Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2013, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2013, Blaðsíða 20
Þ etta er fullkomið rétt­ arhneyksli.“ Þannig lýsir einn frægasti rithöfundur Svía, Jan Guillou („Gíjú“), lokaniðurstöðu í sérstæð­ asta morðmáli Svíþjóðar. Þó væri réttara að segja sérstæðustu morð­ málum, vegna þess að alls er um átta morð að ræða. Aðalpersónan er Thomas Quick, eins og hann kallaði sig á tímabili. Hann játaði á sig á níunda ára­ tug síðustu aldar öll átta morðin. En játningar hans voru falskar og í lok júlí var dómur fyrir átt­ unda og síðasta morðið, sem hann var dæmdur fyrir, dreg­ inn til baka. Allar átta ákærurnar hafa því verið látnar niður falla. Mögulega verður hann því frjáls maður aftur einhvern tímann á næstu misserum. Hið rétta skírnarnafn hans er Sture Bergwall en hann hef­ ur dvalið á réttargeðdeild í meira en tvo áratugi. Hann mun dvelja þar áfram í einhvern tíma að minnsta kosti, en lögfræðingur hans segir að það hljóti einung­ is að vera tímaspursmál hvenær honum verður sleppt. Einstakt mál Málið er algerlega einstakt í sænskri réttarsögu, jafnvel víðar, og orðið „áfall“ hefur verið notað um þá útreið sem sænska dómskerf­ ið fær nú með niðurstöðunni úr síð­ asta morðmálinu. Dómsmálaráðherra Svíþjóðar, Beatrice Ask, hefur sagt að í haust verið skipuð nefnd til þess að fara yfir allt málið og athuga hvaða lær­ dóma megi draga af því. Ekki er talið að einstakir aðilar sem unnið hafa með málið verði dregnir fyrir dóm, þar sem aðgerðir þeirra séu fyrndar. Það var í kjölfar misheppnaðs bankaráns í byrjun níunda ára­ tugar síðustu aldar sem (þá) Thom­ as Quick var handtekinn og vistað­ ur á réttargeðdeild. Í samtölum við sálfræðinga og lækna á réttargeð­ deildinni tók hann að játa á sig morð sem þar komu til umræðu. Alls ját­ aði hann á sig um 30 morð og var dæmdur fyrir átta eins og fyrr segir. Elsta morðið sem Quick/Bergwall játaði á sig er frá 1976 og fórnar­ lömbin voru af öllum toga; konur, menn, ungi sem aldnir. Árið 2002 tók hann upp skírnar­ nafn sitt aftur og í samtali við sænska ríkisútvarpið sagði Bergwall: „Árin frá 2000 til 2007 voru þöglu árin mín.“ Með því á hann við að hann hafi glímt við alvarlegt þunglyndi á þeim tíma. Þrjóskur blaðamaður setur boltann af stað Sú rás atburða sem leiddi til niður­ fellingar saka hófst með því að blaða­ maðurinn Hannes Råstam frá sænska ríkissjónvarpinu (SVT), tók viðtöl við Bergwall á réttargeðdeildinni fyrir heimildamynd um Bergwall sem hann var að vinna að. Råstam, sem nú er látinn, þótti með eindæmum þrjóskur blaðamaður og til að undir­ búa sig fyrir viðtölin plægði hann sig í gegnum öll gögn í málinu, þúsund­ ir blaðsíðna. Í viðtölunum opnaði Bergwall sig og hóf að draga játningar sínar til baka. „Ég hef ekki framið þau morð sem ég var dæmdur fyrir og ég hef ekki framið neitt af þeim morðum sem ég hef játað á mig, þannig er nú það,“ sagði Sture Bergwall í heimilda­ myndinni sem Råstam gerði. Og þar með byrjaði boltinn að rúlla. Mikil skortur á sönnunargögnum En hvernig gat þetta gerst? Í um­ ræðum í sænskum fjölmiðlum hefur verið bent á að í flestum morðanna