Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2013, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2013, Blaðsíða 24
Sandkorn S igurgeir Brynjar Kristgeirs­ son, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Eyj­ um, birti skammagrein eftir sig í Fréttablaðinu í vikunni. Í greininni gagnrýndi Sigurgeir Brynjar, eða Binni eins og hann er kallaður, þá sem hafa agnúast út í arðgreiðslu útgerðarfyrirtækisins upp á 1,1 milljarð króna. Binni út­ skýrði það reyndar í greininni að margir hluthafar Vinnslustöðvar­ innar, meðal annars hann sjálfur, ættu skuldsett eignarhaldsfélög vegna hlutafjárkaupa í fyrirtækinu sem þyrftu að standa í skilum við lánardrottna sína. Arðgreiðslurnar út úr útgerðarfélögum eru því rétt­ lætanlegar að mati Binna þar sem hluthafar þeirra þurfa að borga af skuldum sínum. Binni klykkti svo út með því að stjórnvöld á Íslandi væru eitt helsta vandamál Vinnslustöðvar­ innar. „Helsta ógnin sem steðjar að Vinnslustöðinni, líkt og öðrum fyrirtækjum í sjávarútvegi, stafar af stjórnvöldum og óhóflegum veiði­ gjöldum.“ Staðhæfing Binna um helstu „ógnina“ byggir á því að ís­ lenska ríkið ætli sér um of í gjald­ töku gagnvart útgerðarfélögunum. Fyrir vikið eigi útgerðirnar erfitt um vik að endurnýja skip og veiðitæki, greiða starfsmönnum sínum laun, borga af skuldum sínum og einnig skuldum hluthafa sinna og svo framvegis. Í DV í dag er frétt um rannsókn Seðlabanka Íslands á meintum gjaldeyrisbrotum útgerðarfyrirtæk­ isins Samherja sem snýst um það að akureyski útgerðarrisinn hafi stundað óeðlileg viðskipti með fisk frá Íslandi; látið hagnað af fiskút­ flutningi sínum myndast erlendis til að fara framhjá gjaldeyrishafta­ lögunum. Nú liggur fyrir að Seðla­ bankinn fann upplýsingar um það í rannsókn sinni á Samherja að brot fyrirtækisins kunni að hafa verið umfangsmeiri en talið var í fyrstu. Málinu var svo vísað til sér­ staks saksóknara fyrr á árinu sem hefur haft það til rannsóknar. Ljóst þykir orðið að Seðlabanki Íslands komst á snoðir um eitthvað misjafnt í rannsókn sinni enda hefur Þor­ steinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, viðurkennt að hugsan­ lega hafi „mistök“ verið gerð en ekki „lögbrot.“ Ég er ekki viss um að Íslendingar átti sig almennt séð á því hvað það væri stórt mál ef stærsta útgerðar­ fyrirtæki Íslands hefur stundað það um árabil að láta hagnaðinn af viðskiptum sínum með fisk mynd­ ast erlendis til að komast framhjá gjaldeyrishaftalögum og eftir at­ vikum vegna skattalegra ástæðna. Þetta þýðir í reynd að peningar sem hefðu átt að verða eftir á Íslandi eru látnir enda í öðru landi. Sú niður­ staða er möguleg þar sem viðskipti Samherja sem til rannsóknar eru fara fram á milli móðurfélagsins á Íslandi og erlendra dótturfélaga. Samherji er því báðum megin við borðið í viðskiptunum og getur ráð­ ið því hvar hagnaðurinn af sölunni á fisknum myndast: Þegar fiskurinn er seldur frá Íslandi eða erlendis þegar dótturfélög Samherja selja fiskinn áfram til þriðja aðila. Sam­ herji stýrir verðlaginu á fisknum þar sem hann er báðum megin við borðið. Ef Samherji hefur stundað slík viðskipti í miklum mæli er hugsanlegt að þjóðarbúið hafi orðið af háum