Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2013, Síða 36
8 2.–6. ágúst 2013 Verslunarmannahelgin
Notalegt í Vatnaskógi
n Fánahylling og bænastund fyrir alla fjölskylduna
S
æludagar í Vatnaskógi eru til-
valin skemmtun um verslunar-
mannahelgina fyrir fjölskyldu-
fólk sem vill vera fjarri ys og
þys, áfengisneyslu og hávaða. Dag-
skráin er í anda sumarbúðastarfsins
sem fram fer í Vatnaskógi, svo ekki er
loku fyrir það skotið að gamlir skógar-
menn sem nú eru orðnir fjölskyldu-
feður fyllist nostalgíu. Sæludagarnir í
ár eru engir venjulegir sæludagar því
hátíðin er sérstaklega tileinkuð 90 ára
afmæli sumarbúðanna. Óhætt er að
fullyrða að heilagur andi muni svífa
yfir vötnunum.
Dagskráin hefst á fimmtudags-
kvöld með grillveislu, leikjum, spjalli
og bænastund. Þeir sem missa af
þessu þurfa þó engar áhyggjur að
hafa því aukið fjör færist í leikinn á
föstudeginum. Verður íslenski fáninn
hylltur við Gamla skála að fornum
sið, farið í skoðunarferð um vatna-
skóg og leikin knattspyrna. Þá mun
rithöfundurinn og pistlahöfundur-
inn Sigurbjörn Þorkelsson stýra um-
ræðum undir yfirskriftinni Ausið úr
lindum minninganna. Um kvöldið er
boðið upp á gospelsmiðju, dansleik
og bænastund, auk þess sem hátíðar-
kvöldvaka, eins konar afmælisveisla
Vatnaskógar, fer fram með pomp og
prakt. Dagskráin á sunnudeginum
er með svipuðu sniði og farið verður
heim á mánudegi.
Aðalreglan á sæludögum er sú að
allir skuli njóta, enda er meginmark-
mið KFUM og KFUK að efla heilbrigði
líkama, sálar og anda. Fram kemur á
vef samtakanna að boðið er upp á öfl-
ugt og áhrifaríkt trúarlíf á sæludög-
um. Ófáir fjölskyldufeður eiga hlýjar
minningar úr Vatnaskógi. Þeir sem
þar hafa dvalist tengja staðinn jafn-
an við kyrrð og kósíheit en jafnframt
prakkaraskap og fjör. Á sæludögum
sameinast skógarmenn á ný. Hátíðin
er tilvalin og mannbætandi skemmt-
un fyrir alla fjölskylduna og eru þar
þjóðleg og kristileg gildi í hávegum
höfð. n
johannp@dv.is
Þ
að verður sannkölluð
fjölskylduhátíð hér um
helgina, við verðum með
25 ára aldurstakmark á
tjaldsvæðunum,“ segir
Halla Ruth Sveinbjörnsdóttir, fram-
kvæmdastjóri í Úthlíð. „Við erum
að reyna að koma í veg fyrir að það
fyllist hér allt af unglingum og því
höfum við aldurstakmark á tjald-
svæðinu, við viljum heldur gera
fjölskyldufólkinu hátt undir höfði,“
segir Halla. Það verða dansleikir á
hverju kvöldi, á föstudagskvöldið
skemmtir Herbert Guðmunds-
son og Júlladiskó, á laugardags-
kvöldið verður Brekkusöngur sem
Árni Johnsen stjórnar og svo verður
hægt að skella sér á ball með Björg-
vini Halldórssyni, Matta Matt og
Rokkabillýbandinu. Þeir sem vilja
dansa meira fara svo á diskótek á
sunnudagskvöldið. „Ég held að
við höfum aldrei getað boðið upp
á jafnflotta skemmtikrafta og um
verslunarmannahelgina í ár. Það
verður hörkustuð hérna enda eig-
um við von á að það verði allt fullt,“
segir Halla. Mikið verður í boði fyrir
krakka til að mynda kemur Einar
töframaður á sunnudag og sýnir og
kennir töfrabrögð.
Golfvöllur og sundlaug
Úthlíð er vel í sveit sett, í um 100
kílómetra fjarlægð frá Reykjavík og
þaðan er stutt til margra þekktra
ferðamannastaða svo sem Gullfoss
og Geysi. Í Úthlíð í Biskupstungum
er rekin alhliða ferðaþjónusta. Þar
er sundlaug sem ber nafnið Hlíðar-
laug, veitingastaðurinn Réttin,
bensínstöð, ferðamannaversl-
un, 9 holu golfvöllur og orlofshús
sem hægt er að leigja til lengri eða
skemmri tíma. Þar er líka hestaleiga
en þar þarf að panta með fyrirvara,
að minnsta kosti ef fólk vill leiðsögn
í hestaferðina. Úthlíð á sér merka
sögu, bærinn hét fyrrum Hlíð hin
ytri og var kirkjustaður í Biskups-
tungum.
