Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2013, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2013, Blaðsíða 39
N ýleg rannsókn á vegum Háskólans á Akureyri gefur til kynna að andleg heilsa samkynhneigðra unglinga sé verri en hjá jafnöldrum þeirra. Niðurstað­ an er sú að samkynhneigð ung­ menni í tíunda bekk grunn­ skóla eru 25 sinnum líklegri til að hafa endurtekið reynt sjálfs­ víg en jafnaldrar þeirra og er ein­ elti stærsti áhrifaþáttur þess. Þá kemur einnig fram að samkyn­ hneigðum stúlkum líður almennt verr en samkynhneigðum strák­ um en um 40% samkynhneigðra stúlkna höfðu reynt sjálfsvíg. „Mér finnst þetta vísbending um að það sé full ástæða til að hafa áhyggjur,“ segir Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Samtak­ anna ’78, en DV ræddi við hana um þessar sláandi niðurstöður. „Ef það er þannig, af einhverj­ um ástæðum, að stelpunum líði verr en strákunum og kannski byrgi hluti meira inni þá er það eitthvað sem við þurfum að taka mjög alvarlega og vinna með af því að það skiptir auðvitað mestu máli að yngsta fólkinu okkar líði vel með sig þegar það er að vaxa og þroskast.“ Gagnkynhneigða normið sterkt „Kannski er stelpum að ein­ hverju leyti ýtt meira inn í gagn­ kynhneigða normið og eiga auð­ veldara með að festast í því. Það er eitthvað sem ég get tengt ágæt­ lega við sjálf út frá minni reynslu vegna þess að það að koma út úr skápnum krefst þess að maður stígi út fyrir þægindarammann og spyrji sig áleitinna spurninga. Hjá mér var það reyndar ekki þannig að ég væri beinlínis með­ vituð um það að ég væri örugg­ lega lesbía heldur var ég bara kannski ekki búin að spyrja mig réttu spurninganna. Kynhneigð er nefnilega ekki svarthvít.“ Anna segist hrifin af þeirri kenningu að kynhneigð fólks sé á rófi fremur en flokkaskipt. „Ég held að fæst okkar séu al­ veg úti í öðrum hvorum endan­ um á rófinu. En það getur verið mjög auðvelt að ganga inn í það norm sem að samfélagið ýtir að manni alls staðar því ef maður horfir á þau skilaboð sem koma frá kvikmyndum, sjónvarpsþátt­ um og tónlistarmyndböndum þá sér maður að gagnkynhneigða normið er ennþá mjög sterkt.“ „Hinsegin fólk er alls konar“ Anna segir hinsegin persón­ ur í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum yfirleitt miklar staðalímyndir sem eigi sér litla stoð í raunveruleikanum. „Það er oft þannig að ef það er hinsegin fólk í kvikmyndum eða þáttum þá eru það oft jaðar­ karakterar sem eru hlægilegir og í þeim dúr að fólk á kannski erfitt með að samsama sig þeim,“ seg­ ir hún og bætir við að gamlar steríó týpur valdi því jafnvel að sumu fólki finnist það þurfa að breyta sér að einhverju leyti eða að það telji það ekki passa við sinn persónuleika að vera hinsegin. „Sem er náttúrlega bull af því að hinsegin fólk er alls konar. Fólk er alveg sama manneskjan, sama hvaða kynhneigð það hefur, og það að vera hinsegin krefst þess ekki að þú klæðir þig á sérstakan hátt eða sért einhvern veginn öðruvísi en þig langar til að vera.“ Anna telur gamlar staðal­ ímyndir um hinsegin fólk mikið vandamál sem sé þó að breytast til hins betra með aukinni um­ ræðu. „Að uppræta þær er einmitt það sem við þurfum að vinna að, ekki bara það að fólk haldi að það þurfi að detta inn í einhverja steríótýpu til að geta verið almennilega út úr skápnum heldur líka að uppræta staðalímyndir kynjanna því þær eru rótin að þessu öllu saman.