Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2013, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2013, Blaðsíða 45
Menning 37Helgarblað 9.–11. ágúst 2013 Barist við uppvakninga Blóðbað í anda Bollywood World War Z Leikstjóri: Mark Forster The Act of Killing Leikstjóri:Joshua Oppenheimer hið mennska í hrossinu og hrossið í manninum. Örlagasögur af fólki í sveit frá sjónarhóli hestsins. Ingvar hefur fengið að fylgjast með þróun handritsins frá byrjun og fannst það heillandi. „Þetta er fyrsta kvikmyndahandrit Benna í fullri lengd. Óneitanlega er þetta spes verkefni. Mjög óvenjulegt en rosalega heillandi. Þegar ég las þetta fyrst fannst mér þetta magn- að. Mér fannst ég ekki hafa séð neitt þessu líkt. Benni er svo fylginn sér. Hans tilfinningar finnst mér, gagn- vart mönnum og náttúrunni, skila sér svo vel í þessari mynd. Við áttum okkur ekki á því hvað við erum mik- il dýr. Við högum okkur á ákveðinn máta. Við erum með tungumál og líkamstjáningu sem við áttum okk- ur ekki á. Hann leikur sér með þessa tjáningu í kvikmyndaforminu með frumlegum hætti.“ Erlendir leikarar glæða Borgríki lífi Í sumar hófust tökur á kvikmyndinni Borgríki II: Blóð hraustra manna í leikstjórn Olafs de Fleur. Myndin er sjálfstætt framhald glæpamyndar- innar Borgríki frá 2011 sem sló ræki- lega í gegn. Ingvar leikur eftir sem áður, heildsalann Gunnar Gunnarsson, aðalsprautuna í eiturlyfja- og klám- bransanum á Íslandi. Ingvar er einnig meðframleiðandi myndar- innar og fékk á sínum tíma heims- þekkta leikara að verkefninu, þá Jonathan Pryce og Philip Jackson. „Það var vandað mjög mikið til verks og passað mjög vel upp á að hafa samstarf við fagfólk til þess að gera senur sem tengjast undir- heimum raunverulegar. Jón Viðar Arnþórsson hefur verið að aðstoða við það að fá mannskap í þessar hasarsenur sem varða lögreglu- og sérsveitastörf og allt það sem varð- ar undirheimana. Í þessari mynd fer hann einnig með hlutverk. Hann er lögreglumaður og formaður Mjölnis og sérþekking hans á báðum sviðum nýttist vel við gerð Borgríkis.“ Í Borgríki léku einnig þónokkrir Íslendingar af erlendum uppruna sem gæddu myndina miklu lífi. Í framhaldsmyndinni verða jafnvel fleiri leikarar af erlendum upp- runa. Ingvar hreifst af leik þeirra og framkomu. „Það er svo magnað að sjá þessa stráka frá Serbíu, það er eins og þeir séu með margra alda sögugen í augnaráðinu.“ Fær sjaldan leiða Eftir áramót fer Ingvar með hlut- verk í verkinu Crucibles, eftir Arth- ur Miller, sem verður fært á fjalir Þjóðleikhússins. Þetta leikrit Arth- urs Miller var fyrst sýnt í New York árið 1953 og fjallar um atburði sem áttu sér stað í Salem í Massachusetts á Nýja-Englandi árið 1962 þegar 19 einstaklingar voru ákærðir að ósekju fyrir galdra og samneyti við djöf- ulinn og teknir af lífi. Þegar leikritið var frumsýnt í Bandaríkjunum voru pólitískar ofsóknir mccarthyismans að komast í hámæli og má því líta á leikrit Millers sem gagnrýni á þann hugsunarhátt og þá ógn sem ríkti á sjötta áratugnum í Bandaríkjunum. „Verkið var síðast sýnt í Þjóðleik- húsinu árið 1986 og verður fært, nú áratugum seinna, upp í nýrri þýð- ingu sem enn er unnið að,“ segir Ingvar sem segist hafa unun af verk- um Millers. Er hann þá spenntur fyrir hverju verkefni sem hann fæst við? Fær hann aldrei nokkurn tímann leiða? „Jújú, ég hef alveg rekist á vegg og fengið leiða. En mjög sjaldan. Í raun- inni finnst mér það algjörlega til- gangslaust ef ég er ekki að kljást við eitthvað. Ég nenni ekki að vera í þessu ef ég er ekki að læra eitthvað. Það er það sem ég fæ út úr þessu, að læra eitthvað nýtt. Ég verð alltaf hel- tekinn af hverju verkefni og meðan svo er þá finnst mér gaman að vera í leikhúsinu.