Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2013, Qupperneq 25
Umræða 25Helgarblað 2.–6. ágúst 2013
Albert Sanders Af hverju
reynir KSÍ að fá Aron Jó til að
skipta um skoðun á vali um
landslið þegar hann hefur klárlega ekki
metnað til að spila fyrir Ísland?
Geir Þorsteinsson Ég tel það
skyldu okkar að reyna að fá alla
Íslendinga til að gefa kost á sér ef
þeir eru nógu góðir leikmenn.
Hildur Guðlaugsdóttir Sæll.
Samkvæmt umdeildri
yfirlýsingu KSÍ telur þú að Aron
Jóhannsson eigi að spila með íslenska
landsliðinu frekar en því bandaríska þar
sem hann hefur fengið „uppeldi“ hjá
KSÍ. Ertu sömu skoðunar með lækna
sem hafa fengið „uppeldi“ á
Landspítala háskólasjúkrahúsi? Að þeir
eigi að starfa þar eftir nám, fyrir heiður
og sæmd?
Geir Þorsteinsson Nei, tel það ekki
eiga við lækna. Íþróttamenn koma
fram fyrir hönd þjóðar sinnar ef þeir
eru til þess kallaðir.
Magnús Guðmundsson Það er
álit 2.722 fótboltaáhuga-
manna sem hafa fylkt sér bak
við ákvörðun Arons Jóhannssonar eftir
að hafa lesið afar hryssingslega
tilkynningu og viðtöl við þig að
framkoma æðsta manns KSÍ sé
óeðlileg. Eftir að hafa fylgst með þessu
liggur beinast við að spyrja: Finnst þér
eðlilegt að koma fram með dylgjur um
að Aron sé að falast eftir peningum? Er
það mat þitt að svona hernaður auki
líkurnar á því að honum snúist hugur?
Finnurðu fyrir pressu um að segja af
þér?
Geir Þorsteinsson
Mikill meirihluti Íslendinga vill að
Íslendingar leiki fyrir þjóð sína ef þeir
eru til þess valdir. Við höfum ekki birt
neinar dylgjur heldur upplýsingar frá
fyrstu hendi. Ég vona enn að hann leiki
fyrir Ísland. Ég finn ekki fyrir neinni
pressu enda að berjast fyrir hagsmun-
um íslenskrar knattspyrnu. Ég þoli
alveg að allir séu ekki sammála mínum
skoðunum.
Einar Sigurðsson Ertu búinn
að fá einhver viðbrögð frá
Sunil Gulati, forseta
bandaríska knattspyrnusambandsins,
við bréfinu sem þú sendir honum vegna
Arons Jóhannssonar?
Geir Þorsteinsson Nei, en hafði
rætt lauslega við hann áður og
hann spurði mig um gæði leik-
mannsins. Ég sagði honum að Aron
væri góður leikmaður.
Friðrik Tryggvason Af hverju
ætti Aron að spila með þessu
landsliði sem hangir í 73. sæti
styrkleikalistans frekar en góðu liði
BNA sem situr í sæti 22? Gæti ekki bara
verið að hann hafi metnað fyrir
einhverju öðru en Smáþjóðaleikunum?
Geir Þorsteinsson Það væri gott
að hann skýrði ákvörðun sína.
Magnús Guðmundsson Af
hverju beitti KSÍ sér ekki ekki
þegar Ray Anthony Jónsson,
leikmaður Grindavíkur, hugðist leika
fyrir landslið Filippseyja? En blés svo í
herlúðra í máli Arons Jóhannssonar.
Hver er munurinn á þessum málum?
Geir Þorsteinsson Það eru þjálfar-
ar Íslands sem velja landsliðið og
þeir sýndu Ray ekki áhuga.
Magnús Guðmundsson
Þannig þér finnst bara eðlilegt
að leikmenn spili fyrir landið
sitt upp á sóma og sæmd „ef þeir eru
nægilega góðir“ og valdir af þjálfurum
landsliðsins? Ef þeir eru ekki valdir þá
skiptir uppeldi innan KSÍ engu máli?
Geir Þorsteinsson Nú skil ég ekki.
