Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2013, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2013, Blaðsíða 34
„Ég varð þreyttur á hjakkinu“ 26 Fólk 9.–11. ágúst 2013 Helgarblað Þ ú ert ekki með segulband. Svoleiðis tók ég líka viðtöl á sínum tíma. Jökull Jakobs og Matthías Johannessen not­ uðu aldrei upptökutæki. Það þótti ófínt að vera með band. Þeirra viðtöl voru skrifuð af listfengi, líkust portrettmyndum,“ segir Egill þegar við tyllum okkur niður í stofunni heima hjá honum á Skólabrautinni. Blaðamaður hamrar á lyklaborðið á gamalli fartölvu, ekki laust við að hann fái samviskubit að vera ekki með skrifblokk og penna – svona eins og Jökull og Matthías. Egill segir mér að þetta sé eitt elsta íbúðarhúsnæðið í Reykjavík. Byggt árið 1856 í hjarta miðbæjar­ ins. Við hliðina á Agli býr rithöfund­ urinn Illugi Jökulsson með sinni fjölskyldu. Þeir Illugi og Egill eru vinir og samferðamenn – kynntust í hinni svokölluðu gáfumannaklíku í Menntaskólanum í Reykjavík, skóla sem þeir „droppuðu“ báðir úr en búa nú við hliðina á í dag. Hávær drengur „Ég er Vesturbæjarmaður, ólst upp á Ásvallagötunni, rétt hjá kirkju­ garðinum. Ég fékk að nokkru leyti kristilegt uppeldi. Afi var kristni­ boði, en svo var föðurfjölskyldan alveg trúlaus. Ég var líka mjög há­ vært barn. Kári Stefánsson, sem bjó í hverfinu, sagði að það hefði alltaf verið hægt að heyra í mér koma fyrir hornið,“ segir Egill og hlær þegar hann rifjar upp æskuárin í Vestur­ bænum. Það færist glampi í augu Egils þegar hann talar um uppvaxtar árin þó við stöldrum ekkert sérstaklega lengi við í fortíðinni. Hann segir mér að Egill Helgason hafi verið dreng­ ur sem elskaði borðtennis. Hann hafi spilað borðtennis látlaust í mörg ár, en reyndar líka alltaf verið bók­ hneigður. Þykir vænt um Framsókn „Ég fór í MR og varð þar hluti af mik­ illi gáfumannaklíku. Menn litu frekar stórt á sig. Þarna vorum ég og Illugi meðal annars og við hættum báðir í skólanum og fórum í blaðamennsk­ una. Þannig byrjaði þetta og við átt­ um eftir að fylgjast að – ég, Illugi, Hrafn bróðir hans, Gunnar Smári og fleiri – í gegnum mörg blöð, gjald­ þrot, skemmtilegar og erfiðar stund­ ir. Kannski má segja að við séum eins og ákveðin kynslóð í blaðamennsk­ unni. Og nú búum ég og Illugi hérna við hliðina á gamla skólanum okkar – sem við kláruðum ekki.“ Fyrsta vinna Egils var á helgar­ blaði Tímans, gamalgrónu fram­ sóknarblaði. „Við fórum inn í þetta á okkar forsendum. Við skrifuðum fyrir framsóknarmennina greinar um existensíalisma, Samuel Beckett, þýskan terrorisma og pönksveitina Utangarðsmenn. Ég man að við skrifuðum framhaldssögur sem margir lásu. Þær voru hrein della, gerðust í undirheimum Reykjavíkur. Blaðið var um tíma eins konar költ­ blað hjá ungu fólki …“ segir Egill og gerir örstutt hlé á máli sínu. „Mér hefur alltaf verið hlýtt til framsóknarmanna síðan þá. Halldór Ásgrímsson var formaður stjórnar blaðsins og þótti þetta framtak hjá okkur strákunum ágætt þó hann skildi kannski ekki alveg hvert við værum að fara. Það má kannski segja að ég hafi tilheyrt hópi blaða­ manna sem voru órólegir í andan­ um, við vorum í sukkinu um tíma, lifðum það af og vorum allir meira og minna sjálfmenntaðir – og auð­ vitað kokhraustir eftir því!“ Sagði nei við stríði Egill er þó ekki alveg ómenntaður þrátt fyrir að hafa aldrei klárað stúdentinn. Hann fór í alþjóðlegan blaðamannaskóla í Frakklandi eftir að hafa unnið í fimm ár á ýmsum miðlum á Íslandi. Í skólanum lagði hann áherslu á blaðamennsku á alþjóðlegum vettvangi. Hann vildi ekki einskorðast við Ísland, þetta litla málsvæði, heldur blundaði í honum þrá að geta talað til stærri hóps. Í hruninu varð Egill fastur gestur í heimspressunni og viðtöl hans við erlenda sérfræðinga og síð­ ar Julian Assange vöktu athygli langt út fyrir landsteinana. „Eftir námið í Frakklandi var mér boðið að fara til Afganistan og skrifa fréttir,“ segir Egill en þá voru það Sovét menn sem börðust í landinu. „Ég þorði því ekki þá. Sagði nei og valdi frekar að snúa aftur heim. Kannski voru það mistök. Kannski væri ég í dag þekktur stríðsfrétta­ ritari og hefði lifað ævintýralegu lífi eftir því, klæddur í khakiföt.“ Í staðinn vann Egill á hinum ýmsu blöðum á Íslandi. Hann lýsir þessum tíma sem ofboðslegum barningi, blöðin hafi oft farið á haus­ inn, það hafi komið mánuðir þar sem hann hafi ekki fengið útborgað, stundum hafi smávegis pening ver­ ið gaukað að starfsmönnum til að hafa í sig og á. Eða til að geta drukk­ ið um helgina. Hann hafi ekki upp­ lifað alvöru starfsöryggi fyrr en ferill hans í sjónvarpi hófst með þættin­ um sem nafn hans er tengt við í dag – Silfri Egils. Þunnir stjórnmálamenn „Það var árið 1999 sem þátturinn byrjar á Skjá Einum. Þá var stúdíóið í raun bara eins og bílskúr og maður hafði oft á tilfinningunni að enginn væri að horfa á þáttinn. Ég held að mörgum myndi bregða að sjá upp­ tökur úr þættinum núna í dag. Þetta var voða mikið svona Guðlaug­ ur Þór og Helgi Hjörvar að þræta. Við vorum á dagskrá snemma á Egill Helgason hætti í menntaskóla til að eltast við blaðamannadraum. Í dag er hann einn þekkt- asti sjónvarpsmaður þjóðarinnar, virtur álitsgjafi í erlendum fjölmiðlum og hefur leikið sig sjálfan í Hollywood-mynd. Hann kveður nú hið pólitíska þras til að eltast við hina ástina í lífi sínu, bókmenntagyðj- una sem fylgt hefur Agli frá unglingsárum. Blaða- maður tók Egil tali á heimili hans við Skólastræti í miðbæ Reykjavíkur og ræddi við hann um frægðina, kvíðann og framtíðina. Símon Birgisson simonb@dv.is Viðtal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.