Úthlíð er meðal stærstu jarða
landsins. Meginhluti lands hennar
er Úthlíðarhraun úr Eldborgum á
Lambahrauni, sem steyptist niður
hlíðina ofan við bæinn. Þetta hraun
er gróið, mosi ofan til og kjarr neð-
ar, þar sem sumarbústaðabyggðin
er. Sagan segir að Ásgeir Úlfsson,
tengdasonur Ketilbjarnar gamla á
Mosfelli, hafi byggt þar bú. Hans son-
ur var Geir goði, sem bjó líka í Úthlíð.
Haugur hans er sagður vera skammt
frá bænum og þar móar fyrir hoftótt
niðri við mýrina neðan gamla bæjar-
ins. Stór grásteinn með laut er sagður
vera hlautbolli úr hofinu.
Úthlíðarkirkja
Í katólskum sið voru kirkjur staðar-
ins helgaðar Maríu guðsmóður og
voru útkirkjur frá prestssetrinu í
Miðdal í Laugardal þar til þær urðu
útkirkjur frá Torfastöðum með lög-
um árið 1880. Kirkjunni var þjón-
að frá Torfastöðum og Skálholti til
1963. Lengi var þjónað í stofunni í
Úthlíð eftir að kirkjan fauk 1936.
Nýja kirkjan er hátíðleg og fal-
leg og sést langt að. Hún var reist
2005–2006 í minningu Ágústu Ólafs-
dóttur, eiginkonu Björns Sigurðsson-
ar bónda í Úthlíð. Hún lést fyrir aldur
fram haustið 2004. n johanna@dv.is
Árni Johnsen stjórnar
brekkusöng í Úthlíð
n Aldurstakmark á tjaldsvæðinu n Hebbi og Júlladiskó skemmta
Úthlíð Það verður
fjölbreytt dagskrá
um verslunarmanna-
helgina í Úthlíð.
„Við erum að reyna
að koma í veg fyrir
að það fyllist hér allt af
unglingum.
Brekkusöngur Árni Johnsen, frægasti
brekkusöngstjórnandi landsins, stjórnar
brekkusöng í Úthlíð.
Fjölskyldufjör
Það er gaman í
Vatnaskógi.
Mynd KFUM oG KFUK
Útihátíð í
Kópavogi
Útihátíð Greifanna og Sigga Hlö
fer nú fram í fjórða skiptið á Spot
í Kópavogi. En Siggi segir það
mikinn misskilning að allir fari
úr bænum um verslunarmanna-
helgina og bendir á að um 2.000
manns hafi sótt dansleikina síð-
ustu ár.
„Þetta er þriggja dansleikja
hrina,“ segir Siggi. Á föstudags-
kvöldið mun hljómsveitin Dalton
sjá um að halda uppi stuðinu, en
á laugardag og sunnudag taka
Greifarnir og Siggi sjálfur völdin
á Spot. „Á sunnudagskvöldinu
erum við svo með brekkusöng
á grasblettinum fyrir utan Spot.
Þangað hefur komið fólk sem er
ekki endilega að fara á ballið. Það
verður tekið svona klukkutíma
trall í brekkunni.“ Brekkusöngur-
inn hefst klukkan 23.00 og Siggi
segir að barnafólk hafi jafnvel kíkt
við. Það er því ljóst að útihátíðar-
stemningin verður í hávegum
höfð í Kópavogi um helgina og því
tilvalið fyrir þá sem ekki fara út úr
bænum að skella sér.
„Við lítum þannig á að við
séum hérna fyrir fólkið í bænum.
Síðustu ár hafa verið tvö svona
gigg í gangi, það er Innipúkinn og
svo ballið í Kópavogi. Þetta er sitt-
hvor markhópurinn. Þeir sem fara
á Innipúkann þeir fíla ekki Greif-
ana og öfugt,“ segir Siggi.
Stuðmenn
halda uppi
stuðinu
Stuðmenn munu halda sína ár-
legu verslunarmannahelgartón-
leika í Fjölskyldu- og húsdýra-
garðinum sunnudagskvöldið 4.
ágúst. Sérstakir gestir verða Villi
og Sveppi. Það verður því sann-
kallað stuð í garðinum fyrir þá
sem nenntu ekki á útihátíð.
Tónleikarnir hefjast kl. 20.00
en garðurinn verður opnaður
fyrir tónleikagesti klukkutíma
fyrr. Ókeypis verður fyrir 11 ára og
yngri í fylgd með fullorðnum og
miðaverð verður 1.000 krónur á
mann fyrir 12 ára og eldri í forsölu.
Forsölu í miðasölu Fjölskyldu-
og húsdýragarðsins lýkur föstu-
daginn 2. ágúst. Eftir það er hægt
að kaupa miða á midi.is.
Þar sem um viðburð utan hefð-
bundins opnunartíma er að ræða
gilda S-kort Reykjavíkur og árskort
garðsins ekki. Opið verður í leik-
tækin frá klukkan 19.00 tónleika-
kvöldið.
M
y
n
d
B
en
zo
.is