Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2013, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2013, Blaðsíða 36
28 Fólk 9.–11. ágúst 2013 Helgarblað sunnudögum og fólk var að mæta í alls konar ástandi, sumir voru þunn­ ir meðan aðrir voru enn í því. Lang­ flestir höguðu sér þó vel. En þegar maður er kominn í Ríkissjónvarpið þá breytast leikreglurnar og allir passa sig betur. Það varð settlegra.“ Sigurveig, eiginkona Egils, hefur hellt upp á kaffi og hlé verður á spjallinu. Heimili Egils er látlaust, enginn íburður eða góðærishús­ gögn. En ofan á píanói í stofunni eru verðlaunastyttur til sýnis. Þetta eru Eddurnar sem Egill hefur fengið fyr­ ir Silfrið og Kiljuna. Og við hlið verð­ launagripanna er hvít marmara­ stytta af brúnaþungum manni. Þetta er Ludwig van Beethoven og nótna­ hefti með píanósónötum meistarans liggja við píanóið. „Hann Kári er góður píanisti,“ segir Egill og bendir á nóturnar. Kári er sonur Egils og spilar bæði djass og klassísk píanóverk. Kann því vel að vera frægur Aðspurður hvort frægð hans hafi farið í taugarnar á syni hans er Egill fljótur til svars: „Nei. Það hefur kannski stundum farið í taugarnar á honum þegar hann er spurður hvort hann sé sonur „silfur Egils“. Krakk­ arnir kalla mig oft Silfur, hrópa það jafnvel á eftir mér! Annars hef ég kunnað því ágætlega að vera þekkt­ ur. Þegar maður er í sjónvarpi á maður samtal við þjóðina og það er bilun ef maður ætlar að setja sig háan hest. Mér finnst til dæm­ is notalegt þegar ég kem út á land og fæ hlýjar móttökur hjá fólki sem þekkir mig úr sjónvarpinu. Það vilja margir spjalla og ég reyni að koma fram við alla eins og þeir séu vinir mínir eða kunningjar. Þegar þú ert fastagestur á heimilum allra lands­ manna verður þú ósjálfrátt kunningi fólks.“ Egill játar því þó að stundum þurfi hann frí frá hinum íslenska hversdagsleika. Hann kunni því vel að láta berast með straumnum í er­ lendum menningarborgum þar sem enginn hrópar nafn hans úti á götu. Ást Egils á Grikklandi er vel þekkt en þangað hefur hann farið yfir sum­ artímann, lagt stund á nám í grísku og kynnst menningu og þjóð. Grikk­ land er hans annað heimili. „Ég fer mikið til útlanda og þar er fínt að vera ekki þekktur. Það er góð afslöppun. Reyndar kemur fyrir að fólk kannist við mig þegar ég er erlendis. Ég var mikið í við­ tölum í erlendum fjölmiðlum eftir hrunið, ég var til dæmis fastagestur í japönsku sjónvarpi og varð nán­ ast talsmaður Íslands á tímabilinu. Það tók nánast öll heimspressan við mann viðtöl. En það heldur mér samt á jörðinni að fara til útlanda og upplifa það að vera bara eins og hver annar óbreyttur ferðamaður. Það væri í rauninni fáránlegt að miklast af því að vera frægur á Ís­ landi – maður þarf ekki annað en að fara til Færeyja, og þá þekkir mann enginn.