Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2013, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2013, Blaðsíða 41
Fólk 33Helgarblað 9.–11. ágúst 2013 Erfið ákvörðun að fara í aðgerð Adam og Sólon segja afar misjafnt eftir fólki hversu langt í kynleið­ réttingarferlinu það er tilbúið að fara. Sjálfir hafa þeir ekki ákveðið endanlega hvort þeir ætli í aðgerð á kynfærum eður ei. „Fyrst hugsaði ég með mér að ég ætlaði að gera allt og vera flottur strax á næsta ári en svo fattar mað­ ur að þetta tekur mörg ár og er mik­ il vinna,“ segir Sólon. „Eina sem ég veit er að ég vil fara í brjóstanám sem fyrst svo ég geti verið ber að ofan og farið á ströndina.“ Adam segist ekki viss hvort hann vilji fara í aðgerð. „Það eru svo margar aðgerðir sem hægt er að velja um,“ segir hann. „Ég er ekki alveg búinn að ákveða hvernig eða hvenær ég ætla að gera þetta en ég ákvað að fara á hormóna því mig langaði til að breyta líkamanum mínum að ein­ hverju leyti. Ég veit samt nokkurn veginn hvað ég vil.“ Ríkið borgar Strákarnir eru nú þegar byrjaðir í hormónasprautum sem meðal annars stöðva blæðingar. „Foreldrar mínir voru fyrst svo­ lítið hræddir við það að ég væri að fara í hormónameðferð því það getur ýmislegt gerst og mað­ ur breytist oft rosalega mikið. Þetta eru náttúrlega hormónar og mað­ ur getur breyst í skapi og svona en ég held að þau séu bara frekar ánægð með þetta því mér er farið að líða vel að vera til,“ segir Sólon. Kynleiðrétting er ekki ódýrt ferli en að sögn strákanna er stærsti hlutinn greiddur af ríkinu. „Sprauturnar sem við erum í stöðva kynþroska,“ segir Sólon. „Þær kosta hundruð þúsunda og við þurftum ekki að borga neitt en í flestum löndum þarf fólk að borga þetta sjálft.“ Hataði nafnið sitt „Ég er mjög náinn foreldrum mínum svo ég valdi nýtt nafn í samráði við þau,“ segir Sólon, spurður um hvernig nýja nafnið varð fyrir valinu, en hann hét áður Sóldís. „Ég vildi eitthvað sem væri ekki of ólíkt gamla nafninu mínu, bæði fyrir foreldra mína og líka af því að ég var ánægður með nafnið mitt. Það var bara svo kvenlegt að það gekk ekki. Mamma er líka mjög litrík manneskja og vildi eitt­ hvað öðruvísi svo Sólon varð fyrir valinu.“ Adam vildi hins vegar eitthvað mjög ólíkt sínu gamla nafni. „Ég hét Karítas áður og vildi alls ekki eitthvað sem væri líkt því. Mamma og pabbi vildu að ég veldi nafn sem væri líkt því sem ég hét áður, eins og til dæmis Karel, en ég vildi eitthvað alveg ólíkt svo að fólk væri ekki að ruglast og byrja óvart að kalla mig Karítas,“ segir hann. „Ég valdi nafnið með vini mín­ um sem býr í Bretlandi. Hann er líka transmaður og við hötuðum báðir nöfnin okkar. Svo einu sinni, þegar við vorum að tala saman á netinu, spurði hann hvað hann ætti að kalla mig fyrst ég þoldi ekki nafnið mitt og ég hugsaði með mér: „Hei, Adam er flott nafn.“ Og upp frá því hef ég heitið Adam. Hann bað mig svo um að kalla sig Elliot.“ Staðalímyndir og ranghugmyndir Öll eru krakkarnir sammála um að Íslendingar séu alls ekki nógu upplýstir um málefni transfólks. „Það þarf mikið meiri fræðslu,“ segir Agnes og Adam tekur undir það. „Það er til dæmis ennþá verið að tala um kynskiptiaðgerðir en ekki kynleiðréttingu.“ Sólon segir fólk hafa mjög fyrir­ fram myndaðar hugmyndir um hinsegin fólk. „Þegar ég kom út sem trans­ maður var fólk mjög hissa því ég hef alltaf verið mjög kvenlegur og líkað við stelpulega hluti, en það gerir mig ekkert minni karlmann,“ segir Sólon. „Það er til einhver ákveðin steríótýpa sem ég átti að fara inn í og fólk verður oft mjög hissa þegar það kynnist manni, því meira að segja hinsegin steríó­ týpurnar eru ekki sannar.“ Agnes, sem er „pansexual“, tek­ ur undir þetta. „Að vera „pansexual“ þýðir að manni er alveg sama um kyn og kynfæri og verður bara hrifinn af persónum. Það getur verið „trans“, „genderqueer“, „intersex“, „agend­ er“ og allt þetta. Sumir halda að maður verði þá hrifinn af öllum og öllu og ég hef oft verið spurð að því hvort ég verði skotin í hlutum líka.