Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2013, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2013, Blaðsíða 48
40 Bílar 9.–11. ágúst 2013 Helgarblað BMW M4 á markað Það þekkja flestir M-týpurnar frá BMW sem eru best útbúnu bílar hverrar boddítegundar og M3- og M5-útgáfurnar þarf varla að kynna fyrir Íslendingum. Ný- verið kynnti BMW einnig M1-bíl sinn sem er einn allra besti bíll sem hægt er að fá í þeim verð- flokki en þeir hafa ekki hugsað sér að láta staðar numið þar. Nú stendur til að framleiða M4-út- gáfu sem mun eingöngu verða fáanleg tvennra dyra. Þessi bíll mun verða settur fram til þess að keppa við Mercedes C63 AMG og Audi RS5 og er hönnun hans á fullu þessa dagana. Ráðgert er að kynna bílinn 2015 og almenn sala á honum mun að öllum lík- indum hefjast í ársbyrjun 2016 og þá bæði í keppnisútgáfu og sem venjulegum götubíl. Vinsælastur Baráttan um hjörtu og veski Bandaríkjamanna heldur áfram á rafbílamarkaðnum og nú sýna tölur júlímánaðar að Nissan hef- ur betur í baráttunni við Gener- al Motors. Nissan Leaf var mest seldi rafbíllinn í júlí og sló út Chevrolet Volt sem hafði betur í sölunni í júní. Telsa kemur fast á hæla risunum í sölutölum en þeir hafa nú selt 10,401 bíl það sem af er ári. Margir vilja þó telja þennan samanburð ósanngjarn- an þar sem Chevrolet Volt er ekki eingöngu rafmagnsbíll eins og Nissan Leaf. Volt er í raun og veru hybrid-bíll þar sem hann hefur einnig bensínmótor sem hleður rafhlöður hans. Stærsti jeppi í heimi? Bentley-verksmiðjurnar hafa nú gefið út að þær muni smíða allra stærsta jeppann sem fá- anlegur er á lúxusmarkaðnum í dag og áætla þeir að sala á hon- um hefjist 2016. Bíllinn mun, eins og aðrir frá þessum eðal- vagnaframleiðanda, eiga að vera stærsti, besti og kraftmesti valkosturinn fyrir kaupend- ur. Volkswagen- verksmiðjurnar sem eiga Bentley- vörumerkið í dag munu þó kannski fara í samkeppni við sjálfar sig nema ef litið er á verðmiðann sem væntanlega verður á þessu trölli en grunnútgáfan mun verða samkvæmt nýjustu upplýsing- um á tæpar 48 milljónir. Bílar Björgvin Ólafsson bilar@dv.is Ford Fiesta ✘ Kostir: Útlit, eyðsla, staðalbúnaður, aksturseiginleikar og gott verð ✔ Gallar: Lítið útsýni aftur úr bílnum og óþarflega þreyttur upp brattar brekkur Eyðsla: 4,3 l/100 (blandaður akstur) Hestöfl: 65 Gírar/þrep: 5 gíra beinskipting Árekstrarpróf: 79% Verð: Frá 2.390 þús. Sambærilegir bílar: Mazda 2, Hyundai Accent, Chevrolet Spark, Toyota Yaris Konubíll ársins n Ford Fiesta einn allra besti smábíllinn n Frábær andlitslyfting F ord Fiesta er einn af vinsælustu smábílum sögunnar og frá ár- inu 1976 hefur Ford Fiesta ver- ið seldur í meira en 13 milljón- um eintaka. Í Bretlandi hefur Ford Fiesta frá árinu 1990 verið níu sinnum á toppi sölulistans á ári hverju sem mest seldi fólksbíllinn þar í landi. Vinsældir þessa bíls má auðveldlega færa á bæði verðið, eldsneytisnotkun- ina og svo frábæra aksturseiginleika sem erfitt er að finna í öðrum bílum af sömu stærð. Nýja Fiestan hefur nú fengið glæsilega andlitslyftingu og er nú búin nýja verðlaunamótornum frá Ford sem er þriggja sýlindera og að- eins 1000 cc. Hann hefur hlotið hver verðlaunin á fætur öðrum og er í dag talinn einn besti bílamótor í heimi. Þennan mótor má fá frá 65 hestöflum með eldsneytisnotkun frá 3,7 lítrum og upp í 200 hestöfl frá samþykktum breytingarfyrirtækjum. Kraftmesta þriggja sýlindera útgáfan sem fáan- leg er hér á landi er 