“ Hætti að drekka Frægðin hefur einnig haft það í för með sér að heimur Egils hefur smækkað. Hann segist fara minna út úr húsi en áður. Og kvöldheim­ sóknir á öldurhús tilheyra fortíð­ inni. Hann er orðinn afar heimakær og nánast kvíðinn þegar mannfagn­ aðir eru framundan. „Ég hætti að drekka vín fyrir mörgum árum. Fór ekki í meðferð eða svoleiðis. Hætti bara. Eftir því sem Silfrið varð vinsælla fann maður fyrir meira áreiti þegar mað­ ur fór út á kvöldin. Það vilja allir tala við mann og hafa skoðanir á því sem maður er að gera, sama í hvernig ástandi fólk er,“ segir Egill. Hann hikar í örstutta stund. Verður hugsi. „Svo kom upp atburð­ ur sem mér fannst dálítið yfirþyrm­ andi. Ég var á Akureyri ásamt Sig­ urveigu, þátturinn var tiltölulega nýbyrjaður og af einhverri ástæðu þá vildi mikill fjöldi fólks tala við mig. Stór hópur elti mig um göturn­ ar um miðja nótt og við urðum dá­ lítið skelkuð. Ég fer helst ekki út að næturþeli um helgar og er í dag af­ skaplega heimakær. Ég var partím­ aður í gamla daga en nú er félagslífi mínu fullnægt með morgunkaffi upp á Kaffifélagi á Skólavörðustígnum.“ Egill bendir á stútfullar bóka­ hillurnar í stofunni þar sem öllu ægir saman, heimsbókmenntir, reyfarar og ævisögur – Boris Pasternak og Maó Tse Tung. „Ég á góðan félags­ skap í bókunum. Ég les mikið. Gæti ekki hugsað mér að vera leikhús­ gagnrýnandi. Ég kvíði því ef ég þarf að fara út á kvöldin. Bækur eru góð­ ar fyrir mig. Ég reyni að lesa allar þær bækur sem við fjöllum um í Kiljunni. Annað væri dónaskapur við höf­ undana.“ Aftur á byrjunarreit Nú þegar Egill segir skilið við Silfrið, pólitíkina og dægurþrasið, má segja að hann sé kominn aftur á byrjunar­ reit í blaðamennskunni. Hann hlakk­ ar til nýrra verkefna – að halda áfram með Kiljuna, auk þess sem hann vinnur að stórri þáttaröð um íslensk­ an menningararf í Vestur heimi. „Ég byrjaði í menningunni. Það var langur tími sem ég vissi ekki neitt um pólitík. Hafði varla hugmynd um hver var forsætisráðherra og ekki nokkurn áhuga á því heldur. Ég lifði fyrir bókmenntir, heillaðist ungur af T.S. Elliot, þýddi The Wasteland og fékk birt í skólablaðinu í MR Það var ekki fyrr en ég nálgaðist þrí­ tugt sem ég byrjaði að fá áhugann á pólitíkinni. Bókmenntirnar hafa alltaf vegið þyngra. Bækur lifa líka lengur en pólitíkusar,“ segir Egill. „Ég hafði líka alltaf trú á Kiljunni. Það urðu margir fúlir að einhver fjöl­ miðlagaur væri fenginn til að fjalla um bækur í staðinn fyrir háskóla­ menntaðan bókmenntafræðing. En ég vissi að þáttur um bókmenntir hér á landi yrði að vera bæði alþýðlegur og upplýsandi,“ segir Egill og bætir við að margir hafi gagnrýnt hann í upphafi fyrir að fá Braga Kristjóns­ son í Bókinni til liðs við þáttinn. „Neftóbakskarl að segja skrýtnar sögur. Mér finnst það dásamlegt,“ segir Egill og það er syngjandi í rödd hans. Hann segir samstarfið við Braga gefandi. Það sé að sumu leyti mikilvæg skrásetning. „Þetta er svona þjóðlegur fróðleikur, sögur af fólki“ og nú er það Egill sem grettir sig. „Ég fyrirleit reyndar alltaf þjóð­ legan fróðleik þegar ég var ungur, en nú þegar ég er orðinn eldri fíla ég þjóðlegheitin í tætlur.