Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2013, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2013, Blaðsíða 13
Fréttir 13Helgarblað 9.–11. ágúst 2013 Þ að er margt sem hefur kom- ið okkur mikið á óvart. Við gerðum ráð fyrir vanþróun, vanþekkingu og spillingu en aldrei hafði okkur órað fyrir þeim veruleika sem sem blasti við okk- ur,“ segir Tinna Rut Isebarn sem stödd er í fátækraþorpi rétt fyrir utan höfuð- borg Úganda þar sem hún starfar sem sjálfboðaliði. Með henni í för er vin- kona hennar, Svava Gunnarsdóttir, en þær eru þar á vegum samtakanna Mentor Volunteers Uganda - Centre for Child Advocacy and life planning sem meðal annars reka munaðarleys- ingjahæli og þrjá skóla í Úganda. Þær Svava og Tinna kenna börnum í ein- um þessara skóla. Í skólanum er 271 barn þar af 200 munaðarlaus. Blekktar af svikahrappi „Við komum hér þó fyrst og fremst vegna þess að okkur báðar hefur alltaf dreymt um að fara í hjálparstarf. Við eigum það sameiginlegt að þykja annt um málefni barna og vildum beita okkur í þeim,“ segir Tinna. Ferðin gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig í fyrstu. Þær lentu nefnilega í svikahrappi sem þóttist vera annar en hann var. Mað- urinn sem tók á móti þeim og sagð- ist vera á vegum samtakanna reyndist vera að blekkja þær. Þegar ekkert spurðist til þeirra eftir að þær komu út leituðu Aisec-samtökin að þeim í talsverðan tíma. „Tengiliður okkar í Úganda reyndist vera glæpamaður, eins og margir hérna. Hann hafði af okkur peninga og laug að okkur allan tímann, hann tengdi okkur aldrei inn í samtökin og því vissi enginn hér úti af okkur. Upplifun okkar hér var því önn- ur en ætla mátti. Nú er hann í fang- elsi,“ segir Tinna og vill ekki ræða mál- ið frekar að sinni. Hún segir þær vera að leita réttar síns vegna þessa og mál- ið sé á viðkvæmu stigi. Þær komust þó á réttan stað á endanum og búa nú með öðrum sjálfboðaliðum víða að úr heiminum skammt frá skólanum sem þær kenna við. Mikil eymd og fátækt Tinna segir margt hafa komið þeim stöllum á óvart ytra. Eymdin og fátækt- in sé meiri en þær hefðu nokkurn tím- ann getað ímyndað sér. „Við vissum að hér væri mikil eymd og því komum við hingað en manni bregður þó mjög oft því menningin er svo ólík,“ segir hún. „Aðstæður barnanna eru mjög bág- bornar, það er ekki alltaf til matur fyrir þau og oft fá þau einungis eina máltíð á dag. Þau sofa í kojum, stundum 3–4 börn í einu rúmi og mörg sofa á gólf- inu. Kennslugögnin eru heldur ekki upp á marga fiska,“ segir hún en tekur fram að ekki skorti áhugann hjá börn- unum á að læra. Börnin mega líka þola talsvert harðræði sem er ólíkt því sem þær hafa vanist. „Við erum mjög reiðar yfir þeim vanþróuðu uppeldis- aðferðum sem hér eru notaðar. Þá sér- staklega að börn séu barin til hlýðni eða vegna mistaka,“ segir Tinna. Safna fyrir moskítónetum Ferðin hefur haft mikil áhrif á þær Tinnu og Svövu. Eftir að hafa upplifað við hversu erfiðar aðstæður börnin búa ákváðu þær að hefja söfnun til þess að geta skilið eitthvað eftir sig fyrir börnin þegar þær fara. „Um 100 af þeim börnum sem hér búa hafa á þessu ári þjáðst af malaríu. Kostnaður vegna læknismeðferðar er gríðarlegur og veldur því að oft er ekki til pening- ur fyrir mat handa börnunum,“ segir Svava. „Áður en við yfirgefum börn- in viljum við leggja samtökunum lið og draga úr meðferðarkostnaðinum með því að fyrirbyggja malaríusmit. Moskítóflugur bera malaríu á milli manna og því viljum við kaupa moskítónet fyrir öll börnin, hengja þau fyrir ofan rúm þeirra og brýna fyr- ir þeim mikilvægi þess að þau verði notuð í hvívetna. Um þriðjungur barn- anna er fæddur með HIV/aids og af þeim sökum getur malaría leitt þau til dauða,“ segir hún. Stöllurnar hafa því sett upp síðu á Facebook þar sem þær hvetja vini, ættingja og hverja þá sem vilja leggja þeim lið að gefa í söfnun- ina en