Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2013, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2013, Blaðsíða 17
Fréttir 17Helgarblað 9.–11. ágúst 2013 Þ að er svona eitthvað, nei ég ætla ekki að segja frá því. Ég veit ekki hvað það tekur langan tíma en það fer að detta inn einhver vitleysa,“ sagði Ólafur Stefánsson, þjálfari karla­ liðs Vals í handknattleik, í viðtali við Morgunútvarp Rásar 2 á fimmtudag þegar hann var spurður hvort hann ætlaði að gera eitthvað meira en sinna handbolta hér á landi. Ólafur var spurður út í þann orðróm að hann væri á leið í póli­ tík og var borgarpólitíkin nefnd þar sem dæmi. „Nei, minna, held ég. Ég get ekki einu sinni borgað reikninga sjálfur. Snýst þetta ekki á endanum um að halda reikningum á núlli?,“ spurði Ólafur á móti en gekkst þó við því að hafa fengið furðuleg sím­ töl frá fólki úti í bæ og sagði ein­ hverja hafa haft samband við sig um þessi málefni en þó hafi engar form­ legar viðræður átt sér stað. „Svo les maður í blöðunum að þessi sé eitthvað og maður er bara: HA!,“ sagði Ólafur sem trúir því að ef manneskjur vilja hreyfa við ein­ hverju sé best að byrja á nærum­ hverfinu og sjá til hvert það leiðir þær. „Ef fólk vill hreyfa við einhverju er fyrst best að hreyfa við sjálfum sér og hafa sinn garð í lagi og það tek­ ur oftast alla ævi og við erum oftast með fólk sem byrjar með út/inn fíló­ sófíu og reynir að komast í einhvern fílabeinsturn og ætlar þá að láta sína lífsýn seytla niður til fólksins eða almúgans eða eitthvað þannig kjaftæði. Svo þegar þau eru komin þarna í fílabeinsturninn og á þessa staði þá er þetta oft kannski búið að sneyðast öllum gildum og þú búinn að skafa svo mikið af þínu dóti. Þannig að ég tel, það er mín tilfinn­ ing alveg blautur á bak við eyrun, að ef maður vill gera eitthvað pólitískt þá held ég að sé best að byrja bara á sér og sínum vinnustað eða í því umhverfi sem maður er. Reyna að hafa jákvæð áhrif á fólk og reyna að hjálpa til. Svo getur það stækkað. Ef þú ert orðinn öflugur í því og svo ertu kannski kominn á „auto­ pilot“ í vinnunni þá getur þú farið að fókusera á samfélagslega hluti og þannig haft áhrif. Þetta er svona mín litla tilfinning sem ég hef fyrir þessu, það er svona inn/út dæmi það er þannig með flest held ég. Ég veit ekki hvernig þið sjáið þetta,“ sagði Ólafur. Hann var einnig spurður hvort hann hefði áhuga á að taka við karlalandsliði Íslands í hand­ knattleik sem hann hefur sjálfur náð svo miklum árangri með en gaf lítið fyrir það en útilokaði heldur ekkert í þeim málum. n Ólafur Stefánsson Áhugi virðist vera á því frá nokkrum aðilum eða flokkum að fá lands- liðshetjuna í pólitík. Mynd: Sigtryggur Ari JÓHAnnSSon Útilokaði ekki pólitísk afskipti á Íslandi n Ólafur segist hafa fengið furðuleg símtöl um pólitískan frama Arnljótur Bjarki Bergsson: Rannsóknir til að efla fiskeldi „Fiskeldi hefur vaxið hratt á heimsvísu, en sami gangur hefur ekki verið í íslensku fiskeldi,“ segir Arnljótur Bjarki Bergsson, sviðs­ stjóri Vinnslu, virðisaukningar og eldis hjá Matís, í frétt á vef matis.is. Arnljótur segir auknar rannsóknir og þróunarvinnu þurfa hér á landi til þess að efla fiskeldi. Ljóst er að töluverð tækifæri liggja í fiskeldi en á undanförnum árum hafa Íslendingar verið að framleiða um 5.000 tonn á ári. Sú tala mun hækka töluvert á næstu árum og verður framleiðslan fljót­ lega um eða yfir 10.000 tonn á ári. Í samanburði má nefna að Færeyingar eru að framleiða í kringum 50.000 til 60.000 tonn á ári. Norðmenn hins vegar meira en milljón tonn bara í laxeldi. Árið 2011 framleiddu Norðmenn 1.204.576 tonn samkvæmt gögn­ um frá Matvælastofnun Sam­ einuðu þjóðanna, FAO. Arnljótur segir Íslendinga hafa aflað allt að tæplega 2% af heimsafla en ali aðeins um 0,01% af heildarfiskeldisfram­ leiðslu. „Fiskeldi hefur vaxið hratt á heimsvísu, en sami gangur hef­ ur ekki verið í íslensku fiskeldi … vilji Íslendingar gegna sama hlut­ verki við matvælaframleiðslu úr fiskmeti hér eftir sem hingað til, er ljóst að mikið verk er fyrir hönd­ um.