Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2013, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2013, Blaðsíða 18
18 Fréttir 9.–11. ágúst 2013 Helgarblað F yrrverandi leigumorðingi Rosalio Reta, 24 ára, hóf að drepa fólk 13 ára gamall. Vin- ur hans Gabriel Cardona, 26 ára, var litlu eldri eða 16 ára en þeir voru partur af unglingateymi leigumorðingja sem störfuðu fyrir mexíkóska eiturlyfjahringinn Los Zet- as. Reta og Cardona ólust upp í banda- ríska landamærabænum Laredo í Texas en þeir sitja nú í fangelsi í Banda- ríkjunum og hafa sagt CNN sögu sína. Þeir afplána báðir lífstíðardóma fyrir morð. Cardona segist ekki hafa tölu á fórnarlömbum sínum en hann, Reta og fleiri fengu þúsundir dala, bíla og eiturlyf fyrir vinnu sína. Þeir störfuðu fyrir Miguel Angel Trevino, leiðtoga Zetas-gengisins, sem er frægur fyrir hrottaskap sinn og miskunnarleysi. Hann var handtekinn í Mexíkó fyrir skömmu. Fólki misþyrmt og afhausað „Ég vissi að líf mitt hefði breyst að ei- lífu,“ sagði Reta um augnablikið þegar hann myrti mann í Mexíkó aðeins 13 ára. Þar sem Reta og Cardona áttu fjölskyldu beggja vegna landamær- anna gátu þeir ferðast yfir landamær- in að vild. Þrettán ára fór Reta ásamt tveimur vinum sínum á sveitasetur í Mexíkó nærri landamærunum. Setrið var í eigu eiturlyfjahringsins Los Zetas. Reta og vinir hans tveir voru forvitnir og höfðu fiktað við eiturlyf en þá óraði ekki fyrir því sem beið þeirra á sveita- setrinu. Þar sá Reta hluti sem áttu eftir að brennast í sál hans alla ævi. „Það var verið að pynta menn til að fá frá þeim upplýsingar. Ég trúði ekki því sem ég sá. Það var verið að pynta, drepa og afhausa fólk. Maður trúði ekki eigin augum.“ Reta vissi ekki hver Trevino var en hann sá strax að hann réð ferðinni og menn óttuðust hann. Trevino leit á Reta og skipaði hon- um að skjóta mann sem lá bundinn á jörðinni. Reta þurfti því þrettán ára, að eigin sögn, að velja á milli þess að drepa eða vera drepinn. Hann skaut manninn margsinnis. „Það er dagur sem ég mun aldrei gleyma. Eftir þetta, átt ég ekkert líf.“ Cardona hóf glæpaferil sinn sem unglingur á því að stela bílum og smygla þeim yfir landamærin. Innan skamms var hann farinn að smygla eiturlyfjum og vopnum. Sextán ára var hann orðinn leigumorðingi. Eyddi milljón á viku „Á landamærunum eru margir sem dragast inn í þennan lífsstíl gengj- anna,“ segir Reta sem ólst upp aðeins nokkrum húsaröðum frá landamær- unum. Eftir að hann, Cardona og fleiri fóru að vinna sem leigumorðingjar fyrir Los Zetas fengu þeir greidda fleiri þúsund dali á viku bara fyrir að vera til taks. Þeir voru jafnvel að fá á bilinu 5.000 til 10.000 dali fyrir hvert morð – um hálfa milljón og upp í rúmlega eina milljón króna. Upphæðin hækkaði svo eftir því sem skotmörkin voru „stærri“. Reta og Cardona segjast ekki gera sér grein fyrir því hversu mikið þeir fengu borgað en Cardona áætlar að hann hafi eytt rúmlega milljón króna á viku á þessum tíma. Fyrir unglingsstráka voru þetta miklir peningar en þeir biðu við sím- ann eftir skipunum. Báðir segja Reta og Cardona að þeir hafi notið pening- anna og þess valds sem fylgdi starfinu. Þeim hafi þó ekki líkað við morðin. Þrátt fyrir það eru til upptökur af Reta frá því að hann var handtekinn þar sem hann státar sig af því að hafa myrt mann. Drengirnir aðhylltust því aug- ljóslega það vægðarlausa hugarfar sem tíðkast innan eiturlyfjagengja í Mexíkó. Í fangelsi fyrir lífstíð Leigumorðingjar á vegum eiturlyfja- hringjanna endast ekki lengi í þeim geira. Þeir enda annaðhvort í fang- elsi eða eru drepnir. Reta og Car- dona myrtu fólk í þrjú ár áður en þeir enduðu í fanglesi 16 og 19 ára gaml- ir. Þegar Cardona var handtekinn ját- aði hann