Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2013, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2013, Blaðsíða 28
4 Aftur í skólann 9.–11. ágúst 2013 Helgarblað Orkuríkt nasl fyrir námsmanninn n Helga Þóra gefur uppskrift að eplabitum með kanilbragði H elga Þóra Jónasdóttir, nemi í sjúkraþjálfun við Háskóla Ís­ lands og maraþonhlaupari með meiru, er mikill matgæðingur og hugsar vel um heilsuna. Hún vílar ekki fyrir sér að hlaupa tvöfalt mara­ þon og jafnvel þrefalt í einum rykk. Til þess að hafa orku í öll þessi hlaup og krefjandi nám reynir hún að borða bæði heilsusamlegt og orkuríkt fæði. Ekki spillir fyrir að það sé bragðgott líka. Hún deilir hér með lesendum DV einfaldri uppskrift að eplabitum með kanilbragði sem eru sérlega sniðugir í nestispakkann eða til að maula yfir heimalærdómnum. „Ég nota þetta mikið í fjallgöngur og fjallahlaup og svo finnst mér þetta líka gott með tebollanum og í nestisboxið,“ segir Helga Þóra. Uppskriftin er frekar lítil svo það er um að gera að stækka hana til að fá fleiri bita, bendir hún á. n Eplabitar með kanilbragði n 1 lítið epli, flysjað, steinahreinsað og skorið niður í nokkra bita n 1 bolli döðlur n 1/2 bolli soðið kínóa (passa að vera búinn að kæla það) n 1/4 bolli möndlur n 1/4 bolli möluð hörfræ n 1/4 bolli hemp duft n 2 tsk. kanill n 1/2 tsk. múskat n 1/2 tsk. sjávarsalt Öllum hráefnunum nema eplabitunum er blandað vel saman í matvinnsluvél. „Svo set ég bökunarpappír í lítið fat, set blönduna ofan í og þjappa vel. Stærð fatsins fer eftir hversu þykka bita fólk vill hafa. Þetta er ekki sérlega stór uppskrift þannig að ég mæli með litlu fati. Set þetta inn í frysti í hálftíma, tek út, sker í bita sem henta mér, pakka inn í bökunar- pappír og svo álpappír utan um það og geymi þetta svo bara í frysti.“ Ljúffengt nasl Eplabitarnir eru bæði orkuríkir og bragðgóðir. U msóknum í hugbúnaðar­ verkfræði við Háskóla Ís­ lands og Háskólann í Reykjavík fjölgar með hverju árinu sem líður, enda er um nýstárlega og spennandi fræðigrein að ræða sem gegnir æ veigameira hlutverki í flóknum og stafrænum heimi. Á meðal efnileg­ ustu hugbúnaðarverkfræðinema í HR er Gunnar Jörgen Viggósson sem starfaði hjá Vitvélastofnun Ís­ lands í sumar og hlaut nýlega styrk úr Samfélagssjóði Landsbankans. Gunnar er dæmi um mann sem er fljótur að virkja lærdómsgáfur sín­ ar til skapandi starfa. Að loknu fyrsta árinu sínu í HR smíðaði hann, ásamt Víði Orra Reynissyni, félaga sínum sem stundar nám í tölvunar­ fræði, vefkerfi sem þeir leigja út til einkaþjálfara. Hvorugur þeirra hafði neina reynslu af forritun áður en þeir hófu nám. En hvers vegna fer ungur og efnilegur maður í hug­ búnaðarverkfræði? DV ræddi við Gunnar Jörgen um námið hans og nytsemi þess. Lýjandi en skemmtilegt álag „Á minni fyrstu önn fannst mér í frásögur færandi að ljúka tólf klukkustunda verkefni, en í dag borðar maður fjörutíu tíma verk­ efni í morgunmat,“ segir Gunnar en bendir á að slík verkefni séu undan­ tekning frekar en regla. „Þetta er lýsandi fyrir álagið sem getur verið lýjandi á stundum og reynir á þol­ rifin en er á sama tíma gefandi og furðulega skemmtilegt. Ef við gætum varpað skemmtun yfir í stig­ stærð og heildað yfir tíma þá væri það stór jákvæð tala.“ Segir hann að mikið efni sé til prófs og notuð sé stór og þykk kennslubók. Margir fleyti sér þó áfram á glærum og fyrir lestrum. „Hagnýtt gildi náms­ ins er lítið ef maður lærir ekki að forrita og slíkt fæst bara með æf­ ingu. Það merkilega er að einungis örlítið brot nemenda hefur snert á forritun og tölvugrúski áður en þeir hefja nám. Áður en nemendur vita af eru þeir farnir að forrita og vinna að verkefnum sem þá hefði aldrei órað fyrir að þeir væru færir um.