Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2013, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2013, Blaðsíða 47
Lífsstíll 39Helgarblað 9.–11. ágúst 2013 Tónlistin er ómissandi í útileguna n Gamla góða íslenska tónlistin er best í ferðalagið Þ egar haldið er af stað í ferða- lag er nauðsynlegt að hafa gott safn af góðri tónlist með- ferðis. Tónlistin styttir stund- ir í löngum ferðum á vegum úti og skapar stemningu í bílnum. Þá er gott að geta sett lagalistann í gang á tjaldstæðinu, annaðhvort til að gíra sig upp fyrir ballið eða til að hafa það notalegt með vinunum. Þrátt fyrir að tónlistarsmekkur manna sé misjafn þá er alltaf ákveðin tónlist sem passar betur við úti- leguna en önnur. Auðvitað getur ver- ið sniðugt að blanda saman alls kon- ar tónlist svo hún verði ekki einhæf og drepi stemninguna. Það er tilvalið að grafa upp gamla og góða íslenska tónlist til að setja á ferðalagalistann. Það er nefnilega alveg merkilegt hvað hún fer vel í fólk, líka þá sem myndu aldrei viður- kenna að þykja hún skemmtilegt. Gömlu góðu lögin með Ný danskri eru alltaf klassísk. Lög eins og Frelsið, Hjálpaðu mér upp og Nostradamus klikka eiginlega aldrei. Og flestir virðast geta raulað með þó þeir kunni ekki textana. Svo er eiginlega skylda að setja lagið Ég fer í fríið á listann. Það er mjög frelsandi að setja það á, hækka vel og keyra af stað í fríið. Greifarnir hafa líka átt góða spretti þegar kemur að útilegutón- list. Lagið Útihátíð þekkja flestir og það er gott til að koma mannskapn- um í stuð. Paparnir eru líka góðir í stuðlögunum, en lagið Jameson er til að mynda alltaf hressandi. Nokkur þjóðhátíðarlög hafa einnig náð miklum vinsældum og má vel spila þó maður sé ekki á leiðinni á Þjóðhátíð. Lífið er yndis- legt með Hreimi Erni Heimissyni og félögum hefur til að mynda heldur betur fest sig í sessi og er alltaf við- eigandi í góðra vina hópi. Enda er líf- ið yndislegt á ferðalagi með góðum vinum eða fjölskyldu. n Svona sýður þú lax n Afgangana má nýta í laxasúpu N ú eru allir á fullu í veiði og því er tilvalið að kenna aðferð til að sjóða lax og silung,“ segir Stefán Jón Hafstein, mat- gæðingur með meiru, þegar blaðamaður DV spyr hvort hann lumi á einhverjum skemmtilegum leyndar- málum úr eldhúsinu. Laxinn má ekki sjóða „Grunnaðferðin er sú að búa til soð áður en maður setur fiskinn í pottinn. Maður sýður vatn með salti ásamt gul- rót, lauk og sellerí í um klukkutíma og þá er maður kominn með grænmetis- soð. Þegar vatnið er bullsjóðandi eft- ir þessar 60 mínútur þá tekur maður pottinn af hellunni og setur laxastykk- in ofan í en við það dettur suðan nið- ur,“ segir Stefán og tekur fram að laxa- stykkin megi alls ekki sjóða. „Svo setur maður lokið á pottinn og lætur standa í svona tíu til fimmt- án mínútur. Þá er fiskurinn tilbúinn. Vatnið á sem sagt ekki að sjóða með fiskinum í.“ Góður súpugrunnur Stefán er sjálfur mikill veiðimaður en aðferðina segist hann hafa lært hjá Rúnari Marvinssyni matreiðslu- manni. „Þetta er mjög góð aðferð sem sælkerakokkar nota. Það kemur bara miklu betra bragð af laxinum við þetta. Það er líka mjög gott að sjóða fiskinn með hausnum og sporðin- um því þá fær maður auðvitað ennþá meiri kraft. Svo sigtar maður þetta og þá er maður kominn með mjög gott soð,“ segir Stefán og bætir við að þegar laxinn sé tilbúinn sé lítið mál að útbúa súpu úr soðinu. „Þegar maður er búinn að borða laxinn eða veiða bitana upp úr þá passar maður að geyma soðið. Því að þegar laxinn er búinn að liggja þarna ofan í og blandast við grænmetissoðið þá er maður kominn með bragðgóðan stofn í súpu.