að hafa drepið sjö menn auk þess sem hann var dæmdur fyrir önn- ur brot. Hann hlaut 80 ára fangelsis- dóm. Reta var farinn að óttast að óvinir úr öðrum gengjum væru á höttunum eftir honum til að ná fram hefndum. Reta hafði því samband við fíkniefna- lögregluna í Bandaríkjunum og gaf sig fram. Reta játaði að hafa myrt tvo og fékk tvo dóma, annan 30 ára og hinn 40 ára. „Í dag sé ég eftir öllu sem ég hef gert. Ég þoldi þetta ekki lengur. Þetta var mjög erfitt. Ég var ekki að lifa mínu eigin lífi,“ sagði Reta. Cardona iðrast ekki jafn mikið og félagi hans. Hann hugsar ekki mikið um ofbeldisverk for- tíðarinnar. „Ég er góð persóna. Þetta gerðist bara,“ segir Cardona og bætir við: „Ég hélt alltaf að það sem dræpi mig yrði byssukúla í höfuðið. Ég hélt aldrei að ég myndi deyja í fangelsi.“ Mesti hrotti Mexíkó Eiturlyfjabaróninn Miguel Ang- el Trevino sem réð drengina til þess að myrða keppinauta sína og sak- laust fólk er þekktur undir nafninu Z-40 af meðlimum Zetas og öðrum gengjum. Hann er sem fyrr sagði einn vægðarlausasti yfirmaður eiturlyfja- hrings í Mexíkó en stríð yfirvalda gegn eiturlyfja gengjum hefur verið gríðar- lega blóðugt. Ofbeldi og morð sem fylgt hafa því stríði hafa einkennst af hrottaskap og vægðarleysi. Mexíkósku gengin hafa verið óhrædd við að ráða af dögum lögreglumenn, stjórnmála- menn sem og almenning í stórum stíl. Trevino hefur verið ákærður fyrir skipulagða glæpastarfsemi, morð, pyntingar og peningaþvætti. Trevino vann sig upp metorðastig- ann innan Zetas sem mikill harðhaus. Hann þjónaði fyrri herrum með því að ferðast á milli héraða og landa og myrða samkeppnisaðila – „þurrka út“ heilu gengin. Eftir að hann fór til Gvatemala og stöðvaði samkeppnisaðilann í eiturlyfja sölu fyrir Heriberto Lazcano Lazcano var hann skipaður æðsti stjórnandi Los Zetas árið 2008. Síð- an þá hefur Trevino verið einn helsti áhrifamaðurinn í ofbeldisöldu sem riðið hefur yfir Mexíkó. Hann er talinn tengjast morðum á 72 innflytj- endum árið 2010 og San Fernando- fjöldamorðinu árið 2011 þar sem 193 létu lífið. Trevino hefur verið kallaður „Hinn nýi Júdas“ af öðrum hátt settum með- limum Zetas en auk þess að berjast gegn öðrum gengjum hefur lengi geis- að hörð valdabarátta innan Los Zetas og hafa fjölmargir hátt settir meðlimir verið myrtir eða handteknir á undan- förnum árum. Þegar mexíkóskar sérsveitir höfðu hendur í hári Trevino þann 15. júlí höfðu bæði þarlend stjórnvöld sem og bandarísk sett himinhá peninga- verðlaun til höfuðs honum. Talið er að yngri bróðir hans, Omar Trevino Morales, taki við sem yfirmaður Los Zetas. Reta lýsir Trevino sem „venjuleg- um náunga“ dagsdaglega, en þegar kom að „vinnunni“ hafi hann verið vægðarlaus. Hann hafi jafnan sent skilaboð til annara gengja með því að afhausa menn. Reta segir vald Trevino hafa verið „algjört“. „Í byssubardaga, í öllum átökum var hann fyrstur til þess að stíga út úr bílnum og leiða sitt fólk. Hann biður fólk ekki um að gera eitt- hvað sem hann er ekki tilbúinn að gera sjálfur. Það er ástæðan fyrir því að svo margir fylgdu honum.“ n Framdi fyrsta morðið 13 ára n Bandarískir unglingaleigumorðingjar drápu fyrir eiturlyfjabarón í Mexíkó Ásgeir Jónsson blaðamaður skrifar asgeir@dv.is „Ég er mjög góð persóna. Þetta gerðist bara. Rosalio Reta, 24 ára Myrti fyrst mann þrettán ára. Miguel Angel Trevino Einn harðsnúnasti eiturlyfjabarón Mexíkó fyrr og síðar. Cabriel Cardona, 26 ára Myrti fyrst mann sextán ára. Stjörnur Unglingamorðingjarnir eru goð í augum sumra en hér má sjá mynd af þeim á sitjanda ungrar konu. 193 látnir Trevino er talinn tengjast fjöldamorðinu í San Fernando árið 2011 þar sem 193 voru drepnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.