“ Týnt og feimið borgarbarn Hvar hefði hann endað ef ekki í leik- list? „Ég veit það ekki, ég hugsa að áður en ég sótti um nám í Leiklistar- skólanum hafi ég fundið að ég þurfti að skapa. Meira segja ég af öllum var byrjaður að teikna. Ég var líka byrj- aður að skrifa, hugleiðingar og ljóð og reyna að forma þetta einhvern veginn. Síðan, það sem heillaði mig alltaf mest var tengt sögu og trúar- bragðafræðum. Allt sem varðaði það sem maðurinn hefur verið að fást við í gegnum tíðina.“ Ingvar er alinn upp í Fossvogin- um en 18 ára kúvenda foreldrar hans og flytja í Borgarnes, það er einmitt þar sem leiklistarbakterían kviknar. „Pabbi var með tvær verslanir, eina á Laugavegi og hina á Klappar- stíg. Eftir margra ára rekstur vildi hann breyta til og varð símstöðvar- stjóri í Borgarnesi. Foreldrar mínir fluttu í sveitina og ég flutti til þeirra og bjó þar í fjögur ár. Mér fannst það æðislegt. Sem borgarbarn er ég týnd- ur og feiminn. Um leið og ég kem í Borgarnes er ég nýi strákurinn í bænum og fæ athygli. Ég held ég hafi verið ósköp prúður en mér fannst ég í fyrsta skipti njóta kvenhylli. Það var spenningur,“ segir hann og glottir. „Það var alveg kjörið fyrir mig. Ég var fyrst í áhugaleikfélaginu í Borgarnesi en ímyndaði mér að þetta væri ekk- ert fyrir mig. Enginn í fjölskyldunni hafði bakgrunn í leiklist. Þótt að mér fyndist ég ágætis leikari þá fannst mér að þetta væri ekki eitthvað sem ég ætti að leggja fyrir mig. Ég hafði alltaf mikið álit á listafólki og lista- mönnum en ég hélt kannski að ég passaði ekkert inn í þann hóp.“ Ingvar fann sína fjöl eins og al- þjóð veit og hefur átt farsælan feril. En hvað hefur honum fundist erfiðast að kljást við á ferlinum? „Það er pressan og naumur tími. Maður heldur stundum á tímabili að þetta fari engan veginn. Af því maður sér ekki fram úr hlutunum því svo ótal margt gerist á endasprettinum í leik- húsinu. En oftast endar maður á löppunum og allir aðrir líka!“ Stutt í svarta beltið í karate Kannski færni hans í karate komi honum vel þegar hann þarf að reiða sig á sinn innri styrk. Ingvar var fer- tugur þegar hann lét æskudrauminn rætast og fór að æfa karate og nú er hann nærri því að fá svarta beltið. „Ég hef haft þennan áhuga síð- an ég var krakki. Margbað vini mína um að koma með mér í karate án ár- angurs. Mér finnst þetta svo flott, það eru svo fallegar kóreógrafíur í þessari íþrótt. Þetta er svona bardagadans. Á endanum fór ég, fullorðinn maður, fertugur og byrjaði að æfa. Ég fór bara einn og sé ekki eftir því. Leiklistin skemmdi fyrir mér og sleit í sundur æfingar. En ég náði samt að halda áfram í skorpum. Ég hef nú æft kara- te í mörg ár og mjakað mér áfram eins og snigill og já, það er stutt í svarta beltið,“ segir hann og brosir. n „Sem borgar- barn er ég týndur og feiminn Stutt í svarta beltið Kannski færni hans í karate komi honum vel þegar hann þarf að reiða sig á sinn innri styrk. Ingvar var fertugur þegar hann lét æsku- drauminn rætast og fór að æfa karate og nú er hann nærri því að fá svarta beltið. Mynd KriSTinn MAgnúSSon SÝNDU ÞINN R É T TA L I T ! ÁN AMMONÍAKS OG BLEIKIEFNA Þú finnur COLOURB4 í Hagkaup, Lyf ju, Lyf jum & Hei lsu og v íðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.