“ Aukið sjálfstraust „Maður breytist í sterkari mann­ eskju,“ segir Agnes, spurð um hver sé helsta breytingin við það að koma út úr skápnum. „Maður fær miklu meira sjálfs­ traust og áttar sig á því að maður er bara eins og maður er og fólk verð­ ur bara að taka því.“ Adam segist hafa fundið fyrir því. „Núna get ég allavega talað við fólk. Ég vildi aldrei tala við neinn, ekki einu sinni fjölskylduna mína, af því að ég átti að þykjast vera stelpa. En eftir að ég hætti því þá get ég loksins verið ég sjálfur og þá get ég talað við fólk og það held­ ur ekki að ég sé einhver annar en ég er. Maður verður svo miklu frjálsari einhvern veginn.“ Hann segist einnig hafa tekið eftir því hvað fólk kemur ólíkt fram við stelpur og stráka og Sólon tek­ ur undir það. „Manni er treyst fyrir mismun­ andi hlutum og það er eins og fólk haldi að strákar séu ekki eins við­ kvæmir og stelpur,“ segir hann og Adam bætir við að gerðar séu meiri kröfur til stráka að lyfta þungum hlutum, svo sem þegar um flutninga er að ræða. Einelti og erfiðleikar Agnes, Adam og Sólon upplifðu öll mikla erfiðleika í grunnskóla. „Maður fann alveg að maður væri mjög öðruvísi,“ segir Sólon. „Fólk horfði mikið á mann og var að spekúlera hvað væri eiginlega málið með mann. Því ég var ekkert kom­ inn út sem trans og leit kannski dá­ lítið öðruvísi út en hinir. Þegar ég var yngri var ég líka dálítil bolla og var lagður í einelti fyrir það. Svo þegar ég varð unglingur fékk ég átröskun og léttist rosalega mikið og þá var gert grín að mér fyrir það.“ Adam hefur svipaða sögðu að segja. „Mér leið aldrei vel í grunnskóla og ég held að það hafi svolítið ver­ ið af því að þá þurfti ég að vera í öðru hlutverki. Svo var ég líka lagð­ ur í einelti vegna þess hvernig ég leit út, hvernig ég klæddi mig og vegna þyngdar og það var ekkert skemmtilegt,“ segir Adam og Agn­ es tekur undir. „Ég var lögð í einelti nánast alla mína grunnskólagöngu,“ segir Agnes. Hún segir það hafa verið erfitt að viðurkenna kynhneigð sína og að margir hafi spurt hvort ekki væri bara um eitthvert tímabil að ræða. „Svo kyssti ég einu sinni stelpu á skólaballi í tíunda bekk og var send til skólastjórans. Mér var sagt að þetta væri óviðeigandi hegðun á meðan það var fullt af gagnkyn­ hneigðum pörum að kyssast á ball­ inu sem ekki voru tekin fyrir.“ Hætti að borða til að fara ekki á blæðingar Mikil vanlíðan hefur gjarnan slæma fylgikvilla í för með sér og fengu krakkarnir heldur betur að kynnast því. Sólon og Agnes hafa bæði glímt við átröskun en Sól­ on veiktist af sjúkdómnum þegar hann var aðeins tólf ára. „Ég hætti að borða til að fá ekki mjaðmir og fara ekki á blæðingar og slíkt. Mér tókst að fela það mjög vel,“ segir hann. „Ég hef alltaf ver­ ið frekar hávaxinn en var kominn niður í 40 kíló og er bara nýbúinn að koma mér í eðlilega þyngd. Ég er fyrst núna farinn að fatta hversu mjór ég var.“ Agnes var 15 ára þegar hún veiktist. „Ég fór í meðferð þegar ég var 17 ára en þá var ég orðin 40 kíló og komin í hættulega undirþyngd. Núna er ég orðin 49 kíló.“ Við erum til Sólon segir Gay Pride­gönguna mikilvæga fyrir hinsegin fólk. „Margir halda að það sé ekki lengur þörf á svona göngu en það eru ennþá fordómar í garð hinsegin fólks. Svo viljum við líka að fólk hætti að gera ráð fyrir að fólk sé einhvern veginn því það eru ekki allir eins. Margir sjá einhvern úti á götu og hugsa með sér þetta sé bara gagnkynhneigður strákur sem á venjulegt líf en svo er hann kannski bara samkynhneigður og dragdrottning og „fabulous“.“ Agnes og Adam taka undir það. „Þetta snýst líka um að minna fólk á að við erum hérna og við erum „loud and proud“. Við erum til.“ n Ungliðahópurinn Adam, Sólon og Agnes ræða málefni samkynhneigðs fólks á opinskáan hátt. Mynd: KRiStinn MAgnúSSon„Sumir halda að maður verði þá hrifinn af öllum og öllu og ég hef oft verið spurð að því hvort ég verði skotin í hlutum líka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.