Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2013, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2013, Blaðsíða 4
4 Fréttir 9.–11. ágúst 2013 Helgarblað Kínverjar vilja kaupa n Þrálátur orðrómur um sölu Íslandsbanka frá 2011 M orgunblaðið greindi frá því á fimmtudag að hópur fjár- festa frá Asíu hefði hug á að kaupa 95 prósenta hlut kröf- uhafa í Íslandsbanka, þar á meðal kínverskir fjárfestar. Eru þeir sagðir tilbúnir að greiða allt að 115 milljarða króna fyrir hlutinn sem nemur um 80 prósentum af bókfærðu eiginfjárvirði bankans. Er þetta sagt mun hærra verð en áður hefur verið nefnt og að fjárfestarnir séu tilbúnir að skuld- binda sig til að greiða sér ekki arð úr bankanum á næstu árum. Það sé gert til að koma til móts við áhyggjur ís- lenskra stjórnvalda af þrýstingi á ís- lensku krónuna vegna arðgreiðslna. Ljóst er að sala Íslandsbanka, eins stærsta banka Íslands, til kínverskra fjárfesta verður afar umdeild nái hún fram að ganga. Íslenska ríkið fer með fimm prósenta hlut í Íslandsbanka. DV greindi frá því í október árið 2011 að sérstakt vinnuteymi væri þá að vinna að því innan Íslandsbanka að undirbúa sölu bankans. Það hafi unnið í samvinnu við svissneska bankann UBS sem Íslandsbanki hafi valið til að annast söluferli bankans. Morgunblaðið sagði einmitt frá því í frétt sinni í gær að Adrian van der Knaap, sem hefði verið ráðgjafi Ís- landsbanka þegar hann starfaði hjá UBS-bankanum, hefði umsjón með söluferlinu á hlutnum í Íslands- banka. Hann starfar í dag sem fram- kvæmdastjóri og er einn af eigend- um alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækisins StormHarbour. Þykir það til marks um hversu illa hefur gengið að finna kaupanda að hlutnum að áhuga- samir kaupendur hafi fundist í Asíu í sumar – enda orðspor íslenska bankakerfisins verulega laskað í kjöl- far hruns fjármálakerfisins í október 2008. DV sagði einnig frá því í febrúar á þessu ári að Skúli Mogensen, fjár- festir og einn af eigendum MP Banka, ætti þá í viðræðum við slitastjórn og kröfuhafa Glitnis um að kaupa Ís- landsbanka. Breska Rowlands-fjöl- skyldan væri að skoða möguleg kaup með Skúla sem og aðrir fjárfestar sem ekki eru í eigendahópi MP Banka. n E mbætti sérstaks saksóknara vinnur nú að því að greina meintar sakir útgerðarfélags- ins Samherja í gjaldeyris- brotamálinu sem stofnuninni barst frá Seðlabanka Íslands. Þetta herma heimildir DV. Seðlabanki Ís- lands sendi Samherjamálið til sér- staks saksóknara í apríl síðastliðinn en málið hafði þá verið til rannsókn- ar hjá stofnuninni síðan í mars árið 2012. Lítið hefur spurst út um rann- sóknina og samkvæmt heimildum DV er greiningarvinnan á sakar- efnunum heldur stutt á veg komin hjá sérstökum saksóknara. Mikið magn gagna er undir í rannsókn- inni en starfsmenn Seðlabanka Ís- lands og sérstaks saksóknara lögðu hald á umtalsvert magn skjala í hús- leit á skrifstofum Samherja í mars í fyrra. Samkvæmt heimildum DV er rannsóknarvinnan mjög umfangs- mikil og teygir anga sína til nokkurra landa, meðal annars til skattaskjóls- ins Kýpur. Bættist við rannsóknarefnin Upphaflega greindi Kastljós frá því að til rannsóknar væri grunur á að Samherji hefði selt fisk til þýsks dótturfélags síns, DFFU, á undir- verði. Sérstaklega var rætt um að karfi hafi verið seldur til félagsins á undirverði. Með þessu átti Samherji að hafa tekið út hagnað af fiskveiðum hér á landi í gegnum erlend dóttur- félög með ólöglegum hætti fram hjá gjaldeyrishaftalögunum sem sett voru á Íslandi eftir efnahagshrunið 2008. Þessi hagnaður Samherja á því, samkvæmt þessu, að hafa verið vera tekinn út í öðrum löndum en ekki hér á landi og gæti slíkt flokkast sem brot á lögum Seðlabanka Íslands um gjaldeyrismál. Hér á Íslandi ríkja gjaldeyrishöft og var strangari lög- um um gjaldeyrismál