Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2013, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2013, Blaðsíða 16
16 Fréttir 9.–11. ágúst 2013 Helgarblað Þ rír menn hafa ýmist kært Gunnar Fannberg Jónasson, landeiganda á Tröðum og fyrrverandi lögreglumann, fyrir líkamsárás, morðhótanir og eignaspjöll eða eru að vinna í að leggja fram kæru. Allir eiga þeir það sameiginlegt að hafa verið við veiðar í Staðará á Staðarstað þegar Gunnar og Svanur, sonur hans, höfðu af þeim af- skipti. Gunnar heldur því fram að jörð sín nái yfir veiðisvæðið sem mennirn- ir voru á og að þeir hafi veitt þar í óleyfi. Samkvæmt gögnum sem DV hefur undir höndum á það ekki við rök að styðjast en deilur um veiðirétt í Staðará hafa staðið yfir í þó nokkurn tíma. Þær hafa hins vegar harðnað til muna eftir að Gunnar keypti jörðina fyrr á þessu ári en Gunnar heldur því fram að hann eigi mun meira land en áður hefur tilheyrt landi Traða. Dag- blaðið ræddi við mennina sem hafa keimlíkar sögur að segja, að þeir hafi orðið fyrir áreiti af ýmsu tagi af hálfu feðganna hver í sínu lagi. Barinn í höfuðið Jón Steinar Árnason fór í veiðiferð ásamt félaga sínum á þriðjudaginn og lagði bílnum við Vaðtanga sem er í landi Staðarstaðs en Staðarstað- ur er kirkjujörð í eigu Þjóðkirkjunn- ar. Þegar þeir voru í óðaönn að undir- búa veiðarnar komu tveir bílar að og út úr þeim stigu menn. „Hvað heitir þú?“ spurði annar þeirra, að sögn Jóns, sem segist hafa spurt hann á móti. „Hann sagðist heita Svanur og ég kynnti mig sjálfur. Hélt svo áfram að gera stöngina klára og beygði mig niður til að þræða í lykkjurnar. Þá barði sá eldri mig í höfuðið svo ég kút- veltist í móann. Síminn minn hentist úr vasanum og kallinn fór að sparka í símann,“ segir Jón og bætir því við að á þessum tímapunkti hafi dunið á þeim félögunum ljótur orðaflaum- ur. „Þeir héldu því fram að við vær- um á landinu þeirra og höfðu í hót- unum. Þá hringdi ég auðvitað bara í lögregluna sem kom fljótt og vel og tók skýrslu.“ Beðinn um nánari lýs- ingar á ofbeldinu segist Jón hafa verið barinn í hausinn þegar hann var að beygja sig fram. „Ég steinlá en var aðallega hissa,“ segir hann. „Menn skyldu hafa það í huga, eins og segir á prenti í helgri bók, að myllur guðs, þær mylja hægt en mylja smátt. Mað- urinn á ekki að komast upp með að vaða um og lemja fólk.“ Ógnandi tilburðir Sigurjón Sigurðsson segist hafa orðið fyrir barðinu á Gunnari og syni hans í lok júlímánaðar. Hann stóð ásamt fé- laga sínum úti í ánni þegar feðgarnir komu aðvífandi. „Þeir komu með stangir og spún og öskruðu á okkur að við værum veiðiþjófar og ættum að drulla okkur burt. Við sögðum þeim að hringja bara á lögregluna ef við værum veiðiþjófar,“ segir Sigurjón og heldur áfram: „Þeir stóðu þarna og hentu spúnum yfir línuna til að draga okkar línu upp úr. Þegar það tókst og þeir voru búnir að strekkja mikið lét annar þeirra barn sitt fá stöngina og ég spurði hvort ekki væri í lagi með hann. Ef línan hefði slitnað hjá mér hefði barnið getað fengið spún- inn í höfuðið. Svo ég bað hann um að slaka á línunni. Þetta er gjörsam- lega fáránleg hegðun.“ Þegar Sigurjón kom að bakkanum keyrðu feðgarnir á brott og í ljós kom að þeir höfðu hleypt lofti úr hjólbörðunum á bílnum hans. „Það er nú allur myndarskapurinn hjá þessum fyrirmyndarmanni.