Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2013, Page 69
Fólk 53Helgarblað 2.–6. ágúst 2013
Barði Madonnu með
hafnarboltakylfu
n Madonna og
leikarinn Sean
Penn voru
gift í fjög-
ur ár en þau
giftust 1985.
Sambandið
var stormasamt
og kærði Madonna
hann fyrir líkamsárás sem stóð
yfir í fleiri klukkustundir þar sem
Sean átti að hafa bundið hana nið-
ur og barið með kylfu. Þetta kom
fram í viðtali við bestu vinkonu
Madonnu, leikkonuna Debi Mazar,
á dögunum.
Top Shop greiðir
Rihönnu skaðabætur
n Verslunarkeðjan Top Shop
hóf sölu á bolum með mynd af
Rihönnu sem hún var ekki sátt
við. Hún höfðaði mál við keðjuna
sem var dæmd til að greiða söng-
konunni rúman hálfan milljarð í
bætur.
Á von á barni
n Simon Cowell
á von á barni
með giftri
konu að nafni
Lauren Sil-
verman. Hún er
komin rúma tvo
mánuði á leið en
hún stendur í skilnaði við ágætis
vin Simon. Daily Mail greinir frá
því að gifting gæti verið í vændum
hjá verðandi foreldrunum.
Kardashian ólétt á ný?
n Samkvæmt er-
lendum miðl-
um á Kourtney
Kardashian
von á sér.
Þetta mun
verða þriðja
barn hennar
en fyrir á hún Ma-
son, þriggja ára og Penelope, eins
árs, með eiginmanni sínum Scott
Disick.
Stjörnu
fréttir
Íris Björk
Jónsdóttir
Justin Bieber
sleppur við ákæru
K
anadíska ungstirnið Justin
Bieber verður ekki ákærður fyr-
ir að keyra á paparazzi-ljós-
myndara og stinga af. Þetta
ákvað skrifstofa saksóknara í Los Ang-
eles í Bandaríkjunum á dögunum en
meðal sönnunargagna í málinu var
myndbandsupptaka af atvikinu, sem
átti sér stað þann 17. júní síðast liðinn.
Umræddur ljósmyndari hélt því
fram að Bieber hefði flúið af vett-
vangi eftir að hafa keyrt á sig er hann
hugðist leggja af stað frá skemmti-
staðnum Laugh Factory í vesturhluta
Hollywood. Hann hlaut tvær skrámur á
fæti og var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús
til aðhlynningar. Þá missti hann auk
þess myndavélina sína á hvítan Ferr-
ari Bieber en þegar lögreglan mætti á
heimili söngvarans kvöldið sem atvikið
átti sér stað sá hún augljós merki þess.
Saksóknari taldi að myndbandið
nægði ekki til að sýna að Bieber hefði
gerst brotlegur með því að keyra vilj-
andi á ljósmyndarann og stinga svo
af. Þá hafði lögmaður Bieber þegar
tilkynnt að skjólstæðingur sinn
hefði ekki gert sér grein fyr-
ir að hann hefði keyrt á
neinn og taldi lögreglan
það raunhæfa útskýr-
ingu. Verður því ekkert
aðhafst í málinu.
n Vissi ekki að hann hefði keyrt á ljósmyndara
Grunlaus
Söngvarinn
gerði sér ekki
grein fyrir
því að hann
hefði keyrt á
umræddan
ljósmyndara.
MynD ReuteRS
Fær ekki forræði
yfir dóttur sinni
Móður hinnar ungu Ariel Winter hef-
ur verið neitað um að fá aftur forræði
yfir dóttur sinni. Hin 15 ára gamla
Modern Family-
stjarna hefur átt
í miklum deilum
við móður sína,
Chrystal Work-
man, undan-
farin ár en fyrir
rúmu ári síðan
var móðirin svipt
forræði yfir Ariel.
Hún er nú í forsjá
eldri systur sinnar, Shanelle Workman,
og var það niðurstaða dómara að hag
leikkonunnar sé best borgið þannig.
Forræði Shanelle yfir systur sinni hef-
ur því verið framlengt um óákveðinn
tíma. Chrystal á að hafa beitt dóttur
sína andlegu ofbeldi og hefur Ariel
sagt í fjölmiðlum að hún sé afar ánægð
með að búa hjá systur sinni enda vilji
hún ekkert með móður sína hafa.
Hófstilltir íslenskir að-
dáendur Harry Potter
H
arry Potter, hin víðfræga
söguhetja bóka J.K. Rowl-
ing, átti afmæli 31. júlí síð-
astliðinn. Hetjan er þrjá-
tíu og þriggja ára gömul og
aðdáendur fögnuðu afmæli henn-
ar víða um heim með ýmsum hætti.
Gallharðir aðdáendur Harry Pott-
er taka afmælisdaginn hátíðlegan,
höfundi bókanna til mikillar gleði
enda á hún sjálf afmæli þennan dag.
