Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2013, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2013, Blaðsíða 8
Þ að gefur auga leið að maður sem hegðar sér með þess- um hætti er ekki velkom- inn aftur,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsinga- fulltrúi Icelandair, um fasteignasal- ann sem handtekinn var í síðustu viku vegna dólgsláta í flugvél sem var á leið til Seattle. Eins og greint hefur verið frá þurfti að snúa flug- vélinni við skömmu eftir flugtak til að unnt væri að fjarlægja manninn. Olli þetta farþegum klukkutíma töf og hleypur tjón Icelandair á millj- ónum króna. Gerir Guðjón ráð fyrir því að flugdólginum verði stefnt en málið er til rannsóknar hjá lög- reglunni á Suðurnesjum sem lítur það mjög alvarlegum augum. Sam- kvæmt heimildum DV hefur mað- urinn áður verið handtekinn vegna ósæmilegrar hegðunar í flugi. Fékk æðiskast Farþegar sem sátu nálægt fast- eignasalanum lýsa framgöngu hans á skrautlegan hátt. „Þegar ég sá fyrst til hans var hann að veifa gullkorti framan í flugfreyju og heimta að vera færður yfir í Saga Class-rýmið,“ segir einn þeirra og bætir því við að þegar flugfreyjan hafi neitað að verða við óskum mannsins hafi hann sagst vera fasteignasali í Los Angel- es og fljúga reglulega á Saga Class. „Hann virkaði mjög rólegur í upphafi flugs. Það fannst reyndar áfengi á bak við sætið hans áður en farið var að bjóða upp á slíkt, en það var lítið mál gert úr því.“ Um 20 mínútum eftir flugtak færðist fjör í leikinn. „Hann fór að berja í glugga og veitast að farþegan- um sem var við hliðina á honum. Þá reyndi flugþjónninn að róa mann- inn sem sló bara til hans sem óður væri. Í æðiskasti sínu reyndi hann að opna flugvélahurðina,“ segir einn af viðmælendum DV sem ekki vildi láta nafns síns getið. Á þessum tíma- punkti var flugdólgurinn yfirbug- aður og ákveðið að snúið yrði við. Hann var reyrður niður við sætið og hendur hans límdar við stólarmana þangað til flugvélin lenti og lög- reglan handsamaði hann við fögnuð og lófaklapp farþega. „Öskraði að vélin væri að hrapa“ Umræddur flugdólgur er ekki fyrsti flugdólgurinn sem fangar athygli landsmanna. Það vakti heimsathygli þegar annar syndaselur var límdur fastur niður í sæti vélar á leið til New York frá Keflavík. Birtist mynd af atvikinu á Facebook þar sem ljós- myndarinn fullyrti að maðurinn hefði drukkið heila flösku af sterku víni í fluginu. „Hann reyndi að grípa í kon- urnar sem sátu við hlið hans og öskr- aði að vélin væri að hrapa. Að lokum tók hann sætisfélaga sinn hálstaki sem varð til þess að hópur fólks yfir- bugaði hann,“ skrifaði hann en flug- dólgurinn var bundinn í fjóra tíma eða þar til vélin lenti á JFK-flugvell- inum þar sem hann var handtekinn. Ekki er óalgengt að menn gangi berserksgang í flugi. „Þetta gerist að meðaltali svona einu sinni á ári,“ seg- ir Guðjón Arngrímsson. Engar regl- ur gilda um flugdólga að hans sögn heldur er hvert tilvik metið fyrir sig. „Það gefur auga leið að þessu fylgir mikill kostnaður og veruleg truflun fyrir farþega. Á því er enginn vafi.“ n Flugdólgar valda miklu fjártjóni 8 Fréttir 9.–11. ágúst 2013 Helgarblað Grænt ljós á Grænlendinga n Mega landa makríl á Íslandi Í frétt sem birtist á vef atvinnuvega- ráðuneytisins á mánudag er greint frá því að grænlenskum skipum sem stunda veiðar í grænlenskri lög- sögu sé nú heimilt að landa á Íslandi. Löndin gerðu samkomulag sín á milli um veiðar og löndun á makríl í apríl á þessu ári en íslensk skip hafa nú þegar veitt þann 12.000 tonna kvóta sem Ís- land átti í grænlenskri lögsögu. Í frétt ráðuneytisins segir meðal annars: „Í ljósi þess að landfræði- legar aðstæður og hafnleysi við Aust- ur-Grænland gera Grænlending- um þessar veiðar sérstaklega erfiðar án aðgengi að þjónustu í íslenskum höfnum, hefur sjávarútvegsráðherra ákveðið að nýta heimild í lögum til þess að rýmka þessar reglur á þann hátt að grænlenskum skipum verði heimilt að landa makríl hér á landi. Er þetta gert undir fyrrnefndu tví- hliða samkomulagi á milli Íslands og Grænlands en verður endurskoðað fyrir makrílvertíð næsta árs.