“ Að mati Arnljóts verða nýir og stórir sigrar vart unnir í fisk­ eldi nema með öflugu rannsókna­ og þróunarstarfi. Hið sama gildir hvort tveggja um eldi og veiðar að meira skiptir að sem hæst verð fáist fyrir allt það sem er fram­ leitt fremur en að leggja ofurkapp á magn. Nokkuð mikil uppbygging hef­ ur verið í laxeldi á Vestfjörðum á undanförnum árum en einnig er hafin uppbygging á stærstu eldis­ stöð Senegalflúru í heiminum. Það er norska fyrirtækið Stolt Sea Farm sem stendur að eldinu en framleiðslugeta verður 2.000 tonn á ári þegar öllum framkvæmdum er lokið. n Fyrrverandi lögreglumaður sagður ofsækja veiðimenn n Veiðimaður segist hafa verið sleginn Vill ekki refsa fyrir niðurhal n Þúsundir hafa sótt íslenskt efni af skráaskiptasíðu síðustu daga Þ að ætti ekki að vera refsivert. Ég sé ekki alveg hvernig það getur verið raunhæft að refsa fólki fyrir slíka háttsemi án þess að beita gerræðislegum aðferðum til að finna fólkið. Hvern­ ig ætlarðu að framfylgja því án þess að fylgjast með einkalífi fólks?“ segir Helgi Hrafn Guðmundsson, þingmað­ ur Pírata. Eigandi skráaskiptasíðunnar deildu.net ákvað á dögunum að heim­ ila notendum sínum að deila íslensku efni sín á milli, þar á meðal höfunda­ réttarvörðu. Áður hafði einungis verið heimilt að deila erlendu efni og hafði síðan af þeim sökum að mestu leyti verið látin í friði af hagsmunasamtök­ um höfundarétthafa og stjórnvöldum, jafnvel þótt efnið hafi verið undirorpið eignarétti. Síðan er ekki starfrækt í hagnaðarskyni heldur deila notend­ ur efninu sín á milli til einkanota. Á undanförnum dögum hafa þúsundir notenda nýtt sér þetta og halað niður íslensku efni, þar á meðal kvikmynd­ um, sjónvarpsþáttum og tónlist. Árás á íslensk fyrirtæki Samtök myndrétthafa á Íslandi – SMÁÍS – hafa löngum gagnrýnt skráa­ skipti af þessu tagi. Þeir lögðu með­ al annars fram kæru í febrúar 2012 á hendur deildu.net. Snæbjörn Stein­ grímsson, framkvæmdarstjóri SMÁÍS, segir málið aftarlega í forgangsröðun lögreglunnar. „Við kærðum þessa síðu fyrir löngu, ásamt öðrum hagsmuna­ samtökum höfundarétthafa, og við erum náttúrulega að þrýsta á yfirvöld að aðhafast eitthvað í málinu,“ segir Snæbjörn og bætir við að skráaskipti til einkanota af því tagi sem viðgengst á deildu.net sé árás á íslensk fyrirtæki sem hafa atvinnu af hugverkum. „Mál­ ið er til rannsóknar hjá lögreglu að svo stöddu. En ég trúi ekki öðru en að skrið komi á þetta núna þegar um 50 þús­ und notendur eru farnir að sækja allt nýjasta íslenska efnið. Það verða ekki lengur forsendur til að búa til nýtt efni ef að svona síður fá að starfa óáreittar til lengri tíma,“ segir Snæbjörn. Deildu.net er hýst í Rússlandi og af þeim sökum telur eigandi hennar, sem kallar sig Afghan Guru, að íslensk lög nái ekki yfir starfsemi síðunnar. Á síð­ unni segir hann meðal annars: „Mér er andskotans sama um íslenska ríkið. Þeir geta ekki gert neitt.