fjárhæðum. Rannsóknin á Samherja bendir til þess að þetta stærsta og öflugasta útgerðarfélag landsins hafi stund­ að slík óeðlileg viðskipti um langt skeið. Ef svo er má ætla að fleiri útgerðarfélög hafi gert það einnig og að þessi aðferð við að búa til sem mestan hagnað af viðskiptum með fisk hafi verið útbreidd hér­ lendis. Nokkur fyrirtæki sem nefnd hafa verið til sögunnar sem aðilar sem sagðir eru hafa stundað slíkt viðskipti eru Stálskip í Hafnarfirði, Jakob Valgeir í Bolungarvík og einnig áðurnefnd Vinnslustöð sem á til að mynda dótturfélagið About Fish sem skráð er í Þýskalandi og einnig dótturfélög í Rússlandi. Sá orðrómur sem gengur á milli þeirra sem hafa áhuga á sjávarútvegi er að „allar útgerðir“ Íslands séu að gera þetta en auðvitað er það ofsögum sagt. Ef slík viðskipti útgerðarfélaga á Íslandi eru eins algeng og orðrómur er um þá hafa þau vitanlega áhrif á greiðslugetu útgerða á veiðigjöldum til hins opinbera, fjármögnun þeirra á nýjum skipum og veiðitækjum og afborgunum þeirra af skuldum sín­ um. Rannsóknin á Samherja mun væntanlega á endanum leiða það í ljós hvort Samherji stundaði slík viðskipti og þá mun umfang þeirra væntanlega verða opinbert. Ef svo er þá er ein af þeim „ógnum“ sem steðja að fiskveiðiþjóðinni Íslandi ekki veiðigjöld ríkisins heldur við­ skiptahættir stórra útgerðarfélaga sem koma hagnaði undan til útlanda til að þurfa að deila sem minnstu af honum með samfé­ laginu. En eins og er, að minnsta kosti þar til rannsókninni á Sam­ herja lýkur, þá eru þessi viðskipti íslenskra stórútgerða ennþá eitt af stóru leyndarmálum samtímans á Íslandi. Ólafur vildi hætta n Staksteinahöfundur Morgunblaðsins skúbbaði í vikunni þegar hann greindi frá því að ótilgreindur stjórnandi 365 hefði ný­ lega sótt um annað starf. Sá mun hafa verið Ólafur Stephensen, ritstjóri Frétta­ blaðsins, sem sótti um starf framkvæmdastjóra Samáls, samtaka álfyrirtækja. Fyrr­ verandi kollegi Ólafs, Pétur Blöndal, fékk hins vegar starfið en Ólafur er áfram á Fréttablaðinu. Staðfestir orðróm n Umsókn Ólafs Stephensen staðfestir einnig þrálátan orðróm um að hann vilji losna frá Fréttablað­ inu. Mikið hefur geng­ ið á innan blaðsins síð­ ustu mánuði og var Ólaf­ ur lækkaður í tign innan blaðsins þegar Mikael Torfa- son var settur yfir hann. Þá hafa starfsmenn sem hafa verið nánir Ólafi verið látn­ ir fara eða þeir hætt. Ólaf­ ur hefur auk þess gagn­ rýnt Jón Ásgeir Jóhannesson, eiganda blaðsins. Einungis tímaspurs mál er því vænt­ anlega hvenær síðasti leiðari hans birtist. Pólitísk lykt n Sú staðreynd að Ólafur sótti um starfið hjá Samál en fékk það ekki vekur upp ýmsar spurn­ ingar. Sú fyrsta er af hverju Pétur Blöndal hafi verið valinn fram yfir hann. Pétur er yngri, ekki með eins mikla reynslu, hefur aldrei verið ritstjóri og er ekki eins þekktur. Svarið er líklega einfalt: Pétur er fyrrverandi kosningastjóri Bjarna Bene- diktssonar, formanns Sjálf­ stæðisflokksins, og sonur Halldórs Blöndal. Þá er alveg ljóst að Pétur á betur upp á pallborðið hjá Davíð Odds- syni en Ólafur Stephensen. Yfirmannaflótti n Sagan um að Ari Edwald, forstjóri 365, hafi viljað starf framkvæmdastjóra LÍÚ er ansi lífseig en