvö ár
hefur borið út Fréttablaðið.
Nú í sumar bauðst mæðgun-
um að dveljast utan Reykjavíkur í
tvo og hálfan mánuð. Þær mæðgur
báðu um lausn undan blaðburðin-
um meðan þær færu í frí. Þeim var
sagt að þær þyrftu sjálfar að finna
einhvern í afleysingar en þegar
það tókst ekki var þeim sagt að þær
þyrftu að hætta blaðburðinum.
Ástu Dís, sem glímir við fötlun en
hefur hjálpað dóttur sinni við verk-
ið eftir getu, blöskrar framkoman.
„Það er alltaf verið að ræða hvern-
ig við getum innrætt unga fólkinu
okkar skyldurækni og vinnusið-
ferði, það er að minnsta kosti ekki
gert með því að koma fram við það
eins og framlag þess skipti engu
máli. Ég ætlaði nú ekkert að vera
að kvarta yfir þessu við einn eða
neinn en mér fannst þetta samt svo
lítilmannleg framkoma við stúlku
sem byrjaði að vinna hjá þeim þá
nýorðin þrettán ára,“ segir Ásta Dís
í samtali við DV. Þær mæðgur eru
hættar að bera út. n
Þ
ví hefur oft verið haldið fram
að í kjölfar efnahagslegra
áfalla verði bakslag í jafnréttis-
málum, segir Gyða Margrét
Pétursdóttir, aðjúnkt við Há-
skóla Íslands. Það má til sanns vegar
færa að það sé að gerast á Íslandi. Kon-
um í ríkisstjórn hefur fækkað, í stað
þess að hlutfall karla og kvenna væri
það sama og á síðasta kjörtímabili eru
konur nú þriðjungur ráðherra.
Í einstökum nefndum Alþingis er
kynjahlutfall ójafnt, má til að mynda
nefna velferðarnefnd sem er skipuð
átta konum og einum karli. Hlutföllin
snúast við í utanríkismálanefnd, þar
situr ein kona en átta karlar og í efna-
hags- og viðskiptanefnd Alþingis er
engin kona.
„Þegar maður skoðar orðræðuna í
kringum jafnrétti þá er því oft haldið
fram að jafnrétti þýði stöðuga fram-
þróun. Jafnrétti komi með næstu kyn-
slóð. Það sé bara ein leið og hún sé upp
á við. Þetta er hins vegar ekki svo, það
verða bakslög í baráttunni. Það má
líta á ráðherraskipanina sem bakslag
þar sem horfið er frá stefnu fyrri rík-
isstjórnar að jafnt hlutfall karla og
kvenna skuli sitja í ríkisstjórn,“ segir
Gyða Margrét.
Horfið til gamalla gilda
Hún segir áhugavert að skoða hvern-
ig flokkarnir skipa í fastanefndir á Al-
þingi, sérstaklega í efnahags- og við-
skiptanefnd og í velferðarnefnd.
„Það er oft talað um að í kjölfar
efnahagslegra áfalla verði bakslag í
jafnréttismálum, þá hverfi menn aftur
til gamalla gilda. Konur fengu kosn-
ingarétt 1915. Tveimur árum síðar
stofnuðu konur félag sem hafði það
að markmiði að byggja Landspítala.
Með því vildu þær þakka fyrir kosn-
ingaréttinn. Þær vildu sýna fram á að
þær ættu erindi inn á vettvang stjórn-
málanna af því að þær væru frá nátt-
úrunnar hendi færari um að sinna
velferðarmálum en karlar. Þetta hef-
ur verið kallað eðlishyggja en það er
fyrir löngu búið að hafna henni. Vel-
ferðarmál skipta jafn miklu máli fyrir
karla og konur.
Í nefndaskipan Alþingis nú, birt-
ist hins vegar þessi sögulegi arfur
að velferðarmál séu kvennamál en
efnahagsmálin karlamál. Kona varð
í fyrsta skipti fjármálaráðherra á síð-
asta kjörtímabili. Nú er karl tekinn við
því embætti.
Í kjölfar hrunsins voru þær skoðan-
ir háværar að það væri komið að kon-
um að sinna viðskiptalífinu þar sem
körlum hefði farist það illa úr hendi.
Þær raddir eru ekki háværar í dag,“
segir Gyða Margrét.
Ekki brot á jafnréttislögum
Kristín Ástgeirsdóttir framkvæmda-
stýra Jafnréttisstofu hefur sagt að það
samræmist ekki 15. grein jafnréttislaga
að annað kynið sé í miklum meirihluta
í ákveðnum nefndum þingsins. „Al-
mennt á Alþingi að gæta þess að það
sé jafnvægi í nefndum og ganga á und-
an með góðu fordæmi,“ segir Kristín.
