Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2013, Qupperneq 12
12 Fréttir 9.–11. ágúst 2013 Helgarblað
A
llt í kringum þetta er búið
að vera mjög flóttakennt.
Ég er búin að upplifa flótta
frá læknum og það vill
enginn tala almennilega
við mig. Það er eins og þeir viti upp
á sig sökina,“ segir Margrét Friðriks
dóttir sem missti móður sína, Hildu
Hafsteinsdóttur, í byrjun apríl á
þessu ári. Hilda var 63 ára þegar hún
lést.
Þrátt fyrir að fjórir mánuðir séu
liðnir frá andláti móður Margrétar
og krufning hafi farið fram, liggur
dánarorsökin enn ekki fyrir. Henni
finnst seinagangurinn vanvirðing
við aðstandendur. Þá er Margrét
mjög ósátt við þá meðhöndlun sem
móðir hennar fékk í heilbrigðiskerf
inu. Hún telur að skortur á upplýs
ingagjöf og samstarfi á milli lækna á
mismunandi heilbrigðisstofnunum
hafi orðið til þess að fársjúk móðir
hennar fékk ekki viðeigandi læknis
hjálp. Það hafi að lokum orðið henni
að bana.
Engar bráðabirgðaniðurstöður
„Læknarnir sögðu mér að það tæki
þrjá til fjóra mánuði að fá niður
stöður úr krufningu, en þegar ég
hringdi og spurðist fyrir núna, fjór
um mánuðum síðar, þá fékk ég
þær upplýsingar að þetta tæki að
minnsta kosti hálft ár,“ segir Margrét.
En bráðabirgðaniðurstöður krufn
ingar liggja heldur ekki fyrir.
Móðir Margrétar greindist með
krabbamein í febrúar á þessu ári og
var með meinvörp á stærð við epli
í hálsinum. Að sögn Margrétar vilja
læknarnir þó ekki meina að krabba
meinið hafi dregið móður hennar til
dauða.
Sagði ekki frá veikindunum
Það var tannlæknir sem fyrst kom
auga á meinið í hálsi Hildu og sendi
hana áfram til háls, nef og eyrna
sérfræðings. Í kjölfarið var hún
greind með krabbamein, en sagði
engum frá veikindum sínum. Ekki
einu sinni dóttur sinni. Margrét vissi
því í raun ekki hve alvarlega veik
móðir hennar var fyrr en eftir að hún
lést. Hún vissi þó að eitthvað var að
hrjá hana og að hún hefði leitað til
læknis vegna þykkildis í hálsinum.
„Hún virðist hafa verið í einhverri
afneitun og vildi greinilega halda
þessu fyrir sjálfa sig. Hún sagði við
mig að læknarnir vissu ekki hvað
þetta væri, en þetta væri allavega
ekki krabbamein. Og ég hugsaði
aldrei út í að þetta gæti verið krabba
mein.“
Tvisvar á dag í mælingu
Margrét vissi að læknarnir vildu
skera Hildu upp og fjarlægja þykk
ildið en hún var með allt of háan
blóðþrýsting sem þurfti að ná tökum
á áður. „Efri mörkin hjá henni voru í
200,“ segir Margrét, en ekki er æski
legt að efri mörk blóðþrýstings séu
hærri 140 og neðri mörk 90. „Hún
fékk lyfseðil fyrir blóðþrýstings
lyfjum og þeir sögðu að hún þyrfti
að koma tvisvar á dag upp á spítala
í mælingu. Hún sem notaði bara
strætó, var ekki á bíl.“ Hilda sagði
engum frá því heldur og Margréti
finnst mjög skrýtið að læknarnir
hafi ekki spurt hvernig hún kæmist
á milli staða og hvort það væri ekki
einhver sem gæti hjálpað henni.
Héldu að hún væri einstæðingur
Lyfin virtust ekki hafa áhrif á Hildu
og hún óskaði því eftir að vera sett
á önnur lyf. Að sögn Margrétar, var
hún þá orðin ansi veik. „Ég fór til
hennar með vörur úr apótekinu og
hún var mjög föl og veik að sjá. Þá
sást bólgan á hálsinum mjög vel.
