Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2013, Qupperneq 35
7Verslunarmannahelgin 2.–6. ágúst 2013
Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.isFERÐAFÉLAG ÍSLANDS
Seiðmagn óbyggðanna
Ferðafélag Íslands hefur gefið út Seiðmagn óbyggðanna,
ferðaþætti eftir Gerði Steinþórsdóttur. Einstakar ferðalýsingar
Gerðar að mestu byggðar á greinum hennar sem birtust í
Morgunblaðinu undir heitinu ,,Á slóðum Ferðafélags Íslands.“
Fæst á skrifstofu FÍ Mörkinni 6 og í helstu bókabúðum.
Frægustu útihátíðirnar
L
íklega er einhver allra frægasta
útihátíð Íslandssögunnar sú
sem haldin var í Vestmanna-
eyjum árið 1874 þegar eyja-
skeggjar komust ekki upp á
land til að fagna kónginum og hefur
hún verið haldin árlega síðan. Rann
hún síðar saman við frídag versl-
unarmanna sem var lögfestur árið
1894, en þá 13. september. Enn liðu
því nokkur ár þangað til verslunar-
mannahelgin varð til í þeirri mynd
sem við þekkjum sem mestu ferða-
helgi ársins. Á undanförnum áratug-
um hafa nokkrar útihátíðir skráð sig
á spjöld sögunnar umfram aðrar og
hafa sumar verið haldnar um versl-
unarmannahelgi og aðrar ekki.
valurgunnars@gmail.com
Atlavík 1984 Stuðmenn léku í Atlavík
árið 1982 sem var fest á filmu í myndinni Með
allt á hreinu. Tveim árum síðar bættu þeir um
betur og drógu sjálfan Ringo Starr með sér,
sem spilaði á trommur með þeim á sviðinu.
Með honum í för var eiginkonan Barbara Bach
sem leikið hafði í Bond-myndinni The Spy Who
Loved Me. Margar sögur hafa spunnist um
komu Ringos, svo sem að hann hafi fúlsað við
humar og frekar kosið hamborgara, en fátítt
var að stórmenni sæktu landið heim í þá daga.
Tónlistarkeppni var haldin og lentu Greifarnir
í fjórða sæti en Gaukar með Egil Helgason
innanborðs í því þriðja.
Eldborg 2001 Vafalaust er ljótasti kaflinn í sögu íslenskra útihátíða sá sem átti sér stað í Eldborg árið 2001. 14 stúlkur leituðu
aðstoðar Neyðarmóttöku eftir að hafa verið nauðgað. Skipuleggjandinn Einar Bárðarson var harðlega gagnrýndur fyrir að slá slöku við
í gæslu og mun fleiri sóttu hátíðina en búist var við. Tónlistarlegur hápunktur hátíðarinnar var endurkoma Jet Black Joe en hennar er
minnst fyrir annað. „Aldrei aftur Eldborg,“ skrifaði Guðrún Agnarsdóttir í Læknablaðið. Hátíðin hefur ekki verið haldin síðan.
Viðey 1984 Þessa sömu helgi var
útihátíð haldin í Viðey og þykir ein sú
misheppnaðasta sem sögur fara af. Aðeins
um 200 manns keyptu miða og á sunnudeg-
inum varð að blása allt af. Skipuleggjandinn
Magnús Kjartansson kenndi vondri sunnan-
átt og neikvæðum skrifum í Mogganum um
að svo illa fór. Bauð hann krökkunum sem
mættu samlokur og sígarettur og aðstoðaði
þá við að komast aftur í land þegar ljóst var
hvert stefndi. Þeir sem létu sig hafa það að
mæta á annað borð voru þó í aðstöðu sem
margir í dag vildi fegnir komast í, en það var
að sjá Björk og Sykurmolana spila löngu áður
en þau urðu fræg sem hljómsveitin Kukl.
Uxi 1995 Woodstock-hátíð „ecstasy“-
kynslóðarinnar, og líklega eru mun fleiri
sem segjast hafa verið þar en í raun
fóru. Þetta var ein fyrsta tilraunin til
að halda metnaðarfulla tónlistarhátíð
á alþjóðlegan mælikvarða hérlendis,
einmitt á þeim tíma þegar Ísland var að
komst á kortið sem tónlistarmiðstöð.
