Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2013, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2013, Blaðsíða 26
H rönn Baldursdóttir, náms- og starfsráðgjafi, segir tvö lykil- atriði hjálpa námsmönnum mest við að halda utan um námið. Hún segir skipulag vera mik- ilvægt sem og að halda vel utan um glósurnar sínar. Dagbók „Það er mikilvægt að nota einhvers konar dagbók og skipuleggja tíma sinn vel. Finna dagbók sem hent- ar hverjum og einum, hvort sem hún er úr pappír eða rafræn,“ segir Hrönn. „Það er gott að taka frá tíma fyrir námið þegar maður er best upp- lagður. Finna tíma dagsins sem hent- ar manni best til að læra og tíma til að taka frá fyrir tómstundir.“ Hrönn segir mikilvægt fyrir nemendur að nota dagbókina skipulega frá upphafi skólaárs. „Það er mjög gott að setja strax inn í dagbókina upplýsingar úr námsáætlunum, til dæmis hvenær eigi að skila verkefnum og hvenær próf séu, þannig að það komi ekkert á óvart.“ Glósur „Það er mjög mikilvægt að skrifa eig- in glósur eða minnispunkta,“ segir Hrönn um annað lykilatriði í náms- tækni. „Aðalmálið með glósur er að rifja þær upp reglulega. Ekki bara rétt fyrir próf. Þegar kemur að próf- um er gott að vera búinn að gera út- drátt úr glósunum. Það er líka gott að hafa einhvern vissan upprifjunartíma vikulega þar sem farið er yfir glós- ur þannig að þegar kemur að próf- unum þá sé maður ekki að lesa þær í fyrsta skipti,“ segir hún. „Til þess að læra eitthvað er upprifjunin lykilat- riði,“ segir Hrönn og tekur fram að það skipti ekki máli hvernig glósurnar séu gerðar heldur bara að það henti hverjum og einum, hvort sem þær séu handskrifaðar eða á rafrænu formi. n 2 Aftur í skólann 9.–11. ágúst 2013 Helgarblað Dagbók og glósur mikilvægust n Námsráðgjafi segir mikilvægt að skipuleggja tíma sinn vel Skipulag Mikilvægt er að skipuleggja sig vel í náminu til þess að ná sem mestum árangri. N ú þegar hausta tekur og skólafólk þyrstir í aukna þekkingu er tilvalið að skoða hvaða öpp eru í boði fyrir fróðleiksfúsa náms- menn. Ótal öpp eru í boði en blaða- maður DV tók saman upplýsingar um nokkur sem auðvelda nemend- um að skipuleggja sig, auka þekk- ingu sína í hinum ýmsu greinum og undirbúa sig fyrir próf og eru auk þess ókeypis. Khan Academy Khan Academy veitir þér aðgang að yfir fjögur þúsund kennslumynd- böndum á vegum fyrirtækisins. Hægt er að læra grundvallaratriði í hinum ýmsu greinum stærð- fræðinnar sem og líffræði, eðlis- fræði, efnafræði, viðskiptafræði, sögu og félagsfræði svo eitthvað sé nefnt en myndböndin eru útbúin af sérfræðingum á hverju sviði. Hægt er að sækja aðgang að myndbandi og geyma það svo til að horfa á síðar þegar þú ert ekki tengdur við netið. SparkNotes Hvaða námsmaður kannast ekki við vefsíðuna SparkNotes? Þar má nálgast allt sem þú þarft að vita um helstu bókmenntaverk hins enskumælandi heims, svo sem ævi- ágrip höfundar, söguþráð verksins, ítarlega samantekt úr hverjum kafla bókarinnar og greiningu á helstu persónum verksins svo eitthvað sé nefnt. Þá geturðu tekið stutt próf úr hverjum kafla til að athuga hversu vel þú ert að þér í efninu. SparkNot- es-appið er líka afar gott og fær góða einkunn hjá notendum. Þar færðu allar upplýsingarnar beint í símann og ætti því að vera lítið mál að redda sér fyrir enskupróf á síðustu stundu. Scribd Scribd er eitt stærsta bókasafn á netinu en á því má finna milljónir bóka og skjala til að skoða, lesa og deila um allt á milli himins og jarðar. Til dæmis geta notendur nálgast ýmsar leiðbeiningar, upp- skriftir, glósur, viðskiptaskjöl og rannsóknarskýrslur frá þekktum og virtum útgefendum. Notend- ur appsins geta náð sér í skjöl og geymt þannig að hægt sé að nálgast þau þegar síminn er ekki nettengd- ur. Þá er hægt að flokka skjölin að eigin vild eftir umfjöllunarefni, deila þeim með öðrum notendum og fá daglegar ráðleggingar frá stjórnend- um appsins um áhugaverða hluti sem gaman er að fræðast um. Evernote Evernote- appið er ein allra besta leiðin til að skipuleggja sig. Notendur apps- ins geta skrifað niður allt sem þeir þurfa að gera, tekið myndir, útbúið „to-do“-lista