Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2013, Side 54
2
Guns, nýjasta kvikmynd
Baltasars Kormáks, er
sannkölluð stórmynd og hef-
ur vakið mikla athygli frá
því að hún var frumsýnd í
Bandaríkjunum þann 30. júlí síð-
astliðinn. Hún skaut stórmyndum á
borð við Smurfs 2 og The Wolverine
ref fyrir rass í miðasölu helgina sem
hún var frumsýnd og halaði inn
rúma þrjá milljarða í kassann en
óhætt er að segja að þetta sé stærsta
verkefni sem Baltasar hefur tekið sér
fyrir hendur.
Fær fína dóma
Dómar gagnrýnenda hafa verið
afar misjafnir en myndin hefur þó
hlotið lof almennra bíógesta sem
segja hana bæði skemmtilega og
spennandi. Hún er nú með einkunn-
ina 7,0 á kvikmyndagagnagrunnin-
um IMDb en einkunnin hefur farið
hækkandi undanfarna daga.
Um er að ræða spennumynd með
gamansömu ívafi sem byggir á sam-
nefndum myndasögum sem gefnar
eru út af myndasöguútgefandanum
Boom! Hún fjallar um leynilögreglu-
mennina Robert „Bobby“ Trench og
Michael „Stig“ Stigman sem leikn-
ir eru af stórleikurunum Denzel
Washington og Mark Wahlberg.
Bobby og Stig vita ekki að báðir eru
á vegum yfirvalda og lenda í miklu
klandri þegar tilraun til að uppræta
eiturlyfja hring fer úrskeiðis.
Frábær aðsókn
Myndin kostaði um 61 milljón Banda-
ríkjadala í framleiðslu, en það gerir
rúma 7,2 milljarða íslenskra króna.
Frá því að myndin var frumsýnd hefur
hún skilað um 3,6 milljörðum króna í
kassann en hún hefur enn sem kom-
ið er aðeins verið frumsýnd í Banda-
ríkjunum, Kanada, Tyrklandi og Sviss
auk þess sem hún var frumsýnd hér-
lendis í gærkvöldi.
Íslenskir bíógestir fá þó ekki að
njóta myndarinnar fyrr en hún fer
í venjulega sýningu þann 14. ágúst
næstkomandi. Þó má búast við
góðri aðsókn hérlendis því tæplega
30 þúsund Íslendingar sáu síðustu
Hollywood-mynd Baltasars, Contra-
band, í bíó auk þess sem flestar af
myndum hans hafa notið mikilla vin-
sælda á meðal landsmanna, svo sem
Mýrin, Hafið og Djúpið.
Vaughn og Wilson komu til
greina
2 Guns hefur verið í bígerð um
nokkurra ára skeið en var tekin upp
frá 11. júní til 14. ágúst í fyrra. Tökur
fóru eingöngu fram í Bandaríkjunum,
að mestu leyti í Nýju-Mexíkó. Það er
framleiðslurisinn Universal Studios
sem framleiðir myndina en fyrirtækið
framleiddi einnig Contraband.
Upprunalega stóð til að gaman-
leikararnir Vince Vaughn og Owen
Wilson færu með hlutverk þeirra
Bobby og Stig en ljóst er að myndin
hefði orðið talsvert öðruvísi í snið-
um ef þeir félagar hefðu endað í hlut-
verkum leynilögreglumannanna. Þá
komu bæði Grey‘s Anatomy- stjarnan
Ellen Pompeo og Marisa Tomei til
greina fyrir hlutverk Deb sem hin
fagra Paula Patton hlaut að lokum.
Ekki stóð heldur alltaf til að
fá Baltasar Kormák til að leikstýra
myndinni því leikstjórarnir Doug
Liman, Antoine Fuqua, Pierre Morel
og Martin Campbell komu allir til
greina fyrir myndina.
Stór í sniðum
Líkt og áður sagði er 2 Guns líklega
stærsta verkefni sem Baltasar hefur
tekið sér fyrir hendur enda skartar
hún stórum nöfnum í aðalhlutverk-
um auk þess sem framleiðslukostn-
aður var langt því frá að vera lágur.
Alls komu hátt í 600 manns að gerð
myndarinnar en þar af eru rúmlega
30 leikarar. Framleiðendur, kvik-
myndatökumenn, búningahönnuðir
og aðrir telja því rúmlega 500 manns.