“ Sigurjóni og Jóni ber saman um að Gunnar sé ákaflega orðljótur. „Hann öskraði á mig alls konar hluti sem er ekki hægt að hafa eftir. Hann er svo orðljótur að það er engu lagi líkt,“ seg- ir Sigurjón og Jón tekur í sama streng: „Ég ætla ekki að hafa neitt eftir, orð- bragðið var svo ljótt.“ Gagnrýnir vinnubrögð lögreglu Sigurjón tilkynnti atvikið til lögreglu sem tjáði honum að um einkamál væri að ræða og hann þyrfti sjálfur að kæra Gunnar. „Skýrslan frá lögreglunni er stórundarleg. Þar er mest fjallað um veiðideilurnar sem hafi staðið yfir í nokkur ár og verði að leysa í góðerni. En mig varðar ekkert um þessi mál. Þau koma minni kæru ekkert við,“ seg- ir hann og furðar sig á vinnubrögðum lögreglu. „Ég tilkynnti atvikið til lög- reglu af því okkur var ógnað, spúnum kastað að okkur og eignarspjöll unnin á bílnum okkar. Veiðirétturinn kemur þessu bara ekkert við. Ég hélt kannski að það væri hægt að setja lögbann á manninn fyrst hann er að ógna fólki. Það er mjög skrítið hvernig lögreglan tekur á þessu.“ „Handbendi hórkarls“ Aðalsteinn Ingólfsson er þriðji mað- urinn sem sakar Gunnar Fannberg um hótanir og svívirðingar en sam- skipti þeirra áttu sér stað síðustu helgi. „Við höfum keypt veiðileyfin af þartil- bærum aðilum og erum varla komnir á staðinn þegar son Gunnars ber að og hann spyr hvert erindi okkar sé. Hann véfengir að við séum í rétti en ég sýndi honum alla pappíra, meðal annars yfir lýsingu Landsbankans um að Traðir ættu engan veiðirétt, útprent úr Þjóðskrá sem sýndi að merki jaðrar- innar snerta hvergi ána, og loks vott- orð frá Biskupsstofu um að aðilarnir sem ég hafði átt viðskipti við væru þeir einu sem gætu selt leyfi að ánni beggja vegna,“ segir hann og bætir við: „Þá eys karlinn yfir okkur formælingum, kallar okkur ræfla, aumingja og arð- ræningja. Hann kallaði okkur hand- bendi hórkarls úr Reykjavík og það þýddi ekkert að sýna honum neina pappíra eða rökræða við hann. Hann frussaði bara á pappírana og reif í handlegginn á mér.“ Gæti kviknað í kofanum Að sögn Aðalsteins hafði Gunnar í hótunum við hann. „Hann sagði að ef við hefðum okkur ekki á brott eins og skot myndi hann ganga frá okkur. Ef við dirfðumst að nota veiðikofann, sem við höfðum fengið leyfi til að gera, þá ætti ekki að koma okkur á óvart ef kvikna myndi í honum. Svo voru hót- anir um að skemma bílana okkar og fleira.“ Aðalsteinn furðar sig á hegðun- inni og segist hafa liðið eins og hann hefði lent undir mykjudreifara. „Það er eins og þessi maður skilji ekkert nema ofbeldi.“ Félagarnir hættu við veiðarnar vegna áreitisins og kærðu sig ekki um að skilja bílinn sinn eftir í ljósi þess að þeir höfðu frétt af atvikinu sem Sig- urjón hefur greint frá. „Svona fór um sjóferð þá. Ég hringdi í lögregluna og lagði fram kæru fyrir svívirðingar og ofbeldishótanir gagnvart okkur. Það komu tveir lögreglubílar og tóku skýrslu af okkur. Við urðum að láta lögregluna vita af þessu því svona maður á ekki að ganga laus.