Björk söng fjögur lög, en þar fyrir utan
komu meðal annars fram The Prodigy og
Atari Teenage Riot, en Bobby Gillespie
var plötusnúður. Hátíðin var minna sótt
en vonast var til og talsvert var um áflog
og eiturlyfjaneyslu, en hún braut blað
í sögunni og eins má segja um hana og
Woodstock: Ef þú manst eftir því, þá
varstu ekki þar.
Saltvík 1971 Frægasta útihátíð
68 kynslóðarinnar hlýtur að vera sú sem
haldin var á Kjalarnesinu hvítasunnu-
helgina 1971. Ætlun Æskulýðsráðs
Reykjavíkur var að stemma stigu við
ölvun á útihátíðum, en allt fór úrskeiðis.
Talsverð ölvun var frá upphafi og
jókst hún um allan helming þegar
skemmtistöðum höfuðstaðarins var
lokað og eldra fólk tók leigubíla á
svæðið. Áætlað er að 10.000 manns hafi
verið viðstaddir en 8.000 miðar seldust.
Margir gagnrýndu hátíðina eftir á, en
sumar af helstu hljómsveitum tímabils-
ins komu fram, svo sem Trúbrot og
Náttúra og einnig Árni nokkur Johnsen.
All Tomorrow‘s Parties 2013 Einhver glæsilegasta tónleikadagsskrá sem
boðið hefur verið upp á hérlendis var þegar hin alþjóðlega ATP-hátíð var haldin fyrr í sumar á
Ásbrú í Keflavík. Deerhoof, Thurston Moore, The Fall og Thee Oh Sees komu fram ásamt ein-
valaliði íslenskra tónlistarmanna. Tónleikanna mun líklega helst vera minnst fyrir það þegar
Nick Cave datt af sviðinu, en ekki síður fyrir magnaða sviðsframkomu hans í framhaldinu.
Þótti hátíðin takast vel og verður vonandi framhald á, þó varla sé hún útihátíð í hefðbundn-
um íslenskum skilningi. Margir gesta keyrðu heim að tónleikum loknum og tónlistin frekar en
fylleríið var í fyrirrúmi.
Húsafell 1969 Sama sumar
og Woodstock var haldin vestra lögðu
Íslendingar land undir fót og áætl-
að er að um einn af hverjum fimm
Íslendingum hafi farið út úr bænum þá
verslunarmannahelgi. Stærsta hátíðin
var á Húsafelli þar sem Trúbrot lék
fyrir dansi, og vakti athygli að sumir
aðdáendur dönsuðu ekki heldur störðu
sem bergnumdir á. Blöðin lýstu því svo
að það væri sem lítil borg hefði risið yfir
helgina og fór allt vel fram, en þó voru á
þriðja hundrað manns fjarlægð sökum
ölvunar og sex tjöld brunnu vegna
vanþekkingar á gastækjum. Ekki urðu
þó teljandi slys á fólki.
Árni í Eyjum 1996–2005
Oftar en einu sinni hefur orðið hálfgert
uppþot á Þjóðhátíð í Eyjum vegna Árna
Johnsen. Árið 1996 veittist hann að Páli
Óskari sem lét vel að ástmanni sínum og
sagðist Árni vera að vernda hátíðargesti
fyrir ósiðlegheitum. Árið 2005 veittist hann
svo að Hreimi söngvara Lands og sona. Árni
sagðist aðeins hafa rekist utan í Hreim, en
var ekki boðið að vera kynnir á þjóðhátíð
árið eftir. Eitt frægasta atvikið var þó þegar
hann lét kippa Rottweilerhundunum úr
sambandi fyrir tíu árum, þá sjálfur á leið
í fangelsi. Bæði Rottweiler og Páll Óskar
munu spila á þjóðhátíð í ár en Ingó veðurguð
stjórnar Brekkusöng, svo líkur eru á að allt
muni ganga slysalaust fyrir sig.