Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2013, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2013, Blaðsíða 50
42 Afþreying 9.–11. ágúst 2013 Helgarblað Þeldökkir laðast að 2 Guns n Fjölmiðlar vestanhafs segja myndina hafa kramið Strumpana K vikmynd Baltasars Kor- máks, 2 Guns, trónir á toppnum yfir vinsælu- stu kvikmyndir í Banda- ríkjunum þessa dagana eins og víða hefur komið fram. Það segir þó ekki alla söguna því þrátt fyrir það eru tekjurnar, um 27 milljónir dollara eftir fyrstu sýningarhelgina, eða 3,2 milljarðar króna, taldar vera fremur lágar sögulega séð fyrir mynd í efsta sæti vinsældalist- ans. Framleiðendur myndar- innar geta þó vel unað því þeir spáðu myndinni ekki eins góðu gengi og raunin hefur orðið. Til að auka velgengni kvik- myndarinnar ákváðu framleið- endur hennar að fara í sérstakt átak til draga að bæði þeldökka sem og spænskumælandi Bandaríkjamenn. Í þeim til- gangi var myndin sérstak- lega auglýst á sjónvarpsstöðv- um tengdum þessum hópum, eins og Telemundo og Black Entertainment Television. Sömuleiðis lék Edward James Olmos, sem leikur illmenni myndarinnar, í fjölmörgum auglýsingum sem sýndar voru í Mexíkó. Þessi áhersla virðist hafa svínvirkað en könnun á kyn- þætti bíógesta sýndi að 14 pró- sent þeirra voru spænskumæl- andi og 28 prósent voru þeldökk. Það má því tvímæla- laust segja að myndin höfði sérstaklega til blökkumanna en til samanburðar eru þeir um 12 prósent Bandaríkjamanna. n Sjónvarpsdagskrá Föstudagur 9. ágúst Stöð 2RÚV SkjárEinn Stöð 2 Sport dv.is/gulapressan Draumastaðan Að tafli Eins og komið hefur fram í pistl- um Skáklandsins hafa fjölmargir íslenskir skákmenn teflt erlendis í sumar. Um þessar mundir eru margir af sterkustu skákmönnum landsins að tefla víðs vegar í Evrópu. Henrik Daniselsen stóð sig ágætlega á Politiken Cup sem lauk nýlega í Kaupmanna- höfn. Henrik lagði að velli alla andstæðinga sinna sem voru stigalægri og var nálægt því að fá vinninga gegn þeim stigahærri og var í raun óheppinn að ná því ekki. Engu að síður traustur árangur og hækkaði hann lítillega á stigum fyrir árangurinn. Með honum í för var fóstursonur hans Hilmir Freyr Heimisson 12ára gamall. Hilmir teflir eftir tvo mánuði á EM ungmenna í Svartfjallalandi og sýndi að hann er heldur betur tilbúinn í það verkefni. Hilmir tefldi í öllum skákunum við mun stigahærri andstæðing en fékk engu að síður fimm vinninga af tíu mögulegum og halaði inn 50stig sem er sannar- lega glæsilegur andstæðingur. Bræðurnir Bragi og Björn Þorfinnssynir tefla nú í Riga, heimaborgar Mikhaels Tal heitins. Hafa þeir farið heldur rólega af stað. Guðmundur Kjartansson heldur áfram mótahrinu sinni og teflir nú á Spáni. Guðmundur hefur farið ágætlega af stað en teflt að mestu við nokkuð stigalægri andstæðinga. Lenka Ptácníková lauk í vikunni þátttöku sinni á móti í Tékklandi. Lenka var á pari og tapaði tveimur stigum. Maður er nefndur Lazlo Nagy, nei, ekki vinstri handar skytta Ungverja, heldur fyrrum aðmíráll í sovéska hernum og núverandi skákmógúll í Búdapestborg. Margir Íslendingar hafa teflt hjá Nagy sem er afar litríkur maður. Hannes Hlífar teflir þar nú í stórmeistaraflokki og er næst stigahæstur meðal