“ Skyldar námsgreinar En hvað er hugbúnaðarverkfræði og hver er munurinn á henni og tölv­ unarfræðinni? „Þegar ég hóf nám við HÍ var þessi spurning borin upp á kynningu fyrir nýnema. Fulltrúar kennara og nemendafélagsins urðu frekar kindarlegir en að lokum tók gamalreyndur kennari af skarið og sagði að líkja mætti þessu við mun­ inn á „cooking science“ og „dinner engineering“. Það þýðir í raun að við förum yfir sama efni og tölvunar­ fræðinemar, en sitjum fleiri stærð­ fræðitengd námskeið,“ segir hann. Við þetta má bæta að hugbúnaðar­ verkfræðingum er oft falið að hafa yfirumsjón með verkefnum sem fjöldi tölvunarfræðinga kemur að. Frá fjármálastarfsemi til tölvuleikja Hvers kyns störf bjóðast hugbún­ aðarverkfræðingum? Frægt er að þau eru vel launuð, en ætli þau séu líka gefandi og skemmtileg? „Á kynningu í vor mátti heyra deildar­ forseta tölvunarfræðideildar telja upp núverandi störf fyrrverandi nemenda í hugbúnaðarverkfræði, en þeir starfa til dæmis við há­ tækni, gerð tölvuleikja og hjá fjár­ málafyrirtækjum. Eins og við er að búast snúa þau flest að smíði eða rekstri hinna ýmsu hugbúnaðar­ kerfa, sem eru misjafnlega flókin og stór,“ segir Gunnar og bendir á að kjarakönnun meðal starfandi verkfræðinga á hugbúnaðarsviði hafi sýnt meðallaun upp á meira en 700 þúsund árið 2012. „Mig grunar að hin neikvæða fylgni milli launa og gefandi starfs sé mögulega meiri en í öðrum störfum á svip­ uðu menntunarstigi.“ Bylting upplýsingatækninnar Meginástæðan fyrir velgengni Gunnars í náminu er líklega sú að hann hefur brennandi áhuga á því sem hann fæst við. „Upplýs­ ingatæknin er að breyta heimin­ um. Maður trúir því varla, en fyrir tuttugu árum voru 130 heimasíður á netinu og heildarvelta hugbún­ aðarþróunar í Íslandi var brot af því sem einstök fyrirtæki velta í dag. Mér þykir þessi bylting mjög spennandi og þeirri þekkingu sem maður öðlast í náminu fylgja gríðarleg tækifæri,“ segir hann. Sjálfan langar Gunnar að sam­ eina námið áhuga sínum á tauga­ vísindum. „Þróun vitvéla og heila­ tölvuviðmóta er eitthvað sem mér þykir spennandi og mér sýnist vera skortur á tæknimenntuðu fólki þar eins og annars staðar. Einnig heill­ ar möguleikinn á að geta gert eitt­ hvað sjálfur án fjárútláta umfram uppihald mjög mikið. Þar eru ótal tækifæri.“ n Þekkingunni fylgja fjölmörg tækifæri n Hugbúnaðarverkfræðin í stórsókn n Mikið álag en skemmtilegt Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður skrifar johannpall@dv.is Vefkerfi til einkaþjálfunar Hér má sjá sýnishorn af vefkerfi Gunnars Jörgens og Víðis Orra Reynissonar þar sem nafn Magnúsar Scheving er notað í gríni. Gunnar Jörgen Gunnar er efnilegur nemandi við Háskólann í Reykjavík. Hann smíðaði, ásamt vini sínum, vefkerfi sem þeir leigja út til einkaþjálfara. Fjör í Nauthólsvík Mikil gróska er í tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík. MyNd: SiGtryGGur Ari„Hagnýtt gildi námsins er lítið ef maður lærir ekki að for- rita og slíkt fæst bara með æfingu. Ólíkt náms- val kynjanna Stelpur fara frekar í nám á fé­ lags­ og málabrautum, en drengir sækjast frekar eftir verk­ og iðnnámi. Ungmenni á lands­ byggðinni lesa frekar bækur en borgarbúar. Þetta kom fram í rannsókn Guðbjargar Vilhjálms­ dóttur prófessors um félagsleg áhrif á starfs­ og námsval fram­ haldsskólanema. Guðbjörg hefur rannsakað þessi mál undanfarin 15 ár og hafa rannsóknir hennar bæði náð til nemenda í efstu bekkjum grunnskóla og nemenda á síð­ ustu önn framhaldsskóla. Ódýr afþreying fyrir alla Reykjavík kann að vera lítil borg en hún býr yfir óteljandi möguleikum til ódýrrar af­ þreyingar. Á Klambratúni er komin góð aðstaða fyrir bæði blak og frisbígolf á góðviðrisdög­ um. Í Elliðaárdalnum og Öskju­ hlíð er aðstaða fyrir fólk til að hittast með nesti og njóta nátt­ úrunnar. Að nota síðustu sólar­ glætu sumarsins til að hjóla eða línuskauta meðfram Sæbraut eða Ægissíðu getur heldur ekki klikkað. Námsmenn hafa margir hverjir ekki tök á því að eiga bíl. Það er margt hægt að gera án þess að nota einkabílinn. Leið 15 hjá Strætó stoppar við Esjuræt­ ur fyrir þá sem vilja stunda fjall­ göngur. Viðeyjarferjan siglir 3–4 sinn­ um á dag og kostar 1.000 kr fyr­ ir námsmenn. Frábært að taka með sér hjól og nesti. Þeir sem kjósa inniveru geta hangið lengur á bókasafninu eftir skóladaginn, en Borgar­ bókasafnið býður upp á kvöld­ göngur kl. 20 öll fimmtudags­ kvöld og í hverri viku er mismunandi þema. Þeir sem vilja meiri ævintýri geta kynnt sér hin ýmsu nettil­ boð hjá íslensku ferðaþjónustu­ fyrirtækjunum. Mörg þeirra lækka verð og fjölga tilboðum yfir vetrartímann. Afsláttarsíður hafa í auknum mæli boðið upp á tilboð sem fela í sér afþreyingu og það er um að gera að fylgjast með þeim sé hugur í fólki að gera eitthvað nýtt og öðruvísi. Sé vinahópurinn að skipu­ leggja skemmtilegan dag saman er einfalt að finna uppskriftir af til dæmis ratleikjum og morð­ gátum á netinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.