og gert raddupptökur til að halda utan um markmið, áætlanir og ver- kefni dagsins. Þá er hægt að sam- ræma allar glósur sem gerðar hafa verið í öllum þeim tækjabúnaði sem þú býrð yfir og auðveldað þannig enn frekar að hafa yfirlit yfir allt sem þarf að muna. Til að auðvelda þér að halda utan um þær glósur og verkefnalista sem þú útbjóst í app- inu er hægt að flokka allt með því að merkja það með viðeigandi um- ræðuefni. Mathway Stærðfræði-appið Mathway er frá- bær leið til að fá ókeypis lausn á hinum ýmsu stærðfræðidæm- um. Notendur sem eru í basli með dæmi og vilja sjá hvort lausn þeirra sé eitthvað á réttri leið geta slegið það inn í appið og fengið lausnina eftir aðeins augnablik. Þá er hægt er að borga aukalega fyrir að fá einnig að sjá hvernig dæmið er leyst skref fyrir skref. Nú þegar eru lausnir við tugi milljóna dæma í gagnagrunni appsins en í boði er að fá lausnir á dæmum í algebru, hornaföllum og tölfræði svo eitthvað sé nefnt. Science Dictionary Science Diction- ary er eins konar Wikipedia-síða vísindanna því um er að ræða vísindaorðabók sem auðveldar þér að stunda nám í líf-, eðlis-, efna- og jarðfræði svo eitthvað sé nefnt. Auk þess að gefa notendum útskýr- ingar á ótal fræðiheitum fylgir þeim söguleg skýring en einnig má nálg- ast fjölmargar greinar og blogg um vísindi og fræðiheiti sem notuð eru innan þeirra. MyHomework MyHomework er frábær leið til að skipuleggja heimanámið. Skráðu allt sem er sett fyrir í dagatal og appið litar verkefnin sjálfkrafa í mismunandi litum eftir því hvenær á að skila þeim. Útbúðu verkefna- lista fyrir daginn og láttu appið minna þig á hvaða verkefnaskil eru framundan svo þú getir nú örugg- lega aldrei svikist undan heima- námi. Þá er einnig hægt að setja stundatöfluna inn í appið svo auð- velt sé að fletta upp hvenær þú átt að mæta í hvaða tíma. n n Fáðu glósur, kennslumyndbönd og stærðfræðilausnir í símann Hörn Heiðarsdóttir blaðamaður skrifar horn@dv.is Bestu öppin fyrir námsmenn Skipulag Tæknin getur komið sér vel fyrir fróðleiksfúsa námsmenn. Notum skóla- töskuna rétt Skólataskan leikur stórt hlutverk í lífi barns sem stundar skóla. Nauðsynlegt er að nemendur, foreldrar og samfélagið í heild sé meðvitað um áhrif rangrar notkunar skólatöskunnar á lík- amlega heilsu barna og ung- menna þar sem stoðkerfisvandi er vaxandi vandamál í nútíma- samfélagi. Landlæknisembættið tók saman nokkur haldgóð ráð fyrir foreldra til þess að vernda stoðkerfi barna sinna og í einni setningu má taka ráðin saman: Létta leiðin er rétta leiðin. En hvað skiptir máli varðandi skólatöskuna? Að pakka/raða í skólatösku: n Veljið rétta stærð af tösku fyrir bak barnsins. n Ekki er æskilegt að barn beri tösku sem vegur meira en 10% af líkamsþyngd. n Setjið þyngstu hlutina sem næst baki barnsins og raðið þannig að hlutir séu stöðugir og renni ekki til. n Farið daglega yfir það sem barnið ber með sér í og úr skóla. Gætið þess að barnið beri einungis þá hluti sem nauðsyn- legir eru þann daginn. n Þá daga sem taskan er yfir- hlaðin getur barnið t.d. borið íþróttatöskuna í fanginu; þá er minna álag á bakið. n Foreldrar geta aðstoðað börn sín við að raða í töskuna og hjálp- að til við að stilla hana; þá eru minni líkur á álagseinkennum. Að stilla skólatösku: n Báðar axlarólar skulu ávallt vera notaðar. Að bera töskuna á annarri öxlinni getur valdið því að hryggsúlan sveigist og haft í fór með sér sársauka og óþægindi. n Veljið skólatösku með vel bólstruðum axlarólum. Í öxlum og hálsi eru margar æðar og taugar. Ef mikill þrýstingur er á þessi svæði getur það valdið sársauka og dofa í hálsi, hand- leggjum og höndum. n Stillið axlarólar þannig að taskan liggi þétt við bak barns- ins. Brjóst- og mittisól á alltaf að nota en þær dreifa þunga töskunnar jafnt á líkamann og tryggja að axlarólar sígi ekki nið- ur af öxlum. n Neðsti hluti töskunnar á að hvíla við mjóbakið. Taskan á aldrei að ná lengra en 10 cm niður fyrir mitti. Taskan ætti ekki að vera breiðari en efri hluti baks til að hindra ekki eðlilegar hreyfingar handleggja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.