“ Mikilvægt að fá stuðning allt árið Anna segir Gay Pride mikilvægan dag fyrir hinsegin fólk. „Gangan skiptir ofboðslega miklu máli og hefur gert dásam­ lega hluti fyrir íslenskt samfélag. Þetta er leið almennings til að sýna sinn stuðning í réttindabar­ áttu hinsegin fólks, og hann er ómetanlegur,“ segir hún og bætir við að hún sé ánægð með að gangan skuli kallast gleðiganga. „Það er náttúrlega bara tóm gleði sem fylgir því að átta sig á sér og að geta verið sá sem mað­ ur er og elskað þann sem maður vill.“ Auk þess segir hún gönguna eiga hvað stærstan þátt í að vekja athygli á baráttu hinsegin fólks undanfarin ár. „Þetta er bæði uppskeru­ og baráttuhátíð, því að baráttunni er ekki lokið. Svo verðum við að muna að það er ekki bara þenn­ an eina laugardag á ári sem það er mikilvægt að fá stuðning frá almenningi heldur þurfa þetta að vera 365 hinsegin dagar á ári.“ n Fólk 31Helgarblað 9.–11. ágúst 2013 séu oft miklu tilfinninganæmari og viðkvæmari. Þess vegna gæti þessi reynsla verið þeim erfiðari en strák­ um. Ég sjálf var mjög tvístígandi og unglingsárin voru erfiður tími og eru það almennt fyrir flesta – gagn­ kynhneigða jafnt sem samkyn­ hneigða. Þetta er akkúrat þessi ald­ ur þar sem þú ert að uppgötva sjálfa þig, allt í sambandi við kynlíf og allt sem að því lýtur. Karlmenn og kon­ ur eru mjög ólíkar verur. Ég er nátt­ úrulega búin að vinna mikið með körlum í gegnum tíðina. Þeir eru yndislegir og allt það, en þeir hugsa og gera hlutina öðruvísi en við. Í þá daga sem ég var að horf­ ast í augu við sjálfa mig voru miklir fordómar í gangi. En í dag er þetta allt annað líf, sem betur fer. Enda á þetta ekki að vera eitthvert atriði. Maður er bara eins og maður er.“ Þorði ekki að reyna við stelpur Sigga varð skotin í stelpum á barns­ og unglingsaldri en hélt því fyrir sig. „Ég hugsaði alltaf: Ég verð að vera í þessu normi. Maður­kona. Allt annað er óeðlilegt! En ég varð samt auðvitað skotin í stelpum. Ég þorði aldrei að gera neitt í því. Ég þorði ekki fyrir mitt litla líf að fara út fyrir normið. Þegar ég var að verða kyn­ þroska var umræða um samkyn­ hneigð afar lítil og því skiljanlegt að ég hafi hugsað á þennan máta. Ég reyndi að passa inn í normið. Byrj­ aði með strákum og svona en fann fljótt að ég gat það ekki. Það pass­ aði mér ekki og ég fann að ég þurfti að viðurkenna þær tilfinningar sem ég bar í brjósti. Mjög margir prófa sig áfram með þessum hætti. Fikra sig áfram í sátt við eigin tilfinningar. Með opnari umræðu er þetta auð­ veldara ferli og margar fyrirmyndir að horfa upp til. Núna finnst mér allt uppi á borðum og allt sjálfsagt.“ Foreldrarnir mæltu með læknisaðstoð Sigga ákvað að segja foreldrum sín­ um frá kynhneigð sinni þegar hún var tæplega tvítug. Viðbrögðin voru í takt við tíðarandann. Miklir for­ dómar voru gegn samkynhneigð á áttunda og níunda áratugnum og foreldrar hennar brugðust við eins og þeir töldu að væri henni fyr­ ir bestu og spurðu hana hvort það væri ekki rétt að leita læknis. „Ég var tæplega tvítug þegar ég viðurkenndi samkynhneigð mína fyrst fyrir öðrum. Ég fór fyrst til for­ eldra minna. Þetta var ekki efst á óskalistanum hjá þeim. Þau vildu að ég eignaðist mann og börn. Þetta var bara tíðarandinn þá og þau fengu smá sjokk. Þau spurðu mig hvort ég þyrfi ekki að leita læknis og svona og þóttust halda að það væri hægt að lækna þetta. Það tók smá tíma fyrir þau að jafna sig.