Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2013, Page 28
28 Fólk 2.–6. ágúst 2013 Helgarblað
É
g hitti Ingibjörgu Sólrúnu Gísla
dóttur á Flower Street Café í
miðborg Kabúl. Planið er að
heimsækja búðir Sameinuðu
þjóðanna sem eru í næsta ná
grenni höfuðborgarinnar, en þar býr
hún og starfar þessa dagana. Eftir smá
hvíld frá heitri eyðimerkursólinni undir
trjám í garði kaffihússins leggjum við í
hann. Hér í Kabúl ferðast Ingibjörg um
í brynvörðum bíl merktum Sameinuðu
þjóðunum og það fyrsta sem hún gerir
þegar við komum inn í bílinn sem bíð
ur fyrir utan er að kynna mig fyrir bíl
stjóranum sínum. „Þetta er samlandi
minn frá Íslandi, hann er blaðamaður.
Nú verður þú að segja honum hvað ég
er frábær yfirmaður,” segir Ingibjörg og
bílstjórinn hlær, greinilega vanur slíku
gríni hjá yfirmanni sínum.
Hún útskýrir fyrir mér að starfs
menn Sameinuðu þjóðanna í landinu
þurfi að fylgja afar ströngum reglum.
„Við megum til dæmis ekki opna glugg
ana í bílunum og ekki undir neinum
kringumstæðum fara út á götu. Það
getur stundum verið erfitt. Einu sinni
horfði ég upp á ungan mann fá floga
kast rétt hjá bílnum mínum, hann féll
niður í götuna og titraði allur en ég gat
ekkert gert. Maður verður bara að líta í
hina áttina.“ Slíkar varúðarráðstafanir
eru tilkomnar vegna þess að starfsfólk
alþjóðastofnana í Afganistan getur ver
ið skotmark vígamanna í landinu. Ingi
björg segir að auðvitað finnist henni ör
yggisráðstafanirnar stundum of miklar
og aðþrengjandi: „Það eru auðvitað all
ar líkur á því að maðurinn hafi einfald
lega fengið flogakast ... en maður veit
aldrei ... þetta gæti verið leikrit, það er
möguleiki.“
Skrifstofa í henglum
Áður en við höldum áleiðis í gegnum
rykuga borgina biður Ingibjörg bílstjór
ann um að koma við í bakaríi við veg
kantinn til að kaupa „besta brauðið í
bænum“ eins og hún orðar það. Af
ganskir hermenn með alvæpni eru á
hverju götuhorni og brynvarðir her
trukkar þjóta fram úr okkur á fullu
spani svo sandurinn og drullan þyrlast
upp í kringum þá. „Þetta er vegurinn til
Jalalabad, hættulegasti vegurinn í Kab
úl,“ segir Ingibjörg þar sem við þeysum
fram hjá afgönskum leirhúsum sem
standa lágreist við veginn.
Talandi um hætturnar sem leynast í
landinu, þá segir Ingibjörg mér frá því
að nýlega hafi fólk sem hún kannaðist
við, starfsfólk Sameinuðu þjóðanna,
látist í sprengjuárás. „Það var ákveðið
sjokk. Þótt ég geti kannski ekki sagt að
ég venjist því að heyra um sprengju
árásir hér og þar, þá er það allt öðruvísi
þegar maður kannast við fólkið sem á í
hlut, það verður allt svona nálægara og
raunverulegra.“
Skemmtilegt að ögra sér
Ingibjörg hóf störf sem yfirmaður UN
Women í Afganistan í nóvember 2011
og hefur verið hér í landinu síðan. Hún
vissi þá þegar að hún ætti erfitt verk fyr
ir höndum: „Svo það sé bara sagt eins
og það var; skrifstofan var í algjörum
henglum.“ Vegna mannskæðrar árás
ar sem gerð var á gistiheimili starfsfólks
Sameinuðu þjóðanna í október 2009
hættu nærri allir alþjóðastarfsmenn
UN Women – sem þá kallaðist UNIFEM
– störfum og yfirgáfu landið. Í kjölfarið
þurfti að ráða nýja starfsmenn. „Mér
fannst sem sagt áhugavert að byggja
upp þessa skrifstofu og orðspor sam
takanna.“
Ingibjörg vann mikið fyrsta árið og
hún segir að þessi uppbygging á stofn
uninni hafi algjörlega haldið henni
uppi til að byrja með. „Núna er þetta
komið á frekar gott skrið,“ segir hún og
tekur fram að afar gott og fært starfs
fólk starfi nú með henni á skrifstofunni.
„Þetta er búið að vera rosalega töff og
ögrandi verkefni en að sama skapi
skemmtilegt. Það er alltaf skemmtilegt
að byggja eitthvað upp.“ Hún segir þetta
alltaf vera spurningu um að færa út sín
eigin landamæri.
„Mér finnst skemmtilegt að ögra
sjálfri mér og reyna að átta mig á því
hvar mín mörk liggja. Hvað get ég?
