Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2013, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2013, Page 10
10 Fréttir 2.–6. ágúst 2013 Helgarblað Pólitískur myndbrjótur sem dregur allt í efa n Brynjar Níelsson var efnilegur í fótbolta en var húðlatur, segir Þorgrímur Þráinsson n Fljótfær en heiðarlegur S kemmtilegur, húðlatur, heiðarlegur, rökfastur, fljót­ fær, þagmælskur, málsvari þeirra sem minna mega sín. Þetta eru orð sem vinir og samferðamenn Brynjars Níelssonar, alþingismanns og lög­ manns, nota um hann. Brynjar hef­ ur farið mikinn á veraldarvefnum að undanförnu þar sem hann hefur lýst skoðunum sínum á RÚV, kven­ réttindum og því sem hæst ber í þjóðfélaginu hverju sinni. Enda tel­ ur Brynjar að þingmenn eigi ekki að breytast í embættismenn þegar þeir setjast á þing heldur eigi kjós­ endur þeirra rétt á að vita hvað þeir eru að hugsa hverju sinni. Brynjar er yngstur þriggja bræðra, fæddur árið 1960. Fjöl­ skyldan bjó í Hlíðunum, leik­ völlurinn var Klambratún og Vals­ völlurinn. Hann hóf námsferilinn í Hlíðaskóla, þaðan sem leiðin lá í MH og loks í lagadeild Háskóla Íslands þaðan sem hann útskrif­ aðist sem lögfræðingur. Brynjar þótti fremur latur í skóla enda hafði hann um margt annað að hugsa og úr lagadeildinni útskrifaðist hann með 2. einkunn, eða 6,94. Brynjar fór snemma að vinna eins og títt var um ungmenni af hans kynslóð og vann meðal annars sem brunavörður hjá Slökkviliðinu á sumrin á meðan hann var í há­ skólanámi. Eftir útskrift úr háskól­ anum hóf hann störf sem fulltrúi hjá yfirborgarfógetanum í Reykja­ vík og starfaði þar í fimm ár. Þá opn aði hann eigin lögmannsstofu og starfaði þar uns hann settist á þing í vor sem leið. Brynjar er kvæntur Arnfríði Einarsdóttur héraðsdómara og saman eiga þau tvo syni sem báð­ ir stunda nú nám við lagadeild Há­ skóla Íslands. Hvers manns hugljúfi Elsti bróðir Brynjars, Gústaf, segir að hann hafi alltaf ver­ ið hvers manns hug­ ljúfi. „Hann er í eðli sínu hlédrægur, svo hlédrægur að það jaðrar við feimni. Við erum mjög samrýndir bræðurnir, það er varla sá dagur sem við tölumst ekki við. Við hittumst mikið fyrir utan vinnu og erum miklir félagar. Það sem einkennir Brynjar öðru fremur er að honum finnst gaman að góðum rökræðum, hann er bæði vígfimur og rökfastur maður. Hann er ekki maðurinn sem otar sínum tota, það er fjarri honum. Hann er ekki í hagsmunagæslu fyrir sjálfan sig, það er ekki til neitt spillingar­ element í honum. Hann er heiðar­ leikinn uppmálaður,“ segir Gústaf um litla bróður sinn. Helgi Sigurðsson hæstaréttar­ lögmaður er einn elsti vinur Jóhanna Margrét Einarsdóttir johanna@dv.is Nærmynd „Hann bregst hart við ef það er kom- ið fram með frekju og yfirgangi gagnvart þeim hópum fólks sem á sér fáa eða enga málsvara. Sama um álit annarra „Hann vill geta mætt með skakkt bindi og í sokkum sitt af hvoru tagi í vinnuna. Honum er nákvæmlega sama hvað fólki finnst,“ segir Þorgrímur Þráinsson um Brynjar Níelsson. FJÓRFALDIR VILDARPUNKTAR ICELANDAIR ALLA HELGINA! (1.–5. ÁGÚST) Dæmi: 10.000 kr. áfylling gefur 600 Vildarpunkta. 4 FAL DIR Til að safna Vildarpunktum Icelandair með ÓB-lyklinum þarf að hafa hann tengdan Visa Icelandair korti eða American Express vildarkorti. Nánari upplýsingar um vildarkerfi ÓB eru á ob.is/vildarkerfi PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 32 19 8

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.