Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2013, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2013, Blaðsíða 38
30 Fólk 9.–11. ágúst 2013 Helgarblað a ndleg heilsa samkyn- hneigðra stúlkna er mun verri en hjá samkyn- hneigðum strákum sam- kvæmt rannsókn Háskól- ans á Akureyri. 40% þeirra gera tilraun til sjálfsvígs. Sigríður Bein- teinsdóttir náði að halda velli á unglingsárunum með jákvæðni að vopni þrátt fyrir að fordómar þá hefðu verið miklir og foreldrar hennar sagt henni að leita læknis þegar hún sagði þeim frá samkyn- hneigð sinni. Sigga er sláandi ungleg, þrátt fyrir að hafa haldið upp á fimm- tugsafmæli sitt í fyrra. Engin þreytumerki að sjá á henni þrátt fyrir að hún og sambýliskona hennar, Birna María Björnsdóttir, hafi í nógu að snúast með tveggja ára tvíbura sína, þau Viktor Bein- tein og Alexöndru Líf. „Þau voru að byrja á leikskóla, stubbarnir mínir,“ segir hún glöð í bragði. „Því fylgir eins og foreldrar vita, mikið stúss. Þau eru líka á þessum aldri, er það ekki kallað „the terrible twos“? Margfaldaðu það með tveimur!“ segir Sigga og skellihlær og segir þær mæður lítið hafa sofið síðustu tvö árin. „Maður horfir varla á sjónvarp- ið lengur og þakkar fyrir að komast í rúmið þegar þau eru sofnuð. Það hefur margt breyst,“ segir hún. Kynntust á fljúgandi ferð Sigga og Birna kynntust á fljúgandi ferð. Sigga hafði skilið eftir tíu ára samband og þegar hún átti síst von á, lágu leiðir þeirra saman. „Ég var á hjóli og hún á línuskaut- um, okkar fyrstu kynni urðu því á miklum hraða,“ segir hún og hlær. Framhaldið þróaðist hratt í takt við fyrstu kynnin eins og oft þegar ástin er heit. Tveimur árum síðar ákváðu þær að eignast saman börn. „Við höfðum báðar haft mikinn áhuga á því að eignast börn. Ég hef alltaf elskað börn, verið mikið með börn systkina minna og hef alltaf unnið mikið með börnum sem ég hef mikla unun af. Áður en ég hitti Birnu var ég alltaf að fresta og fresta. Það var alltaf eitthvað í veginum, framinn og einhver verkefni. En svo líður tíminn svo hratt. Hjá mér og Birnu var tíminn kominn. Það var annaðhvort núna eða aldrei.“ Auðveldara fyrir konur Barneignir samkynhneigðra eru sjálfsagt mál í dag og umræðan for- dómalausari en þegar Sigga var að alast upp. Leiðin er greiðari fyrir konur en karla í þessum efnum, eðli málsins samkvæmt. „Það er auðveldara fyrir samkynhneigðar konur að eignast börn en karla, það eru mörg stráka- pör sem ég þekki sem hafa mikinn áhuga á að eignast börn en það er bara mjög erfitt, fyrir þá,“ segir Sigga. „Það kom síðan auðvitað aldrei annað til greina en að Birna gengi með barnið. Það var ákvörðun frá fyrsta degi enda er hún tólf árum yngri en ég.“ Grét þegar börnin komu í heiminn „Svo kom í ljós að Birna gekk með tvíbura og þá fór hausinn á mér á fleygiferð. Nógu mikilli ferð var hann á áður. Ég var alltaf að passa allt og segja henni að fara varlega,“ segir hún og brosið gefur til kynna að hún hafi verið óþreytandi í því hlutverki. „Þetta var skemmtileg- ur tími og guð minn góður að sjá tvö heilbrigð börn koma í heiminn. Ég grét af gleði og er svo rosalega þakklát fyrir að hafa fengið þetta tækifæri. Þetta var stærsta stund lífs míns.“ Gæti hugsað sér að eignast heilt fótboltalið Sigga er sjálf alin upp í stórri fjöl- skyldu, er miðjubarn í sjö systkina hópi. Hún kann vel við fjörið sem fylgir barnafjöldanum en það er feykinóg í bili að hugsa um tvö fjör- mikil börn. „Þau eru yndisleg og við erum ekkert búnar að ákveða frekari barneignir. Það er nóg að gera hjá okkur eins og er. Við köllum þá himna- sendinguna okkar. Það toppaði svo allt að fá stelpu og strák, best í heimi. Þau eru miklir gleðigjafar og sprelligosar.“ Samstilltar mæður Þær eru samstilltar í uppeldinu og Sigga segir að móðurhlutverkið hafi ekki snúið neinu á hvolf hjá þeim. Þær hafi báðar gaman af hlutverkinu. „Ég held að við séum nokkuð samrýndar í uppeldi. Auðvitað held ég að móðurhlutverkið hafi breytt mér að ýmsu leyti en það var að sama skapi mér mjög eðlilegt. Ég hef alltaf verið með mjög mikið af börnum í kringum mig.“ Það er ekki öllum gefið að höndla hamingjuna. Sá Sigga fyrir sér að hún myndi verða tví- buramóðir í Kópavoginum í ham- ingjusömu sambandi? Hún hristir höfuðið. „Ég sá þetta aldrei fyrir mér. En ég óskaði þess. Maður óskar öllum þess. Þetta líf er svo stutt, maður veit ekki hvað maður fær að lifa lengi. Maður verður að hugsa um að hafa gam- an í þessu lífi. Þess vegna held ég að þeir sem eiga erfitt með tilveru sína, þeir verði að fara eftir tilfinn- ingunni sinni. Maður verður að njóta lífsins, því maður veit ekki hvort maður fær morgundaginn.“ Unglingsárin erfiður tími Talið berst að rannsókn Háskólans á Akureyri sem leiddi í ljós að samkynhneigðum stúlkum líði almennt verr andlega en samkyn- hneigðum strákum. Einnig sýndu niðurstöður að almennt er andleg heilsa samkynhneigðra ungmenna verri en hjá jafnöldrum þeirra. Niðurstaðan kom rannsóknar- aðilum á óvart því þeir höfðu haf- ið rannsóknina með þá tilgátu að samkynhneigðum strákum liði verr en samkynhneigðum stúlkum. „Ég er líka hissa á þessu. Ég hélt að strákum liði verr. En þegar ég hugsa samt dýpra um þessa niður- stöðu þá gæti ég trúað því að stelpur Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Viðtal Sigríður Beinteinsdóttir söng kona hefur aldrei falið samkynhneigð sína en hún hefur hins vegar haldið einkalífi sínu fjarri sviðsljósi fjölmiðlanna. Kristjana Guðbrandsdóttir ræddi við Siggu sem sagði henni frá unglingsárunum, þegar hún fikraði sig í átt að sátt við sjálfa sig, tvístígandi því hún var hrædd við höfnun. Reyndi að passa í normið „Þau spurðu mig hvort ég þyrfti ekki að leita læknis Sátt og stolt Sigga hélt einka- lífinu frá sviðsljósi fjölmiðlanna þar til hún eignaðist börn. mynd KriStinn mAGnúSSon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.