Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2013, Side 70

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2013, Side 70
54 Fólk 2.–6. ágúst 2013 Helgarblað Pabbi Heru vill verða borgarstjóri n Býður sig fram í Christchurch F aðir tónlistarkonunnar Heru Hjartardóttur, Hugo Kristins- son, býður sig fram til borgar- stjóra í einni stærstu borg Nýja- Sjálands, Christchurch. Fjölskylda Heru hefur búið í borginni um árabil og komið ár sinni vel fyrir borð. Hugo hefur ekki haft afskipti af stjórnmálum áður og hefur hingað til starfað við þróun hugbúnaðar. Hann teflir djarft og býður sig fram á móti Lianne Dalziel, reynslumikilli þing- konu sem reyndar tapaði fyrir núver- andi borgarstjóra, Bob Parker, í síð- ustu kosningum. Hugo er umhugað um upp- byggingu borgarinnar eftir mikla jarðskjálfta sem hafa skekið hana síðustu ár. 4.423 jarðskjálftar hafa mælst á svæðinu frá 4. september 2010 til septembermánað- ar 2012. Stærsti jarðskjálftinn varð 22. febrúar árið 2011 og þá létu 185 manns líf- ið. Tjónið nemur um 11 milljörðum Bandaríkja- dala, eða 1.270 milljörð- um króna. Borgarbúar eru í sár- um eftir náttúruhamfar- irnar og mikillar upp- byggingar er þörf. Hugo segist hafa verið í lykil- hlutverki síðustu misseri við upp- byggingu og aðhlynningu þeirra sem verst urðu úti í hamförunum. Í við- tali við vefmiðilinn 3news.com, seg- ist hann vilja meira gagnsæi í ákvarð- anatöku borgaryfirvalda, traustari uppbyggingu atvinnulífs og íbúða- byggða og varðveislu merkra minja í borginni. „Þetta er mjög stór áskorun, ég trúi að ég hafi fundið nýja leið að markinu,“ segir Hugo. Hugur Ís- lendinga var hjá Nýsjálendingum þegar áfallið reið yfir og fylgd- ist þjóðin með vel- gjörðum Heru og fjöl- skyldu sem beittu sér í hjálparstarfi eftir jarðskjálftana. Meira en 100 þúsund manns misstu heimili sín og meðan Hera huggaði fólk með ljúfum tónum var faðir hennar upptekinn við að aðstoða heimilislausa að fá úrlausn sinna mála. „Þetta er rosaleg lífsreynsla og maður er enn þá frekar taugaveikl- aður enda bíður maður bara eftir næsta skjálfta,“ sagði Hera í viðtali við Vísi um upplifunina. n Veikindin reynast dýrmæt reynsla n Kalli Berndsen hélt upp á afmælið á Snaps n Fékk hálsfesti í afmælisgjöf É g sit hér í góðra vina hópi, segir Karl Berndsen, hár- greiðslu – og förðunarmeist- ari, sæll og glaður þar sem hann situr til borðs á Snaps og fagnar afmæli sínu. Karl greindist með heilaæxli og hefur gengist undir meðferð vegna þess. Hann fann fyrst fyrir einkennum í ágúst í fyrra. „Mér fór líða eitthvað undarlega í ágúst en hélt að ég væri bara með flensu og þetta myndi lagast. Það gerðist ekki.“ Karl hefur treyst á æðri máttar- völd í baráttu sinni við meinið. „Þetta er verkefni sem þarf að vinna. Ég bið til guðs að æxlið hverfi. Ég hef alltaf verið trúaður og það veitir mér styrk. Ég er sann- færður um að ég eigi langt eftir. Það eru mörg verkefni sem ég á óunnin í lífinu,“ sagði hann í við- tali við DV stuttu eftir að hann var greindur. Undir álagi Karl hafði á þessum tíma verið undir miklu vinnuálagi en tekist að ganga frá sjónvarpsþáttum sínum áður en hann var lagður inn. Hann segir meðferðina ganga vel. „Það gengur allt framar vonum, meðferðin gengur mjög vel og ég er að ná heilsu. Núna er verkefni mitt að slaka á og ég er á leiðinni einn út í sveit í ró og næði.