Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2013, Side 56

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2013, Side 56
„Ég er með blæti fyrir al- þjóðlegri matseld og hef oft hugsað út fyrir boxið til að bjarga mér í kringum hrá- efnis- og fjár- magnsskort. Þessi uppskrift kemur frá Brasilíu og telst til hversdagsmatar þar í landi. Ég kynntist þessu á Suður-Spáni þegar búið var að loka matarmark- aðinum og mölflugurnar búnar að skrá peningaveski mitt sem lög- heimili. Ég setti því frosið surimi í aðalhlutverk [surimi er „krabbakjöt- ið“ sem maður sér oftast í sushi og samanstendur af samanmaukuðum fiskiafgöngum með krabbabragði og sterkju]. Það besta við þessa upp- skrift er að það er eiginlega skylda að kaupa kippu af bjór með. Þessi kolvetnisríka amatörútgáfa tókst það vel upp að konan heimtar þetta enn með reglulegu millibili,“ segir Ragnar Egilsson, matargagnrýnandi Reykjavík Grapevine, en hann er matgæðingur DV að þessu sinni. Brasilískt vatapa n Vatapa n Ólífuolía n 2–3 hvítlauksgeirar n Þumall af fersku engifer n 1 bolli af gömlu hvítu brauði, rifið smátt n 1 dós kókos- mjólk n 2 pakkar af frosnu krabbakjöti (þíðið og brytjið smátt) n 1 1/2 bolli heimalagaður fiskikraftur eða fiskiteningur leystur upp í vatni 1 n fínt hakkaður laukur n Mjög fínt muldar hnetur (best að rista þær örlítið á pönnu fyrst – kasjúhnetur eru bestar en hef notað möndlur með hýði út af verðinu) n Chiliduft eða brytjaður ferskur chili eftir smekk n Karríduft eftir smekk n Ein dós af söxuðum tómötum n Lítil dós af bjór n 1 límóna (ásamt berki) n Lúka af fersku kóríander (saxað) n Salt og pipar Aðferð Best er að undirbúa allt í skálar áður en byrjað er að elda því eldunar- tíminn er stuttur. Fínsaxið engi- fer og hvítlauk saman. Leggið rifna brauðið í skál með kókosmjólkinni. Blandið tómatdós, bjór og safa og berki úr einni límónu saman. Hitið ólífuolíu á wokpönnu við meðalhita. Setjið engifer-hvítlauk á wokpönnu (ca 2 mín). Bætið saxaða lauknum saman við (ca. 5 mín). Muldar hnet- ur saman við ásamt chili og karrí (ca 5 mín). Tómat-bjór-lime saman við (ca 2 mín). Bæta fiskisoði smátt og smátt saman við (ca 5 mín). Bæta kókosmjólk/brauði varlega við (ca 5 mín). Bæta við saxaða krabbakjöt- inu (ca 5 mín). Ferskt kóríander. Yfir rjúkandi disk af hvítum hrís- grjónum. Fæðir fjóra með góðu móti. 40 Lífsstíll 2.–6. ágúst 2013 Helgarblað Fiskiolía góð við streitu n Áhrif andlegrar streitu á hjartaheilsu minni N ýleg rannsókn á vegum Michigan Technological University, New York Med- ical College og Mayo- læknastöðvarinnar, sem stað- sett er í Rochester, Minnesota, sýnir fram á að inntaka fiskiolíu hafi verndandi áhrif gegn áhrif- um andlegrar streitu á hjartslátt- artíðni og vöðvahreyfingar drif- kerfisins, sem er hluti af sjálfvirka taugakerfinu. Rannsóknin var lítil í sniðum, en aðeins 67 einstak- lingar voru rannsakaðir. Hún gaf engu að síður merkilegar niður- stöður. Alls tók rannsóknin átta vik- ur og var þátttakendum, sem all- ir voru við góða heilsu, skipt í tvo hópa. Annar hópurinn tók 9 grömm af fiskiolíu á dag en hinn hópurinn 9 grömm af ólífuolíu og fengu þátttakendur ekki að vita hvorum hópnum þeir tilheyrðu. Á þeim átta vikum sem rannsókn- in stóð yfir voru gerðar mælingar á blóðþrýstingi, hjartsláttartíðni og fleiru auk þess sem gerðar voru ýmsar prófanir til að athuga stress og andlega streitu þátttakenda. Niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að þeir sem tóku fiski- olíu á hverjum degi sýndu minni viðbragðshæfni af hálfu drifkerf- isins auk þess sem áhrif andlegr- ar streitu á hjartsláttartíðni höfðu minnkað. Lýsisinntaka virðist þó ekki hafa áhrif á blóðþrýsting. Þessar niðurstöður sýna fram á enn ein jákvæð áhrif fiskiolíu á heilsu manna, sér í lagi á hjarta- og æðakerfi líkamans. Fiskiolíur er ríkar af omega-3 fitusýrum sem eru taldar afar heilsubætandi, svo sem við lækkun á blóðþrýstingi, minnkandi líkum á myndun fitu- útfellinga vegna æðahrörnunar og minnkandi líkum á heilablóð- falli hjá fólki í áhættuhóp. n horn@dv.is K artöflur