“ Kiljan mun á komandi vetri breyt­ ast úr aukastarfi í aðalstarf Egils. Sú breyting hugnast honum vel. Hann segist hafa verið búinn að fá leið á endurtekningunni sem fylgdi Silfri Egils. „Ætli ég hafi ekki fyrst hugsað um að hætta fyrir um tveimur árum. Sumir hafa velt því fyrir sér hvort mér hafi verið ýtt út. Svo var ekki. Ég nefndi við mína yfir menn á þessum tíma að ég væri að íhuga að hætta og stóð svo við það.“ Egill heldur áfram: „Ég varð bara þreyttur á hjakkinu – að sjá hvernig pólitíkinni verður ekki ágengt. Tök­ um sem dæmi þessa ríkisstjórn; hún kemst til valda með því að lofa hlut­ um sem hún getur ekki staðið við. Hún hefur bara ekki völdin sem til þarf. Og það er rifist um allt.“ Reynt að kúga RÚV Talið berst að fjölmiðlamarkaðnum í heild sinni og ekki hægt að sleppa því að minnast á stöðu RÚV. Egill segir nýtt útvarpsráð ágætlega skip­ að, það sé ekki bruðlað á RÚV og starfsfólk vinni sína vinnu af heil­ indum og trúmennsku. „Ástandið á RÚV var mun verra í gamla daga. Þá fann maður mun meira fyrir hin­ um pólitísku afskiptum, fréttamenn voru ráðnir á pólitískum forsend­ um og andrúmsloftið var annað. Það sem ég er hræddur við núna er að ákveðin öfl í samfélaginu séu að reyna að hræða Ríkisútvarpið, kúga menn til undirgefni. Þetta virkar nánast eins og fyrirbyggjandi að­ gerðir, til að losna undan gagnrýni.“ Egill segist ekki geta varið stöðu RÚV á auglýsingamarkaði. Það sé ekki hans að ákveða. Nýlegur leiðari Mikaels Torfasonar, ritstjóra Frétta­ blaðsins, þar sem RÚV var harka­ lega gagnrýnt vakti athygli og virtist sem spenna væri hlaupin í samskipti RÚV og 365. „Mér finnst Mikael vera að ganga erinda eigenda blaðsins. Ástandið á 365 og Mogganum er ekkert ann­ að en sorglegt. Mogginn er í eigu út­ gerðarmanna – með þetta davíðska agenda sitt – ritstjóra sem er alltaf að verja sjálfan sig og sína arfleifð. Og ég get ekki séð betur en að á 365 sé verið að ýta út öllum alvöru blaða­ mönnum. Hvort sem það er gert í sparnaðar skyni eða af því blaða­ mennirnir eru of sterkir. Svo er DV sem berst í bökkum en reynir að sýna metnað í fréttum og menningu. Maður ber virðingu fyrir því,“ segir Egill. „Þetta ástand sýnir vel hve nauðsynlegt Ríkisútvarpið er. Enda rekur hvert einasta land sem við ber­ um okkur saman við ríkisfjölmiðil. Þeir reyndu að leggja ríkisfjölmiðil­ inn niður á Grikklandi og það varð allt vitlaust.“ Dauði dagblaðsins Egill er virkur bloggari og hefur ver­ ið frá árinu 2000 þegar hann byrjaði að blogga og hefur haldið því áfram nánast upp á dag. Hinir hefðbundnu fjölmiðlar, sér í lagi dagblöðin, eiga undir högg að sækja úti um allan heim. Ástæðan er auðvitað netið, þessi upplýsingabylting. Egill hefur fylgst með breytingunum og í raun verið í auga stormsins. „Við erum að horfa upp á dauða hefðbundinna dagblaða og mikla breytingu á allri hefðbundinni blaðamennsku. Í dag horfa menn á mína þætti á netinu til jafns í sjón­ varpi. Þetta er allt annar veruleiki. Efnið öðlast annað líf á netinu. Það hafa þúsundir horft á brot úr Silfr­ inu sem voru klippt saman og sett á Youtube. Það er auðvelt að heillast af þessum heimi en mér finnst hann að sama skapi svolítið skelfilegur.