Fregnir af eldheitum aðdáendum
Harry Potter berast árlega á þess-
um afmælisdegi hans. Þá baka þeir
kökur, klæða sig upp í gervi hetjunn-
ar, horfa á kvikmyndir og lesa bæk-
ur. Íslenskir aðdáendur virðast öllu
hófstilltari, blaðamaður DV heyrði í
tveimur þeirra.
eins og Harry Potter
Hildur Knútsdóttir rithöfundur er
einn íslenskra aðdáanda Harry Pott-
er. Hún hélt ekki sérstaklega upp á
afmæli hetjunnar enda er hún nýlega
búin að renna í gegnum allar bækur
um hann. „Ég las allar bækurnar um
Harry Potter meðan ég var barnshaf-
andi og lét lesturinn ekki duga því
til viðbótar hlustaði ég á allar hljóð-
bækurnar. Ég veit ekki hvort það
tengist meðgöngunni en mig langaði
að lesa eitthvað sem ég hafði dálæti á
og ég þekkti,“ segir Hildur.
„Ég hef verið sögð líkjast Harry
Potter,“ bætir hún við og hlær. „Full-
ur karl gekk einu sinni upp að mér og
sagði mig ákaflega kynþokkafulla og
töluvert líka Harry Potter.“
Vildi vera Harry Potter
Frænka Hildar, Guðrún Svavars-
dóttir, er einnig annálaður Harry
Potter-aðdáandi. „Ég ólst upp með
Harry Potter, fyrsta bókin var les-
in fyrir mig þegar ég var sjö ára og
eftir það beið ég spennt eftir næstu
bókum. Ég var alltaf fyrir ævintýra-
bækur en þessar bækur náðu til
mín langt umfram aðrar, kannski
þær séu göldróttar.“ Æði Guðrúnar
gekk svo langt að hún þráði að líkj-
ast Harry Potter í einu og öllu. „Ég
vildi vera Harry Potter. Ég safnaði
límmiðabókum með hetjunni og
þakti veggi herbergisins míns með
plakötum.“
Guðrún var á meðal þeirra sem
létu sig hafa það að bíða í marga
klukkutíma í röð eftir síðustu bók-
inni um Harry Potter. „Ég mætti
með nesti og vinkonur mínar komu
með mér. Ég beið frá klukkan sjö til
miðnættis.“
Í ferð til London fór Guðrún á
tvö sögustaði bókanna: brautarpall-
inn á Kings Cross og í dýragarð. „Ég
vildi standa á brautarpallinum þar
sem þau stóðu og biðu eftir lestinni
til Hogwarts og í dýragarðinn fór ég
til að sjá búr slöngunnar sem slapp.“
Hún segist þó ekki harma að það
komi ekki út fleiri bækur um Harry
Potter. „Það er betra svona. Betra en
að þær þynnist út og valdi vonbrigð-
um.“ n
n Minntust hetjunnar á afmælisdegi hans, 31. júlí
Staðreyndir um Harry Potter
n Michael Jackson vildi gera söngleik um Harry Potter og kom hugmyndinni á framfæri
við J.K. Rowling. Hún sagði nei takk.
n Hogwarts-hausverkur er hugtak sem læknar nota um aukaverkanir of mikils lestur í of
langan tíma. Hugtakið var birt í hinu virta The New England Journal of Medicine.
n Árum saman hefur verið vitnað í háðsgrein frá tímaritinu Onion: Harry Potter Books
Spark Rise in Satanism Among Children, eins og hún sé sannleikur. Kristnir öfgatrúar-
hópar í Bandaríkjunum hafa viljað banna bókina börnum.
n Í Vatíkaninu er hrifningin á Harry Potter afar misjöfn. Presturinn Gabriele Amorth
sagði lestur á bókunum leiða til illsku. Rétt eins og jógaiðkun!
n Hermione átti að eiga yngri systur að sögn J.K. Rowling en hún fann aldrei tækifæri til
þess að koma henni að í bókum sínum.
n Nokkrir staðir sem koma oft fyrir í sögum J.K. Rowling um Harry Potter hafa sérstaka
þýðingu fyrir hana. Einn þeirra er Kings Cross Station þaðan sem Hogwarts-lestin rennur
af stað. Þar hittust foreldrar hennar og urðu ástfangnir.
n Harry Potter hefur verið þýddur á latínu. Það var prófessor á eftirlaunum sem lagði
verkið á sig, fyrsta bók ritraðarinnar heitir á latínu Potter et Philosophi Lapis. J.K.
gladdist ákaflega yfir uppátækinu og vonaðist til þess að það væri börnum sem leiddist
latínulexíurnar hvatning.
Sögð líkjast Harry Potter Rithöfund-
inum Hildi Knútsdóttur hefur verið líkt við
Harry Potter.
33 ára Aðdáendur
Harry Potter fagna af-
mælisdegi hans 31. júlí.
Í ár varð hann 33 ára.
Sagði nei! J.K. Rowling hafnaði hugmynd-
um Michaels Jackson um að gera Harry
Potter að söngleik.