Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2013, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2013, Blaðsíða 56
Ætli hún leggi í kalkúna- bátinn? Bændakeppni þingkonu n Jóhanna María Sigmundsdóttir er ekki bara þingkona Framsóknar­ flokksins heldur líka formaður Félags ungra bænda. Þingkonan er nú í óðaönn að skipuleggja keppnina Ungi bóndi ársins 2013. „Sjálf hef ég tekið þátt í keppn­ inni en nú sé ég um skipulagn­ ingu, í félagi við unga bændur á Suðurlandi,“ segir Jó­ hanna sem lenti í fjórða sæti síðast þegar hún tók þátt. Keppnin verður haldin í Reykholti í Biskupstung­ um þann 17. ágúst næst­ komandi. Gjafmildur Venni n Þegar þessi orð eru skrifuð hafa 738 manns halað niður íslenska sjónvarpsþættinum Venni Páer. Í stað þess að berjast við netverja með lögsókn ákváðu rétthafar þáttarins að fara þá nýstárlegu leið að setja þættina sjálfir inn á síðuna deildu.net. Í staðinn vilja þeir að notendur, sem sækja þættina, leggi 1.000 krónur inn á barnaspítala Hringsins. Notend­ um er í sjálfsvald sett hvort þeir styrkja Hringinn eða hala niður án þess að styrkja en í skilaboð­ um á síðunni reynir Vern- harð Þorleifs- son sjálf­ ur að höfða til samvisku niðurhalara og hvetur þá til að styrkja hið verðuga mál­ efni. Enginn glamúr í ár n Stórstjarnan Páll Óskar Hjálmtýs- son er einn þeirra sem taka þátt í gleðigöngu Hinsegin daga sem fram fer á laugardag. Páll Óskar er þekktur fyrir mikinn glamúr, glaum og glimmer í göngunni en hann mun bregða út af vananum þetta árið. Samkvæmt heimildum DV verður atriði Páls Óskars í ár ólíkt því sem hann hefur áður gert og hyggst hann senda vissum öflum tóninn með atriði sínu sem er „pólitískt“ að sögn einnar göngustýrunnar í ár. A lkunna er að öndum finnst brauð gott. Sumar endur sætta sig hins vegar ekki við gömul andabrauð, sem hægt er að fá í bakaríum og færu annars í ruslið. Öndin á myndinni lítur ekki við andabrauði en er sólgin í Hlöllabáta. „Hún kom fyrst fyrir sex eða sjö árum, vannærð og sársvöng,“ segir Svavar Smárason, starfsmaður Hlöllabáta við Ingólfs­ torg, sem sá aumur á öndinni og henti til hennar Hlöllabátsbita. Eftir það varð ekki aftur snúið; öndin fékk matarást á Hlöllabátum Svavars og fór að venja komur sín­ ar á staðinn. Nú kemur öndin að minnsta kosti tvisvar á dag og bjó sér heimili í nálægum garði ásamt maka sínum, yngri stegg, og ung­ um þeirra. Stundum tekur öndin alla fjölskylduna með sér og þá slær Svavar upp fjölskylduveislu. „Hún var áður með stegg á sama aldri, en yngdi upp fyrir fjórum eða fimm árum. Þau eiga heima hérna í grenndinni og manni er farið að þykja vænt um þau.“ Hlöllabátsátið er hins vegar ekki eintómur dans á rósum því köttur eigenda verslunarinnar Gyllta katt­ arins hrellir andafjölskylduna reglu­ lega. „Þau eiga gamlan hvítan og svartan fress sem lúrir hér heilu dagana í þeirri von að klófesta anda­ fjölskylduna. Svo tekur hann stund­ um stökkið en endurnar ná alltaf að komast í burtu; hann er ómöguleg­ asti veiðiköttur í öllum heiminum.“ Að sögn Svavars er öndin stund­ um helst til of frek. „Ef það er rign­ ing og ég hef opið inn þá stekkur hún upp á borð og kvakar. Hún er fer ekkert fyrr en hún fær Hlöllann sinn.“ n Önd borðar Hlöllabáta n Samlokustaður fæðir freka önd Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 9.–11. ágúSt 2013 88. tbl. 103. árg. leiðb. verð 659 kr. Sólgin í Hlölla Öndin kemur tvisvar á dag. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - A ct av is 3 1 3 0 9 1 Göngum frá verknum Notkunarsvið: Íbúfen inniheldur íbúprófen sem er bólgueyðandi, verkjastillandi og hitalækkandi lyf. Íbúfen tilheyrir okki lya sem kölluð eru NSAID lyf (bólgueyðandi lyf sem ekki eru sterar). Íbúfen er notað við vægum til meðal miklum verkjum eins og höfuðverk, mígreni, tannpínu, tíðaverkjum og hita. Ekki má taka Íbúfen: Þeir sem hafa ofnæmi fyrir íbúprófeni, öðrum skyldum lyum eða einhverju hjálparefnanna. Þeir sem fengið hafa ofnæmisviðbrögð eins og astma, nefrennsli, útbrot með kláða eða ef varir, andlit, tunga eða háls hafa bólgnað upp eftir að hafa tekið íbúprófen eða skyld lyf. Þeir sem þjáðst hafa af sárum eða blæðingum í maga eða smáþörmum (skeifugörn) í tengslum við fyrri notkun bólgueyðandi verkjalya, þjást núna af sárum eða blæðingum í maga eða smáþörmum (skeifugörn) eða hafa áður þjáðst af slíku, tvisvar eða oftar, með alvarleg lifrar-, nýrna-, eða hjartavandamál (kransæðasjúkdómar meðtaldir), þeir sem þjást af umtalsverðum vökvaskorti (vegna uppkasta, niðurgangs eða of lítillar vökvaneyslu), eru með einhverjar blæðingar (blæðingar í heila meðtaldar), eru með sjúkdóm af óþekktum uppruna sem leiðir til óeðlilegrar myndunar blóðfrumna. Sérstök varnaðarorð: Þeir sem eru með rauða úlfa (SLE) eða aðra sjálfsnæmissjúkdóma, arfgengan sjúkdóm sem hefur áhrif á blóðrauða, hemoglóbín (purpuraveiki), langvarandi bólgusjúkdóma í þörmum eins og bólgur í ristli með sárum (sáraristilbólgu), bólgur í meltingarvegi (Crohn´s) eða aðra maga- eða þarmasjúkdóma, truanir á blóðfrumnamyndun, vandamál tengd blóðstorknun, ofnæmi, ofnæmiskvef, astma, langvarandi bólgur í nefslímhúð, kinnbeinaholum, kokeitlum eða langvarandi teppusjúkdóma í öndunarvegi, blóðrásarkvilla í slagæðum handleggja og fóta, lifrar-, nýrna- eða hjartavandamál eða háan blóðþrýsting, nýkomnir úr meiriháttar skurðaðgerð ættu ekki að nota lyð. Meðganga/brjóstagjöf: Íbúprófen má ekki taka á síðustu 3 mánuðum meðgöngu. Aðeins ætti að nota Íbúfen á fyrstu 6 mánuðum meðgöngu í samráði við lækni og ef það er algerlega nauðsynlegt. Íbúprófen getur gert konum erðara með að verða þungaðar. Þessi áhrif ganga til baka þegar hætt er að taka lyð. Íbúprófen berst í brjóstamjólk í litlum mæli og brjóstagjöf þarf yrleitt ekki að hætta meðan á skammtíma meðferð stendur. Ef lengri tíma meðferð er áætluð, ætti að meta hvort hætta eigi brjóstagjöf. Aukaverkanir: Svartar, tjörukenndar hægðir eða blóðlituð uppköst (sár í meltingarvegi með blæðingum), brjóstsviði, kviðverkir, meltingartruanir, truanir í meltingarfærum s.s. niðurgangur, ógleði, uppköst, vindgangur og harðlí, sáramyndun í meltingarvegi með eða án rofs, þarmabólga og versnandi bólga í ristli og meltingarvegi (Crohn´s) og pokamyndun í digurgirni (rof eða stlar), smásæjar blæðingar frá þörmum sem geta leitt til blóðleysis, sára og bólgu í munni, höfuðverkur, sya, svimi, sundl, þreyta, æsingur, svefnleysi og viðkvæmni. Skammtastærðir: Fullorðnir og unglingar eldri en 12 ára (≥ 40 kg): 200-400 mg sem einn skammtur eða 3-4 sinnum á dag með 4-6 klst. millibili. Hámarks dagsskammtur er 1200 mg. Börn 6-9 ára (20-29 kg): 200 mg, 1-3 sinnum á dag á 4-6 klst. fresti eftir þörfum. Hámarks skammtur er 600 mg á dag. Börn 10-12 ára (30-40 kg): 200 mg, 1-4 sinnum á dag á 4-6 klst. fresti eftir þörfum. Hámarks skammtur er 800 mg á dag. Sjá nánar í fylgiseðli. Börn 12 ára og yngri eiga ekki að nota Íbúfen nema í samráði við lækni. Lyð er ekki ætlað börnum yngri en 6 ára. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lynu. Mars 2013. – Bólgueyðandi og verkjastillandi Íbúfen® 400 mg, 30 stk og 400 mg, 50 stk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.