Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2013, Page 62

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2013, Page 62
46 Bílar 2.–6. ágúst 2013 Helgarblað C hevrolet Malibu þekkja flest- ir landsmenn frá fyrri tíð en hann er nú kominn aftur í nýjum og glæsilegum bún- ingi. Það er Bílabúð Benna sem flytur þennan kunningja okkar inn eins og aðra nýja Chevrolet-bíla í dag en lengi vel var ansi erfitt að kaupa nýjan Chevrolet á Íslandi. Það er því algjör skylda í formála þessa reynsluaksturs að þakka Benedikt Eyjólfssyni fyrir að hafa tekið yfir þessa þjónustu og bjóða landanum nú upp á þann möguleika að geta keypt sér nýjan „Letta“. Sögufrægt merki Chevrolet-menn eru margir hér á landi sem og annars staðar í heim- inum og fagna þeir án efa þeirri nafngift sem þessi bíll hefur feng- ið en Malibu var á seinni hluta síð- ustu aldar einn af söluhæstu bíl- um General Motors. Endurkoma hans er í takt við stefnu amerísku bílarisanna, þó þessi bíll sé ekki ein- göngu framleiddur þar, en nú hafa komið fjölmargar útgáfur af gömlu hetjunum þeirra á markað á ný og flestar hverjar með mjög góðum söluárangri. Malibu-nafnið sást fyrst sem eftirnafn á Chevrolet Chevelle en árið 1978 var Malibu fyrst stakt bílanafn hjá General Motors og kom mikið af þeim bílum hingað til lands þá, bæði sem fjölskyldubílar, ölvagnar og einnig voru þeir vinsæl- ir sem lögreglubílar á þeim árum. Nýi bíllinn Þessi Malibu á þó ekki margt sam- eiginlegt annað með þeim gamla en að bera nafnið, slaufuna og reyndar það að vera vel útbúinn í „roadtrip“. Ásamt því að vera ódýr og góður val- kostur sem miðlungsstór fólksbíll. Bíllinn sem undirritaður ók var með 2,4 lítra, 160 hestafla dísilvélinni en hann er einnig fáanlegur með 2,4 lítra bensínvél hér á landi. Erlendis fæst hann einnig með túrbínumótor og er þá 259 hestöfl. Það sem strax vekur ánægju við akstur á þessum bíl er feiknamik- ið tog úr ekki stærri mótor og ljúf- ar og þíðar skiptingar úr sex gíra sjálfskiptum kassanum. Vélin er líka sparneytin en uppgefin eyðsla er aðeins 6,0 lítrar á hundraðið í blönduðum akstri. Í reynsluakstrin- um sýndi aksturstölvan þó aldrei undir 8,2 lítrum í meðaltali en þar ber að taka tillit til þess að reynslu- aksturinn var frekar stuttur að þessu sinni og margt sem þurfti að prófa sem kannski telst ekki til daglegra akstursvenja. Ökumannsrýmið í bílnum er vel sett upp og öll stjórntæki eru mjög einföld og góð. Hauspúðar frammi í bílnum veita góðan stuðning og innréttingin er líka mjög falleg. Í far- þegarými er ágætispláss og á milli sæta má fella niður góðan armpúða sem bæði er með geymsluhólfi og góðum glasahöldurum – sem er gott. Í stýri svarar bíllinn mjög vel hreyfingum ökumanns á malbiki en á möl má finna fyrir lítils hátt- ar undirstýringu ef farið er of hratt yfir. Farangursrými verður einnig að hæla í nýja Malibu-num en það er einkar rúmt og tekur samkvæmt töl- um frá framleiðanda 545 lítra. „Stór“ miðað við stærð Chevrolet Malibu er millistærðar fólksbíll en í akstri virkar hann þó nokkuð stór. Þar kemur einna helst til að erfitt er að sjá yfir húddið á honum og í baksýnisspegli virkar út- sýnið eins og það sé mörgum metr- um frá raunverulegum stað. Þá tek- ur einnig tíma að venjast óvenju stórum gluggapóstum bæði við framrúðu sem og milli hurða þegar horft er til hliðanna. Bakkskynjarar koma í bílnum sem staðalbúnaður en hann er ekki útbúinn með bakkmyndavél. Þar