keppanda. Hann hefur þegar þetta er skrifað þrjá vinninga af fimm. dv.is/blogg/skaklandid Stefán Bergsson skrifar Skáklandið 15.40 Ástareldur (Sturm der Liebe) e. 16.30 Ástareldur (Sturm der Liebe) e. 17.20 Sumar í Snædal (4:6) (Linus & Friends) 17.47 Unnar og vinur (17:26) (Fanboy & Chum Chum) 18.10 Smælki (4:26) (Small Potatoes) 18.15 Táknmálsfréttir 18.25 Tilraunin – Barnsheilinn (1:3) (Eksperimentet) Í þessum danska fræðsluþætti er fjallað um áhrif viðmóts fólks á tilfinn- inga- og málþroska barna. e. 19.00 Fréttir 19.30 Veðurfréttir 19.35 Gunnar á völlum Í þáttunum Gunnar á völlum fara þeir Gunnar Sigurðarson og Fannar Sveinsson um víðan völl og skoða það markverðasta sem er að gerast í íslenskri knattspyrnu. Þeir félagar eru oftar en ekki mun uppteknari af því sem gerist utan vallar og sökum þess fjalla þættirnir því í raun ekkert um knattspyrnu. 19.45 Dýralæknirinn (9:9) (Animal Practice) Bandarísk gaman- þáttaröð um dýralækninn George Coleman sem þykir afar vænt um dýrin en fyrirlítur gæludýraeigendur. Meðal leikenda eru Justin Kirk, JoAnna Garcia Swisher og Bobby Lee. 20.10 Tólf í pakka 5,7 (Cheaper by the Dozen) Íþróttaþjálfari reynir að hafa hemil á börnunum sínum tólf meðan konan hans er í burtu. Meðal leikenda eru Steve Martin, Bonnie Hunt, Piper Perabo og Hilary Duff og leikstjóri er Shawn Levy. Banda- rísk gamanmynd frá 2003. 21.50 HM íslenska hestsins Heimsmeistaramót íslenska hestsins fer að þessu sinni fram í Berlín. Fjallað verður um alla keppnisdaga mótsins í saman- tektum á RÚV. Umsjónarmaður er Samúel Örn Erlingsson. 22.05 Banks yfirfulltrúi – Sér grefur gröf 7,8 (3:3) (DCI Banks: Innocent Graves) Bresk sakamálamynd. Alan Banks lögreglufulltrúi rannsakar dular- fullt sakamál. Meðal leikenda eru Stephen Tompkinson, Lorraine Burroughs, Samuel Roukin og Colin Tierney. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. 23.40 Þráhyggja 4,7 (Obsessed) Bankamaður sem hefur ný- fengið stöðuhækkun er að rifna úr hamingju. En þegar ritari á vinnustað hans byrjar að hrella hann er öllu sem hann hefur unnið fyrir teflt í tvísýnu. Meðal leikenda eru Idris Elba, Beyoncé Knowles og Ali Larter og leik- stjóri er Steve Shill. Bandarísk mynd frá 2009. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi ungra barna. 01.25 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 07:00 Barnatími Stöðvar 2 08:10 Malcolm in the Middle (20:22) 08:30 Ellen (18:170) 09:15 Bold and the Beautiful 09:35 Doctors (39:175) 10:15 Fairly Legal (8:10) 11:00 Drop Dead Diva (4:13) 11:50 The Mentalist (12:22) 12:35 Nágrannar 13:00 Extreme Makeover: Home Edition (2:26) 16:00 Ævintýri Tinna 16:25 Ellen (19:170) 17:10 Bold and the Beautiful 17:32 Nágrannar 17:57 Simpson-fjölskyldan (12:22) 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:47 Íþróttir 18:54 Ísland í dag 19:06 Veður 19:15 Simpson-fjölskyldan (4:22) 19:40 Arrested Development (9:15) Fjórða þáttaröðin um hina stórskrýtnu en dásamlega fyndnu Bluth-fjölskyldu. Michael tók við fjölskyldufyr- irtækinu eftir að faðir hans var settur í fangelsi. En restin af fjölskyldunni gerir honum lífið leitt því þau eru ekki í tengslum við raunveruleikann. 