hafa haldið lífinu í Evrópubúum svo öldum skiptir því auk þess að vera dásamlegar á bragðið eru þær einstaklega hollar og nær- ingarríkar. Tími kartaflanna er brátt að hefjast en kartöfluræktendur eru þegar hafnir að taka upp fyrstu hluta uppskerunnar. Þegar hægt er að kom- ast yfir nýuppteknar, íslenskar eðalkar- töflur er ekki annað hægt en að borða þessa dásamlegu fæðutegund í öll mál. Blaðamaður DV tók saman upp- skriftir að nokkrum kartöfluréttum sem að sjálfsögðu bragðast best með nýuppteknum, íslenskum kartöflum. Stappaðar kart- öflur Mörgum þyk- ir einfaldleg langbest að sjóða kartöfl- ur og stappa þær svo með smjöri. Stappað- ar kartöflur er ótrú- lega einfalt að útbúa en þær henta vel með nánast öllum fisk- og kjötréttum. Nýjar, íslenskar kartöflur þarf ekki að afhýða og því er um að gera að stappa þær með hýðinu sem er afar ríkt af trefjum og ýmsum næringarefnum. Þó gæti verið nauðsynlegt að skola hýðið áður en kartöflurnar eru soðnar. Víða í norðurhluta Frakklands er vinsælt að stappa kartöflur með rjóma í stað smjörs en það gefur þeim enn mýkri áferð og bragðast auk þess afar vel. Bakaðar kartöflur Bakaðar kar- töflur eru ómissandi með flest- um grillmat enda unaðslegar á bragðið. Betra er að nota kartöflur í stærra lagi þegar baka á þær á grilli eða í ofni. Takið stórar kartöflur og skolið þær vel. Stingið í þær vítt og breitt með gaffli eða skerið grunnar rákir í báðar átt- ir þannig að skurðirnir myndi köflótt mynstur. Stráið ólífuolíu eða setjið væna smjörklípu á kartöflurnar og vefj- ið þeim svo inn í álpappír. Stingið inn í ofn eða setjið þær á grillið og leyfið þeim að bakast þar til þær eru alveg mjúkar í gegn. Þegar kartöflurnar eru tilbúnar er gott að setja örlitla smjör- klípu til viðbótar á þær og strá yfir þær salti. Eins er gott að setja sýrðan rjóma og graslauk, beikonbita og/eða rifinn ost á kartöflurnar til að gera þær enn matarmeiri og bragðbetri. Brúnaðar kart- öflur Brúnaðar kartöflur eru eitt helsta meðlæti margra Ís- lendinga á að- fangadagskvöld. Rétturinn er upprunninn í Dan- mörku en hefur fest sig í sessi sem vinsælt meðlæti á jólunum hérlend- is. Sjóðið kartöflur og afhýðið. Best er að geyma þær í kæli yfir nótt og af- hýða kaldar. Setjið sykur á pönnu og látið hann brúnast en þegar allur syk- urinn hefur bráðnað er smjör sett út á pönnuna. Hrærið þar til smjörið er bráðnað og blandan farin að krauma. Setjið kartöflurnar þá á pönnuna og hrærið varlega þar til þær eru þakt- ar með karamellu. Ef karamellan er of þykk er gott að bæta smá vatni eða jafnvel rjóma út á. Franskar kartöflur Franskar kartöflur eru einn vinsæl- asti réttur í heiminum í dag og er það að mörgu leyti stórum skyndibitakeðjum frá Norð- ur-Ameríku að þakka. Þær eru tald- ar eiga upptök sín á landsvæði sem nú tilheyrir Belgíu en til eru heim- ildir um að djúpsteiking á kart- öflum hafi hafist þar í lok 17. aldar. Til að útbúa franskar kartöflur þarf ekki annað en að skera kart- öflur í strimla og djúpsteikja þær upp úr olíu, ýmist í djúpsteiking- arpotti eða venjulegum, djúpum potti. Gott er að leyfa frönskunum að kólna og strá svo yfir þær salti. Kartöflumús Kartöflumús er ekki óal- gengt með- læti á ís- lenskum heimilum enda pass- ar hún vel með ýmsum kjöt- og fiskréttum. Rétturinn birtist fyrst árið 1747 í matreiðslubókinni The Art of Cookery eftir Hannah Glasse og varð fljótt afar vinsæll í Bretlandi og Bandaríkjunum. Kartöflumús er útbúin þannig að kartöflur eru soðnar og maukað- ar. Síðan er smjöri og mjólk, eða jafnvel rjóma, bætt út á og músin svo bragðbætt með salti, pipar og öðru kryddi að vild. Vinsælt er að bragðbæta kartöflumús með hvít- lauk, beikoni, osti eða rjómaosti svo eitthvað sé nefnt. n Kartöflur í öll mál n Næringarríkar og hollar n Tími kartaflanna runninn í garð Hörn Heiðarsdóttir blaðamaður skrifar horn@dv.is Hollt og gott Rann- sóknin sýndi fram á enn eina ástæðuna til að taka inn lýsi. Ragnar Egilsson Matargagnrýnandi Reykjavík Grapevine Brasilískt vatapa Matgæðingurinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.