Einar K. Guðfinnsson forseti Al-
þingis segir að það sé ekki verið að
brjóta jafnréttislög þó það halli á ann-
að kynið í nefndum þingsins. „Það er
kosið í nefndir til fjögurra ára. Það er
hins vegar hægt að breyta nefndaskip-
an ef flokkarnir kjósa það.“
Einar segir að 15. grein jafn-
réttislaganna eigi ekki við þegar um
er að ræða kosningu í nefndir og ráð
á vegum þingsins. Kosning í nefndir
þingsins ráðist af þingstyrk flokkanna
og hlutfalli karla og kvenna á hverjum
lista.
„Hvorki forseti þingsins eða ein-
hver annar getur skorist í leikinn. Þetta
er niðurstaða sem er lögleg og gildir
þangað til annað er ákveðið. Flokkarn-
ir bera ábyrgð á því hverja þeir kjósa í
nefndir. Hver flokkur tilnefnir í nefnd-
ir og á Alþingi er ekki til neitt sam-
hæfingarvald sem getur náð yfir það
hvernig skipast í hverja nefnd.“
Rætt um að endurraða
„Ég held að það sé heilmikið til í því
sem sagt hefur verið að nefndaskipun-
in endurspegli ákveðin kynjaviðhorf.
Hins vegar er málið flóknara en það
því það eru flokkarnir sem tilnefnda.
Þeir hafa enga heildaryfirsýn yfir hvað
hinir flokkarnir eru að gera. Heildar-
fjöldi karla og kvenna í öllum nefndum
endurspeglar hlutföll karla og kvenna,“
segir Einar K. Guðfinnsson.
Framsóknarmaðurinn Frosti Sig-
urjónsson sem stýrir efnahags- og
viðskiptanefnd segir að nefndaskip-
unin hafi verið mikið rædd. Það hafi
ekki verið ætlunin að kynjahlut-
föllin yrðu með þessum hætti. Það
komi í ljós á næstunni hvað gerist,
hvort það það verði skipt um fulltrúa
í nefndunum og reynt verði að jafna
hlutfall karla og kvenna í þeim nefnd-
um þar sem annað kynið er í miklum
meirihluta. n
n Bakslag í kjölfar efnahagslegra áfalla n Nefndarskipun endurspeglar kynjaviðhorf
Jóhanna Margrét Einarsdóttir
blaðamaður skrifar johanna@dv.is
Sögulegur arfur „Í
nefndaskipan Alþingis
nú birtist hins vegar
þessi sögulegi arfur að
velferðarmál séu kvenna-
mál en efnahagsmálin
karlamál,“ segir aðjúnkt
við Háskóla Íslands.
Endurspegla kynjaviðhorf „Ég held að
það sé heilmikið til í því sem sagt hefur verið
að nefndaskipunin endurspegli ákveðin
kynjaviðhorf,“ segir Einar K. Guðfinnsson
forseti Alþingis.
Gömul gildi „Það er oft talað um að í
kjölfar efnahagslegra áfalla verði bakslag
í jafnréttismálum, þá hverfi menn aftur til
gamalla gilda,“ segir Gyða Margrét Péturs-
dóttir, doktor í kynjafræði.
14.–18. júní 2013 Helgarblað
Kaffilaust 17. júní
Frjálsíþróttadeild Ungmennafélags
Selfoss hefur séð um 17. júní kaffið
á Selfossi eins lengi og elstu menn
muna. Kaffið hefur verið hluti af
dagskránni hjá fjölmörgum fjöl-
skyldum og verið ein af aðalfjár-
öflunarleiðum deildarinnar. Í ár
verður hins vegar ekkert kaffi í boði
hjá deildinni. Þetta kemur fram á
vef DFS.is
Þetta mun vera vegna viðhalds
og breytinga í Fjölbrautarskóla
Suðurlands en kaffið hefur verið
selt þar undanfarin ár. Selfyssingar
og gestir þeirra á 17. júní 2013 verða
því að sjá sjálfir um sitt hátíðarkaffi
eða fara eitthvert annað í kaffi.
Nasa verði
friðað
Árni Þór Sigurðsson, þingmað-
ur VG, vakti máls á fimmtudag
á fyrirhuguðum mótmælum á
Austurvelli vegna skipulagsmála
á svonefndum Landsímareit. Í
máli Árna kom fram að mikil-
vægt væri að Alþingi léti málið til
sín taka. Miklu skipti að standa
vörð um timburhúsabyggðina við
Austurvöll og Ingólfstorg, að tón-
listarsalurinn Nasa yrði friðaður
vegna sögu sinnar og innréttinga,
að koma í veg fyrir byggingu
risahótels sem teygir sig yfir í
Landsímahúsið með tilheyrandi
viðbyggingum við Kirkjustræti
og Fógetagarð. Lagði Árni Þór
áherslu á að skipulagið á svæðinu
yrði þróað í þágu almannahags-
muna og hvatti bæði ríkisstjórn-
ina, sem hefur sett húsverndar-
mál á oddinn, og Alþingi, sem á
ríkra hagsmuna að gæta, að beita
sér sérstaklega í málinu.
Mynd af bEinvERnd.iS
Mæðgurnar „Blað-
burðurinn var stór
punktur í daglegu lífi
okkar beggja“.