“ Mikilvæg mannréttindi Helgi telur röksemdir Snæbjörns gild­ ar, út af fyrir sig, en þær blikni í sam­ anburði við rétt til einkalífs – á netinu sem annars staðar – og frelsi til að deila upplýsingum og menningu með öðru fólki til einkanota, svo lengi sem það er ekki í gróðaskyni. „ Okkur finnst út af fyrir sig ekki merkilegt að verja rétt fólks til að stela efni. Okkur finnst aft­ ur á móti merkilegt að verja rétt fólks til að skiptast á upplýsingum og gögn­ um án eftirlits á netinu; það er það sem þetta snýst allt saman um. Við viljum að netið sé frjálst og opið. Ef þetta þýðir að einhverjir hagsmuna­ aðilar tapi peningum þá fyrirgefðu, það verður bara að hafa það,“ segir Helgi og gagnrýnir jafnframt þær að­ ferðir sem ýmis ríki hafa beitt í barátt­ unni við hugverkaþjófnað. Til dæmis alþjóðasamninginn ACTA, sem með­ al annars Bandaríkin hafa undirritað. Ákvæði í ACTA­samningnum hafa verið gagnrýnd fyrir að brjóta gegn grundvallarmannréttindum, eins og tjáningarfrelsi og friðhelgi einka­ lífs. Þessi síðastnefndu réttindi eru, að mati Helga, mun mikilvægari en eignarréttur framleiðslufyrirtækja og annarra eigenda hugverka. Vill raunhæfar lausnir „Stefna Pírata miðar að því að vernda rétt fólks til að skiptast á upplýsing­ um en aðallega að sporna gegn þeim aðferðum sem notaðar eru til að viðhalda hefðbundnum hugmynd­ um um höfundarrétt. Að því sögðu erum við alveg til í að finna raunhæfar lausnir til þess að umbuna listamönn­ um. Þær mega bara ekki byggja á því að takmarka frjálst og opið internet,“ segir Helgi sem bendir á að það að fólk geti nálgast hugverk ókeypis á netinu þýði ekki endilega að rétthafar tapi. Sjálfur er Helgi hugbúnaðarsmiður. „Í fljótu bragði vil ég auðvitað fá borgað fyrir vinnuna mína en hitt má ekki gleymast að það að brjóta á höfundarrétti er ekki það sama og að stela. Það er ekkert svona ofboðs­ lega víst að höfundarétthafar tapi tekj­ um af því að einhver hali niður efn­ inu þeirra. Að miklu leyti virkar það sem auglýsing. Frægasta dæmið núna er Game of Thrones sem er eitt vin­ sælasta efni fyrr og síðar og framleið­ endur þess græða á tá og fingri. En það er jafnframt það sem mest er stolið af. Og það eru dæmi um fullt, fullt af höf­ undum og listamönnum sem aldrei hefðu komist áfram nema vegna þess að það var nógu mikið af ókeypis efni eftir þá. Annað dæmi um þetta er Justin Bieber. Hann er nýr listamaður sem varð frægur á YouTube og hann græddi fyrst peninga þegar allir voru búnir að hlusta á lögin hans.“ „Ekki það sterk samtök“ Helgi telur mikilvægt að berjast fyrir því að íslenskt lagaumhverfi sé til þess fallið að vernda frelsi fólks til tján­ ingar og einkalífs, en ekki takmarka, og segir Pírata munu berjast fyrir því á þingi. Samkvæmt nýjustu skoðana­ könnunum fá þessi sjónarmið mikinn hljómgrunn og fylgi Pírata hefur verið í stöðugum vexti frá síðustu kosning­ um, en þá fékk flokkurinn þrjá menn kjörna. „SMÁÍS og STEF eru einfald­ lega ekki það sterk samtök. Það hefur enginn tekið þau alvarlega þegar þau hafa til dæmis stungið upp á því að hlera tengingar. Þannig að við erum ekkert að skipta okkur af þessum mál­ um fyrr en það koma upp slíkar hug­ myndir; sem brjóta á réttindum borg­ aranna.“ n Baldur Eiríksson blaðamaður skrifar baldure@dv.is „SMÁÍS og STEF eru einfaldlega ekki það sterk samtök. Helgi Hrafn Pírataþingmað- urinn segir erfitt að koma í veg fyrir skráaskipti fólks án þess að brjóta á mikilvægum mannréttindum. Mynd tHordur SVEinSSon Snæbjörn Steingrímsson Snæbjörn er framkvæmdastjóri SMÁÍS. Íslendingar eyða meira Íslendingar halda áfram að nota kreditkort í meira mæli en áður. Notkun þeirra hefur farið vaxandi tvo mánuði í röð. Fyrir júlímánuð nam aukningin 4,1 prósenti mið­ að við seinasta ár samkvæmt Valitor­vísitölunni sem gefin er út mánaðarlega. Sé rýnt í vísitöluna sést meðal annars að Íslendingar hafa eytt töluvert meiri pening í útlöndum þetta sumar en það síð­ asta. Þá sést einnig að landsmenn virðast hafa haldið að sér höndum í áfengiskaupum en samkvæmt vísitölunni minnkaði eyðsla Ís­ lendinga í vín bæði í júní og júlí og er það einkum rakið til veðurs sem var ekki upp á marka fiska á suð­ vesturhorninu framan af sumri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.