Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2013, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2013, Blaðsíða 33
Hroða legt fyrir fólk Við erum ekki að standa okkur vel Hermann Ottósson um áfallastreitu vegna flugslyss. – DV Vilhjálmur Ari Arason um sýklalyfjaónæmisógn. – DV Lög 21. aldarinnar Spurningin „Já ég ætla að mæta“ Unnsteinn Jóhannsson 27 ára framkvæmdastjóri „Nei, ég verð farinn af landi“ Jörgen Ant 57 ára kennari „Nei, ég ætla ekki að mæta“ Óli Sigdór Konráðsson 25 ára í atvinnuleit „Já, ég ætla að reyna að mæta ef ég verð í bænum“ Mary-Lou Price 64 ára ellilífeyrisþegi „Ég ætla að fara og horfa“ Kristinn Már Jóhannesson 33 ára nemi Ætlarðu á Gay Pride? 1 Jóhannes Páll braust inn og laumaðist í sturtu Braust inn á þrjú heimili og hafði uppi kyn ferðis lega til burði. 2 „Ég var alltaf að reyna að kalla á hjálp“ Matthildur var greind þunglynd en reyndist vera með krabbamein. 3 „Ég grét og bað hann um að hætta“ Myndband frá Davenport í Bandaríkjunum sýnir harkalegt lögregluofbeldi. 4 Fengu arð upp á 250 milljónir Eigendaskipti á Urriðaholti í Garðabæ. Arion banki stærsti eigandinn. 5 Ólafur segist hafa fengið furðuleg símtöl um pólitískan frama Ónefndir aðilar höfðu samband við Ólaf Stefánsson hand- boltakappa um mögulegt framboð. 6 Stúlkurnar sem urðu fyrir sýruárás á Zanzibar Störfuðu sem sjálfboðaliðar við kennslu á eyjunni og komast ekki heim til Bretlands. 7 Glæsileg á frumsýningu Oprah Winfrey með risahárkollu á frumsýn- ingu The Butler Mest lesið á DV.is Haninn sem stjórnaði heiminum U m daginn sá ég í ágætu blaði nokkuð sem höfundur kallar Al­ þingislimrur. Og var þar á ferð hið versta hnoð sem ég hef séð á prenti. Ég skrifaði um þetta hnoð, grein sem ég kalla Alþingisambögur og birti hana í sama blaði. Ég reyndi að vera málefnalegur í umfjöllun minni; kom meira að segja með fræðilega úttekt á því fyrirbæri sem kallast limra, ef það mætti verða til þess að leiðbeina þeim sem hnoðinu olli. Skemmst er frá því að segja, að grein mín vakti hörð viðbrögð í netheimi og var fólk ýmist að ráðast að mér og væna mig um persónulegar árásir á höfund Alþingislimra, eða láta þess getið að ég ætti ekki að ráðleggja fólki um kveðskap, þar eð ég hefði sjálfur fengið slæma dóma fyrir einhver verka minna. Ég hélt að aumingjaleikurinn í blogg­ bullinu hefði náð sínum hæstu hæðum. En sé nú, að alltaf má auðga þá flóru illinda sem þar er hlúð að með ágætum. Hvort ég hef ort vel eða illa, er ekki aðalatriði í þeirri umræðu sem hér er á ferð. Hvort ég hef fengið góða eða slæma dóma fyrir verk mín, hefur ekki heldur vægi í þessu samhengi. Það sem skiptir máli, er það að ég gaf mitt persónulega álit – að gefnu tilefni – og bætti við nokkrum upplýsingum um limruna sem bragarhátt. Ég segi það satt, að það sem ég fjalla um í grein minni, Alþingisambögur, er versta hnoð sem ég hef lesið. Sjálfur legg ég skrif mín í dóm lesenda á degi hverjum og reikna alla­ jafna með því að þau hljóti málefnalega umfjöllun. En ekki get ég reiknað með því að allir hafi sama smekkinn. Og ef ég skoða hug minn allan, get ég eflaust komist að þeirri niðurstöðu, að fyrstu ljóðabækur mínar séu eitt það allra versta sem út hefur verið gefið. Auðvitað má ég, einsog aðrir menn, eiga von á því að fólki lítist ekkert á það sem ég skrifa. Ef ég óttaðist slíkt, myndi ég hafa hætt að skrifa strax á uppvaxtar­ árunum. Ef fólk vill gagnrýna grein mína, er kannski rétt að inntak hennar fái að njóta sín. Persónulegum árásum í minn garð má ábyggilega finna rými á öðrum vettvangi. Segið mér hvað ég hef illt unnið með grein minni, Alþingisambögur, og ég mun að sjálfsögðu biðjast afsökunar … ef ég verð fundinn sekur um óheiðar­ legan eða óviðeigandi málflutning. Netheimaskrifin sem ég minntist á hér að framan; árásir beturvita, sem virðast hafa það eitt að leiðarljósi að misskilja allt, snúa öllu uppí moldviðri og ata þá auri sem sýna einhverja mál­ efnalega tilburði, minna mig á sögu sem ég sagði sonum mínum á þeirra fyrstu árum. Sagan sú arna er á þessa leið: Eitt sinn kom hani úr eggi og þegar hann náði, með tíð og tíma, að tengjast þeim heimi sem hann lifði og hrærðist í, þá galaði hann. En um leið og hann gal­ aði, áttaði hann sig á því að sólin kom upp. Hann hafði þann háttinn á að gala á hverjum morgni og alltaf þegar hann galaði, gerðist það að sólin kom upp. Og þessi sól nýttist bændunum á þann hátt, að hún lét kornið vaxa og ýtti yfirleitt af stað allri grósku í heiminum. Og að mati hanans var þetta allt honum að þakka; hann