“ Makríldeilan á milli Íslendinga og Færeyinga annars vegar og Evrópu- sambandsins og Noregs hins vegar stendur nú sem hæst. Evrópusam- bandið hefur hótað að beita Ísland og Færeyjar viðskiptaþvingunum vegna makrílveiða og sakar löndin um of- veiði og ósjálfbærar veiðar. Sam- bandið hefur þegar beitt þvingunum vegna síldarveiða Færeyinga. Á sama tíma heldur haffræðingur norsku hafrannsóknastofnunarinnar, Jens Christian Holst, því enn og aftur fram að makrílstofninn í Noregshafi, milli Íslands og Noregs, sér orðinn hættulega stór. Fiskifréttir greina frá þessu en þar er vísað í viðtal við Holst á vefsíðu ABC-Nyheter frá 1. ágúst. „Ofveiði felur í sér alvarlega ógn. Hitt að veiða of lítið er enn verra, þá er vegið að stofninum neðar í fæðu- keðjunni og við verðum að rækta upp stofna á öllum stigum allt frá grunni,“ segir Holst við NRK, norska ríkis- útvarpið. Holst telur að markílstofninn sé allt að þrisvar til fjórum sinnum stærri en alþjóðlegar rannsóknarstofnanir telja. Holst telur þetta meðal annars hafa gríðarlega slæm áhrif á síldar- stofninn þar sem svo stór makrílstofn ógni fæðukeðjunni í Noregshafi. n asgeir@dv.is n Áfengisneysla í flugi skapar vandræði n Einn flugdólgur á ári Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður skrifar johannpall@dv.is Flugdólgur Þessi fangaði athygli lands- manna fyrr á árinu. „Hann fór að berja í glugga og veit- ast að farþeganum sem var við hliðina á honum. Þá reyndi flugþjónninn að róa manninn sem sló bara til hans sem óður væri. Makríll Á sama tíma og Ísland deilir við ESB og Noreg telur norskur haffræðingur að makríl- stofninn sé þrisvar til fjórum sinnum stærri en alþjóðlegar rannsóknastofnanir segja. Snúið við Flugvél Icelandair var snúið við vegna stjórnlauss flugdólgs sem gerði farþegum lífið leitt. Hlaupa fyrir Rauða krossinn Söfnun áheita í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Íslands- banka sem fer fram 24. ágúst er nú í fullum gangi og hvetur Rauði krossinn velunnara sína til að skrá sig og hlaupa til styrktar félaginu. Þá má líka styrkja Rauða krossinn með því að heita á fólk sem hleyp- ur til styrktar félaginu. Í tilkynningu frá samtökun- um kemur fram að meðal þeirra sé Kolbrún Elíasdóttir og fjöl- skylda sem ætla að taka þátt í hlaupinu og styrkja Rauða kross- inn. Kolbrún byrjaði að hlaupa fyrir nokkrum árum eftir veikindi og í kjölfarið hafa maður henn- ar og börn einnig ánetjast hlaup- inu. Á síðustu árum hafa Kolbrún, systkini hennar, börn og makar gert sér glaðan dag úr Reykja- víkurmaraþoninu með því að hitt- ast og hlaupa saman. Kolbrún er starfsmaður Rauða krossins og þekkir vel til starfa félagsins. „Rauði krossinn er til staðar þegar hamfarir ógna lífi og heilsu einstaklinga hér á landi og um allan heim. Fórnfúst starf meira en þrjú þúsund sjálfboða- liða er aðalstyrkur Rauða krossins á Íslandi. Um 10.000 manns nota reglulega þá þjónustu sem Rauði krossinn býður upp á í verkefnum deilda, en ætla má að um helm- ingi fleiri njóti góðs af starfi Rauða krossins hér á landi óbeint,“ segir í tilkynningu Rauða krossins. Lífeyrir verði leiðréttur strax Kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík telur að ríkisstjórninni beri skylda til þess að leiðrétta strax lífeyri aldraðra vegna kjaraskerðingar og kjaragliðnun- ar síðastliðin fjögur ár. Þetta kem- ur fram í ályktun sem kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík samþykkti á fimmtudag. „Á þessu tímabili hækkuðu lægstu laun mikið meira en lífeyrir aldraðra enda þótt kveðið sé á um það í lögum, að lífeyrir eigi að breytast í samræmi við hækkanir launa og verðlags. Hækka þarf lífeyri aldraðra um 20% til leiðréttingar vegna kjaraskerðingar og kjaragliðnun- ar á tímabilinu 2009–2013. Sam- þykkt var á landsfundum beggja stjórnarflokkanna fyrir kosningar að gera þessa leiðréttingu á líf- eyri. Einnig lýstu frambjóðendur stjórnarflokkanna því yfir í kosn- ingabaráttunni, að þessa leið- réttingu ætti að framkvæma strax eftir kosningar. Það er því komið að því að efna þetta kosningalof- orð. Það verður að gerast strax. Aldraðir geta ekki beðið,“ segir í ályktun félagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.