Hvað þoli ég? Kannski þarf ég bara
alltaf að prófa sjálfa mig við nýjar að
stæður, í nýju umhverfi og við ný verk
efni. Sjá hvað ég get. Og það sem mér
fannst líka ögrandi við þetta, var að
vera ekki með neitt stuðningsnet. Ég er
auðvitað vön því að vera í stjórnunar
störfum þar sem maður var alltaf með
eitthvað stuðningsnet í kringum sig og
margir til að grípa mann ef illa færi.
Mig langaði bara til að fara ein út og
láta reyna á mig þar sem enginn þekk
ir mig. Ég hef ekkert séð eftir því. Mér
finnst þetta mjög dýrmæt reynsla.“
Víggirtar búðir
Við keyrum fram hjá stórum gráum
steypuveggjum sem snúa að vegin
um og ofan á þeim gaddavírssnún
ingar. Vopnaðir öryggisverðir standa
í varðturnum með útsýni yfir nánasta
umhverfi. Við erum komin að búðum
Sameinuðu þjóðanna í Kabúl sem eru
umluktar slíkum múrum á alla kanta.
Ingibjörg lýsir búðunum reyndar eins
og hverri annarri herstöð. „Þetta er
bara eins og þegar herstöðin í Keflavík
var og hét.“
Við beygjum inn á svæðið og yfir
gefum Afganistan eins og heimamenn
þekkja það, og förum yfir í heim hinna
alþjóðlegu starfsmanna. Við keyrum
í gegnum víggirt hlið, fram hjá sand
pokavígum og vopnuðum öryggis
vörðum.
Þegar sprengjuleitarsveitin hefur
lokið verki sínu höldum við svo af stað
inn í búðirnar. „Þetta er svona eins og
lítið þorp,“ segir Ingibjörg, „en hérna
inni á þessu svæði búa um 700 manns.“
Einföld en keimlík hvít hús standa í röð
með fram beinum veginum sem við
ökum eftir þar til við stöðvum við heim
ili Ingibjargar.
Með þrjá ketti
Ingibjörg býr í lítilli íbúð í einingahúsi
sem er nákvæmlega í sama stíl og húsin
í kring. Umhverfis íbúðina er snyrtilegt
um að litast og þar má meira að segja
finna fagurgræna grasbletti. Þegar hún
opnar dyrnar taka þrír kettir á móti
henni, en þeir bera afgönsk nöfn, það
er læðan Rashma og kettlingarnir Set
ara og Mahtab. „Hún flutti inn á mig
þessi dama og ákvað bara að gjóta
hérna inni í skápnum mínum,“ segir
Ingibjörg og bendir á Rashma sem
kemur á móti henni.
Hún útskýrir fyrir mér að það sé
mikið af útigangsköttum á svæðinu.
Fólk sem vinnur á svæðinu fái sér oft
ketti en þegar það hætti störfum og fari
úr landi, skilji það kettina eftir „Þeir
eru svo aumkunarverðir, þessir kett
ir sem eru aldir upp sem húskettir, en
enda svo á götunni. Þeir kunna ekkert
að bjarga sér í þessu umhverfi villikatt
anna.“ Ég spyr hana hvort hún sé mik
il kattarkona? „Já, ég hef alltaf verið
með ketti. Síðasti kötturinn minn varð
24 ára gamall. Þannig að það var eigin
lega bara sjálfgefið. Hún hefur fundið
þetta á sér þegar hún flutti inn á mig. Að
henni yrði ekki úthýst,“ segir Ingibjörg
og beinir orðunum að læðunni.
Enginn íburður
Ingibjörg býður upp á kaffi, „besta
brauðið í bænum“, og svissnesk
an goudaost: „Maður fær auðvitað
alls konar vörur hérna sem fylgja
útlendingunum.“ Hún segir mér frá
því að á svæðinu sé ýmis þjónusta,
heilsugæsla, súpermarkaður, sérstak
ur grænmetismarkaður, félagsmiðstöð,
vöggustofa og meira að segja ítalskur
veitingastaður. Við sitjum í eldhúsinu
í þessari litlu íbúð sem samanstendur
auk eldhússins af gangi, baðherbergi
og litlu svefnherbergi. Ég segi henni að
hýbýlin séu íburðarminni en ég hefði
haldið.
„Það er margt sem má segja um
Sameinuðu þjóðirnar en það er engin
íburður hér. Og hér eyða menn ekki
peningum í risnu eða móttökur eða
eitthvað slíkt. Þetta er mjög spartanskt
allt. Enda á það að vera þannig …
Þetta er svolítið skrítið líf hérna inni
á þessu svæði,“ segir Ingibjörg eftir smá
umhugsun. Hér í Afganistan er talað
um þrjár kategoríur. Það er „Green
City“ og þá megum við fara um inn
an ákveðinna marka á ákveðnu svæði í
Kabúl sem kallað er bláa svæðið. Svo er
það svokallað „Grey City“ og þá megum
við fara um ef það er nauðsynlegt. Svo
er það sem er kallað „White City“ og þá
megum við bara ekkert fara um. Og þá
má fólk heldur ekkert koma til vinnu
þannig að afgönsku starfsmennirnir
verða bara að halda sig heima. Það er
búið að vera svolítið mikið af „Grey“
og „White City“ undanfarið. Og þá er
maður hér, fastur inni á þessu svæði.