Það er þannig í heimi knattspyrn-
unnar að leikmenn fá laun hjá
félagsliðum sínum – líka þegar þeir
taka þátt í landsleikjum. Uppeldið
innan vébanda skiptir öllu máli. Við
getum verið stolt af því, það sýnir
mikill fjöldi íslenskra leikmanna
sem spila erlendis sem atvinnu-
menn.
Hreiðar Eiríksson Hvernig
rökstyður þú sterkt, og að
mínu mati fremur dónalegt
tilkall KSÍ, til þess að maður með
tvöfalt ríkisfang velji íslenskt landslið
fremur en bandarískt, þegar fyrir liggur
að maðurinn er bæði íslenskur og
bandarískur? Hvers vegna telur þú KSÍ
eiga rétt á rökstuðningi frá manni um
ákvarðanir sem varða þetta atriði?
Telur þú framkomu af þessu tagi, í garð
knattspyrnumannsins, auka hróður KSÍ
og íslenskrar knattspyrnu?
Geir Þorsteinsson Það er hlutverk
KSÍ að gæta hagsmuna íslenskrar
knattspyrnu. Aron er alinn upp í ís-
lenskri knattspyrnu og hefur leikið
með U21 landsliðinu. Augljóslega
gerum við tilkall til hans eins og
allra Íslendinga.
Hreiðar Eiríksson Telur þú að
frammistaða KSÍ, hvað varðar
karlalandsliðið í knattspyrnu,
geti haft áhrif á það, hvort
knattspyrnumenn með tvöfalt
ríkisfang kjósa að spila með íslenska
landsliðinu eða landsliði hins
heimaríkis síns?
Geir Þorsteinsson Getur verið –
gott væri að vita hvort svo sé.
Maggý Möller Er KSÍ
fórnarlamb í þessu máli?
Finnst ykkur eins og Aron sé
vondur við ykkur?
Geir Þorsteinsson Nei, alls ekki.
Auðvitað er það miður ef US Soccer
nýtur þess besta – þegar leik-
maðurinn er byrjaður að blómstra.
Aron er ekki vondur drengur en við
munum klárlega sakna hans ef
hann skiptir um lið.
Franz Gunnarsson Er eitthvað
í reglum KSÍ sem segir að
leikmenn með tvöfalt
ríkisfang eigi að leika með íslenska
landsliðinu fremur en því erlenda?
Geir Þorsteinsson Nei, um
þetta fjalla reglur FIFA (Alþjóða
knattspyrnusambandsins).
Kári Hinriksson Hefðir þú
skrifað harðort bréf í anda
þess sem þú skrifaðir nú til að
mótmæla því ef bandarískur
klassaleikmaður með tvölfalt ríkisfang
hefði valið íslenska landsliðið fram yfir
það bandaríska?
Geir Þorsteinsson Ég er þeirrar
skoðunar að það geti verið ríkar
ástæður fyrir því að leikmenn skipti
um landslið. Ég er einfaldlega ekki
þeirrar skoðunar í tilfelli Arons.
Hvert mál þarf að skoða, í þessu
er ekki hægt að alhæfa. Erlendir
ríkisborgarar hafi fengið íslenskan
ríkisborgarrétt og leikið fyrir Ísland,
enda búið hér. Það hafði ekki verið
kallað á þá í landslið fyrri þjóðar.
Kristján Gíslason Hefði ekki
verið eðlilegra að senda
Knattspyrnusambandi USA og
FIFA bréf áður en hann tók ákvörðun?
Það hlýtur að hafa legið fyrir að Aron
var að velta hlutunum fyrir sér.
Geir Þorsteinsson Ég hafði rætt
við báða aðila en trúði alltaf að
hjarta Arons slægi fyrir Ísland.
Stefán Steinsen Geir, telur þú
að yfirlýsingin um Aron hafi
verið of harkaleg og geti í raun
verið túlkuð sem hrokafull? Var hún yfir
strikið og sérðu eftir einhverju?
Geir Þorsteinsson Nei, alls ekki,
sannleikurinn er sagna bestur.
Málið er alvarlegt fyrir íslenska
knattspyrnu.