“ Sigga brosir og bætir því við að við­ brögðin hafi ekki fengið mikið á sig. Viðbrögð foreldranna skiptu minna máli en það sem hafði verið að gerj­ ast innra með henni árin áður og henni tekist að öðlast sátt í því ferli. Hrædd við höfnun „Auðvitað var þetta erfitt. Þetta er erfitt fyrir alla. Það sem er erfiðast er að horfast í augu við sjálfan sig. Viðurkenna fyrir sjálfum fyrir sér: Svona er ég. Af því að fordómarnir voru svo miklir. Ég var hrædd við höfnun. Allir eru það innst inni en óttinn magn­ ast þegar þú þarft að vera á jaðrin­ um þar sem þú veist að líkurnar á höfnun eru meiri. Ég vildi heldur ekki láta sérstak­ lega bera á mér, var feimin og fannst óþægilegt að skera mig svona úr fjöldanum með því að vera öðru­ vísi.“ Aldrei í feluleik Sigga hefur aldrei falið kynhneigð sína og eftir að hún horfðist í augu við hana sjálf er hún bæði sátt og stolt af sjálfri sér. Hún hefur hins vegar kosið sjálf að ræða ekki um einkalíf sitt við fjölmiðla og það hef­ ur oft leitt af sér svæsnar kjaftasög­ ur. „Ég sá einhvers staðar herferð gegn fordómum þar sem var búið að snúa öllu við og gagnkynhneigð­ ir látnir sæta sömu meðferð og athygli og samkynhneigðir, það var eiginlega stórkostlega fyndið. Gagnkynhneigðu fólki finnst stundum það eiga meiri heimtingu á að vita meira um einkalíf okkar en þeim sjálfum þætti eðlilegt,“ seg­ ir hún og hlær. „Ekki er ég að spyrja þig út í kynhneigð þína?“ skýtur hún að gamni sínu. „Ég hef kosið að halda mínu einkalífi út af fyrir mig. Ég hef aldrei falið kynhneigð mína en það er stutt síðan ég tók þá ákvörðun að ræða um hana á opinberum vettvangi. Ég tók þá ákvörðun að halda einkalífinu út af fyrir mig strax og ég fór í þennan hljómsveitarbransa. Ég skipti lífi mínu í tvennt. Það var Sigga og svo bransa­Sigga. Þetta var mér nauðsynlegt, ég þurfti frið til að vera ég sjálf og andrými til að lifa. Þetta þurfa allir, held ég. Ég er ekki alltaf að spyrja hvað fólk sé að gera og af hverju. Kannski var það vegna þess hve ég hélt einkalífinu leyndu að fólk varð enn forvitnara um mig en marga aðra. Ég lenti stundum í því að fólk var að kíkja ofan í mat­ arkörfuna hjá mér þegar ég var að kaupa í matinn,“ segir hún og fórn­ ar höndum. „Nú þegar ég er komin með börn og fjölskyldu þá er það al­ veg uppi á borðinu að við erum tvær mæður með börnin okkar – og það er ekkert meira eða minna merkilegt en fjölskyldan í næsta húsi þar sem eru mamma, pabbi og börn. Öll lifum við þessu dag­ lega lífi, kaupum í matinn, förum á leikskóla og í vinnu og sinnum okkar vinum, fjölskyldu og hugð­ arefnum.“ Nagli en stundum með lítið hjarta Sigga hefur aldrei lent í fordómum vegna samkynhneigðar sinnar. „Aldrei nokkurn tímann hef ég lent í nokkru sem gæti flokkast undir fordóma. Bransinn er góður hvað það varðar. Ég setti líka upp þessa brynju, samkynhneigð mín var aldrei eitthvað „issjú“ í vinnunni. En það var auðvitað stundum kallað á eftir manni, unglingar að fíflast.“ Tekur hún það ekkert nærri sér? „Tja, ég get verið nagli, þótt ég sé stundum með lítið hjarta. Ég man samt varla eftir atviki þar sem mér leið illa yfir skoðunum annarra á kynhneigð minni.“ Gay Pride-helgin framundan Um helgina tekur Sigga og fjöl­ skylda þátt í hátíðarhöldum Gay Pride sem áhorfendur, en árið 2011 og árið 2012 var Sigga partur af dag­ skrá hátíðarinnar á stóra sviðinu á Arnarhóli. Í ár ætlar hún að fara á opnunarhátíðina og gleðjast svo með góðum vinum og fjölskyldu á Gay Pride­daginn sjálfan. n Reyndi að passa í normið„Þau vildu að ég eign- aðist mann og börn Stelpum líður verr en strákum n „Ástæða til að hafa áhyggjur“ Hefur áhyggjur Anna Pála segir mikilvægt að upp- ræta staðalímyndir um hinsegin fólk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.