20:15 Bara grín (1:5) Sprenghlægi- legur og stórskemmtilegur gamanþáttur þar sem Björn Bragi Arnarsson rifjar upp bestu gamanþættina úr sögu Stöðvar 2 með myndbrotum og viðtöl- um við þau sem komu að gerð þáttana. Þær þáttaraðir sem teknar verða til umfjöllunnar eru Fóstbræður, Stelpurnar, 70 mínútur og Steindinn okkar auk vakta-þáttaraðanna svokölluðu; Næturvaktarinnar, Dagvaktarinnar og Fangavakt- arinnar. 20:45 The Extra Man 22:30 The Cold Light of Day 00:05 Sideways 7,6 Margrómuð verðlaunuð gamanmynd með hádramatískum undirtóni. Hún fjallar um vínelskandi einmana sálir í leit að hamingjunni, hinni einu sönnu ást og hinu eina sanna rauðvíni. Paul Giamatti og Thomas Haden Church fara á kostum í hlutverki tveggja félaga sem skella sér í vínsmökkunarferð á vínekrur í Kaliforníu fáeinum dögum áður en sá síðarnefndi, ólæknandi kvennabósinn, gengur í það heilaga. Ferðin á eftir að verða örlagarík fyrir báða og sannar- lega grátbrosleg. Myndin var tilnefnd til 5 Óskarsverðlauna og fékk verðlaunin fyrir besta handritið byggt á öðru verki. 02:05 Cleaner 6,1 Hörkukrimmi með Samuel L. Jackson, Ed Harris og Evu Mendes í aðalhlutverkum. 03:30 Back-Up Plan (Varaáætlunin) Rómantísk gamanmynd með Jennifer Lopez og Alex O’Loug- hlin. Zoe er harðákveðin í að eignast barn sem allra fyrst og þar sem hana vantar maka, gerir hún áætlun um að bjarga sér sjálf í þeim efnum. Um leið og planið er tilbúið hittir hún Stan, mann sem býr yfir mörgum góðum kostum. 05:10 Fréttir og Ísland í dag 06:00 Pepsi MAX tónlist 08:00 Dr.Phil 08:45 Pepsi MAX tónlist 12:35 The Voice (7:13) Bandarískur raunveruleikaþáttur þar sem leitað er að hæfileikaríku tón- listarfólki. Í stjörnum prýddan hóp dómara hafa bæst Shakira og Usher. 16:15 The Good Wife (14:22) Banda- rísk þáttaröð með stórleikkon- unni Julianna Margulies sem slegið hefur rækilega í gegn. Saksóknaraembættið með Wendy Scott-Carr í forsvari hefur málsmeðferð á hendur Will og óæskileg athygli beinist að Aliciu í kjölfarið. Á meðan magnast rígurinn á milli Eli og Stacie Hall. 17:00 The Office 8,7 (18:24) Skrifstofustjórinn Michael Scott er hættur störfum hjá Dunder Mifflin en sá sem við tekur er enn undarlegri en fyrirrennari sinn. Það eru mannabreytingar yfirvofandi á skrifstofunni enda eru sumir starfsmennirnir sem yfirmennirnnir þola afar illa. 17:25 Dr.Phil 18:10 Royal Pains (14:16) Bandarísk þáttaröð sem fjallar um Hank sem er einkalæknir ríka og fræga fólksins í Hamptons. 18:55 Minute To Win It 19:40 Family Guy 8,4 (16:22) Ein þekktasta fjölskylda teikni- myndasögunnar snýr loks aftur á SkjáEinn. Peter Griffin og fjöl- skylda ásamt hundinum Brian búa á Rhode Island og lenda í ótrúlegum ævintýrum þar sem kolsvartur húmor er aldrei langt undan. 20:05 America’s Funniest Home Videos (35:44) Bráðskemmti- legur fjölskylduþáttur þar sem sýnd eru fyndin myndbrot sem venjulegar fjölskyldur hafa fest á filmu. 20:30 The Biggest Loser (7:19) Skemmtilegir þættir þar sem fólk sem er orðið hættulega þungt snýr við blaðinu og kemur sér í form á ný. 22:00 The Karate Kid 7,1 Bandarísk kvikmynd frá árinu 1984. Daniel er nýfluttur til Kaliforníu ásamt móður sinni. Hann er laminn sundur og saman af föntunum í hverfinu en ákveður að leita hefnda þegar hr. Miagy bjargar honum úr klóm þeirra. 