Einar Sigurðsson Verður
Sigurður Ragnar áfram með
kvennalandsliðið? Er vilji
innan KSÍ að hann verði áfram?
Geir Þorsteinsson Stjórn KSÍ
ákvað á fundi sínum sl. þriðju-
dag að bjóða Sigurði Ragnari að
halda áfram með liðið. Það er nú í
höndum framkvæmdastjóra KSÍ að
semja við hann.
Magnús Guðmundsson Á
undanförnum árum hefur verið
mikil breyting á íslenskri
knattspyrnu bæði varðandi fjölda liða í
deild sem og fjölda deila. Ertu ánægður
með þessar breytingar nú þegar nokkur
reynsla er komin á formið?
Geir Þorsteinsson Í heild held ég
að þær hafi heppnast vel – erum
samband enn í ferli breytinga því
að í fyrsta sinn í ár var 10 liða 3.
deild sem landsdeild. Við eigum
hins vegar í nokkrum erfiðleikum
með fyrirkomulagið í Pepsi-deild
karla vegna aukins fjölda leikja
þegar félagslið okkar ná góðum
árangri í Evrópumótum eins og
hefur gerst nú. Leikjaálagið kann
að vera of mikið.
Snorri Magnússon Ert þú
sammála því að Laugardals-
völlurinn sé illa hannaður fyrir
landsleiki Íslands? Er fjarlægð
áhorfenda við völlinn ekki aðalvanda-
málið til að mynda stemningu og
sterkari heimavöll? Myndi koma til
greina að heimaleikir yrðu t.d. á
Kaplakrika? Sérstaklega ef FH-ingar
skyldu einhvern daginn klára stúkuna
allan hringinn?
Geir Þorsteinsson Við viljum gera
Laugardalsvöll að knattspyrnuleik-
vangi án hlaupabrauta með
lágreistar stúkur fyrir aftan mörkin.
Við eigum í góðu samstarfi við
Frjálsíþróttasamband Íslands (FRÍ)
og FRÍ er sammála okkur um að
knattspyrna og frjálsar íþróttir eigi
ekki samleið. Vonandi verður nýr
þjóðarleikvangur gerður fyrir frjáls-
ar íþróttir í Laugardal þannig að
við getum breytt Laugardalsvelli
í knattspyrnuleikvang á komandi
árum.
Einar Sigurðsson Ertu
ánægður með árangur
karlalandsliðsins í
undankeppni HM? Þrír sigrar, þrjú töp
og enn möguleiki á að komast í umspil
að minnsta kosti.
Geir Þorsteinsson Já, en var hrika-
lega svekktur eftir tapið í síðasta
leik gegn Slóveníu. Mér fannst
leikur okkar riðlast þegar fyrirliðinn
fór meiddur af velli. Sýnir vel að við
þurfum að hafa stóran og sterkan
hóp í keppni hinna bestu.
Heidar Sumarlidason Hefur
Björn Bergmann Sigurðarson
sett sig í samband við KSÍ og
útskýrt hvers vegna hann hefur ekki
séð sér fært að svara í símann þegar
landsliðsþjálfarinn hringir í hann?
Geir Þorsteinsson Hann hefur
viljað einbeita sér að ferli sínum hjá
félagsliði sínu. Ég vona að hann gefi
kost á sér, mér finnst hann frábær
leikmaður sem gæti styrkt íslenska
landsliðið.
Haukur Leifsson Sæll Geir.
Kemur til greina að
endurskoða áfengisveitingar á
leikjum íslenska karlalandsliðsins.
Þ.e.a.s. að leyfa léttvínsölu innan
vallarins og hver er þín skoðun á
áfengissölu á knattspyrnuleikjum?
Geir Þorsteinsson Skil afstöðu
þína, þessar reglur eru settar af
FIFA og UEFA og það er ekki á döf-
inni að breyta þeim. Það tengist að
mínu viti öllum þeim fjölda atvika
á knattspyrnuleikjum þar sem
áhorfendur hafa sett ljótan svip á
leikinn.