Hún stóð út úr hálsinum á henni
hægra megin og það blæddi heiftar
lega innan frá.“ Þegar Margrét horfir
til baka, með þá vitneskju sem hún
hefur nú um veikindi móður sinnar,
skilur hún ekki af hverju hún var ekki
lögð inn á spítalann. Sérstaklega
fyrst hún þurfti að vera undir stöð
ugu eftirliti vegna blóðþrýstingsins.
„Auðvitað hefðu þeir átt að halda
konunni á spítalanum, hún var
orðin það veik. Og ég var aldrei látin
vita, sem nánasti aðstandandi.“
Margrét spurði út í það á spítal
anum, eftir að móðir hennar lést, af
hverju hún hefði ekki verið látin vita
af veikindunum þar sem hún var
skráð nánasti aðstandandi hennar.
„Skýringin var að þeir hefðu frétt að
hún ætti engan að. Hún væri bara
einstæðingur og þeir könnuðu það
ekkert frekar.“
Fékk svefnlyf hjá heimilislækni
Þetta var um síðustu páska, en eftir
páska leitaði Hilda til heimilislæknis
síns. Þá átti hún í erfiðleikum með
svefn og vildi fá svefnlyf. Að sögn
Margrétar virðist heimilislæknirinn
ekki hafa gefið veikindum
hennar gaum. Hilda sagðist vera í
einhverjum rannsóknum á spítal
anum en læknirinn virðist ekki hafa
kannað það neitt frekar. Bara látið
hana hafa lyfseðil fyrir svefnlyfjum.
„Þegar ég spurði hann út í málið þá
sagðist hann bara hafa haldið að
hún væri í rannsóknum.“ Margrét
segir að læknirinn hafi viðurkennt
að Hilda hafi verið veikluleg að
sjá. „En hann tékkaði ekkert bet
ur á henni. Sagði að hún hefði bara
komið að biðja um svefnlyf.“ Hilda
lést um nóttina.
Margrét telur líklegt að móðir
hennar hafi verið með einhverja
sýkingu út frá meinvarpinu í hálsin
um. Enda hafi blætt úr hálsinum á
henni og hún virtist vera með hita.
„Hún sagði við mig að þetta hlyti að
hafa sprungið því það kom blóð út úr
henni og hún kvartaði undan vondu
bragði. Hún reyndi allt til að hjálpa
sjálfri sér konan.“
Engin samvinna á milli stofnana
„Þetta lítur þannig út í mínum aug
um að heilbrigðisstofnanir á Íslandi
séu ekki að vinna saman. Þetta er
mjög stórt vandamál. Heilsugæslan,
Læknavaktin og spítalinn eru ekki að
vinna saman. Það fyllir mann miklu
óöryggi að hugsa til þess. Mér finnst
lágmark að þessar fáu heilbrigðis
stofnanir á Íslandi vinni saman.
Þetta er til háborinnar skammar,“
segir Margrét og er mikið niðri fyrir.
Hún segir heimilislækninn til
að mynda ekki hafa vitað að móðir
hennar væri með krabbamein.
„Þetta leyndi sér samt ekki neitt,“
segir Margrét og bætir við að það
hafi heyrst á rödd hennar að það var
eitthvað sem þrýsti á hálsinn.
Margrét telur að móðir hennar
væri á lífi í dag hefði hún verið lögð
inn á spítala og verið undir stöðugu
eftirliti þar. „Það er spurning hvort
hún kannski hafi bara ofkeyrt sig. Hún
var ekki í neinu ástandi til að ferðast
tvisvar á dag upp á spítala með strætó
í blóðþrýstingsmælingu. Ef þeir hefðu
fundið rúm fyrir hana uppi á spítala,
þá væri hún hérna í dag,“ segir Mar
grét sannfærð. „63 ára er enginn ald
ur til að deyja. Það er mikið langlífi í
minni fjölskyldu og mamma hélt hún
yrði 100 ára,“ bætir hún við. En móðir
Hildu lifir dóttur sína.