“ Deilt um landamörk Lengi hafa staðið yfir deilur um veiði- rétt í Staðará en þær snúa að því hvort Traðir, jörð Gunnars, eigi veiðirétt í ánni eða ekki. Sá sem átti Traðir á undan Gunnari gerði einungis tilkall til veiðiréttar í neðsta hluta árinnar við ósinn vestan megin en deilt hefur verið um það hvort Traðir hafi þann rétt yfir höfuð. Deilan tók hins vegar nýja stefnu eftir að Gunnar keypti jörðina en hann heldur því fram að Traðir eigi land vestan megin við á al- veg upp að brú við þjóðveginn. Það er mun stærra svæði en fyrrverandi ábú- andi gerði tilkall til og land sem hing- að til hefur verið sagt í eigu Staðar- staðs samkvæmt þeim aðilum sem DV ræddi við. Í samtali við DV sagði Guðjón Skarphéðinsson, fráfarandi sóknarprestur og ábúandi á Staðar- stað, að það væri óumdeilt að Staðar- staður ætti land niður með ánni að vestanverðu. Þar lægi veiðivegur Staðarstaðs og hefði alltaf gert auk þess sem bærinn ætti landið austan megin við ána og niður í ós. Í afsali að jörð Traða sem DV hefur skoðað er hvergi tekið fram hvar landamerki eru en í kaupsamningi jarðarinnar er að finna þennan fyrirvara: „Kaupanda er kunnugt um þann vafa sem uppi er um hvort veiðiréttindi fylgi jörðinni og sættir sig við það.“ Gunnar man ekki Gunnar vísar ásökununum um bar- smíðar og hótanir alfarið á bug og segist aldrei hafa verið látinn vita af kærunni. Heldur hann því fram að mennirnir séu í ófrægingarherferð gegn sér og ásælist jörðina. Að- spurður hvort hann hafi átt í sam- skiptum við þá segir hann: „Maður býður nú mönnum góðan daginn þegar maður sér þá.“ Að eigin sögn hefur Gunnar þó ekki barið nokkurn mann. „Það væri ekki réttmæt að- gerð. Ég keypti bara jörð þarna en þeir hafa verið að veiða í mínu landi.“ DV ræddi við Gunnar á mið- vikudaginn en atvikið sem Jón Stein- ar lýsir varð kvöldið áður. Gunnar mundi ekki alveg hvort hann hefði rætt við veiðimenn þetta kvöld. „Nei, gærkvöldi? Ekki nema menn sem voru að veiða hjá mér í gær- kvöldi. Ég hef kannski boðið þeim góða kvöldið.“ Gunnar er á áttræðis- aldri og segist ekki leggja í vana sinn að berja fólk. Hann velti því fyrir sér hvort mennirnir þrír væru ef til vill eigendur DV. „Eru þessir menn eigendur að Dagblaðinu líka? Ég spyr vegna þess að mennirnir hljóta að ráða svona miklu fyrst þeir geta stjórnað atburðarásinni með eigin hugarburði,“ sagði hann. Kirkjan skoðar málið Sýslumaður í Stykkishólmi staðfesti að ein kæra hefði borist honum á hendur Gunnar en líkt og DV greindi frá voru ekki allir aðilar búnir að ganga frá formlegri kæru. Ekki feng- ust svör frá lögreglunni um hvort hún hefði haft afskipti af málum tengdum Gunnari þrátt fyrir að viðmælendur DV segi hana tvívegis hafa verið kall- aða til á skömmum tíma. DV ræddi einnig við Bjarna Kr. Grímsson, formann fasteignanefnd- ar kirkjunnar, sem kannaðist við málið. Hann vísaði fyrirspurnum hins vegar áfram til Inga Tryggva- sonar lögfræðings sem fer með mál- ið fyrir hönd Þjóðkirkjunnar sem skoðar nú málið. Þá hefur DV und- ir höndum yfirlýsingu frá Fast- eignanefnd kirkjunnar sem stað- festir framsal á veiðirétti í Staðará til leigutaka. n Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður skrifar johannpall@dv.is Deilt um veiðirétt Deilt hefur verið um hvort veiðikofinn í baksýn sé í landi Traða eða Staðarstaðs. Staðará á Snæfellsnesi Lengi hefur verið deilt um veiðirétt í ánni en á nokkrum vikum hafa verið lagðar fram þrjár kærur vegna þeirra. „Þá barði sá eldri mig í höfuðið svo ég kútveltist í móann Landeigandi kærður fyrir árás og hótun n Fyrrverandi lögreglumaður sagður ofsækja veiðimenn n Veiðimaður segist hafa verið sleginn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.