Magnús Guðmundsson Er
fjármálastjórinn sem notaði
greiðslukort sambandsins
frjálslega í Sviss árið 2009 enn að
starfa fyrir sambandið?
Geir Þorsteinsson Þetta gerðist
ekki 2009 heldur að mig minnir
2004. Já, hann hlaut áminningu í
starfi á sínum tíma.
Einar Sigurðsson Með hvaða
liði heldurðu í enska
boltanum?
Geir Þorsteinsson Á unga aldri
hélt ég með Stoke City. Var oft
settur í markið úti á velli og þá var
Gordon Banks bestur í heimi. Ég hef
verið stuðningsmaður Barcelona í
áratugi en hélt með Chelsea þegar
Eiður lék þar. Nú verð ég að halda
með Tottenham eða Cardiff.
Jóna Gísladóttir Er „tilraunin“
með ráðningu hins sænska
Lagerbäck „eins samnings“
tilraun eða verður leitað í svipaðar áttir
þegar og ef Lars hættir? Sem sagt verð-
ur þá aftur leitað í heimahagana eftir
þjálfara?
Geir Þorsteinsson Eins og staðan
er í dag erum við vongóð um að
Lars haldi áfram með liðið.
Halldór Haraldsson Hefur
einhvern tímann komið til tals
innan KSÍ að afsala sér
styrkjum frá ÍSÍ til að aðrar íþrótta-
greinar eigi meiri möguleika á að
blómstra á Íslandi. Ef tekið er til greina
hversu gífurlega fjármuni sambandið
fær frá alþjóðasamböndum þarf þá KSÍ
á „ríkisstyrkjunum“ að halda?
Geir Þorsteinsson Nei, en við
höfum barist við hlið annarra sér-
sambanda fyrir auknum styrkjum
til þeirra. Í því sambandi getum við
sætt okkur við að öll sérsambönd
fengju sömu upphæð. Auðvitað
þurfum við meira fjármagn. Við
erum í samkeppni við þjóðir í
Evrópu. Mikill ferðakostnaður kem-
ur í veg fyrir að yngri landslið okkar
fái nægjanlega mörg verkefni á al-
þjóðavettvangi. Mörg sérsambönd
búa við ótrúlega þröngan fjárhag
sem hamlar útbreiðslu margra
íþrótta á Íslandi. Það er miður.
Ágúst Jóhannesson Hvernig
lítur karlalandsliðið út ef við
horfum til næstu 10 ára? Erum
við að horfa upp á sama magn af
gæðum koma upp og 88–91-kynslóðin
hefur boðið upp á?
Geir Þorsteinsson
Já, ég er bjartsýnn. Uppeldistarf
íslenskra félaga gengur ótrúlega vel.
Á hverju ári koma fram á sjónarsviðið
frábær efni sem félög erlendis sýna
áhuga. Það eitt segir sína sögu. Mikið
átak í menntun íslenskra þjálfara sem
og betri aðstaða allt árið um hring er
að skila sér.
Árni Gunnarsson Heyrir þú í
Tólfunni í glerboxinu þarna
hinum megin og hvað er álit
þitt á tilvist Tólfunnar á landsleikjum?
:)
Geir Þorsteinsson Heyri vel og
sé. Er reyndar alltaf úti meðan á
leik stendur. Frábært framtak og
stuðningur við landsliðið. Tólfan er
virkilega tólfti maður liðsins.
Thorsteinn Thorsteinsson
Ertu sammala vali FIFA á HM
2018 í Rússlandi og 2022 í
Katar?
Geir Þorsteinsson Rússland já.
Katar – varla – ég held að keppni
þar að sumri til verði erfið, sér í lagi
fyrir stuðningsmenn liðanna. Þó
að hægt verði að kæla leikvangana
þarf fólk að komast á milli. Ætli
keppnin fari ekki fram að vetri
þar en enska deildin hefur lýst yfir
andstöðu nú þegar og fleiri munu
væntanlega fylgja í kjölfarið.
Vonar enn að Aron
skipti um skoðun
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, á Beinni línu. Ákvörðun Arons í brennidepli
Nafn: Geir Þorsteinsson
Aldur: 40 ára
Starf: Formaður KSÍ