“ Dýrindis laxasúpa „Til að búa til súpu úr soðinu þá sýður maður það niður þar til maður er kom- inn með magn sem er nóg fyrir ríflega tvo til fjóra súpudiska. Þá er gott að taka hvaða grænmeti sem er, það má til dæmis vera rauðlaukur og gulrætur, og saxa það mjög fínt og mýkja það að- eins á pönnu. Síðan ef maður vill vera mjög sparilegur þá getur maður tek- ið grænmetið og maukað það í mat- vinnsluvél eða með töfrasprota og blandað því saman við laxasoðið. Þetta sýður maður svo upp og setur síðan út í smá rjóma og hvítvín, ef maður vill, sem og afganginn af soðna laxinum. Og þá er maður kominn með dýrind- is laxasúpu,“ segir Stefán og bætir við að soðið sé eingöngu góður grunnur og að hver og einn geti útbúið súpuna eins og honum sýnist. „Það er til dæmis hægt að setja tómatmauk eða jafnvel karrí og kókos- mjólk út í soðið.“ Fullnýtið fiskinn Stefán segir mikilvægt að nýta fiskinn að fullu með því að geyma afgangana og bæta þeim út í súpuna að lokum. „Ef maður er á annað borð að veiða fisk sér til matar þá á maður að nýta þetta alveg í botn,“ segir Stefán sem sjálfur er mikill veiðimaður og bætir við að þessi aðferð sé einnig frábær fyrir silung. „Svo getur maður sett smá rækjur út í líka, ef maður þarf að bæta við af- ganginn, og steinselju eða einhverj- ar kryddjurtir og þá er maður kom- inn með algjöra öndvegissúpu auk þess að vera búinn að gjörnýta fisk- inn. Oft tek ég líka afgangana, þegar fólk er búið að borða soðna laxinn, og set bæði uggana og beinin og allt með í soðið til að ná ennþá meiri krafti. Svo sýð ég þetta kannski í klukkutíma í viðbót og sigta svo í burtu. Og þá get- ur maður sagt með góðri samvisku að laxinn hafi dáið til einhvers því þá er búið að gjörnýta fiskinn.“ n Bragðgóður Gott er að sjóða laxinn með hausn­ um og sporðinum til að fá meiri kraft í soðið. Laxasúpa Stefán segir mikilvægt að geyma soðið enda sé það góður grunnur í súpu. Stefán Jón Hafstein Stefán er mat­ gæðingur mikill og var staddur í veiðitúr þegar blaðamaður heyrði í honum. Búðu til stemningu Tónlistin skapar réttu stemninguna á ferðalaginu. Kjúklingabauna- „poppkorn“ Kjúklingabaunir eru dásam- legar í matargerð auk þess að vera afar hollar og næringarrík- ar. Eftirfarandi er uppskrift að kjúklingabauna-„poppkorni“ sem er frábært snarl fyrir þá sem vilja prófa eitthvað annað en venjulegt popp en auk þess að vera einstaklega bragðgott er snarlið bæði glúteinlaust og án allra dýraafurða (e. vegan). n 160 grömm soðnar kjúklingabaunir n 45 grömm kjúklingabauna hveiti n 30 grömm þurrger n ½ tsk. salt n ½ tsk. grænmetissalt (til dæm is Herbamare) eða annað krydd n 235 ml vatn n 1 msk. sinnep Stillið ofninn á 175°C og setjið bökunarpappír á stóra bökunarplötu. Blandið saman kjúklingabaunahveiti, þurrgeri, salti og kryddi í litla skál. Bætið vatni smám saman út í blönduna og hrærið þar til hún er laus við alla kekki. Bætið sinnepinu út í og hrærið. Setj- ið kjúklingabaunirnar út í og hrærið þar til þær eru þaktar í blöndunni. Dreifið baununum jafnt á bökunarplötuna og bak- ið í 25 til 35 mínútur eða þar til þær eru orðnar stökkar, en passið að snúa baununum á tíu mínútna fresti til að þær bak- ist jafnt. Útivist góð gegn streitu Ný rannsókn á vegum háskól- ans í Essex á Englandi sýn- ir að vera í náttúrunni hef- ur góð áhrif gegn streitu og háum blóðþrýstingi. Það var dr. Valerie Gladwell sem stýrði rannsókninni en í henni voru fimm mismunandi tilraunir gerðar á fjölmörgum einstak- lingum til að kanna áhrif nátt- úru á andlegt og líkamlegt heilbrigði manna. Meðal til- raunanna var að athuga hvaða áhrif streitufull verkefni höfðu á fólk eftir að það hafði horft á myndir af náttúrulegu um- hverfi. Niðurstaðan var sú að fólk náði sér fyrr eftir stressandi verkefni er það horfði á nátt- úrumyndir en ef það horfði á myndir af byggðum svæðum auk þess sem gönguferðir um hádegisbilið hafa jákvæð áhrif á nætursvefninn sama dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.