Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2013, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2013, Qupperneq 22
22 Sport 9.–11. ágúst 2013 Helgarblað n Real Madrid, Paris St. Germain og AC Milan eiga tvo leikmenn hvert lið á listanum 10 efnilegustu leikmennirnir Neymar Aldur: 21 Félag: Barcelona n Það verður spennandi að fylgjast með Neymar í stjörnum prýddu liði Barcelona í vetur. Eftir stórbrotna frammistöðu í Álfu- keppninni þar sem Brassar fóru með sigur af hólmi reikna margir með því að Neymar sé tilbúinn fyrir stóra sviðið. Það er augljóst að pressan á hann er mikil en hann ætti að geta myndað eitt eitraðasta sóknarpar heims með Lionel Messi. Christian Eriksen Aldur: 21 Félag: Ajax n Eriksen er samherji Kolbeins Sigþórssonar hjá Ajax – ennþá að minnsta kosti. Fjöldi stórliða hefur áhuga á þessum sókndjarfa danska miðjumanni. Eriksen var valinn leikmaður ársins í Hollandi árið 2011 og hefur verið algjör lykilmaður í liði Ajax undanfarin ár. Spurningin er einungis hvenær – ekki hvort – eitthvert lið gerir ómótstæðilegt til- boð í leikmanninn. Félög eins og Manchester United og Liverpool eru sögð áhugasöm. Mario Götze Aldur: 21 Félag: FC Bayern n FC Bayern vann alla titla sem í boði voru í fyrra og liðið verður ekkert síðra í ár. Mario Götze gekk í raðir Bayern frá Borussia Dort- mund þar sem þessi sóknarsinnaði miðju- maður sló rækilega í gegn. Götze getur búið til hluti úr nánast engu, er jafnvígur með hægri og vinstri og skorar mörk reglulega. „Hann getur hlaupið framhjá varnarmönn- um eins og þeir séu ekki til. Honum svipar til Lionel Messi hvað varðar leikskilning og tækni,“ sagði Franz Beckenbauer um nýjasta liðsmann Bayern. Oscar Aldur: 21 Félag: Chelsea n Brasilíumenn hafa stundum átt erfitt með að aðlagast hraðanum í ensku úrvals- deildinni en Oscar kom sem stormsveipur inn í Chelsea-liðið í vetur. Þessi sóknar- sinnaði miðjumaður átti flotta leiktíð með Chelsea í fyrra og á aðeins eftir að verða betri á komandi tímabili. Hann er klókur í að opna glufur í vörn andstæðinganna með sprettum sínum eða hnitmiðuðum sendingum. Hann skoraði mark ársins hjá Chelsea þegar hann skoraði gegn Juventus í Meistaradeildinni í september í fyrra. Isco Aldur: 21 Félag: Real Madrid n Það verður spennandi að fylgjast með Isco í liði Real Madrid í vetur. Isco er einn allra efnilegasti leikmaður Spánverja en hann sló í gegn með Malaga í Meistara- deildinni í vetur. Isco hefur þegar sýnt hvað í honum býr í treyju Real Madrid en hann hefur átt glimrandi góða leiki á undirbún- ingstímabilinu. Þó að í liði Real séu margir frábærir leikmenn þarf Isco ekki að hafa miklar áhyggjur af því að fá ekki að spila nóg. Mattia De Sciglio Aldur: 20 Félag: AC Milan n De Sciglio er einn allra efnilegasti varnar- maður Ítala en þessi leikmaður er þegar orðinn fastamaður í ítalska landsliðinu. Hann er einnig í miklum metum í Mílanó þar sem hann leikur í treyju númer 2 sem goð- sagnakenndir leikmenn á borð við Mauro Tassotti og Cafú hafa klæðst. Hann getur spilað sem miðvörður eða hægri bakvörður þar sem honum líður best. Lucas Moura Aldur: 20 Félag: Paris St. Germain n Moura gekk í raðir Parísarliðsins í janúar og sýndi flott tilþrif seinni hluta síðasta tímabils. Moura er eldfljótur Brasilíumaður með frábæra tækni. Það er ljóst að Paris St. Germain verður til alls líklegt í vetur með Moura á kantinum og Zlatan Ibrahimovic og Edinson Cavani í fremstu víglínu – já og líka Ezequiel Lavezzi og Javier Pastore með í sókninni. Stephan El Shaarawy Aldur: 20 Félag: AC Milan n El Shaarawy er liðsfélagi De Sciglio en sýnir listir sínar á hinum enda vallarins – í framlínunni. Þessi gríðarlega efnilegi sóknarmaður átti flotta leiktíð með Milan í fyrra þar sem hann skoraði 19 mörk í 46 leikjum. Það er búist við miklu af El Shaarawy sem eldfjótur og tæknilega góður leikmaður. Kevin-Prince Boateng, liðsfélagi Shaarawy, sagði til að mynda að Shaarawy gæti auðveldlega fyllt það skarð sem Zlatan Ibrahimovic skildi eftir sig. Raphael Varane Aldur: 20 Félag: Real Madrid n Varane er að öðrum ólöstuðum efnileg- asti varnarmaður. Hann er í raun ekki lengur efnilegur heldur frábær knattspyrnumaður. Varane sýndi flott tilþrif með Real Madrid í vetur en hann gekk í raðir félagsins frá Lens. Zinedine Zidane, aðstoðarstjóri Real Madrid, hefur látið hafa eftir sér að Varane sé besti varnarmaður Frakka síðan Laurent Blanc var upp á sitt besta. Það eru ekki slæm meðmæli. Marco Verratti Aldur: 20 Félag: Paris St. Germain n Marco Verratti hefur verið líkt við Andrea Pirlo, einn besta miðjumann í sögu Ítalíu. Þó að Verratti þurfi að gera helling til að verðskulda þá samlíkingu leikur enginn vafi á að hann hefur hæfileikana sem til þarf. Verratti er aðeins 1.65 á hæð en er samt eins og kóngur í ríki sínu á miðju Parísarliðsins. Hann býr yfir frábærum sendingum og góðum leikskilningi. Verratti er nafn sem allir knattspyrnuáhugamenn ættu að leggja á minnið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.