Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2013, Blaðsíða 61

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2013, Blaðsíða 61
Lífsstíll 45Helgarblað 2.–6. ágúst 2013 Sárfættur með hund í fanginu H undurinn horfði á mig spurnaraugum þar sem við stóðum við straum- harða Tungudalsána sem geystist áfram um þröngan farveginn til sjávar. Ég hugsaði mitt ráð. Það var engin leið að ég kæm- ist klakklaust yfir með hundinn í fanginu. Og það mátti ljóst vera að ef ég dytti í straumharða ána væri dýrið í lífsháska. Svo var það helvítis sím- inn, fokdýr iPhone. Þetta var von- laust. Það var innan við kílómetri að ármótunum og þar með endanum á gönguleiðinni. Mér varð ljóst að ég varð að snúa við og ganga aftur til baka upp dalinn. Ég bölvaði og gekk af stað með hundinn á hælunum. Ég hafði ákveðið að ganga frá Eskifirði og upp á Eskifjarðarheiði og þaðan um Tungudal og í Eyvindar- dal. Leiðin upp úr Eskifirði er gullfal- leg. Fjölmargar ársprænur sameinast þar og verða að Eskifjarðará. Sums staðar þarf að sæta lagi til að kom- ast yfir læki og ár. Á tveimur stöðum þurfti ég að fara úr skóm og sokkum og vaða. Tíkin Jasmín fylgdi fast á hæla mér. Vatnið var ískalt og það tók tíma að fá hita í tærnar aftur. Hörm- ungarsaga hermannanna er fyrir löngu orðin hluti af íslenskri slysa- sögu. Herflokkurinn var með aðset- ur í Reyðarfirði en ákvað þann 20. janúar 1942 að ganga í æfingarskyni fram Svínadal og þaðan yfir Hrævar- skörð upp á Eskifjarðarheiði og það- an niður til Eskifjarðar. Aftakaveður gerði þennan sunnudag og komust hermennirnir ekki um skarðið vegna ísingar. Þess í stað gengu þeir fram allan Svínadalinn og héldu svo til baka um Tungudal, mun lengri leið. Á þeim sólbjarta júlídegi sem ég átti leið um þessar slóðir varð mér hugs- að til hörmunganna fyrir rúmum 70 árum þegar átta manns fórust. Það fór hrollur um mig þegar Austfjarða- þokan læddist að mér á háheiðinni þar sem andi hinna látnu sveimaði. Leiðin um Eskifjarðarheiði er vandlega stikuð og lítil hætta á ferð- um. Helsti vandinn var kuldinn sem sótti að við að vaða árnar. Fyrr en varði var ég kominn yfir í Tungu- dal þar sem fallegar veghleðslur eru sem minnisvarði um verk þeirra sem börðust við að koma upp sam- göngum á hinu harðbýla landi. Okk- ur hundinum miðaði vel. Á göngu- korti mínu mátti skýrt sjá að við áttum að hafa Tungudalsá á hægri hönd. Það voru eftir þrír kílómetr- ar af gönguleiðinni þegar stikun- um sleppti. Leiðin var ómerkt og engan slóða að sjá. Ég hélt áfram göngunni en óþægilegur grunur læddist að mér. Svo sá ég stikurnar hinum megin við beljandi vatnsfall- ið. Ég sótbölvaði en ákvað síðan að freista þess að ganga yfir í Svínadal og krækja fyrir farartálmann. Skyndi- lega stóð ég á bökkum annars vatns- falls sem var síst árennilegra. „Nú er illa komið fyrir okkur,“ sagði ég við hundinn sem virtist skilja að ekki var allt með felldu. Við snérum við. Teningunum var kastað. Ég gekk hratt og ákveðið til baka. Þegar kom að Tungudalsá fylgdi ég henni og leitaði eftir mögulegu vaði. Nokkrum kílómetrum ofar kvíslaðist áin í þrjá hluta. Ég ákvað að láta slag standa og fór úr sokkum og skóm. Ég pakk- aði niður farsímanum og klæddi mig í vaðsokka. Hundurinn horfði á mig en tók yfirvofandi örlögum sín- um af æðruleysi. Ég benti henni að koma og tók hana í fangið. Svo var lagt á vaðið. Nístandi kuldinn tók völdin. Ég gætti þess að horfa ekki í strauminn til að missa ekki jafnvæg- ið og þar með hundinn. Ég náði yfir fyrstu kvíslina og brölti sárfættur yfir hvassa steina. Í næstu kvísl riðaði ég til falls en náði jafnvæginu. Skyndi- lega stóðum við á bakkanum rétt- um megin. Nístandi kuldinn vék fyrir sigurtilfinningu og létti. Leiðin niður eftir gekk hratt fyrir sig. Ég fylgdi stikunum niður að ár- mótunum þar sem aðstoðarfólk beið þess að sækja mig. 18 kíló- metra ganga var að baki. Á ármót- unum ógurlegu var brú yfir vatnsfall- ið. Það þyrmdi yfir mig. Allur þessi háski hafði verið óþarfur. Við nánari skoðun á göngukortinu mátti sjá H á þessum slóðum en það táknar einmitt brú. n Reynir Traustason Baráttan við holdið Erfið ákvörðun Með tíkina Jasmín. Mynd Harpa Mjöll rEynisdóttir. Eskifjarðarheiði Fallegt landslag. Bestu heitu laugar landsins Stóragjá Stóragjá í nágrenni Mývatns er hlý og notaleg náttúru- laug. Hún er nánast alveg við þjóðveginn á gatnamót- unum við Reykjahlíð og tjaldstæðin. Gjáin er djúp og til að fara niður í hana þarf að fara niður tvo stiga. Engin búningsaðstaða er á svæðinu. Við réttar aðstæður er bað í Stórugjá ævintýraleg upplifun. Jarðböðin við Mývatn Árið 2004 var ný glæsileg baðað- staða opnuð við jarðböðin við Mývatn. Þar er verslun og veitinga- staður og kostar talsvert að nýta sér þjónustuna. Jarðböðin á Mývatni eru stundum kölluð Bláa lón norðursins. Laugarfellslaug Prestsetrasjóður er eigandi laugarinnar. Ekið er um Snæfellsveg (910) á Fljóts- dalsheiði og beygt austur af- leggjara sem liggur niður með Laugará til að komast að lauginni, sem er niðurgrafin en veggirnir hlaðnir grjóti. Laugin er um 40 gráðu heit. Borholan í Kerlingarfjöllum Í Kerlingarfjöllum er laug sem reist var í kringum borholu sem átti að nýta til húshitunar á svæðinu. Engin búningsaðstaða er á svæðinu heldur eru fötin bara lögð á steina þar í kring. Kerlingarfjöll eru vinsæll áfangastaður. Þar er bæði tjaldstæði og gistiskálar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.