skorti algerlega tæknileg sönnunargögn og annað sem bind­ ur Bergwall við fórnarlömbin. Hann hafi því nánast verið dæmdur alfar­ ið á grundvelli játninga sinna. Einnig hefur verið bent á að hann hafi ver­ ið spurður mjög leiðandi spurn­ inga í yfirheyrslum af þeim aðilum sem að þeim stóðu. Þá hefur einnig verið bent á að í morðunum sem Quick/Bergwall játaði sé ekki að finna neitt mynstur eða svokallað­ an „rauðan þráð“ í aðferðafræðinni. Slíkt sé nokkuð algengt meðal fjöldamorðingja. En við sakfellingar hafi dómsvaldið meðal annars litið til smáatriða sem Bergwall nefndi og sem enginn annar en morðinginn hefði þekkt til. En það er til dæm­ is álitið að hann hafi fengið upplýs­ ingar um morðin í gegnum almenna umfjöllun fjölmiðla. Hörð gagnrýni á sálfræðinga Mál Bergwall/Quick hafa vakið gríðarlega athygli í sænskum fjöl­ miðlum í gegnum tíðina og miklar tilfinningar. Fjölmargir hafa einnig verið þeirrar skoðunar að hann hafi alls ekki framið þau morð sem hann játaði á sig. Einn þeirra er einn fræg­ asti rithöfundur Svía, Jan Guillou, sem sagði í við­ tali við sænska ríkisút­ varpið að sönnunargögn í málinu hefðu verið fölsuð. „Þetta snýst um falsanir frá hendi sálfræðinga, sem gáfu honum meðal annars lyf og létu Bergwall lesa sér til um alls kon­ ar hluti. Síðan var þetta kokkað í ein­ hvers konar graut sem var borinn á borð fyrir dómarana,“ sagði Guillou. Að hans mati er málið mesta rétt­ arhneyksli Svíþjóðar fyrr og síðar. „Ef maður kynnir sér morðin sér maður að þetta er galið, hann á að hafa drep­ ið alls kyns fólk, úti um allt, en skil­ ur svo engi ummerki eftir sig,“ sagði Guillou í viðtalinu. Mikill léttir en miklar byrðar En hvernig brást Bergwall við því þegar síðasti dómurinn var dreginn til baka nú í lok júlí? „Mér er létt, þetta hefur verið langur ferill,“ sagði Sture Bergwall í samtali í sænska ríkis útvarpinu (SR), sama dag og síð­ asta sakfellingin var dregin til baka. Í viðtalinu var einnig rætt við ættingja eins fórnarlambanna, sem lýsti þeim hryllingi sem Bergwall hafði lýst við rannsókn málsins, meðal annars að hann hafi étið ákveðna líkamshluta fórnarlambsins. „Þessar lýsingar eru hræðilegar,“ sagði Bergwall í samtal­ inu við blaðamann SR og sagði enn fremur að þessa byrði þyrfti hann að bera allt sitt líf. Í viðtalinu kom fram að Bergwall tekur engin lyf og tek­ ur ekki þátt í neinni meðferð í dag. Hann segist hafa eytt tímanum í að vinna að endurupptökuferli mála sinna sem lauk með því að áttundi dómurinn var felldur niður, lesa og vera á samfélagsmiðlum, með­ al annars Twitter. Í samtalinu kom einnig fram að Bergwall hafði fyrir fyrstu játninguna framið aðra glæpi, meðal annars líkamsárásir. „ Hvernig á fólk að geta treyst þér?“ spurði blaðamaður SR. Bergwall svaraði því til að það myndu sérfræðingar sjúkrahússins meta. Að lokum var Bergwall spurður að því hvernig líf hans liti út eftir fimm ár. „Þá verð ég frjáls maður og sennilega úti í skógi að ganga,“ sagði Sture Bergwall, fyrr­ verandi fjöldamorðingi í samtali við sænska ríkisútvarpið. n 20 Fréttir 9.