Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2013, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2013, Blaðsíða 22
22 Sport 9.–11. ágúst 2013 Helgarblað n Real Madrid, Paris St. Germain og AC Milan eiga tvo leikmenn hvert lið á listanum 10 efnilegustu leikmennirnir Neymar Aldur: 21 Félag: Barcelona n Það verður spennandi að fylgjast með Neymar í stjörnum prýddu liði Barcelona í vetur. Eftir stórbrotna frammistöðu í Álfu- keppninni þar sem Brassar fóru með sigur af hólmi reikna margir með því að Neymar sé tilbúinn fyrir stóra sviðið. Það er augljóst að pressan á hann er mikil en hann ætti að geta myndað eitt eitraðasta sóknarpar heims með Lionel Messi. Christian Eriksen Aldur: 21 Félag: Ajax n Eriksen er samherji Kolbeins Sigþórssonar hjá Ajax – ennþá að minnsta kosti. Fjöldi stórliða hefur áhuga á þessum sókndjarfa danska miðjumanni. Eriksen var valinn leikmaður ársins í Hollandi árið 2011 og hefur verið algjör lykilmaður í liði Ajax undanfarin ár. Spurningin er einungis hvenær – ekki hvort – eitthvert lið gerir ómótstæðilegt til- boð í leikmanninn. Félög eins og Manchester United og Liverpool eru sögð áhugasöm. Mario Götze Aldur: 21 Félag: FC Bayern n FC Bayern vann alla titla sem í boði voru í fyrra og liðið verður ekkert síðra í ár. Mario Götze gekk í raðir Bayern frá Borussia Dort- mund þar sem þessi sóknarsinnaði miðju- maður sló rækilega í gegn. Götze getur búið til hluti úr nánast engu, er jafnvígur með hægri og vinstri og skorar mörk reglulega. „Hann getur hlaupið framhjá varnarmönn- um eins og þeir séu ekki til. Honum svipar til Lionel Messi hvað varðar leikskilning og tækni,“ sagði Franz Beckenbauer um nýjasta liðsmann Bayern. Oscar Aldur: 21 Félag: Chelsea n Brasilíumenn hafa stundum átt erfitt með að aðlagast hraðanum í ensku úrvals- deildinni en Oscar kom sem stormsveipur inn í Chelsea-liðið í vetur. Þessi sóknar- sinnaði miðjumaður átti flotta leiktíð með Chelsea í fyrra og á aðeins eftir að verða betri á komandi tímabili. Hann er klókur í að opna glufur í vörn andstæðinganna með sprettum sínum eða hnitmiðuðum sendingum. Hann skoraði mark ársins hjá Chelsea þegar hann skoraði gegn Juventus í Meistaradeildinni í september í fyrra. Isco Aldur: 21 Félag: Real Madrid n Það verður spennandi að fylgjast með Isco í liði Real Madrid í vetur. Isco er einn allra efnilegasti leikmaður Spánverja en hann sló í gegn með Malaga í Meistara- deildinni í vetur. Isco hefur þegar sýnt hvað í honum býr í treyju Real Madrid en hann hefur átt glimrandi góða leiki á undirbún- ingstímabilinu. Þó að í liði Real séu margir frábærir leikmenn þarf Isco ekki að hafa miklar áhyggjur af því að fá ekki að spila nóg. Mattia De Sciglio Aldur: 20 Félag: AC Milan n De Sciglio er einn allra efnilegasti varnar- maður Ítala en þessi leikmaður er þegar orðinn fastamaður í ítalska landsliðinu. Hann er einnig í miklum metum í Mílanó þar sem hann leikur í treyju númer 2 sem goð- sagnakenndir leikmenn á borð við Mauro Tassotti og Cafú hafa klæðst. Hann getur spilað sem miðvörður eða hægri bakvörður þar sem honum líður best. Lucas Moura Aldur: 20 Félag: Paris St. Germain n Moura gekk í raðir Parísarliðsins í janúar og sýndi flott tilþrif seinni hluta síðasta tímabils. Moura er eldfljótur Brasilíumaður með frábæra tækni. Það er ljóst að Paris St. Germain verður til alls líklegt í vetur með Moura á kantinum og Zlatan Ibrahimovic og Edinson Cavani í fremstu víglínu – já og líka Ezequiel Lavezzi og Javier Pastore með í sókninni. Stephan El Shaarawy Aldur: 20 Félag: AC Milan n El Shaarawy er liðsfélagi De Sciglio en sýnir listir sínar á hinum enda vallarins – í framlínunni. Þessi gríðarlega efnilegi sóknarmaður átti flotta leiktíð með Milan í fyrra þar sem hann skoraði 19 mörk í 46 leikjum. Það er búist við miklu af El Shaarawy sem eldfjótur og tæknilega góður leikmaður. Kevin-Prince Boateng, liðsfélagi Shaarawy, sagði til að mynda að Shaarawy gæti auðveldlega fyllt það skarð sem Zlatan Ibrahimovic skildi eftir sig. Raphael Varane Aldur: 20 Félag: Real Madrid n Varane er að öðrum ólöstuðum efnileg- asti varnarmaður. Hann er í raun ekki lengur efnilegur heldur frábær knattspyrnumaður. Varane sýndi flott tilþrif með Real Madrid í vetur en hann gekk í raðir félagsins frá Lens. Zinedine Zidane, aðstoðarstjóri Real Madrid, hefur látið hafa eftir sér að Varane sé besti varnarmaður Frakka síðan Laurent Blanc var upp á sitt besta. Það eru ekki slæm meðmæli. Marco Verratti Aldur: 20 Félag: Paris St. Germain n Marco Verratti hefur verið líkt við Andrea Pirlo, einn besta miðjumann í sögu Ítalíu. Þó að Verratti þurfi að gera helling til að verðskulda þá samlíkingu leikur enginn vafi á að hann hefur hæfileikana sem til þarf. Verratti er aðeins 1.65 á hæð en er samt eins og kóngur í ríki sínu á miðju Parísarliðsins. Hann býr yfir frábærum sendingum og góðum leikskilningi. Verratti er nafn sem allir knattspyrnuáhugamenn ættu að leggja á minnið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.