Vita ekki hvenær hún lést
Margrét fann móður sína látna í
rúmi sínu þann 4. apríl síðastliðinn,
en læknar gátu ekki staðfest að hún
hefði látist þann dag. Báru þeir með
al annars fyrir sig hátt hitastig í íbúð
inni, sem villti um fyrir þeim. Sjálf
telur Margrét að móðir hennar hafi
jafnvel látist þremur dögum fyrr. „Ég
var búin að reyna að ná í hana í þrjá
daga og var auðvitað farin að hafa
miklar áhyggjur af henni. Ég var vön
að tala við hana allavega einu sinni á
dag.“ Margrét lét lögregluna að lok
um brjótast inn til móður sinnar og
í póstkassanum blöstu við dagblöð
síðustu daga, óhreyfð. „Mamma
fór í póstkassann á hverjum degi.
Hún elskaði að lesa blöðin og þetta
var hennar dægrastytting,“ segir
Margrét, en ósnert blöðin eru vís
bending um að móðir hennar hafi
látist þremur dögum áður en hún
fannst.
Margrét segir að ef hún hefði
vitað hve alvarleg veikindi móður
hennar voru þá hefði hún setið yfir
henni dag og nótt. „Mamma mín var
að burðast með mjög erfið veikindi
án þess að ég hefði hugmynd um
það.“
Læknar vissu ekki af andlátinu
Þann 9. apríl, eða fimm dögum eftir
að Hilda lést, var svo hringt í Margréti
af spítalanum. „Þá vissu þeir ekki
að hún væri látin,“ segir Margrét og
á þar við læknana á sömu deild og
blóðþrýstingur móður hennar hafði
verið mældur tvisvar á dag vikurnar
áður. „Þá ætlaði hann loksins að
fara að segja mér frá veikindunum
hennar. Ég sagði honum að hann
væri nokkrum dögum of seinn, því
mamma væri dáin. Hann var mjög
hissa á því.“ Margrét segist engu að
síður hafa verið búin að hringja upp
á umrædda deild og láta vita af and
látinu.
Hún segir þetta vísbendingu um
að samstarfi lækna á milli stofnana
sé ekki bara ábótavant, heldur einnig
inni á sömu heilbrigðisstofnun, eins
og virðist hafa gerst í tilfelli móður
hennar. „Þetta er rosaleg sorgleg
saga og þetta er skelfilegt fyrir móður
mína og aðstandendur. Hún gerði
allt til að leita sér hjálpar en þetta
er niðurstaðan. Fólk verður að geta
treyst á heilbrigðiskerfið,“ segir Mar
grét sem vonast til að sorgarsaga
móður sinnar verði til þess að vand
að verði betur til verka í framtíðinni
við meðhöndlun sjúklinga. „Það er
verið að tala um að byggja nýjan spít
ala fyrir einhverja milljarða. En mér
finnst lágmark að byrja á grunninum
og láta þetta virka. Maður heyrir allt
of oft af læknamistökum, því mið
ur. Að sjálfsögðu eru góðir læknar á
Íslandi en maður finnur fyrir því að
ástandið hefur versnað til muna eftir
hrun.“ Margrét bendir á að læknar og
heilbrigðisstarfsfólk flykkist úr landi
og gerir sér grein fyrir því að álag
ið á þeim sem eftir eru sé mikið. „En
ástæðan er sú að það er búið að leyfa
endalausan niðurskurð í heilbrigðis
kerfinu. Ég held að forgangsröðunin
sé mjög röng hér á landi,“ segir Mar
grét að lokum. n
„63 ára er enginn
aldur til að deyja“
n Segir skort á upplýsingum hafa dregið móður sína til dauða n Dánarorsök ekki vituð
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
blaðamaður skrifar solrun@dv.is
Leiði Hildu Móðir Margrétar
var 63 ára þegar hún lést.
Margrét telur að hún væri á lífi
í dag ef hún hefði fengið rétta
meðhöndlun hjá læknum.
Myndir: KriSTinn MagnúSSon
„Auðvitað hefðu
þeir átt að halda
konunni á spítalanum