fyrir utan er bíllinn ríkulega bú- inn af búnaði og þá sérlega miðað við frábært verð á bílnum. Hann hefur allan búnað dýrari bíla og kemur leðurklæddur að innan í grunnútgáfu hér á landi og með leður klætt stýrishjól sem er einnig með aðgerðar hnöppum fyrir helstu stillingar aksturstölvunnar. Þar eru allar aðgerðir líka einfaldar og góð- ar eins og við önnur stjórntæki fyr- ir ökumann. Malibu er með þess- um bíl greinilega aftur kominn til að vera á Íslandi og er án efa í sinni nýju útgáfu betri bíll en hann var hér á sínum fyrsta tíma. n LED lýst stjarna Frá með ágúst mánuði næstkom- andi verður Mercedes Benz- eigendum gert kleift að fá frá verk- smiðjunum Led-ljós í hina frægu þriggja arma Benz-stjörnu á grilli bifreiðanna. Ljósið í henni mun þó ekki loga stanslaust en sam- kvæmt lögum í flestum löndum þá má aðeins hafa logandi á þessu ljósi þegar bílnum er lagt en ekki í almennri umferð. Því mun Benz Led-stjarnan verða logandi í 40 sekúndur eftir að bílnum er aflæst og í fimm sekúndur eftir að hurðir bílsins eru opnaðar hverju sinni. Þegar mótorinn er svo ræstur, eða hurðum lokað mun svo slokkna á lýsingunni á ný. AMG S-Class AMG verksmiðjurnar hafa nú þegar kynnt nýja útgáfu af S-bíl Mercedes Benz sem ekki er þó enn kominn í almenna sölu. Nýi bíllinn hjá þeim heitir S63 AMG 4MATIC. Hann er búinn 5,5 lítra V8 vélinni og verður 577 hestöfl. Hröðun frá 0–100 km/h er uppgef- in 3,9 sekúndur og hámarkshraði er læstur í 300 km/h. Upptakan er hálfri sekúndu hraðari en sneggsti AMG Benzinn hingað til og að auki er þessi bíll eins og nafnið gefur til kynna fjórhjóladrifinn. Áætlað verð fyrir bílinn er um fimmtíu milljónir króna kominn á götuna á Íslandi. 1.000 hestöfl Hennessey Performance fyrir- tækið hefur nú tilkynnt um áform sín að bjóða upp á 1.000 hestafla Corvettu árið 2014. C7 Corvett- an sem ekki er komin í almenna sölu verður í boði frá þeim með tveimur túrbínum eða blásara eft- ir því hvort viðskiptavinir þeirra kjósa. Allar verða þær með 6,2 lítra V8 mótornum en velja má á milli 6 gíra beinskiptingar eða sjö gíra sjálfskiptar. Hennessey fyrirtæk- ið reiknar með því að geta boðið þessar þúsund hestafla „Vettur“ á um 25 milljónir í Bandaríkjunum þannig að það má búast við því að hestaflið kosti hingað komið um 50 þúsund krónur og þá fimmtíu milljónir vilji maður þau öll. Bílar Björgvin Ólafsson bilar@dv.is Chevrolet Malibu ✘ Kostir: Frábært tog, góð geymsluhólf og glasahaldarar, gott verð ✔ Gallar: Hávaði í vél, slæmt útsýni og draslaralegur stillibúnaður á veltistýri Eyðsla: 6,0 l/100 (blandaður akstur) Hestöfl: 160 Gírar/þrep: 6 þrepa sjálfskipting Árekstrarpróf: 76% Verð: Frá 5.890 þús. Umboðsaðili: Bílabúð Benna Sambærilegir bílar: Ford Fusion, VW Passat, Hyundai Sonata, Mazda 6 Slaufan fer honum vel n Chevrolet Malibu snýr aftur n Sparneytinn og ríkulega útbúinn Flottar línur Chevrolet Malibu er nokkuð myndar- legur miðstærðar fólksbíll. MyNdir: BÓ dísill Hér er 2,4 lítra dísilmótorinn sem skilar þessum bíl 160 hestöflum og feiknamiklu togi. innrétting Hér er allt meinlaust og gott, einfaldar aðgerðir á öllum stjórntækjum og þverslaufan á sínum stað í stýrinu. Farþegarýmið Ágætt pláss aftur í og gúmmíklæðning á gólfi sem auðveldar þrif. Góður armpúði með geymsluhólfi og glasahöldurum. Camaro-svipurinn Hliðarsvipurinn er flottur og minnir á nýja Camaro-inn frá Chevrolet.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.