100 hestöfl með túrbínu en er samt sem áður gefin upp með meðaleldsneytisnotkun upp á 4,3 lítra á hundraðið. Hljóðlátur og þéttur Það fyrsta sem vekur eftirtekt þegar inn í þennan bíl er komið er góð staða ökumanns og gott stýri. Stýrishjólið er ekki bara gripgott og fallegt held- ur svarar bíllinn hreyfingum þess á þann hátt sem maður á ekki að venjast nema í mikið dýrari bílum. Aksturseiginleikar þessa smábíls eru eiginlega fárán- lega góðir og þó þessi bíll sem hér var ekið hafi ver- ið með kraftminnstu vélar- útgáfunni sem í boði er þá gefur hann manni engu að síður mikla ánægju í akstri. Í beygjum hallast hann sama sem ekki neitt og er rásfastur sama hvort ekið er á möl eða malbiki. Þessi nýja útgáfa af Fiesta er einnig með nýrri hljóð- einangrun sem er einstak- lega vel heppnuð því við allar aðstæður sem prófað- ar voru fékk maður aldrei þá tilfinningu sem verðflokkur bílsins ætti að öllu jöfnu að gefa til kynna, því aldrei kemur sú upplifun að þú sért að keyra í einhverri smádós. Bíllinn er þéttur og góður og með betri aksturs- bílum sem í boði eru í dag. Frábær fjöðrun Þótt bíllinn sé lítill og léttur er fjöðr- unin alveg frábær og hún á svo sannarlega hlut í heildarupplifun á akstri þessa bíls. „Body roll“ er nán- ast ekki til og þó ekið sé yfir hraða- hindrun á fullum umferðarhraða þá gleypir fjörðunin ójöfnurnar enda MacPherson-fjöðrun að framan og Twist Beam-útbúnaður að aftan. Út- sýnið fyrir ökumann er mjög gott, bæði á mæla sem og út úr bílnum og pláss fyrir farþega er einnig ótrú- lega gott í bíl af þessum stærðarflokki. Hauspúðar eru fyrir alla fimm sem bíllinn er skráður fyrir en taki mað- ur hauspúðana upp í aftursætum, svo fullorðnir geti notað þá, þá byrgja þeir töluvert útsýnið aftur úr bílnum fyrir ökumann. Þótt bíllinn sé bein- skiptur er hann samt sem áður út- búinn með „Start-stop“-búnaði og drepur hann á sér í kyrrstöðu þegar kúplað er til þess að minnka enn fremur eldsneytisnotkunina. Þessi búnaður er afar fljótvirkur og bíllinn rýkur í gang þegar byrjað er að slaka á kúplingunni á ný. Staðal- búnaður Ford Fiesta er einnig aðdáunarverður og þar má nefna forritanlegan lykil (fyrir hámarkshraða og hljómstyrk hljómtækja), hita í sætum, rafmagn í öll- um rúðum, ABS, spólvörn og ESB-hemlajöfnun, still- anleg sæti og stýri ásamt USB- og AUX-tengi. Besti smábíllinn Ford hefur með þessum bíl búið til einn allra besta smábílinn sem fáanlegur er á markaðnum í dag. Hann er nú framleiddur í níu lönd- um sem gerir Ford kleift að bjóða bíl- inn á góðu verði úti um allan heim þrátt fyrir mikinn staðalbúnað í ekki stærri bíl. Undirritaður er þess nokk- uð fullviss að þessi bíll með öflugri útgáfu af nýja mótornum hefði feng- ið að sjá síðustu stjörnuna, í það minnsta hálfa, sem í boði er af þeim fimm sem gefnar eru hér og mælir eindregið með því að þeir sem hafa hug á því að kaupa sér nýjan smábíl geri það ekki fyrr en þeir hafa prófað Ford Fiesta. n Glæsileg hönnun Ford Fiesta er einstaklega flottur smábíll. Mynd BÓ ný vél Hér er nýja þriggja sýlindera ECOnetic-verðlaunamótorinn frá Ford, ótrúlega spar- neytinn og hægt á fá hann með túrbínu og upp í 200 hestöfl. Mynd BÓ Aston Martin? Nei, lítill Ford Fiesta sem hefur svo sannarlega fengið fallega andlitslyftingu. Mynd BÓ Stjórnklefinn Einstaklega gott stýri og stjórntæki öll vel aðgengileg. Útvarpinu tekur þó smá stund að venjast. Mynd BÓ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.