“ Með mörg járn í eldinum Kalli, eins og hann er oftast kallað- ur, er landsþekktur fyrir að aðstoða bæði konur og karla við að breyta útliti sínu til hins betra. Hann hef- ur lítið slakað á síðustu ár og hefur haft fjölmörg járn í eldinum hverju sinni. Hann hefur séð um vinsæla sjón- varpsþætti og um þessar mundir eru þættir hans Í Nýju ljósi sýndir á Stöð 2 og njóta mikilla vinsælda. Fyrir tveimur árum gaf Karl út fyrstu bók sína – VAXI-n – sem hefur selst vel og í febrúar var stofan hans Beauty barinn flutt úr Kópavoginum í Kringluna. Einnig sat Kalli í 30. sæti á lista Besta flokksins í borgarstjórnar- kosningunum í Reykjavík árið 2010. Dýrmæt reynsla En nú er tilveran með öðru sniði hjá Kalla, hann hefur þurft að dvelja á sjúkrahúsi og sætt krabba- meinsmeðferð sem er krefjandi verk efni fyrir hvern sem er. Kalli er vinmargur og vinir og vandamenn voru duglegir að heim- sækja hann meðan hann dvaldi á sjúkrahúsi og eru fegnir að fá hann til baka. Hann naut þess mjög að vera með vinum sínum áður en hann keyrði út úr bænum og fékk frá þeim fallega hálsfesti að gjöf og seg- ist bæði fær um að njóta samvista vinu og að vera einn og í næði. Hann segir veikindin reynd- ar hafa fært sér dýrmæta reynslu og hann hafi uppgötvað á sér nýjar hliðar. „Ég komst að því þegar ég tókst á við lífið eftir veikindin að ég á auð- velt með að slaka á, verst að ég tamdi mér það ekki fyrr. En þegar maður er sleginn út af laginu þarf maður að hugsa hlutina upp á nýtt og það hef- ur reynst mér hollt,“ segir Kalli. „Ég hef uppgötvað á mér nýjar hliðar sem ég kann afskaplega vel við.“ Heilaæxlið sem læknar fundu reyndist sem betur fer lítið og við- ráðanlegt og Kalli segist hafa fulla ástæðu til þess að vera bjartsýnn á framhaldið. n Lærði að slaka á Veikindi Kalla Berndsen hafa fært honum meiri sjálfsþekkingu. „Þegar maður er sleginn út af laginu þarf maður að hugsa hlutina upp á nýtt. Balti í boltanum Baltasar Kormákur er ekki aðeins í framlínunni í Hollywood heldur gerir hann sig gildandi á fótbolta- vellinum líka. Á dögunum mætti Baltasar Kormákur ásamt nokkrum fé- lögum sínum úr leikhúsinu á knattspyrnuvöll Þróttara. Mæting leikara var heldur slæleg og því fengu félagarnir að spila með liðsmönnum Þróttar á æfingu. Frammistaða Baltasars Kormáks vakti athygli og þótti hann fim- ur með knöttinn og í afskaplega góðu formi sem ekki er vanþörf á í Hollywood. Ömurlegt í sumarbústað Þóra Tómasdóttir, ritstjóri Nýs Lífs, gaf lesendum Viðskiptablaðsins nokkur ráð til þess að eiga öm- urlegt frí. „Ef auka á spennuna er líka tilvalið að blanda foreldr- um sínum í málið. Sumarbústaðir eru kjörnir áfangastaðir. Undan- komuleiðir eru engar og nándin verður sem mest. Langar sumar- bústaðaferðir eru pyntingar í mín- um huga,“ sagði Þóra sem reyndar var nýkomin úr einni slíkri sumar- bústaðaferð með foreldrum sínum og systur, Sóleyju Tómasdóttur. Flytur heim Hin sívinsæla söngkona Leoncie eða Ískryddsdrottning eins og hún er gjarnan kölluð, hyggst flytja aft- ur heim til Íslands ásamt Viktori, eiginmanni sínum, en þau hafa búið í Bretlandi að undanförnu. „Þegar ég er búin að selja húsið hérna úti kaupum við hjónin hús á Íslandi,“ segir Leoncie og bætir við: „Ég vil aldrei kaupa hús í Bret- landi aftur þó svo húsin séu ódýr- ari hérlendis.“ Þann 17. ágúst næstkomandi verður Leoncie aðalnúmerið í skemmtun í London á vegum The House of Hot Breath og er hún titl- uð „YouTube-ofurstjarna“ í aug- lýsingu fyrir viðburðinn. Þar er að öllum líkindum vísað í myndband Leoncie við lagið Gay World sem vakið hefur nokkra athygli og kom henni meðal annars í sjónvarps- þáttinn Sean Walsh World á sjón- varpsstöðinni Comedy Central eins og DV greindi frá á dögunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.