komið á eftir hrunið til að koma í veg fyrir útflæði erlends fjármagns út úr landinu. DV greindi svo frá því í júní í fyrra að Seðlabanki Íslands hefði fundið gögn sem bentu til þess að Samherji hefði framið víðtækari lögbrot gegn lögum um gjaldeyrismál en talið hefði verið hingað til. Þetta kom fram í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem Hæstiréttur staðfesti um að vísa frá dómi þeirri kröfu Samherja að Seðlabanka Íslands yrði gert að hætta rannsókn á meintum brotum félagsins á lögum um gjaldeyrismál og húsleit sem gerð var hjá fyrirtæk- inu í mars síðastliðinn yrði dæmd ólögmæt. Þorsteinn viðurkenndi mistök Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kom fram að Seðlabanki Íslands hefði fundið vísbendingar um frek- ari lögbrot hjá Samherja við yfirferð á tölvupóstsendingum starfsmanna Samherja. Orðrétt segir um þetta í dómi héraðsdóms: „Tekið er fram af hálfu varnaraðila að rannsóknin sé á byrjunarstigi. Þrátt fyrir stutta töf á því að unnt væri að hefja yfirferð á tölvupóstsendingum starfsmanna sóknaraðila hafi þegar fundist gögn sem gefi vísbendingu um að fleiri félög en áður hafi verið talið séu í raun innlendir aðilar í merkingu laga nr. 87/1992. Jafnframt hafi fundist gögn sem veiti vísbendingar um að innlendir aðilar hafi átt frekari út- flutningsviðskipti við tengda aðila á grundvelli verulega lakari kjara en tíðkist í viðskiptum óskyldra aðila. Þá hafi einnig vaknað grunsemdir um víðtækari brot gegn ákvæðum laga nr. 87/1992.“ Ljóst er að Samherji gæti lent í vandræðum í málinu þar sem Þor- steinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur nú þegar viðurkennt að hugsanlegt sé að „mistök“ hafi verið gerð í viðskiptum útgerðarinn- ar en jafnframt að engin „lögbrot“ hafi verið framin. Þá hefur hann einnig sagt í viðtölum að hugsanlegt sé að „einhverjar villur“ hafi slæð- st inn í bókhald útgerðarinnar en að slíkt gerist hjá öllum fyrirtækjum. n Greinir meintar sakir Samherja n Þorsteinn Már Baldvinsson hefur viðurkennt mistök í Samherjamálinu Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „Þá hafi einnig vaknað grunsemdir um víðtækari brot. Viðurkenndi mistök Þorsteinn Már Baldvinsson hefur viðurkennt að mistök hafi verið gerð hjá Samherja en vísar lögbrotum á bug. Mynd: Sigtryggur Ari greiningarvinna í gangi Embætti Ólafs Haukssonar vinnur nú greiningarvinnu á meintum brotum Samherja. 14 sviptir veiðileyfi Nokkuð var um að bátar væru sviptir veiðileyfi í júlí samkvæmt frétt á vef Fiskistofu. Alls voru þrír bátar sviptir leyfi vegna afla umfram aflaheimildir. Það voru Fönix ST 177 frá Ragnari ehf., Sæ- ljós GK 2 frá Nesbrú ehf. og Örn KE 14 frá Sólbakka ehf. Örn KE 14 fékk veiðileyfi aftur nokkrum dögum eftir sviptingu þegar afla- marksstaða hafði verið leiðrétt. Hinir tveir bíða þess. Þá voru 11 bátar sviptir veiðileyfi vegna van- skila á afladagbókafrumriti vegna veiða í mars, apríl og maí. Þar af voru þrír bátar gerðir út frá Akra- nesi og tveir frá Snæfellsbæ. Mínútuþögn í upphafi fundar Bæjarráð Akureyrar kom saman til fundar á fimmtudag og var mínútuþögn í upphafi fundar- ins vegna flugslyssins á Akur- eyri á mánudag. Á vef Vikudags kemur fram að í upphafi fundar hafi formaður bæjarráðs minnst mannanna tveggja sem létust, þeirra Péturs Róberts Tryggva- sonar og Páls Steindórs Stein- dórssonar, sem fórust í slysinu við skyldustörf. Pétur Róbert var starfsmað- ur Slökkviliðs Akureyrar og Páll Steindór starfsmaður Mýflugs og fulltrúi í umhverfisnefnd Akur- eyrarbæjar. „Bæjarráð vottar fjölskyldum og aðstandendum þeirra dýpstu samúð og bað for- maður fundarmenn að minnast Péturs Róberts og Páls Steindórs með mínútuþögn,“ segir í fundar- gerð bæjarráðs. M y n d V ö lu n d u r jó n SS o n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.