00:05 Excused 00:30 Nurse Jackie (7:10) 01:00 Flashpoint (8:18) 01:50 Bachelor Pad (1:6) 03:20 Lost Girl (19:22) 04:05 Pepsi MAX tónlist 10:15 Pepsi mörkin 2013 11:30 HM íslenska hestsins 2013 13:30 HM íslenska hestsins 2013 14:45 HM íslenska hestsins 2013 15:20 Pepsi mörkin 2013 16:30 HM íslenska hestsins 2013 17:30 Pepsí-deild kvenna 2013 19:15 Meistaradeildin forkeppni 21:00 HM íslenska hestsins 2013 21:30 Samfélagsskjöldurinn - upphitun 22:00 NBA 2012/2013 - Úrslitaleikir 23:50 HM íslenska hestsins 2013 07:00-20:00 Barnaefni (Lalli, Refur- inn Pablo, Svampur Sveinsson, Dóra könnuður, Strumparnir, Mörgæsirnar frá Madagaskar, Ofuröndin, Histeria!, Doddi litli og Eyrnastór, Kai Lan o. fl.) 20:00 Það var lagið 21:05 Touch of Frost (3:4) 22:50 Monk (8:12) 23:35 It’s Always Sunny In Philadelphia (7:7) 23:55 Það var lagið 01:00 Touch of Frost (3:4) 02:45 Monk (8:12) 03:30 It’s Always Sunny In Philadelphia (7:7) 03:50 Tónlistarmyndbönd frá Popptíví 06:00 ESPN America 08:45 PGA Championship 2013 (1:4) 14:45 PGA Tour - Highlights (24:45) 15:40 Champions Tour - Highlights (16:25) 16:35 Inside the PGA Tour (31:47) 17:00 PGA Championship 2013 (2:4) 23:00 PGA Championship 2013 (2:4) 05:00 ESPN America SkjárGolf 20:00 Hrafnaþing Heimastjórnin 21:00 Motoring Spyrnur, Röll, mótoringfréttir og bílskúrsband kvöldsins. 21:30 Eldað með Holta Grillupp- skriftir Holta í matreiðslu Úlfars. ÍNN 11:45 Our Family Wedding 13:25 Just Go With It 15:20 Last Night 16:50 Our Family Wedding 18:30 Last Night 20:05 Just Go With It 22:00 Hanna 01:10 This Means War 02:45 Hanna Stöð 2 Bíó 17:00 Manstu 17:45 Enska úrvalsdeildin (Reading - Fulham) 19:30 Goals of the Season 20:25 Premier League World 21:00 Samfélagsskjöldurinn - upphitun 21:30 Season Highlights 22:25 PL Classic Matches 22:55 Club Friendly Football Matches Stöð 2 Sport 2 Stöð 2 Krakkar Stöð 2 Gull B íó Paradís býður upp á sýningar á klass- ískum bíómyndum sem unun er að fara á í bíó. Um helgina geta bíógestir gert sér klassík- ina Taxi Driver að góðu í kvikmyndahúsinu. Travis Bickle er upp- gjafahermaður úr Víetnam stríðinu sem býr í New York borg. Hann þjáist af svefnleysi og eyðir nóttinni í að aka leigubíl. Á daginn horf- ir hann á klámmyndir í skítug- um kvikmyndahúsum, á milli þess sem hann hugsar um hvernig heimurinn, og þá eink- um New York-borg, er kominn niður í svaðið. Hann er einfari sem hefur sterkar skoðanir um hvað er rétt og hvað er rangt hjá mannkyninu. Eina ljósið sem hann sér í lífinu í New York er Betsy, en hún vinnur við kosn- ingabaráttu þingmannsins Charles Palantine. Hann verður gagntekinn af henni. Eftir at- vik með henni trúir hann því að hann verði að gera allt sem í hans valdi stendur til að gera heiminn að betri stað. Eitt af forgangsatriðum hans í líf- inu er að vernda Iris, tólf ára strokustúlku og vændiskonu, sem hann trúir að vilji komast úr vændinu og úr klóm mellu- dólgsins og kærasta síns Matt- hew. Sýnd sunnudaginn 11. ágúst kl. 20.00, þriðjudaginn 13. ágúst kl. 22.00 og fimmtu- daginn 15. ágúst kl. 18. Hægt er að nálgast miða á midi.is. n Taxi Driver í Bíó Paradís
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.