“ Nauðsynlegt sé að hafa fjöl­ miðla með bolmagn til að skrifa fréttir, borga alvöru fólki fyrir rann­ sóknarvinnu og greiningar. „Ég dýrka fjölmiðla á borð við New York Times og Guardian. Þetta eru miðl­ ar sem byggja á því að borga fólki sem hefur menntun og þekkingu laun fyrir sína vinnu. Fjölmiðill sem getur ekki borgað laun er einskis virði. Það verða að vera til miðlar sem geta borgað fyrir sérfræðiþekk­ ingu og þeir eru ekki á netinu. Þess vegna finnst mér stóru dagblöð­ in og ríkisfjölmiðlarnir aldrei hafa verið mikilvægari en nú. Glundroð­ inn á netinu er svo mikill og auð­ velt fyrir öskurapana að afvegaleiða umræðuna. Brynjar Níelsson varpar fram einhverri rökleysu og hálf þjóð­ in er farin í öskurkeppni af þeim sök­ um.“ Boðið í pólitík Aftur berst talið að pólitíkinni sem Egill segir að sé „óhollt“ umhverfi. „Mér hefur staðið til boða að fara í pólitík. Ég hefði getað orðið þing­ maður í þar síðustu kosningum – árið 2009. Ég vildi það ekki, kon­ an vildi það ekki og ég held ég hefði aldrei getað beygt mig undir þetta svokallaða flokksræði eða talað gegn minni sannfæringu í málum.“ Núna skýtur Framsóknarflokk­ urinn aftur upp kollinum – hvaða flokkur hafi leitað hófanna hjá Agli. „Jú, það var Framsókn. Sigmundur Davíð kom að máli við mig. Það hafa löngum verið kærleik­ ar okkar á milli og hann bauð mér að ganga til liðs við flokkinn. Ætli ég væri ekki utan ríkisráðherra í dag hefði ég þekkst boðið – eða tauga­ hrúga!“ segir Egill og hlær. Leikur sig sjálfan Kaffið er farið að kólna og tíminn að styttast, en að lokum; hvað stendur upp úr að mati Egils? „Ég er ekki stoltur yfir öllu þras­ inu. Það er víst,“ segir Egill. „Ég er ánægður með að hafa hleypt fleiri einstaklingum inn í þjóðmála­ umræðuna. Áður en Silfrið kom til sögunnar voru það nær eingöngu stjórnmálamennirnir og talsmenn hagsmunahópa sem voru kallað­ ir til sem álitsgjafar. Ég reyndi að breikka þennan hóp, hleypa að fólki með fjölbreyttari bakgrunn, blaða­ mönnum, háskólafólki og fulltrúum almennings. Ég er líka stoltur yfir þeim við­ tölum sem ég tók við útlendingana. Það er ekki sjálfgefið, þegar maður er með þátt á Íslandi, að fá nóbels­ verðlaunahafa í settið. Ég kom inn í bókabúð í New York fyrir nokkru og leit yfir bækurnar um málefni líð­ andi stundar og sá mér til ánægju að ég hafði tekið viðtal við flesta bóka­ höfundana í hillunni. Ég hitti líka Julian Assange og tók viðtal við hann áður en hann varð frægur. Og nú er maður orðinn leikari í Hollywood­ mynd um Wikileaks – ef þeir hafa ekki klippt út senuna með mér. Ætli það sé ekki ákveðinn topp­ ur á ferlinum – að leika sig sjálfan í Hollywood–mynd?“ n „Glundroðinn á netinu er svo mikill og auðvelt fyrir öskurapana að afvega­ leiða umræðuna. Brynjar Níelsson varpar fram ein­ hverri rökleysu og hálf þjóðin er farin í öskur­ keppni af þeim sökum. „Við skrifuðum fyrir framsóknar­ mennina greinar um ex­ istensíalisma, Samuel Beckett, þýskan terror­ isma og pönksveitina Utangarðsmenn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.