–11. ágúst 2013 Helgarblað Allt byrjaði með misheppnuðu bankaráni Mál Quick/Bergwall hefst eftir misheppnað bankarán í smábænum Grycksbo. Hér er að finna nokkur helstu atriða úr dramatísku lífshlaupi Sture Ragnars Bergwall, eins og hann heitir réttu nafni. 1950 Sture Bergwall fæðist í bæ nálægt Falun í Mið-Svíþjóð. 1991 Tekur sér nafnið Thomas Quick. Er handtekinn eftir misheppnað bankarán og ásakanir um að hafa misnotað unga drengi kynferðislega. Lagður inn á réttar- geðdeild. 1992 Byrjar að játa á sig morð. Hið fyrsta er eitt dularfyllsta morðmál Svíþjóðar, morð á ellefu ára dreng, Johan Asplund. Asplund hvarf sporlaust eftir að hafa kvatt móður sína snemma morguns og lagt af stað í skólann, sem var aðeins nokkur hundruð metra frá heimili þeirra. Hann hefur aldrei fundist. 1993–96 Játar á sig fleiri morð, meðal annars á hinni níu ára gömlu Theresu Johannessen í Noregi. Sakfelldur fyrir morð á hinum 15 ára gamla Charles Zelmanovits. Sannanir skortir þó í málinu og sakfellingin byggist á játningu Quick. 1996–98 Lögregla og saksóknari fara með Quick til Noregs í þeim tilgangi að endurskapa aðstæður í sambandi við morðið á Theresu Johannessen. Quick segist hafa hent henni í stöðuvatn og það er tæmt. Ekkert lík finnst og meintar beinarestar reyndust úr viði. 1998 Quick engu að síður dæmdur fyrir morðið á Theresu. 2000 Á þessum tímapunkti hefur Quick játað á sig 25 morð og verið dæmdur fyrir sjö. Í einu tilfellanna er um að ræða konu sem Quick segist hafa nauðgað. En DNA-próf sýnir að sæðið sem fannst við rannsókn málsins var ekki úr honum. 2001 Quick er sakfelldur fyrir morðið á Johan Asplund. Málið var í rannsókn í níu ár og er áttunda sakfelling Quick. Engin vitni voru í málinu og engar DNA-rann- sóknir var hægt að nota í þessu máli. Spurningar og grunsemdir byrja að vakna í Svíþjóð um mál Thomas Quick og sann- leiksgildi frásagna hans. Í lok ársins hætti hann á geðlyfjum og hættir samstarfi sínu við lögregluna. Engar fleiri játningar koma upp á yfirborðið. 2002 Quick breytir aftur um nafn og tekur að nota skírnarnafn sitt, Sture Bergwall. 2008 Rannsóknarblaðamaðurinn Hannes Råstam heimsækir Bergwall á réttargeðdeildina og vinnur traust hans. Bergwall byrjar í samtölum sínum að draga játningar til baka og segir að þær hafi verið upplognar og einungis til þess gerðar að fá athygli starfsfólks réttar- geðdeildarinnar. 2011–2013 Bergwall eru gefnar upp sakir í öllum morðmálunum átta, meðal annars á Theresu Johannessen og Johan Asplund. Síðasta málið varðar játningu hans á morðinu á Zelmanovits. Þetta þýðir að átta ný óleyst morðmál eru nú í höndum sænsku lögreglunnar og mögu- lega átta morðingjar sem ganga lausir. Hætti við að vera fjöldamorðingi n Játaði átta morð en dró svo allt til baka n Allt byrjaði með misheppnuðu bankaráni Sture Bergwall Reyndist ekki fjöldamorðingi eftir allt saman. Allir átta dómarnir gegn honum hafa verið dregnir til baka. Thomas Quick Sture tók upp nafnið Thomas Quick um tíma. Johan Asplund Bergwall játaði á sig og var dæmdur fyrir morðið á Asplund. Eitt frægasta morðmál Svíþjóðar en lík hans fannst aldrei. Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar ritstjorn@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.