Næsta verkefni Baltasars verður
heldur ekki minna í sniðum því um
er að ræða kvikmyndina Everest með
stórleikarann Jake Gyllenhaal í aðal-
hlutverki. Ekki er kominn útgáfudag-
ur á myndina en ljóst er að hún mun
fá harða samkeppni því að á næsta
ári er væntanleg mynd sem ber sama
heiti og fjallar einnig um göngugarp
sem klífur Mount Everest. Með aðal-
hlutverk í henni fer stórleikarinn og
töffarinn Tom Hardy.n
46 Fólk 9.–11. ágúst 2013 Helgarblað
Suri heimsótti pabba sinn
B
andaríski leikarinn Tom Cruise
fékk skemmtilegan gest í heim-
sókn í vikunni þegar dóttir
hans og Katie Holmes, Suri
Cruise, flaug með einkaþotu föður
síns til Bretlands þar sem Tom er við
tökur á myndinni Edge of Tomorrow.
Samkvæmt heimildum erlendra slúð-
urmiðla gista feðginin saman á fimm
stjörnu lúxushóteli í Hertfordshire en
Suri verður hjá föður sínum í þrjár
vikur á meðan Katie er sjálf við tökur
á nýrri mynd í Ohio í Bandaríkjunum.
Líkt og kunnugt er skildu Tom og
Katie í júní í fyrra eftir sex ára hjóna-
band en þau höfðu þá dvalist um
stund á Íslandi og vakið mikla athygli
íslenskra fjölmiðla. Katie hefur verið
með forræði yfir dóttur þeirra síðast-
liðið ár og eru þær mæðgur búsettar
á Manhattan í New York þar sem Suri
gengur í einkaskóla. Þá hefur hún
vakið mikla athygli erlendra vefmiðla
fyrir að klæðast hátískufatnaði – þótt
það sé nú líklega einhver annar sem
velji á hana fötin – þrátt fyrir að vera
aðeins sjö ára. n
Lokkalaus díva
n Beyoncé er komin með drengja-
koll eins og aðdáendur hennar
tóku eftir á myndum sem hún
birti á Instagram af nýju klipp-
ingunni. Það má reikna með að
hún muni skarta síðu hári á næst-
unni því stjörnurnar eru duglegar
að nota hárkollur í ýmsum út-
færslum. Kannski eitthvað fyrir
íslenskar konur að spá í til að
breyta oftar til?
Fann
ástina í
meðferð
n Lindsay Lohan
er sögð vera komin
með kærasta ef marka má Radar
Online. Sagan segir að hún hafi
byrjað með 23 ára manni sem var
í meðferð á sama tíma og hún.
Heimildir herma að þau séu enn
að hittast nú eftir meðferðina og
nú er bara að fylgjast með hvort
þetta sé sönn ást.
Furðulegasta
myndband Gaga?
n Lady Gaga er þekkt fyrir að vera
ansi frumleg en nýjasta verk-
efni hennar verður að teljast það
undarlegasta. Góðgerðasamtök
Marinu Abramovic fengu Lady
Gaga til þess að leiða herferð fyrir
samtökin sem standa fyrir list og
andlegum málefnum. Í mynd-
bandinu er Lady Gaga nakin með
bundið fyrir augun í alls kon-
ar stellingum sem eiga að tákna
tengingu hugar og líkama.
Gefur
barns-
móður
sinni hús
n Simon Cowell
keypti hús á rúman milljarð króna
fyrir ástkonu sína og verðandi
barnsmóður, Lauren Silverman.
Mail Online greinir frá þessu og
er ástæðan sögð vera sú að Simon
vilji að barn hans búi nálægt svo
hann geti tekið þátt í uppeldinu.
Stjörnu
fréttir
Íris Björk
Jónsdóttir
Stærsta verkefni
Baltasars hingað til
n Yfir 500 manns komu að myndinni
n Tom Cruise við tökur á Englandi
Hörn Heiðarsdóttir
blaðamaður skrifar horn@dv.is
Aðrir komu til greina
Wilson og Vaughn áttu
upphaflega að fara með
aðalhlutverk myndarinnar,
en ekki Mark og Denzel.
Dýr Myndin kostaði
rúma 7,2 milljarða
króna í framleiðslu.
Náin Suri mun
dveljast hjá föður
sínum í þrjár vikur.
MyND: BAuEr-GriFFiN LLC
J
ack Osbourne, sonur Black
Sabbath-rokkarans Ozzy Os-
bourne, og eiginkona hans,
Lisa, eiga von á sínu öðru barni.
Þetta tilkynntu hjónin á bloggsíðu
Lisu fyrr í vikunni. Hún er nú komin
rúma sex mánuði á leið og í blogg-
færslunni segist hún reyna eftir
bestu getu að borða ekki allt sem
er í augsýn. Lisa og Jack eiga fyrir
dótturina Pearl sem fæddist í apríl
2012 en parið gekk í það heilaga í
október sama ár.
Osbourne-hjónin eiga von á barni