eitt net kostar um 500 krónur. Þær fara svo á laugardaginn og kaupa netin og vonast til þess að geta keypt sem flest. Þeim sem vilja leggja þeim lið er bent á að hægt er að leggja inn á reikning 113-26-9909 – kt: 190988- 2369. Þær vonast til þess að geta safn- að fyrir moskítónetum fyrir öll börn- in sem eru um 270. Safni þær umfram það munu þær nýta peninginn til þess að kaupa stílabækur og skriffæri fyrir börnin. „Sum börnin eiga ekki skrif- færi og það er mikill skortur á stílabók- um hér,“ segir Tinna. n Mikil eymd og fátækt n Vinkonur safna fyrir munaðarlaus börn í Úganda n Blekktar af svikahrappi Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is Kennslustund Fyrsta kennslustund Svövu og Tinnu gekk vel. Það skyggði þó á að í næstu stofu heyrðu þær að verið var að berja barn til hlýðni. Moskítónet Hér má sjá moskítónet eins og þær stöllur ætla að kaupa fyrir börnin. Þær vonast til þess að geta keypt fyrir öll börnin í skólanum. Með nemendunum Svava og Tinna með nemendum sínum. Ljós í ólagi Það hefur vakið athygli lögreglu undanfarið að ljósabúnaði margra ökutækja er enn ábótavant. Margir hafa verið stöðvaðir vegna þessa en ýmist vantaði ljós að framan eða aftan en ökumönnunum var góð- fúslega bent á að skipta um perur, öryggi eða annað það sem bilað var. Síðdegis á mánudag, þegar lögreglan var við eftirlit á Suður- landsvegi, voru til að mynda stöðv- uð tæplega 70 ökutæki vegna þessa. Ökumenn eru hvattir til að ganga úr skugga um að ljósin séu í lagi enda er hér um mjög mikilvægt öryggisatriði að ræða. Andstæðingur sam kyn hneigðra á leið til landsins „Það yrðu mikil mistök ef okkar þjóð færi þá leið,“ sagði bandaríski predikarinn Franklin Graham um lögleiðingu hjónabands samkyn- hneigðra í Bandaríkjunum í viðtali við Piers Morgan 28. mars síðast- liðinn. Franklin þessi hefur lengi lýst andstöðu sinni á hjónabönd- um samkynhneigðra en hann er væntanlegur til Íslands í september þar sem hann mun flytja boðskap vonar á Hátíð vonar sem verður haldin í Laugardalshöll 28. og 29. september í Reykjavík. Hátíðin er auglýst á vef Þjóð- kirkjunnar þar sem kemur fram að rúmlega fjögur hundruð sjálf- boðaliðar, samtök, sóknir og kirkj- ur hafi sameinast í undirbúningi fyrir Hátíð vonar. „Guð er sá sem skilgreindi hjónabandið, ekki yfirvöld, og hjónabandið er á milli eins karls og einnar konu. Að ætla sér að reyna að endurskilgreina það sem guð boðaði og blessaði væru mik- il mistök fyrir ríkisstjórn okkar og mikil mistök fyrir þessa þjóð,“ sagði Graham við Piers Morgan. Graham þessi er afar umdeild- ur fyrir skoðanir sínar en er sem fyrr segir væntanlegur á Hátíð von- ar á Íslandi. Hann er forsvarsmaður sjálf- boðaliða- og kristniboðssamtaka Billy Graham en Billy var faðir Franklins og stundaði kristniboð í 60 ár. Hátíðin er haldin í samstarfi við samtök Billy Grahams og verður aðangur að henni ókeypis. Í bloggpistli sem Franklin birti 27. desember síðastliðinn lýsti hann áhyggjum sínum af því að að samkynhneigð pör væru að fá hjónabönd sín staðfest af yfir- völdum. Hann hafði einnig miklar áhyggjur af siðferðislegri hnignun í sjónvarpi og minntist í því sam- hengi á tilgangslaust ofbeldi og sjónvarpsefni sem væri vinveitt hegðun homma og lesbía. „Þetta eru dimmir dagar en það er von,“ ritaði Franklin Graham sem sagði undirstöður bandarísku þjóðarinn- ar að hruni komnar en trúir því að guð muni færa þjóðina á rétta braut. „Von mín er sú að drottinn muni á ný fara yfir land okkar og við von- umst til þess að nýr neisti von- ar muni fara um þá tugi þúsunda heimila sem munu ná guðspjalli okkar í gegnum My Hope með Billy Graham. Þetta verður mikil útbreiðsla á meðal okkar þjóðar, sú mesta sem við höfum lagst í og þess vegna þurfum við á bænum ykkar og fjárstuðningi að halda,“ skrifaði Franklin Graham.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.