galaði og alltaf þegar hann galaði þá kom sólin upp. Aldrei með hógværð og hiki gat hani einn galað á priki; meinlaus og dreyminn hann misskildi heiminn, hvern morgun og hélt sínu striki. L angflestir þjóðkjörnir fulltrúar hérlendis sem erlendis hafa lít­ inn skilning á því hvernig stafræn samskipti ganga fyrir sig, eiga erfitt með að skilja þá menningu sem hefur þróast í netheimum eða hvernig verja eigi okkar stafrænu mannréttindi. Ferl­ ið í kringum lagasetningu hefur komið mér verulega á óvart og það verður að viðurkennast að eftir því sem ég kynnist því ferli nánar, því minna traust ber ég til að lög nái að viðhalda grundvallar­ reglu samfélagsins. Það er engin ný­ sköpun í lagasetningu þrátt fyrir að við­ fangsefni laga og reglugerða verði sífellt flóknara en sú háskalega þróun hefur orðið að gagnsæi í kringum frumgerð laga og aðkoma löggjafans hefur orðið sífellt veigaminni. Þá virðast margir full­ trúar á löggjafarþingum hafa gleymt því að einn stafkrókur getur haft gríðarleg áhrif á meginþorra landsmanna. Ein lítil mistök geta breytt afkomu og lífsgæðum margra. Því er það svo að við verðum að velta því fyrir okkur hvernig við getum uppfært lagasetningaferlið, þannig að það endurspegli þann veruleika sem við búum við og sé með sanni kerfi hannað og þróað til að þjónusta alla sem í sam­ félaginu okkar búa og greiða skatta til að halda kerfinu gangandi. Eðlilegt væri að við gætum t.d. séð hvernig skattpen­ ingum okkar er varið, að við vitum hver skrifar hvaða hluta nýrra laga um t.d. bankakerfið. Best væri að þingið myndi alfarið sjá um lagasetningu og að ráðu­ neytunum yrði falið að framfylgja þeim lögum sem Alþingi mótar. Með því að færa löggjafarvaldið til þingsins er hægt að tryggja fullkomið gagnsæi og mun betri aðkomu almennings að ferlinu og bæta aðhaldið sem svo sárlega vantar í stjórnsýslu okkar. Tími þess löglega en siðlausa á að vera löngu liðinn. En það er ekki nóg að tala bara um einhverjar innantómar siðareglur og breytingar á ráðuneytum, nei breytingin verður að vera þess eðlis að hið raunverulega full­ trúalýðræði virki sem skyldi, þar sem aðgengi almennings að sínum kjörnu fulltrúum er bætt og fólk fái hvata til að taka þátt í að móta samfélag sitt. Kerfisuppfærslan og nýi ramminn Lögin endurspegla kerfin sem við búum til, og kerfin, hvort heldur það eru mennta­, banka­, heilbrigðis­, vel­ ferðarkerfi, kalla á gagntæka uppfærslu. Það er alveg sama hve gott og hæft fólk við fáum til að stjórna kerfinu, það er úrelt og ekki nóg með það heldur er verið að reyna að troða nýjustu stýri­ kerfisuppfærslunum í eldgamlar tölv­ ur sem ráða hvorki við nýju stýrikerfin né eru nægilega öflugar til að bregðast við illa skrifuðum kóða sem þarf leið­ réttingar við strax og vírusarnir láta á sér kræla. Kannski er þessi uppsetning á kerfinu okkar einn risastór vírus sem á sér enga aðra framtíð en að þurfa að vera þurrkaður út. Hvað gerir maður þegar kemur í ljós að tölvan manns er helsjúk af vírusum? Maður núllar hana og setur inn nýtt kerfi eða maður fær sér nýja. Við þurfum enga sértaka róttækni til að sjá að þessi tímapunktur er löngu kominn. Þú! Það hefur verið merkilegt ferli að fá að sjá hvernig lög verða til, og ekki hægt að segja að traust mitt á innviðum kerfis­ ins hafi endilega eflst með betri skiln­ ingi á því hvernig þetta gengur fyrir sig. En ég fór þarna inn til að skilja og til að koma með uppbyggilegar lausnir. Pírat­ ar hugsa út fyrir ramman og eru að þróa nýjan ramma utan um kerfin. Við ætl­ um ekki að gera það ein, öllum er boðið að taka þátt. Píratar eru núna að þróa örugg og skilvirk kerfi til að taka þátt í undirskriftasöfnun á netinu, þeir eru að þróa öruggt tölvupóstkerfi sem tryggir að hver sem er geti ekki lesið póstinn okkar, Píratar eru líka að þróa kerfi sem bjóða öllum að hafa áhrif á störf þing­ manna, kalla eftir skýrslum, leggja fram frumvörp eða ályktanir, það eina sem vantar enn sem komið er, ert ÞÚ. Kíktu á betraisland.is og taktu þátt í að hafa áhrif á samfélag þitt. n Regnbogafáninn Það verður mikið um dýrðir um helgina þegar hin árlega Gay Pride-hátíð fer fram. Hér sjástfimm regnbogafánar blakta við hún og tákna litirnir samfélag samkynhneigðra. Fáninn var hannaður árið 1978 af Gilbert Baker. Mynd KRistinn MagnússonMyndin Umræða 25Helgarblað 9.–11. ágúst 2013 Lífið er meira virði en eitthvert hús Eyjólfur Kristjánsson um tilveruna. – DV Kjallari Birgitta Jónsdóttir Skáldið skrifar Kristján Hreinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.