Sem verður dálítið þreytandi. Þá grípur
maður bara til þess að vinna alla daga,
kvöld og helgar líka. Það er ekkert ann
að að gera. Og það þarf ekkert endilega
„Grey“ eða „White City“ til, það er ekk
ert svo mikið að gera hér annað en að
vinna.“
Hún segist í rauninni hafa lært mik
ið af því að vera langtímum saman ein
göngu í samvistum við sjálfa sig. „Það
er ekki sjálfgefið að manni líki sú sam
vera og er í rauninni góð leið til að sníða
af sér ýmis horn.“
En hvað með hjónaband hennar og
Hjörleifs Sveinbjörnssonar, hefur fjar-
búðin ekki reynt á hjónabandið?
„Nei. Við Hjölli höfum verið sam
ferða í rúm 30 ár og það er aldrei langt
á milli okkar þó að lönd og álfur skilji
okkur að. Við þurfum ekki að hittast á
hverjum degi til að rækta sambandið.
Við vitum alltaf hvort af öðru.“ Hún út
skýrir fyrir mér að það hafi aldrei ver
ið inni í myndinni að Hjörleifur kæmi
með henni til Kabúl. „Nei, Sameinuðu
þjóðirnar taka ekki ábyrgð á fjölskyld
um starfsmanna á átakasvæðum og
heimila þess vegna ekki búsetu þeirra.“
Lítið félagslíf
Ingibjörg segir mér frá því að hvers
dagslegu hlutirnir hafi fengið meira
vægi í lífi hennar eftir að hún kom til
Kabúl. „Það er svolítið fyndið þegar
maður er í svona heimi, þá eru það
þessir einföldu hversdagslegu hlutir
sem skipta mann svo miklu máli. Eins
og bara gott kaffi, gott brauð, góður
ostur og góður matur. Oftar en ekki
þegar ég er að labba heim úr vinnunni
fer ég að hugsa: Hvaða ávexti á ég?
Hvað ætla ég að borða í kvöld? Eða eins
og Danir segja: Livets simple glæder.“
Hún segir lífið í búðunum vissulega
harla ólíkt því sem hún hafi áður vanist.
Ég spyr hana út í félagslífið. „Það
er varla neitt sósíal líf hérna. Þegar ég
kom hingað fyrst var ég reyndar svo
upptekin af því að þetta var allt svo
nýtt og spennandi að ég vann bara út
í eitt. En nú er ég búin að læra það að
taka frí einn dag í viku þó það sé ekki til
annars en bara að lesa eða bara sitja og
góna á sjónvarpið. Gera eitthvað annað
en að vinna. Maður þarf að losa hug
ann aðeins frá þessu. Og svo að hugsa
um þessa,“ segir hún, glottir og bend
ir á kettina. Ingibjörg segir þó svolítið
félagslíf vera í kringum sendiráðin.
„Við höldum svolítið hópinn, norrænu
sendiráðin plús ég en það er bara svona
endrum og sinnum, svona einu sinni í
mánuði.“
Fólk verður skrítið
Hávaði í herþyrlu yfirgnæfir samtal
ið og við bíðum eftir því að hún fljúgi
yfir. „Ég er á því að það sé ekki gott fyrir
fólk að vera hér lengur en þrjú ár. Þá
Vaknaði við sprengingar í Kabúl
Síðustu ár í lífi Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur hafa verið afdrifarík. Hún var utanríkisráðherra
þegar hrunið reið yfir. Nokkrum mánuðum síðar barðist hún við alvarleg veikindi. Hún vatt kvæði sínu í kross
haustið 2011 og tók við starfi yfirmanns Kvennahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Afganistan. Þar hefur hún
vaknað við sprengingar og oftar en einu sinni þurft að flýja í sprengjuvirki. Lífið sem hún lifir í dag er óvenju-
legt en að sama skapi hefur hún lært mikið. Verkefninu fer senn að ljúka en Jón Bjarki Magnússon er
staddur í Kabúl og ræddi við hana um lífið þar. „Þetta er
svolítið
skrýtið líf
hérna inni á
þessu svæði
Í „Bönkernum“ Ingibörg Sólrún hefur tvisvar sinnum þurft að flýja í neðanjarðarbyrgi í
kjölfar árása í nágrenni við búðirnar hennar.
Jón Bjarki Magnússon
jonbjarki@dv.is
Viðtal