sjálfur hefur hann neitað henni og sagt að hann hafi ekki sótt um starfið. Ljóst má þó vera að Ari hefði varla fúlsað við starfinu ef honum hefði verið boðið það eða skorað á hann að sækja um en hermt er að Þorsteinn Már Baldvinsson hefði viljað fá hann í starfið. Með umsókn Ólafs hjá Samáli er því er ekki aðeins skollinn á starfs­ mannaflótti hjá 365 heldur einnig yfirmannaflótti. Bónus átti alltaf hug hans allan Var alltaf að reyna að kalla á hjálp Jón Ásgeir Jóhannesson um föður sinn. – Vísir Matthildur Kristmannsdóttir gekk á milli lækna í sjö ár. – DV Stóra leyndarmálið „Ef Samherji hef- ur stundað slík viðskipti í miklum mæli er hugsanlegt að þjóðarbúið hafi orðið af háum fjárhæðum Eftirlit er óþjóðlegt Í sland er besta land í heimi. Við erum svo fullkomin að við þurfum ekki á eftirlitsstofnunum að halda. Þess vegna ber að fagna áformum niðurskurðarnefndar ríkisstjórnarinn­ ar um að skera hressilega niður í eft­ irlitsgeiranum. Tapsárir vinstrimenn virðast enn­ þá trúa því að hér á Íslandi hafi orðið einhvers konar „hrun“ fyrir fimm árum. Það sýni jafnvel að varasamt sé að draga úr eftirliti með fjármála­ stofnunum. Til allrar hamingju er komin framfarastjórn til valda sem dvelur ekki í fortíðinni heldur mölvar baksýnisspegilinn og veður á vit nýrra ævintýra, án íþyngjandi eft­ irlits og leiðinda. Með minna eftirliti mun vonandi hagur fjármálafyrirtækja vænkast og svigrúm þeirra til óskiljanlegra (en súpergáfulegra) viðskiptagjörn­ inga aukast til muna. Til að gæta sanngirni væri æskilegt að draga líka stórlega úr eftirliti með mat­ vælaframleiðslu. Hví ekki að loka Matvælastofnun? Fátt er betra á bragðið en gómsætt iðnaðarsalt. Svarthöfði æskir þess að Vigdís Hauksdóttir, sem situr í niður­ skurðarnefndinni, sé á sömu skoðun. Það er nefnilega ekki ýkja langt síðan hún kallaði stóra iðnað­ arsaltsmálið „krataáróður“ og hélt því fram að verið væri að „tala nið­ ur íslenska framleiðslu og landbún­ aðarafurðir“. Þetta lýsir ágætlega viðhorfum hennar til eftirlitsstofn­ ana og vonar Svarthöfði að Vigdísi takist að uppræta kratasamsærið. Verst af öllu er samt þegar „skammstafanir“ á borð við Alþjóða­ gjaldeyrissjóðinn, OECD og Standard and Poor's færa sig upp á skaft­ ið. Þannig taka þessir aðilar þátt í kratasamsærinu og hlutast til um innanríkismál Íslendinga. Þessir að­ ilar þekkja ekki kjarna framsóknar­ stefnunnar. Þeir hafa líklega aldrei heyrt um Jónas frá Hriflu né nokkurn tímann prófað íslenska kúrinn. Áformin um að skera niður í eft­ irlitsiðnaðinum eru í fullkomnu samræmi við þjóðlegu áherslurnar í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Ekkert er þjóðlegra en iðnaðarsalt, krosseignatengsl, umboðs­ og inn­ herjasvik, klíkuráðningar og spill­ ing. Þetta eru sannkölluð fullveldis­ mál sem ekki er hægt að ætlast til að útlendingar skilji. Svarthöfði Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Fréttastjóri menningar: Símon Birgisson (simonb@dv.is) Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjónarmaður helgarblaðs og innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 24 9.–11. ágúst 2013 Helgarblað Leiðari Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.